Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 39 fclk í fréttum Castle verður Gandhi + Leikarinn John Castle varð að sætta sig við það að missa allt hárið, ef hann kærði sig um að leika Gandhi í nýju leikriti sem nú gengur á fjölunum í Lundúnum. Hárskerinn hans lýsti hárinu hans sem aðdáunarverðu, en John lét sig hafa þetta og hér sjáum við þessa athöfn þegar hann missti hárið. „Mér líður eins og ég sé berstrípaður og sex mánaða gamall," sagði hann. Og á eftir: „Og ég óttast það helst að allar konur á aldrinum 22ja til 45 fyllist viðbjóði þegar þær líta mig augum.“ Seglbrettin komin aftur Vindskriö (Wirtd Surting). ser- lepa heppilegt tómstundagaman á Islandi, þar sem nóg er af vind um og vötnum. Verö aöeins kr. & 4 : Donna fyrir aðgerð. BUNDIÐ ENDA Á STRÍÐNINA Donna skælbrosandi og bíður eftir að sjá árangur- inn. + Hún Donna litla Cullen átti erfiða daga, þar til læknavísindin komu henni til hjálpar. Hún var með óeðlilega útistandandi eyru og það hafði kostað hana óendanlega stríðni skólafélaganna gegnum árin og margt tárið. „Ég get varla beðið eftir því að sjá sjálfa mig,“ segir Donna himinlifandi. Hún sér nú fram á að losna við uppnefni eins og „Dumbo“ og „Big Ears“, nema skólafélagar finni upp á því að kalla hana „Ex-Big Ears“ eða eitthvað þess háttar. Donna litla vonast nú til þess að geta greitt sér eins og skólasystur hennar, en það gat hún ekki áður eyrnanna vegna. Foreldrar hennar eru yfir sig glöð að stúlkan þeirra skuli losna við þessa vansköpun. „Hún hefur átt býsna ömurlega daga,“ sagði faðir hennar. „Krakkar geta verið svo andstyggilegir og særandi í hugsunarlausri stríðni sinni.“ COSPER Nú veit ég hvað ég vil verða þegar ég verð stór: Hljómsveitar- stjóri í leikhúsi! Schleimann færir sig til + Jorgen Schleimann, sá kunni fréttamaður í Danmörku, mun á næstunni færa sig um set í fjölmiðlaheiminum þar í landi. Hann var ritstjóri „Radioavis- en“, en lenti svo í útistöðum við yfirmenn sína, svo sem frægt er orðið, og hefur nú verið ráð- inn ritstjóri dagblaðsins kunna Aktuelt. * ** A úthJf Glæsibæ. Sími 82922. Hafið þid reynt ORA SÍLD 4 tegundir, hver annarri betri. TÓMATSÍLD, KARRÝSÍLD, SINNEPSSÍLD PAPRIKUSÍLD. Dósimar eru allar með lykkjuloki, enda barnaleikur einn að opna þœr. Svo nœrðu þér í gaíícl, stingur honum í einn bitann og.nei bíddu aðeins, það sakar ekki að haía brauð eða kex með. ORAsíld — Afbragðslœða alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.