Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 25 Karl Johann Lilliendahl, Akranesi: Hugleiðing af tilefni komu víetnamska flóttafólksins Á vegum Rauðakrossins og Hjálparstofnunar kirkj.unnar stendur yfir þessa dagana ein umfangsmesta fjársöfnun til handa flóttafólki í SA-Asíu, sem farið hefur af stað á Vesturlönd- um. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarin ár og áratugi um flóttafólk utan úr heimi og hvern- ig hjálpa skuli þessu bágstadda fólki sem býr við næstum algjöran matarskort og jafnvel dauða vegna hungurs. Mikið hefur verið gert af öllum þeim hjálparstofn- unum sem við þekkjum til, og við íslendingar erum einnig í þeirra hópi og megum við vera stoltir yfir því. Vegna þessa ástands sem nú ríkir í SA-Asíulöndum og víðar vil ég fá að leggja nokkur orð í beig um þessi mál, þótt mikið hafi verið skrifað um þau áður nú í sumar. Mikil gagnrýni hefur fylgt í kjölfar þessara vandamála og þá sérstaklega þegar ætlunin er að gera eitthvað raunverulegt þ.e. að taka á móti litlum hópi þessara manna og leyfa þeim að setjast að hér á Islandi, en sem betur fer er það örlítið brot af okkar fjölda sem láta slíka gagnrýni frá sér fara. Gagnrýni á alltaf rétt á sér í hvaða málum sem er, því er ekki hægt að neita, en þar sem manns- líf er í húfi í sambandi við þetta, er ég ekki sáttur við þessa gagn- rýni, en flestir þessara manna sem álíta að ekki sé rétt að flytja inn þetta hjálparvana fólk, vita senni- lega ekkert hvað þeir eru að segja, eða, kannski er réttara að segja að þeir tali án þess að hafa hugsað málið til fulls, eða ekki gert sér neinar hugmyndir um hversu öm- urlegt líf þetta er. Þar sem við íslendingar erum í mikilli fjarlægð frá þessum heimshluta, gerum við okkur sennilega litla grein fyrir því hvers konar lífi þetta fólk lifir þar sem skortur er á svo til öllu á mörgum stöðum sem þarf til þess að maður geti lifað lífinu eðlilega. En, við gætum nú líklega fengið einhvern botn í flóttamannalífið, með því einu að hugsa og aftur hugsa. Við skulum nú setjast niður smá stund og hugsa til þessa fólks og reyna að gera okkur í hugariund hvers konar líf þetta er Á eyjunni Pulau Bidong í Suð- ur-Kínahafi sem allir kannast við nú orðið sem er um 50 km frá strönd Malaysíu hafa um 45 þús- und manns sest að, eftir að hafa farið yfir hafið á smábátum frá Vietnam og eflaust hafa margir farist á þeirri leið, þótt engar tölur séu til um það fólk. Frá syðsta odda Vietnams til eyjarinn- ar Pulau Bidong eru um 250 sjómílur. Við getum vel ímyndað okkur hvernig það er að fara á smábáti og honum vélvana alla þessa leið, og jafnvel lengra, því fólk hefur streymt einnig til Vest- ur-Malaysíu og allt til Hong Kong. Þessi sjólengd er að meðaltali svipuð og leiðin milli íslands og Grænlands og jafnvel langleiðina norður til Jan Mayen. Þannig að allir hljóta að finna til með þessu fólki þegar þetta er haft í huga. Við gerum okkur varla grein fyrir því hvað þessar manneskjur hafa mátt þola á allri þessari leið og vita ekki einu sinni hvort þær geta komist lifandi á leiðarenda. Við vitum jú, að sjóslys eru hörmuleg og við Islendingar höfum misst margan góðan manninn í hafið sem hefur verið að færa okkur björg í bú. Og auðvitað fyllumst við samúð og söknuði þegar sjó- slys verða því okkur munar um hvert mannslíf. Ekki má skilja þetta svo að ég sé að tala um að Vietnömum muni ekki um þús- undir manna, það er af og frá. Við vitum að hafið er ekkert lamb að leika sér við, þótt við landkrabb- arnir höfum aldrei á sjó komið. Við verðum margir hverjir sjó- veikir við minnstu hreyfingu á ekki lengri sjóleið en ellefu sjómíl- um hvað þá á smábáti á sjóleið sem er hundruð sjómílna löng og út í óvissuna í þokkabót, og meir en það, að geta sig hvergi hreyft vegna þrengsla. Þrekraun Hræddur er ég um að einhver okkar myndii hreinlega óska sjálf- um sér í hafið vegna þeirrar líðanar sem sjóhræðsla eða sjó- veiki veldur, en fólk þetta hefur haldið í vonina um að ná einhvern tíma í land, cn þótt við vitum að margir hafa farist á leiðinni, hafa eflaust margir þeirra kosið það frekar en að líða miklar þjáning- Karl Johann Lilliendahl ar. Sjóveiki er ekkert grín, það þekkjum við sem sjóveikir erum, og í flestum tilfellum gerir hún það að verkum að menn verða kærulausir, að minnsta kosti margir. En vietnamska flóttafólk- ið hefur, að því er virðist, staðist þetta þ'tt furðulegt sé, og er það hreint kraftaverk, þrátt fyrir hvernig það er á sig komið vegna næringarskorts og fleira. Það er hræðilegt til þess að vita að slíkt sem þetta skuli virkilega vera til í þessum heimi sem við búum í, og flestar þessar hamfarir hafa mest bitnað á börnum, en tölur hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst, að meirihluti flóttamanna í heiminum eru börn, og á ég þá við á aldrinum núll til tólf eða sextán ára. Fyri- utan þessi 45 þúsund manns sem eru á eyjunni Pulau Bidong eru um 300 þúsund manns sem hafa farið í aðrar áttir sjó- leiðina til annarra landa eins og ég gat um áðan. Mörgu af þessu fólki er haldið úti við ströndina svo vikum skiptir, veena bess að það fær ekki að fara í land. Fólki hefur verið bjargað um borð í flutningaskip úti á opnu hafi og verið híft um borð í trossum sem í er meirihlutinn konur og börn. Öllum hlýtur að vera það ljóst hvílík líðan það er að vera hífður upp eins og hver önnur verzlunar- vara. Sennilega hugsar þetta fólk ekki um það, hvernig því er komið um borð í þessi skip, því það tekur því fegins hendi, eðlilega, að vera bjargað. Samt sem áður er þetta umhugsunarvert fyrir okkur. En hrikalegt var það líka þegar frétt- ir bárust um það að yfirmenn á nokkrum flutningaskipum höfðu fengið um það fyrirmæli frá út- gerðarfélögum á nokkrum Vestur- löndum, að taka ekki um borð flóttafólk. Ekki er mér kunnugt um hvernig því máli lyktaði. Sjórán hefur fólkið mátt þola líka. Af því hefur verið hirt allt það litla sem það hafði meðferðis, það er algjörlega peningalaust. Fólk- inu er skipt í mismunandi margar búðir, og einhverjar af þessum búðum hafa að geyma fólk sem á e.t.v. enga von. í þeim hópi eru fatlaðir, gamalmenni og einstæðar konur með börn sín. Hvað verður um þetta fólk sem hefur litla von? Verður það eftir á þessari eyði- eyju? Er virkilega hvergi hægt að finna því samastað? Ekki treysti ég mér til að svara þessum spurningum, a.m.k. ekki enn sem komið er. Hitt vitum við hvað gerast myndi ef enginn væri til þess að hjálpa því fólki sem þegar hefur verið flutt til nýrra heimkynna. Og ennþá eru stöðugir flutningar í gangi til margra landa sem brugðist hafa skjótt við, og við erum í þeirra hópi sem leggjum okkar skerf af mörkum, því auðvitað koma okkur öllum þessi mál við. Ekki þurfum við að efast um að þær fjölskyldur sem hingað koma, geti aðlagast okkar umhverfi, en auðvitað er þetta mikið stökk fyrir þær og e.t.v. dálítið erfitt í fyrstu, en þar sem þetta er þeirra eina lífsvon að geta flutt til einhvers lands þótt í mikilli fjarlægð sé, t getum við verið viss um að það mun una sér vel hér í friðsæld og ró þar sem stríð hefur aldrei þekkst, og við höfum okkar lækna og hjúkrunar- lið sem mun sjá til þess að þessar manneskjur komist á réttan kjöl og fái lyf sem þær þurfa á að halda, eftir alla þessa hrakninga og vosbúð. Það er eðlilegt að þessum fjöl- skyldum 5 eða 6 verði haldið saman fyrsta árið eða lengur á Reykjavíkursvæðinu, enda er nauðsynlegt að þær geti umgeng- ist landa sína jafnframt þvi að kynnast nýju umhverfi. Það mun læra okkar tungumál, og við mun- um kenna því eins mikið og við getum komist yfir. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við Islendingar tökum við fólki af öðrum kynstofni. Ósjálf- rátt verður manni hugsað til þess þegar maður sér fólk í Reykjavík og annars staðar þ.á m. hér á Akranesi með börn sín á gangi á götu og eitt barnið sker sig úr vegna litarháttarins, hve stolt við megum vera yfir því að leyfa þessum börnum að setjast hér að, þótt þau séu af öðrum stofni komin. Þessi börn hafa tilfinning- ar eins og við, og meira að segja ennþá næmari því þau skynja miklu meira heldur en við sem' ■eldri erum gerum okkur grein fyrir. Kóreubörnin Hér á ég við börn frá Kóreu sem fluttust hingað á sínum tíma en þau eru í kringum 20 talsins hér á landi. Flutningar á þeim fjöl- skyldum sem hingað eru væntan- legar í lok september krefjast mikils undirbúnings, og hefur verið stöðugt unnið í því efni. Vissulega þurfum við að fara að öllu með gát og það verður gert, og við þurfum ekki að óttast nein rnistök í því. Okkar mönnum sem falið hefur verið að sjá um þei nan undirbúning hafa unnið ötullega og mikið starf til að geta komið þessum litla hópi hingað upp til Islands, og eiga þeir h *ós skilið og miklu meira en það. Að lokum þetta: V'ð skulum vona að þeir sem andvígir eru þessum fjölskyldum, skipti um skoðun, því það er ekkert annað en mannlegt, og enginn þarí að skammast sín fyrir það. Við skul- um hafa það líka í huga að fjölskyldur þessar eru menn eins og við, með sömu lífsiöngun eins og við, með sömu tilfinningar eins og við, og vilja búa í friðsæld eins og við. Komum fram við þær eins og við viljum að aðrir komi fram við okkar fjölskyldur. Flóttamannabúðir Á Austur-Afríkuhorninu þ.e. í Súdan, Sómalíu og Ethiópiu eru stærstu flóttamannabúðir heims. Þar eru um ein og hálf milljón manna landflótta, en í allri Afríku er talan um fjórar milljónir. Flóttamannabúðir eru margar í heiminum. Einar þeirra eru í SA-Asíu og sennilega þær hræði- legustu, þ.e. hvernig meðferð fólk- ið fær á leið sinni á flóttanum frá heimkynnum sínum. Fólk og meir en helmingur þess börn, sem rekið er umsvifalaust út á opið hafið á pínulitlum bátum ef báta skyldi kalla. Alsaklaust fólk sem stríðið hefur bitnað á, börn sem alin eru upp við sprengingar og hafa alla sina ævi ekki gert annað en að hiaupa á milli staða grátandi með skothríðina á hælum sér. Það þekkir ekkert annað en stríð og aftur stríð. Hvað höfum við oft séð í blöðum og sjónvarpi myndir af börnum og mörgum systkinahóp- um með nestispoka sín á milli hlaupandi út í buskann deyjandi úr hræðslu, sem þekkja ef til vill ekkert nema tár. Mörg þeirra hafa misst sína foreldra, og verða að bjarga sér á eigin spýtur, eða þá að foreldrar hafa reynt að koma bömum sínum í skjól með því að senda þau frá sér sem þau gera ekki nema í neyð og í þeirri von að þau geti komið sér upp einhvers staðar, en foreldrarnir geta aldrei verið viss hvar þau séu niður komin. I s pj § Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfall allt Fyrirhyggja í fjármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Spanveltunni ogykkur stendur lán til boða. Láns- hlutfall okkar er allt að 200%. Gerið samanburð. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.