Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 37 | iÞBdnAFRfniR MOMmosiiis Meistararnir 1 silfursætinu Valur vann Fram 22:18 LEIKUR Vals og Fram I 1. deild- inni í fyrrakvöld var einn af betri leikjum deildarinnar i vetur. Bæði lið sýndu á tfðum sfnar beztu hliðar og það var greinilegt, að á ferðinni voru tvö af topplið- unum. Leikurinn var lengst af mjög jafn, en á endasprettinum reyndust Valsmenn sterkari og unnu örugglega 22:18. Með þess- um sigri sfnum tryggðu islands- meistarar fyrra árs sér silfursæt- ið f deildinni, en Framarar, sem urðu aðrir í fyrra, lenda að þessu sinni f þriðja sæti. STJÖRNULEIKUR ÖLAFS Ólafur H. Jónsson átti stórkost- legan leik með Val að þessu sinni, bæði í sókn og vörn. Við mark andstæðinganna var hann stöðugt ógnandi og ef hann sá smáglufu var ekki að sökum að spyrja, fyrr en nokkurn varði lá knötturinn í netinu. Virtist Ölafur ekk -t hafa fyrir markskotunum og hann þurfti ekki einu sinni að horfa á markið til að senda sín eldsnöggu undirskot i gegnum varnarvegg- inn. I vörninni var Ólafur alltaf á hreyfingu og þau voru mörg skot- in, sem hann varði. Auk Ólafs komust flestir hinna Valsmannanna einnig vel frá leiknum, Jón Karlsson lék nú t.d. sinn bezta leik á keppnistímabil- inu. Jón hefur verið miður sín í flestum leikjum vetrarins, en i leiknum í fyrrakvöld sýndi hann, hvers hann er megnugur. Ágúst Ógmundsson átti stórleik í vörn- mni og i sókninni var hann drjúg- ur. AXEL MEÐ 105 MÖRK Axel Axelsson var óvenju seinn f gang í þessum leik, enda var hans vel gætt. Hann skoraði þó 7 mörk í leiknum og er því kominn með 105 mörk f 1. deildinni í vetur, hann hefur þegar bætt ágætt met Einars Magnússonar í markaskorun, en á einn leik eftir. Svo vikið sé að leik Fram og Vals þá voru Framarar mun frísk- ari i upphafi leiksins og skoruðu 3 fyrstu mörkin. Valsmenn voru óheppnir í byrjun, áttu t.d. 3 skot í trérammann. Um miðjan hálf- leikinn var farið að draga saman með liðunum og Gísli Blöndal jafnaði fyrir Val á 25. mínútu úr vítakasti. Seinni hálfleikur var mjög jafn framan af og jafnt á öllum tölum upp í 16:16. Þá tóku Valsmenn öll völd á vellinum og skoruðu 6 mörk gegn 2 síðustu 8 mfnútur leiksins og tryggðu sér sigurinn 22:18. 1 stuttu máli: íslandsmötið 1. deild, Laugardals- höll 20. marz. Úrslit: Valur Fram 22:18 (10:11) Gangur leiksins mfn Valur FYam 2. 0:1 Sigurbergur LIÐ VALS: Ólafur Guðjónsson 1, Gunnsteinn Skúlason 2, Gfsli Blöndal 2, Bergur Guðnason 3, Stefán Gunnarsson 2, Agúst Ögmundsson 3, Þorbjörn Guðmundsson 1, Jón P. Jónsson 1, Jón Breiðf jörð 3, Jón Karlsson 3, Ólafur H. Jónsson 4. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 2, Arnar Guðlaugsson 2, Björg- vin Björgvinsson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Ingólfur Óskars- son 1, Andrés Bridde 3, Axel Axelsson 3, Stefán Þórðarson 1, Hannes Leifsson 1, Pétur Jóhannesson 2. Einkennandi mynd úr leik tR og Armanns, Hörður Arnason hefur troðist inn á línuna, framhjá Vilberg, Jóni og Birni. Axel skorar sitt 100. mark f 1. deildinni f vetur, Gunnsteinn og Bergur gera árangurslausa tilraun til varnar — eins og svo margir aðrir hafa gert f vetur þegar stórskyttan hefur hleypt af. (Ljósm. Kr. Ben.) 3. 0:2 Björgvin 4. 0:3 Axel 7. Ólafur 1:3 8. 1:4 Björgvin 10. Agúst 2:4 13. 2:5 Axel 13. Bergur 3:5 14. Stefán 4:5 14. 4:6 Björgvin 14. Jón K. 5:6 15. 5:7 Ingólfur 17. Jón K. 6:7 25. Gfsli (v) 7:7 27. 7:8 Pétur 28. Bergur 8:8 28. 8:9 Pétur 29. ólafur 9:9 29. 9:10 Axel (v) 30. 9:11 Ilannes 36. Bergur 12:12 38. 12:13 Björgvin 39. Gfsli (v) 13:13 42. Jón K. 14:13 44. 14:14 Hannes 47. Ólafur 15:14 50. 15:15 Axel 51. Jón K. 16:15 52. 16:16 Axel 52. Ólafur 17:16 53. Ólafur 18:16 54. 18:17 Axel 55. Bergur 19:17 56. 19:18 Axel 57. ólafur 20:18 58. Jón K. 21:18 59. Agúst 22:18 Mörk Fram: Axel Axelsson 7, Björgvin Björgvinsson 5, Pétur Jóhannesson 2, Sigurbergur Sig- steinsson 1, Ingólfur Óskarsson 1, Andrés Bridde 1, Hannes Leifs- son 1. Brottvfsanir af leikvelli: Jón Karlsson 2 mín., Ágúst Ögmunds- son 2x2 mín., Sigurbergur Sig- steinsson 1 mín., Axel Axelsson 2 mín. Misheppnuð vftaköst: Jón Breiðfjörð varði vítakast Axels i fyrri hálfleiknum. 30. Ólafur HALFLEIKUR 33. 35. Ólafur 10:11 10:12 Björgvin 11:12 Mörk Vals: Ólafur Jónsson 8, Jón Karlsson 5, Bergur Guðnason 4, Ágúst Ögmundsson 2, Gísli Blöndal 2, Stefán Gunnarsson 1. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Olsen dæmdu leikinn og höfðu litil tök á honum. — áij. IR vann Armann LEIKUR tR og Ármanns f 1. deildinni f fyrrakvöld var hálf- gert hnoð og greinilegt, að leikur- inn skipti engu máli. tR-ingar voru skömminni skárri og sigur þeirra, 14:11, var sanngjarn. Mik- ið var um ónákvæmni f leiknum og maður spurði mann, hvort lið- in væru alveg hætt að æfa, væru komin í sumarfrí. Ekki var mikið um mörk í leikn- um, enda slíkt ekki vaninn, þegar Ármann á í hlut annars vegar. Astæðan var þó ekki eingöngu góður varnarleikur, þó að vörnin hafi verið ljósasti punkturinn í þessum leik. Jens Einarsson átti mjög góðan leik f ÍR-markinu, sinn bezta á keppnistimabilinu, og geta ÍR-ingar vissule ’eyft sér að binda vonir v'j þe. 'an unga leikmann. Skot leikman, t voru flest ónákvæm í leiknum og þau, sem fóru í gegnum varnar- veggina, voru oft framhjá. Ekki er ást til að fjölyrða um þennan I i , en vonandi sýna þessi lið á oetri hliðar i bikar- keppninni, sem hefst í lok mánað- arins. 1 stuttu máli: íslandsmótið 1, deild, Laugardals'- höll 20. m- z Úrslit: IR — Armann 14:11 (8-7) Gangur leiksins: mín IR Armann 2. Vilhjálmur 1:0 7. 1:1 Stefán 10. Þórarinn 2:1 11. 2:2 Hörður 14. Vilhjálmur 3:2 16. Gunnlaugur 4:2 19. 4:3 Vilberg 20. 4:4 Vilberg 22. 4:5 Jón A. 23. Agúst 5:5 23. Agúst 6:5 25. 6:6 Hörður 26. 6:7 Jón 29. Agúst 7:7 30. Vilhjálmur 7:8 hAlflf.iklr 38. Agúst 9:7 43. 9:8 Olfert 44. Vilhjálmur 10:8 47. 10:9 Björn 52. Þórarinn 11:9 54. 11:10 Hörður (v) 55. Vilhjálmur 12:10 58. Agúst 13:10 59. 13:11 Jón 60. Vilhjálmur 14:11 Mörk 1R: Vilhjálmur Sigur- geirsson 6, Ágúst Svavarsson 5, Þórarinn Tyrfingsson 2, Gunn- laugur Hjálmarsson 1. Mörk Ármanns: Hörður Krist- insson 3, Jón Ástvaldsson 3, Vil- berg Sigtryggsson 2, Stefán Haf- stein 1, Olfert Nábye 1, Björn Jóhannesson 1. Misheppnuð vítaköst: Engin. Brottvísanir af Ieikvelli: Björn Jóhannesson, Armanni i 2x2 mfn- útur. Dómarar: Sigufður Hannesson <i 'unnar Gunnarsson dæmdu íAinn og virtust ekki hafa meiri áhuga á honum en leikmennirnir. — áij. 1 ð ÍR: Jens Einarsson 3, Pétur Böðvarsson 1, Guðjón Marteins- son 1, Ólafur Tómasson 1, Bjarni Hákonarson 1, Þórarinn Tyrf- ingsson 2, Agúst Svavarsson 3, Hörður Árnason 1, Gunnlaugur Hjálmarsson 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 3. Lið Armanns: Ragnar Gunnarsson 2, Olfert Nábye 2, Stefán Hafstein 2, Björn Jóhannesson 1, Kristinn Ingólfsson 1, Vilberg Sigtryggsson 2, Grétar Arnason 1, Jón Ástvaldsson 2, Jens Jens- son 1, Hörður Kristinsson 3, Þorsteinn Ingólfsson 1, Skafti Halldórsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.