Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 + Elsku sonur og bróðir, HALLDÓR VIÐAR ADALSTEINSSON, lést í Borgarspítalanum 25. maf. Jaröarförin auglýst sföar. Sigrún Einarsdóttir, Jóhanna Aóalatainsdóttir. + Eiginmaöur minn og mágur, EUGENE BULL, andaöist 29. aprfl f Salen Oregon USA. Margrét Jónadóttir Bull, Fríóa Jónadóttir. + Móöir mfn, ELÍN GRÓA JÓNSDÓTTIR, Ægisfóu 56, andaöist 25. maí. Jaröarförin ákveöin síöar. Guórún S. Karlsdóttir. + Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍOUR HALLDÓRSDÓTTIR fré Sauðholti, Malgaröi 5, Kópavogi, lést 25. þ.m. Halgi Jónsson, Sigrún Bairdain, Guóný Andrésdóttir, Þórdfs Andrésdóttir. + Eiginmaöur minn og bróðir, SNORRI ÓLAFSSON, klsaóskeri, Sólheimum 23, Reykjavík, lést 25. maí. Ólöf Ólafsdóttir, Árni Ólafsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KRISTBJÖRN GUÐLAUGSSON, Eirfksbúö, Arnarstapa, Snasf., lést aö heimili sínu 25. maí. Guórún Wormsdóttir og dætur. + Eiginmaöur minn og faöir, KARL KRISTJÁNSSON, Heióargeról 78, andaöist 26. maf á heimili sínu. Jaröarförin auglýst sföar. Guörún Sigurjónsdóttir og synir. + Faðir okkar, MAGNÚS STEFÁNSSON, fyrrvarandi dyravöróur, Laugahvoli, Laugarésvagi 75, andaöist 25. maf. Börnin. + Eiginmaöur minn, HALLDÓR JÓNSSON, Hésteinsvagi 60, Vastmannaayjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju f dag, fimmtudag, kl. 14.00. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna, Anna Erlandsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, HENRI HENRIKSEN, Grénufétagsgötu 33, Akureyri, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. maí kl. 13.30. Eiginkona og börn. Benedikt Sveinsson — Minningarorð Benedikt fæddist á Bíldhóli á Skógarströnd, sonur hjónanna Þuríðar Halldórsdóttur frá Leys- ingjastöðum í Hvammssveit og Sveins Klemenssonar frá Gröf í Miðdölum, sem þar bjuggu og víð- ar, bæði í Döium og á Snæfells- nesi. Áratugirnir síðustu fyrir aldamótin voru erfiðir ungu fólki sem byrjaði búskap af litlum efn- um og þar sem ómegðin á heimil- inu óx var Benedikt komið í fóstur þegar hann var á öðru árinu til frændfólks síns á Hamraendum í Miðdölum. Þar bjuggu þá hjónin Halldóra Guðmundsdóttir og Baldvin Baldvinsson og var Bene- dikt að frændsemi til þremenning- ur við bæði. Á Hamraendum dvaldist Bene- dikt í nær fjóra áratugi. Hann vandist snemma öllum algengum sveitastörfum, fyrst hjásetunni, síðan heyskap og búfjárhirðingu og á vökunni vann hann reipi og gjarðir úr hrosshári. Frá Hamraendum réðst Bene- dikt til nafna síns Jónssonar á Fellsenda í sömu sveit og var þar næstu 6 árin en var þó lausari við undir lokin enda þá búinn að ákveða að skipta um umhverfi og atvinnu. Áhrif kreppunnar fóru að vísu minnkandi en þó var erfitt fyrir mann á miðjum aldri að fá trygga vinnu við sitt hæfi á möl- inni. Með aðhaldssemi hafði Bene- dikt tekist að safna sér nokkrum höfuðstól sem hann hugðist leggja í eitthvert fyrirtæki og starfa síð- an við það. Að vandlega íhuguðu ráði flutt- ist Benedikt til Hafnarfjarðar 1937, gerðist einn af stofnendum raftækjaverksmiðjunnar þar og vann síðan hjá því fyrirtæki fram um áttrætt meðan honum entist heilsa til. í Hafnarfirði átti hann lengst af heima á Öldugötu 35. Það voru fyrstu aldursmerkin á Benedikt að sjónin tók að daprast. Þegar svo var komið leitaði hann til fornvina sinna, hjónanna Vig- dísar Einarsdóttur og Hjartar Jónssonar á Fornastekk 11 í Reykjavík, sem fúslega tóku hann til sín og hjá þeim dvaldi hann frá 1972 og þar til hann, fyrir rúmu ári, veiktist alvarlega og varð að fara á sjúkrahús. Þetta er örstutt æviágrip Bene- dikts föðurbróður míns, sem lifði og starfaði í sveit og í bæ á mestu umbrotatímum þjóðarinnar. En þótt stutt sé segir það sína sögu. Sögu sem skýrir viðhorf hans og skoðanir. Honum fannst alltaf að betra væri að veita en þiggja, að gera annars bón en að biðjast ein- hvers sjálfur. Hann kunni því best að vera ekki öðrum til byrði en mátti á hinn bóginn ekkert aumt sjá svo að ekki reyndi hann úr að bæta ef í hans valdi stóð. Honum var þetta svo eiginlegt að margir gengu að því sem vísu að hann greiddi götu þeirra án þess að hugað væri að einhvers konar endurgjaldi. Eins voru viðhorf hans til vinnunnar og tímans ákaflega fastmótuð. Hvert augna- blik var dýrmætt vegna þess sem koma mátti í verk ef dyggilega var unnið og vel að verki staðið. Vinnugleði hans og áhugi var smitandi og hvatti samstarfs- mennina til dáða. Ekki hvað síst unga fólkið, en með því átti hann samleið alla ævina, síungur í anda og skilningsríkur á vandamál þess þótt tímarnir breyttust. Benedikt var einlægur félags- hyggjumaður og trúði á samtaka- máttinn þegar leysa þarf sameig- inleg hagsmunamál. Á hinn bóg- inn sýndist honum oft að morg svokölluð hagsmunamál nútíma neysluþjóðfélags væru harla fánýt og ekki til þess fallin að leiða þjóð- ina eftir þeirri framfarabraut sem hann taldi farsælasta. Réttara væri að eyða ekki um efni fram heldur búa stöðugt í haginn fyrir framtíðina. Fyrir áeggjan vina sinna og frænda á Fornastekk 11 leitaði Benedikt lækninga við sjóndepr- unni og tókst að fá þá bót að hann gat lesið sér að gagni. Það stytti honum stundirnar síðustu árin og hann naut þess að geta fylgst með þjóðmálum og heimsmálum. Það var gaman að koma til hans og ræða við hann um dægurmálin. Þá var hann ómyrkur í máli og vildi oft að meira væri að gert en stjórnmálamennirnir töldu ráð- legt. Ég hygg að Benedikt hafi sjald- an á lífsleiðinni átt eða unnað sér tómstunda að neinu marki. Þó + Fósturmóöir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT TÓMA8DÓTTIR fré Klwngeeeli í Flóa, sem lést 16. maí, veröur jarösungin fró Gaulverjabæjarkirkju laug- ardaginn 29. maí kl. 2. Hulda Magnúsdóttir, Alf Wilhelmsen, Hjalti Kristgeirsson, Edda Óakarsdóttir, Reynir Geirsson, Guólaug Elfaadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar og tengdamóöir, VILHELMÍNA HALLDÓRSDÓTTIR fré Kéraatöóum, Kvlsthaga 11, er lést f Landakotsspftala 21. maf, veröur jarösungln þriöjudaginn 1. júní kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Gunnar Jóhannsson, Halldór Jóhannsson, Alma Brand Jóhannsson, Halgi Jóhannsson, Rannvaig Laxdal, Margrét Jóhannsdóttír, Haraldur Samsonarson, Hanna J. Holton, Tómas A. Holton, Björgvin Ólafsson, Halldóra Sigurjónsdóttir. fann ég á honum í ellinni að hann minntist hestanna sinna og stunda á hestbaki með mikilli ánægju. En fyrr á árum átti hann góða hesta og kunni vel með þá að fara. Síðasta æviárið var Benedikt ekki eins þungbært og ég hafði vænst, þrátt fyrir bæði sjúkleika og sjúkrahúsvist. í huganum var hann alltaf heima á Fornastekk 11, þar heyrði hann til og þar vildi hann vera. Varla gat hann á ann- an hátt betur sýnt þeim Vigdísi og Hirti hve mikils hann mat þau og hvað þau voru honum. Mikill starfsmaður er allur. Hann hafði um nokkurt skeið þráð hvíldina, sem engan furðar þegar að ævistarfi er hugað. Megi frændi minn hvíla í friði. Gísli Karlsson Benedikt Sveinsson fæddist 16. desember 1891 á Bíldhóli á Skóg- arströnd, sonur hjónanna Sveins Klemenssonar og Þuríðar Hall- dórsdóttur er þar bjuggu og bráð- ungur tekinn í fóstur að Hamra- endum í Miðdölum til hjónanna Baldvins Baldvinssonar og Hall- dóru Guðmundsdóttur. Snemma varð Benedikt liðtækur við algeng bústörf og vann æsku- heimili sínu með hug og hönd. Á þeim tíma voru fráfærur enn við lýði, þeim störfum sinntu aðallega börn og unglingar. Það kom í hlut Benedikts að sitja hjá fráfæruán- um. Síðar, þegar honum óx fiskur um hrygg, varð fjárgæsla eitt hans aðalstarf á Hamraendum. Árið 1931, þá fertugur að aldri, flyst Benedikt að Fellsenda í Miðdölum til frænda síns og nafna, Benedikts Jónssonar. Þar hófust kynni okkar Benedikts, þar sem ég var borgarbarn í sumar- dvöl á sama bæ, og hafa þau kynni varað síðan. Mér er minnisstætt hversu at- orkusamur og ósérhlífinn með af- brigðum Benedikt var og hreif hann aðra til athafna, svo störfin unnust fyrr og betur, hann var sí- vakandi fyrir velferð þeirra heim- ila sem hann dvaldi á og lagði bætandi hönd að margvíslegum verkefnum. Á þessum tíma átti Benedikt góða hesta, þó bar einn af, brúnn að lit, sem var honum mjög kær. Milli þeirra lá ósýnilegur þráður sem bar boð beggja. Fékk hann listamanninn Halldór Pétursson til að teikna hestinn eftir ljós- mynd. Benedikt hafði gott lag á hestum og var því fenginn til að sitja keppnishesta, er unnu oftsinnis til verðlauna. Árið 1937 lá leiðin til Reykja- víkur og litlu seinna til Hafnar- fjarðar. Atvinnuleysi var þá tölu- vert, en hann var framsýnn og fannst óleyst verkefnin alls staðar blasa við. Benedikt gerðist einn af stofn- endum Raftækjaverksmiðjunnar Rafha í Hafnarfirði og fastur starfsmaður þess fyrirtækis. Virkjun Sogsins var þá að komast í gang, og því vaxandi þörf raf- tækja. Aukastarf innti Benedikt af hendi, sem afgreiðslumaður um árabil á Bifreiðastöð Sæbergs í Hafnarfirði. Benedikt skildi mikilvægi góðra samgangna og lagði því lóð á vog- arskálar söfnunar til stofnunar Eimskipafélags íslands, þó ungur að árum. Stórhugur og framsýni voru ríkjandi eðlisþættir í fari hans, og hlýhug bar hann í brjósti til sveit- ar sinnar. Gaf hann því hjóna- görðum Háskóla íslands andvirði einnar íbúðar, svo þar mættu dvelja öðrum fremur námsfólk úr Dölum vestur. í Hafnarfirði vann hann allt til þess, að hann missti sjónina, þá um áttrætt, og flutti á heimili mitt. Litlu síðar gekkst hann und- ir aðgerð á auga með þeim árangri að geta notið lesturs bóka og blaða. Nú þegar leiðir skiljast færi ég og fjölskylda mín Benedikt alúðar þakkir fyrir alla greiðasemi og höfðingshátt á langri samfylgd, og óska honum blessunar á nýjum lífsbrautum. Hjörtur F. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.