Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 25
— Símon Teits- son sjötugur Framhald af bls. 12 ins, orðspor þess og velgengm. Hefur Símon reynzt traustur hlekkur í þeirri keðju. Fer vel á því, að nú, er Finnbogi hefurlátið af forystu Bifreiða- og trésmiðju Borgarness, hefur Örn, sonur Símonar Teitssonar, tekið við verkstjórn þar. Símon á sér mörg hugðarefni og hefur víða lagt hönd á plóginn. Enginn kostur er þess að rekja það allt saman hér. En hans verð- ur þó ekki getið án þess að minnzt sé lífstíðarvináttu hans við íslenzka hestinn. Allt frá bernskuárum hefur hann hlúð að hestum, tamið þá, ræktað góð- hestakyn og í ríkum mæli notið þess unaðar, sem samskipti við hestinn veita mönnum. Sú íþrótt er í senn göfgandi, heilnæm og skemmtileg. Hefur Símon átt margan gæðinginn og á enn og mun eiga, meðan hann má sig hræra, trúi ég. Aðrir hestamenn kunna vel að meta þekkingu Símonar á hestum og hafa þvf kosið hann til margháttaðrar forystu í samtökum þeirra. Á hann þar mörg handtök og góð. Öðrum félagsstörfum hefur Símon Teitsson vissulega sinnt um dagana. Hann var m.a. hreppsnefndarmaður í Andakíls- hreppi og í hreppsnefnd Borgar- ness um árabil. Þar reyndist hann traustur og hygginn trúnaðarmað- ur og gat sér orð fyrir að koma á sáttum i deilum og var jafnan ótrauður forgöngumaður umbóta- mála. Símon er fastur fyrir, fróður og hygginn. En það meta vinir hans mest, hve vinfastur og trygglynd- ur hann er. Hann hefur verið gæfumaður í einkalífi sfnu, kvæntur sæmdarkonunni Unni Bergsveinsdóttur, sem er Breið- firðingur að ætt, fædd í Flatey. Þau hjón eiga fimm börn, Örn, sem fyrr var getið, Bergsvein, kjötiðnaðarmann, Teit, bifvéla- virkja, Sigrúnu, ritara f sýslu- skrifstofunni, og Sigurbjörgu húsfreyju í Reykjavík. Við hjónin og fjölskylda okkar árnum Símoni og Unni allra heilla f dag. Við þökkum þeim vináttu og velvilja, sem ekki gleymist. Þessum línum lýk ég með því að færa Símoni Teitssyni þakkir af hálfu Borgfirðinga fyrir heilla- drjúga störf í þágu héraðs þeirra. Asgeir Pétursson. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 25 UMBOÐ — PLASTU M BÚÐIR Dönsk plastumbúðaverksmiðja, sem framleiðir plast- stampa, plastfötur og plastbikara óskar eftir reyndum og traustum umboðsmanni á íslandi fyrir framleiðsluvörur sínar. UNI-PLAST H0RHAVEN 26 • 9000 AALBORG TELEFON 08-13 9535 DANMARK Aðalfundur IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS H.F. verður haldinn í veitingahúsinu Glæsibæ, Álfheimum 74 í Reykjavík laugardaginn 30. marz n.k., kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um hlutafjáraukningu. 3. Tillaga um breytingar á reglugerð og samþykktum bankans. 4. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra I aðalbankanum, Lækjargötu 12, dagana 25. marz til 29. marz að báðum dögum meðtöld- um. Reykjavík, 20. marz 1974 Sveinn B. Valfells form. bankaráðs — i : 7 Verkakvennalélaglö Framsökn Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður í Iðnó sunnudaginn 24. marz kl. 1 4.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál Félagskonur fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. VALHÚSGÖGN SKATTHOL til fermingargjafa Teak og álmur. Verð kr. 1 9.000.— Palesander. Verð kr. 24.800.— Valhúsgögn, Ármúla 4. Ódyr matarkaup Kaupi6 fyrir vikuna. Vió bjóÓum magnafslátt á öllum kjötvörum. Staöarkjör, Húlmgarðl 34, Síml 32550. —C/ HAGRÆÐING I ALLRA ÞÁGU. Sjóvótryggingarfélag islands hefur flutt út alla starfsemi sína ó nýjan stað að Suðurlandsbraut 4, þar sem unnt er að veita viðskiptavinum betri þjónustu en hingað til hefur verið unnt. Hér er um að ræða hagræðingu, í allra þógu. Við bjóðum, gamla og nýja, viðskiptavini velkomna í hin nýju húsakynni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.