Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 13 Vatnslitamyndir Nikul- ásar Sigfússonar Myndlíst Bragi Ásgeirsson Oft undrast maður myndgleði íslendinga sem kaupa meira af myndum en sennilega nokkur önnur þjóð og mála jafnframt öllum öðrum fleiri myndir. Þeir gera það líka margir af meiri al- vöru og einlægni en almennt þekkist meðal erlendra þjóða. Þannig undrast þeir oft er um myndlist pára á opinberum vettvangi gæði mynda almennra áhugamanna. Þannig varð undirrituðum við er hann leit inn á sýningu áhugamannsins Nikulásar Sig- fússonar í Ásmundarsal á dög- unum, sem sýnir þar 31 vatns- litamynd til 26. maí. Litirnir í myndum hans eru bæði hreinni og tærari en maður á að venjast og það meira að segja hjá mörg- um þjálfuðum atvinnumálurum. Þá skynjar maður ríka tilfinn- ingu fyrir gróandanum og veðra- brigðum í myndum gerandans ásamt einlægri ánægju við með- höndlun pentskúfsins. Nokkrar myndanna á sýning- unni þykja mér persónulega öðr- um betri og vil þá sérstaklega nefna hér myndir svo sem „Sumar í Rauðhólum" (12), „Landsynningur" (17), „Grænn gróður" (19), „Klettar í kvöldsól" (22), „Klettar í morgunsól" (23) og „Hrútaberjalyng“ (30). í öll- um þessum myndum birtist fölskvalaus málaragleði og rík tilfinning fyrir blæbrigðum lit- rófs og náttúru. Þetta er náttúrlega skrifað með hliðsjón af því að Nikulás Sigfússon er öðru fremur áhuga- maður í viðleitni sinni. En ef svo heldur fram og framfarir hans verða jafn miklar á næstu árum og undangengum má vænta mik- ils af honum, því að hér er sönn málaragleði á ferð, að mér sýn- ist. Nýja Akra- borgin afhent 5. júlí nk. „SKIPSTTJÓRINN, 1. vélstjóri og þrír aðrir úr áhöfn nýju Akraborgar- innar fóru utan í morgun til að sækja skipið,“ sagði Helgi Ibsen hjá Skallagrími þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvað liði komu nýju Akraborgarinnar. Aðrir fimm úr áhöfninni halda til Kanaríeyja hinn 1. júní og full- trúar seljenda skipsins hafa tjáð okkur að stefnt sé að því að skipið verði afhent hinn 5. júní næst- komandi. Ef allt leikur í lyndi ætti heimsiglingin að taka 8 til 12 daga, en ef skipið þarf að koma við á Irlandi eða einhverju öðru landi á heimleið til að taka olíu, þá tek- ur heimsiglingin lengri tíma,“ sagði Helgi. Helgi sagði, að enn væri óljóst hvað yrði um gömlu Akraborgina, menn vonuðust aðeins til að sala á henni gengi fljótt fyrir sig. AUGLYSINGASIMINN KR: >»..5 c3> jnorgunbUðið Fjölbrautaskóli Suðurnesja brautskráði í 1. sinn 9 nemendur af meistara- braut í byggingagreinum; þá Vilhjálm Nikulásson, Guðmund Hreinsson, Magnús Guðmundsson, Hjálmar Loftsson, Óskar Karlsson, Einar Guðberg Gunnarsson, Bjarna Sigurðsson og Andrés Hjaltason en á myndina vantar dúxinn í hópnum, Vilhjálm Sveinsson. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: BaUingslöv 19 stúdentar og 9 af meistarabraut í iðn- greinum brautskráðir SJÓTTA starfsári Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk með skólaslitaat- höfn í Keflavikurkirkju laugardag- inn 22. maí. Jón Ólafsson, sveitar- stjóri í Miðneshreppi, flutti ávarp af hálfu samstarfsnefndar sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Tveir nemend- ur skólans, Guðbjörg Þórisdóttir og Edda Rós Karlsdóttir, léku á fiðlu og setló við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Jón Böðvarsson skóla- meistari flutti yfirlit um skólastarfið á vorönn 1982 og brautskráði síðan 48 nemendur: 3 af tveggja ára upp- eldis- og viðskiptabrautum, 17 iðn- nema, 9 nemendur af meistarabraut í byggingargreinum og 19 stúdenta. 37 nemendur luku brottfararprófum á haustönn og hafa því alls 85 nem- endur verið brautskráðir frá skólan- um skólaárið 1981—1982. Suðurnesja og Gizur I. Helgason af hálfu Kennarafélags FS. Að lokum ávarpaði skólameistari nemendur og sagði skóla slitið. Fimm skólar hafa réttindi til þess að starfrækja meistaranám í byggingargreinum og brautskrá tveir þeirra meistara í fyrsta sinn á þessu vori: Fjölbrautaskólarnir á Suðurnesjum og Sauðárkróki. Ingólfur Halldórsson aðstoð- arskólameistari afhenti verðlaun fyrir góða frammistöðu í námi og félagslífi. Ávörp fluttu Einar Guð- berg Gunnarsson fyrir hönd meistara, Hrannar Hólm fyrir hönd nýstúdenta, Eyþór Þórðar- son af hálfu Iðnaðarmannafélags lands, hefur okkur teklst aö ná samn- ingum um Kynnum nýjar eldhús- og baöinn- réttingar í sýn- ingarsal okkar í Sundaborg. Einnig úrval fataskápa. Af því tilefni og vegna mjög mikillar sölu á Ballingslöv- innréttingum til ís- Ath: Pantanir á innréttingum sem afgreiöast eiga frá verksmiðjunni fyrir sumarleyfi þeirra í júlí, þurfa aö berast okkur fyrir 26. maí. verölækkun á öll- um Ðallingslöv- innréttingum til 6. júní 1982. Minnum jafnframt á mesta úrval landsins af parketi. Glæsilegu frönsku hreinlætistækin frá Selles koma eftir 2—3 daga. fnnréttíngaval hf. Sundaborg, sími 84333. Ath: innkoyrsla Irá Klappavag lokuð, aðkoma frá Sundaborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.