Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 19 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla Sími 83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Þáttur stjórn- valda í olíuverði Morgunblaðið hefur oft og ítarlega fjallað um þann vanda sem íslendingum er á höndum, bæði sem þjóð og einstaklingum, vegna verðþróunar á olíuvörum á heimsmarkaði, og ekki sízt vegna óhagstæðrar verðviðmiðunar í olíukaupa- samningum við Sovétríkin. Þessi verðviðmiðun hefur valdið því að við sitjum við mun lakari viðskiptakjör á olíuvörum en flestar aðrar Evrópuþjóðir. Morgunblaðið hefur margsinnis krafist endurmats á þessari viðskiptastöðu okkar, bæði til að leita hagstæðari verðviðmiðunar í olíuviðskiptum okkar við Sovétríkin og til að auka á olíuöryggi okkar með því að vera ekki bundnir einum viðskiptaaðila. Þessar ábendingar Mbl. hafa sætt mikilli andstöðu, einkum af hálfu Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans, sem einhverra hluta vegna þótti nærri sér höggvið, svo og ýmissa annarra hagsmunaaðila í málinu. Nú hefur Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagt fram i ríkisstjórn tillögur til breytinga á tilhögun olíukaupa til landsins. Ganga tillögur Kjartans í þá átt, að Islendingar bindi sig ekki við einn viðskiptaaðila, heldur taki virkan þátt í olíuviðskiptum í heiminum, til að tryggja sem hagkvæmust olíukaup hverju sinni. Tillögur þessar koma í kjölfar skýrslu olíuviðskiptanefndar, sem afhent var ríkisstjórn fyrir næst liðna helgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kunngjört ríkisstjórn- inni þá skoðun stjórnarandstöðunnar, að þessa skýrslu eigi að birta opinberlega, svo að almenningur fái vitneskju um málavexti en vegna væntanlegra viðskiptaumræðna í Moskvu hefur verið sætzt á það sjónarmið, að birtingin verði geymd fram yfir þær viðræður. Tillöguflutningur sjávarútvegsráðherra gefur hins vegar nokkra ábendingu um efni skýrslunnar og kemur heim og saman við það sjónarmið, sem Mbl. hefur lengi haldið fram í þessu máli. En það er önnur hlið á verðmyndun olíuvara, sem snertir hinn almenna notanda hér á landi ekki síður en innkaupsverð vörunnar. Verðþættir stjórnvalda í bensínverði, þ.e. ríkisskattar sem bætast ofan á söluverð olíufélaganna, eru um 56% af endanlegu verði á bensíni. í stað þess að lækka skattahlutfall í bensínverði, er innkaupsverð hækkaði, til samræmis við áætlaðar fjárlagatekjur, og sporna þann veg gegn verðþenslu- áhrifum hækkunarinnar og kaupmáttarskerðingu, var skatt- hlutfallinu haldið. Ríkisstjórnin valdi þann kost að græða á verðþróuninni erlendis, sem fært hefur milljarða úr vasa almennings í ríkissjóð, umfram það sem fjárlagaáætlun gerði ráð fyrir í upphafi. Eðlilegt var að ríkissjóður tryggði sér viðbótartekjur til að mæta útgjaldahækkunum, sem hann þurfti að axla vegna hækkunar á innkaupsverði olíu, en slíkt mátti gera, þó að skatthlutfall ríkissjóðs i bensínverði væri lækkað nokkuð. Sex af hverjum tíu krónum, sem almenningur greiðir fyrir bensín á farartæki sín, rennur í ríkissjóð, og þessi gírugheit vinstri stjórnarinnar eru að gera rekstur heimilisbif- reiðar að forréttindum hinna efnameiri í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin þeysti á mörgum loforðafákum í stjórnarráðið haustið 1978. Þar fóru fyrir gæðingar, sem þóttust geta ráðið niðurlögum verðbólgu og verndað kaupmátt almennra launa. I dag er það verðbólgan, sem leiðir lest ríkisstjórnarinnar. Gengi íslenzkrar krónu hefur sjaldan lækkað örar en í eins árs bankaráðherratíð fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans. Hækkun skatta, bæði beinna skatta og skatta sem bætast ofan á vöruverð, svo sem vörugjalds og söluskatts, hefur ekki aukið á kaupmátt launa, heldur hið gagnstæða. Launaþróun hefur verið stýrt með einhliða löggjöf, eins og verksvið stéttarfélaga væri það eitt að hlusta og hlýða. Stjórnarflokkarnir deila um hækkun búvöruverðs en bera þó ábyrgð á henni. Þeir deila um vaxtastefnu, en bera þó ábyrgð á henni, ekki sízt sá stjórnarflokkurinn, sem fer með bankamál, Alþýðubandalagið. Stjórnarflokkarnir bera einnig ábyrgð á síauknum ríkisútgjöldum og stóraukinni skattheimtu, sem eru mikilvirkar orsakir verðbólguþróunar. Afstaða stjórnarinnar, bæði til kaupmáttar launa og verðlagsþróunar, er þó e.t.v. dæmigerðust í stjórnarþættinum í verðmyndun á olíuvörum. Af hverri 15.000 króna fyllingu á heimilisbílinn ganga um 8.400 krónur til ríkisins. Sovétríkin gera sitt bezta til að ná sem mestu af okkur, gegnum óhagstæða olíuverðmiðun, en sá hlutur er þó mun stærri, sem ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta“, eins og hún kallar sjálfa sig, tekur af almenningi í verðsköttum. Mál er að linni. Fréttir af landsbyggðinni... Fréttir af landsbyggðinni... Fréttir af landsbyggðinni... Fréttir af landsbyggðinni... Fréttir af landsbyggðinni.... MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við nokkra fréttarit- ara sína víðs vegar um landið og greindu þeir frá því sem helzt hefur borið til tíðinda í byggðum þeirra að undanförnu. Fara pistlar þeirra hér á eftir. Mikið byggt íHólmavík Hólmavik 19. Heptember. ÓVENJU mikið hefur verið um byggingarframkvæmdir hér í sumar og á það bæði við um ibúðarhúsnæði og opinberar byggingar. 1 smíðum eru hér að minnsta kosti 5 einbýlishús, Bún- aðarbankinn byggir hús fyrir starfsemi sína, byrjað er að stækka grunnskólann og kaupfé- lagið reisir rækjuverksmiðju. Þessar framkvæmdir eru óvenjumiklar og hefur verið næg atvinna fyrir alla sem geta unnið, en fólki hefur fjölgað nokkuð hér að undanförnu. Fólk er um þessar mundir að taka upp úr görðum sínum og er uppskera nokkru minni en menn áttu von á, en þó er það misjafnt. Gott veður hefur verið hér í dag, en snjór er í fjöllum. Að lokum má nefna fram- kvæmdir á vegum Orkubús Vest- fjarða en það er endurnýjun á rafkerfi í þorpinu. Munu þær framkvæmdir standa yfir næstu vikur. Fréttaritari. Þingegr- ingar á smokk- Fiskveiðum bingeyri 19. september. HAFIN er bygging nýs slátur- húss á vegum kaupfélagsins. Er hér um að ræða 960 fermetra byggingu sem áætlað er að gera fokhelda fyrir veturinn. Slátrun er hafin og áformað er að slátrað verði hér um 9.000 fjár. Að undanförnu hafa íbúar Þing- eyrar margir hverjir stundað smokkfiskveiðar. Smokkur hefur ekki sézt hér í 15 ár, en nú hafa verið veidd um 50 tonn, þar af 30 tonn hér í Dýrafirði. Konur og börn jafnt sem karlmenn stunda þessar veiðar og hafa margir gaman af og mætti næstum líkja við gullgröft. Framnes I sem aflað hefur prýðilega í sumar, er nú í slipp á Akureyri, en þar er verið að breyta vélabúnaði skipsins til að brenna svartolíu. Er það væntan- legt til baka næstu daga, en línubáturinn Framnes er í slipp í Hafnarfirði. Þá hafa 10 trillur verið gerðar út í sumar en aflað treglega. Af framkvæmdum á veg- um hreppsins má nefna gatna- gerð, vinnu við íþróttavöll og plássið var girt af fyrir ágangi sauðfjár, en viðamesta verkið er þó nýbygging við gamla barna- skólann. Hefur til þessa dags verið unnið fyrir kringum 100 milljónir króna, en flutt verður inn í % hluta nýbyggingarinnar um ára- mót. Gamli skólinn var tekinn í notkun á árunum 1908—1909. Gunnar Sigurðsson bygginga- meistari er að reisa 6 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum með 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum með bílskúr, sem flestar eru seldar. Heyskapur hér um slóðir hefur verið góður og bændur náð góðum heyjum víða og gengið vel a.m.k. miðað við marga aðra staði á landinu, en tveir bændur urðu fyrir hlöðubruna. Kartöfluupp- skeran var léleg og tala menn um að hér vanti mánuð í sumarið, enda kominn snjór í fjöll, þótt gott veður hafi verið hér sé miðað við Norður- og Norðausturland. Heilsufar hefur verið gott, en læknir sem verið hefur hér sl. ár er nú farinn. Höfum við lækni næsta hálfa mánuðinn, en óvíst er um framhald og vonast menn til að úr rætist fljótt. Þá má nefna að lokum að Bridgefélagið er að hefja vetrarstarfið. Hulda Óhjákvæmi- legtað minnka btístofninn Miðhúsum 19. september. HVÖSS norðanátt hefur verið hér að undanförnu, en I dag hefur hins vegar verið hið bezta veður. Unnið hefur verið við þangöflun og verður svo áfram meðan tið er góð og menn fást til að vinna. Haustverkin eru hafin, slát- urtíðin byrjuð og virðast lömb vera lélegri en áður, en eru þó mjög misjöfn. Heyfengur er um 70—80% og kemur því óhjákvæmilega til fækkunar og eru 3 bæir sérstaklega illa settir með hey. Berjaspretta var engin í ár. Sveinn Aðeins60% hegfengur Bæjum 19. september. HÉR hefur aðallega verið snjór og kuldi að undanförnu og hefur fé hrakist undan veðri fram af brúnum og fundust á dögunum nokkrar dauðar kindur, bæði lömb og fullorðið. Smalamennsku er að mestu lokið. Ekki hefur verið hægt að þurrka hey síðan í lok ágúst og hefur engu verið náð inn síðan. Er búist við að heyfengur verði um 60% þess sem hann var í fyrra og er því ekki um annað að ræða en fækka, en ekki er enn hægt að segja hversu mikið. Þá eru lömb smærri en venjulega, allt að 4 kg léttari lifandi vigt. Snjór er nú í miðjar hlíðar að norðanverðu við Djúpið. Þorskafjarðarheiði var ófær þar til í dag og hefur heyflutningabíll setið þar fastur síðan um helgi. — Jens Versta sumar í manna minnum Borgarfirði eystra, 19. september 1979 HÉR hefur verið alveg óskap- leg tíð undanfarið og snjór niður í miðjar hlíðar. Um síð- ustu helgi var hér éljagangur og slydda. Það er því ekki að ófyrirsynju að hljóðið er ósköp dauft i mönnum hér slóðir. Það mun vera fært jeppum upp á Egilsstaði yfir Vatns- skarðið en æði mikil hálka er á veginum. Um heyskapinn er það að segja, að mikil hey liggja á túnum ennþá og þau, sem náðst hafa inn, eru heldur slæm. Menn eru að vona að það geri þurrk svo unnt verði að bjarga ein- hverju inn í viðbót. Þá hefur ekki gefið á sjó í langan tíma og ekki bætir þar hafnleysið úr skák. Þetta er eitthvert það versta sumar sem menn muna í þessum landshluta, raunar hefur ekkert sumar komið. Það hafa komið einn til tveir ágætir dagar öðru hvoru en þess á milli hafa verið gegnumgangandi rigningar og kuldi í allt sumar. —Sverrir Kuldatíð í Skagafirði Sauðárkróki 19. september 1979 SJÁLFSAGT er sömu sögu að segja héðan um árferðið eins og annarsstaðar á Norðurlandi. Hér hefur nefnilega verið ákaflega mikil kuldatíð í allt sumar. Raun- ar má segja að sumarið hafi farið framhjá okkur að þessu sinni. Menn hafa verið að taka upp úr görðum sínum, en uppskeran er mjög lítil, mun minni en í venju- legu ári. Annars er það einna markverð- ast að frétta af mannfólkinu, að hér verður Fjölbrautaskólinn sett- ur í fyrsta skipti á laugardaginn kemur. Fjölbrautaskólanum er ætlað að þjóna öllu kjördæminu og er annar af tveimur nýjum fjölbrautaskólum sem hefja göngu sína í ár, hinn mun vera í Vest- mannaeyjum. — Kári Stórhlaup íKreppu EKÍlsstöðum 19. september. FYRIR skömmu var getið um hlaup i Jökulsá á Fjöllum, sem hafði hækkað yfirborð árinnar um 1 metra. Sl. laugardag er Gunnsteinn Stefánsson var í vatnamælingaferð kom í ljós að stórhlaup hafði komið i Kreppu og skolað burt fyliingu frá brúnni og er það um 12 metra skarð, algjöriega ófært bílum. Einnig hefur runnið víða yfir veginn í Krepputungu. Ekki er vitað um upptök hlaupsins nú, en fyrir nokkrum árum kom svipað hlaup, en þó öllu minna, sem átti upptök í Jökullóni í Kverkárnesi, skammt frá upptökum Kverkár. Hafði það þá lækkað um 20—30 metra. — Steinþór. Heg hefur legið á túnum í rúman mánuð Grímsey 19. september 1979. HÉR var mikið leiðindaveður um síðustu helgi, snjókoma og slydda. í raun má segja að tíðar- fariA hafi ver’ð í verra lagi það sem af er árinu. mun verra en í venjulegu ári. Þetta hefur vitaskuld haft áhrif á afla bátanna, einkum litlu bát- anna sem lítið hafa getað athafn- áð sig vegna veðurs að undan- förnu. Samt sem áður er hér nóg að gera og ekki yfir neinu öðru að kvarta. Þessa dagana fækkar óðum hér í eynni og stafar það af því, að skólafólk hefur verið að tínast burt undanfarið til námsdvalar í landi. — Alfreð Snjókoma- og slgdda í Grímseg Vojfum, Mývatnssveit 19. september 1979. MIKINN snjó setti hér niður um síðustu helgi og hann hefur ekki tekið upp ennþá. Göngur hófust í síðustu viku og gengið var á föstudag og iaugardag og réttað á sunnudag. Verið er að smala á suðurafréttinum í dag og réttað verður á morgun. Ekki er nærri því búið að fara í öll leitarsvæði og ekki vitað hvenær farið verður i seinni réttir. Sláturtíð er hafin og verið er að slátra á Húsavík í dag og næstu daga. Um heyskapinn er það að segja, að hey hefur legið á túnum í mánuð og menn lifa í þeirri von að snjó muni taka upp á næstu dögum svo hægt verði að bjarga einhverju. Ef það gerist ekki er ekki bjart framundan. Menn verða að lifa í voninni og vera bjartsýn- ir. — Kristján Commander Gerald H. Carter. yfirmaður fastaflota NATO: „Flotamáttur Sovétmanna hefur stóraukist á Norður-Atiantshafi og því er augljóst að efla verður f astaflota bandalagsins” „Það er alveg Ijóst, að flotamáttur Sovétmanna á Norður-Atlantshafi hefur stóraukist á seinni árum. Sem dæmi um það má nefna að fjöldi sovézkra kafbáta á hafinu er í kringum 170 á móti 56 kafbátum Þjóðverja í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari, svo það er aug- ljóst, að af þeim stafar mikil hernaðarleg ögrun,“ sagði Commander Gerald H. Carter, yfirmaður fastaflota NATO, STANAVFORLANT, í viðtali við Morgunblaðið í gær, en undanfarna daga hafa átta skip úr fastaflotan- um verið hér í heimsókn. Skipin sigla áleiðis til Noregs nú í morgunsárið. „Þá má geta þess, að á síðastliðnum tíu árum hafa Sovétmenn eytt um 11—13% af heildarþjóðarframleiðslu til varnarmála, á sama tíma og aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, eyða á bilinu 2—5,5%,“ sagði Carter. Er þá ekki tímabært að efla fastaflotann til muna? „Frá mínum bæjardyrum séð er alveg augljóst að efla verður flota bandalagsins. í því sambandi má nefna að í árslok 1977 var gerð ályktun í fastaráði bandalagsins þess efnis, að aðildarríkin ykju framlög sín til varnarmála um a.m.k. 3% á ári næstu fimm árin. Sovétmenn hafa á síð- ustu fimm árum aukið fram- lög sín til varnarmála um 3—5% á ári svo það er aug- ljóst hvert stefnir. Hvert er aðalhlutverk fastaflotans? „Hlutverk STANAVFOR- LANT er það fyrst og fremst, að til staðar sé þrautþjálfaður og vel búinn floti aðildarríkj- anna, sem getur skorist í leikinn hvenær sem er og þá við verstu aðstæður. Það er sérstaklega mikilvægt að menn í flotum hinna einstöku aðildarríkja læri að vinna saman, samræmi aðgerðir sín- ar og kynnist hver öðrum.“ — I þessu skaut yfirmaður þýzka skipsins í flotanum, G. Kaehl- er, sem var viðstaddur, því inn í, að fastaflotinn væri eins og ein stór fjölskylda. Hann hefði komið með skip sitt í flotann í síðasta mánuði og hann tryði því ekki ennþá hversu vel þeim gekk að falla inn í myndina. Sem dæmi um samvinnu og tengsl manna á skipunum inn- byrðis sagði Carter yfirmaður flotans það venju, að menn skiptust á að fara um borð í hin einstöku skip og starfa með félögum sínum þar í tvo til þrjá daga. Væri þar um að ræða allt frá „messaguttum" upp í æðstu yfirmenn skip- anna. Hann nefndi í því sam- Gerald H. Carter. bandi, að á síðustu þremur mánuðum hefðu 500 af 1700 manna áhöfn skipanna tekið þátt í slíkum aðgerðum. Hver er tilgangur heim- sóknarinnar til íslands? „Hann ét tvíþættur, í fyrsta lagi er það regla hjá okkur að heimsækja aðildarríki banda- lagsins eins oft og við mögu- lega getum til þess að kynnast aðstæðum, landi og þjóð. Þá lá það vel við fyrir okkur að heimsækja ísland að þessu sinni, þar sem við erum að koma frá Norður-Ameríku á leið okkar til Evrópu, enda eru aðstæður til æfinga hér við land mjög góðar. Hér eigum við von á öllum veðrum og aðstæðum. Til dæmis fram- kvæmdum við'éldsneytisflutn- inga á leið okkar frá Ný- fundnalandi til íslands. Frá Islandi höldum við svo í fyrramálið áleiSis til Noregs, þar sem við tökum þátt í viðamiklum'géfingum Atlants- hafsband^lagsins með þátt- töku fleirixskipa, ^flugv;éía og landherja. Síðar munum við dvelja við ýmiss konar æfing- ar á höfunum við Eyrópu- strendur, nánar um þær get ég því miður ekki sagt. Annars er það regla hjá okkur í fastaflot- anum að taka þátt í sem allra flestum æfingum sem standa okkur til boða.“ Hér eru nú átta skip flot- ans, er það föst tala skipa? „Nei, þessi tala er nokkuð breytileg, frá sex skipum upp í níu skip, það er að segja eitt skip frá hverju aðildarríkj- anna, séu Grikkland, Tyrkland og Ítalía undanskilin, en þau eru með flota á Miðjarðarhafi, svo og auðvitað íslendingar og Luxemborgarar. Það mun eitt skip bætast í flotann um ára- mót, en það er belgískt." Hve stórt er athafnasvæði ykkar? „Þetta er mjög stórt svæði eða liðlega 12 milljónir fer- mílna.“ Hver eru tengsl ykkar við NATO-stöðina á Keflavíkur- flugvelli? „Bein tengsl okkar við stöð- ina í Keflavík eru svipuð og við aðrar stöðvar, nema hvað þaðan fáum við mjög mikils- verðar upplýsíngar um allar ferðir sovézkra skipa og flug- véla hér á Norður-Atlantshafi. Keflavíkurstöðin er einhver mikilvægasta stöðin í öllu varnarkerfinu hvað þetta áhrærir. Það má segja að hún sé hornsteinninn ásamt Kanada og Noregi.“ Yrði það þá ekki mikill skaði ef hún yrði iögð niður? „Það hlytist af því alveg óbætanlegt tjón og veikti stöðu okkar gagnvart Sovét- mönnum gífurlega. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.“ Að síðustu var Commander Gerald H. Carter, yfirmaður fastaflota NATO, STANAV- FORLANT, spurður um veru sovézku verksmiðjutogaranna hér í höfn nú og hvort þeir væru þeim kunnugleg sjón. „Þeir eru ekkert nýjabrum fyrir okkur, það líður varla sú æfing hjá okkur að ekki birtist þessir sovézku togarar. Þó svo éinhverjir þeirra séu sjálfsagt að veiðum höfum við vissu okkar fyrir því að mikill meirihluti þeirra er búinn mjög fullkomnum njósnatækj- um. Þá hefur þeim fjölgað mjög hin seinni ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.