Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 J 'J Fræösluþættir um hjólbarða: Loftþrýstingur í hjólbörðum Morgunblaðið birtir í dag og næstu daga nokkra fræðslu- þætti um hjólbarða, notkun þeirra og meðferð. Bílgreina- sambandið hefur tekið þessa fræðsluþætti saman. — Bifreiðaframleiðandi ákveður stærð hjólbarða og loftþrýsting með tilliti til: — þyngdar, — aksturshraða, — drifhlutfalls, hverrar tegundar. — Áríðandi er að hafa réttan og jafnan loftþrýsting í hjólbörðum. 1) Of mikill þrýstingur veld- ur því að snertiflöturinn við veginn verður lítill og bíllinn rennur fremur til í beygjum. Hjólbarðinn slitnar mikið á miðjum barðanum og bíllinn verð- ur hastur í akstri (sjá mynd 1). 2) Sé loftþrýstingur of lítill verður bíllinn þungur í akstri og eyðir miklu elds- neyti. Hjólbarðinn slitnar mikið utantil í sólanum og jafnvel út í hliðunum. Ef hjólbarðinn hitnar óeðli- lega í akstri eykur það slit. Einnig fara fljótlega að koma í sprungur í hlið- ar hjólbarðanna (sjá mynd 2). 3) Gætið þess vandlega að hóflegur loftþrýstingur sé í hjólbörðunum miðað við t.d. breytingu á þyngd t.d. þegar bifreiðin er full- hlaðin í ferðalögum svo að eitthvert dæmi sé nefnt. í handbók bifreiðarinnar eða innan í hurðarkarmi getur framleiðandi yfir- leitt um þá þyngd sem hæfir (sjá mynd 3). 4) Ef mismunandi loft er í hjólbörðunum vill bíllinn rása og verða óstöðugur í akstri. Hjólbarði sem loft er að síga úr skemmist mjög fljótt í akstri og ætti því að stöðva bílinn eins fljótt og mögulegt er og skipta um hjól. Ekki er sama á hvaða hátt Radial-hjólbörðum er snúið undir bifreið. Áríðandi er ef skipt er um notaða hjólbarða að þeim sé ávallt snúið í sömu átt (sjá skýringar- mynd). Hjólbarðarnir gegna mismunandi hlutverki undir bifreiðinni, fer það eftir því hvort um er að ræða hjól- barða á fram- eða afturöxli. Þegar skipta á um hjólbarða, skal gera það samkvæmt mynd svo að ekki orsakist misslit og um leið eykst end- ing hjólbarðanna. (Frá Bílgreinasambandinu) Höfum eftirtalda hluti á lager í flestar gerðir bíla: Kerti Sigti Bremsuklossar Bremsuborðar Viftureimar Demparar Geymasambönd Geymaskór Innsogsbarkar Gormapúðar llmrósir Bremsuvökvi Fillingarefni Gun Gum Pakkningalím Ryðolía Blokkarþéttir Vatnskassaþéttir Toppgrindur Aurhlífar íssköfur Kupplingsdiskar Kupplingspressur Stýrishlutir Pústklemmur Hosuklemmur Kveikjuhlutir Háspennukefli KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 BULGARIA Alla mánudaga — þotuflug um Kaupmannahöfn. Hægt aö stoppa í Kaupmannahöfn í bakaleið. Lúxushótel, Grand Hotel Varna. Matarmiöar. Ein bezta baöströnd Evrópu. (0 O ro oj f E C (0 E 3 ö) <n m (0 (0 N — •o k, o > ? (0 O) c n E 3 T3 c <D W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.