Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Sigurður og vinir hans Formáli: Sagan gerist í fjallabyggð í Noregi á dögum Hákonar konungs Hákonarsonar. Aðalsöguhetjurnar eru Sigurður, tólf ára drengur, vinur hans, ívar, sem er tíu ára og Helgi, yngri bróðir ívars. Dag nokkurn síðla hausts voru drengirnir að leik í holtinu ofan við bæinn Draumþorp, þar sem þeir áttu heima. Sigurður var hinn hrausti riddari Vilmundar viðartönn og ívar og Helgi dyggir sveinar hans, Gujamar og Kartago. Þeim hafði tekizt að stökkva óvinunum á flótta af snjallræði og hugdirfsku . ... en óvinirnir voru svikarinn Kollur Kroppinbakur og flokkur hans. Nöfnin höfðu Sigurður og vinir hans fengið að láni úr riddarasögu, sem presturinn, séra Eirfkur, hafði sagt þeim, en grfsirnir frá Draumþorpi voru f hlut- verki óvinanna. Grísirnir voru á beit þarna í holtinu og létu auðveldlega reka sig á flóDa. Bardaganum var lokið og sigur unninn. Riddarinn Sigurður Vilmundur glotti við tönn og hengdi skjöld sinni á grein. ívar fleygði sér niður í grasið. Skyndi- lega kvað við skelfingaróp frá Helga litla, svo að þeir litu skjótt við. Helgi kom á harðahlaupum út úr runnunum og á hæla honum gölturinn gamli með reiðihrinum og á eftir honum öll grísahjörðin. Drengirnir skildu það strax, að nú var hætta á ferðum. Engu mátti muna. Gölturinn var óður af bræði og lagði til atlögu. Það skein í stóru vígtenn- urnar og reiðin brann úr litlu, ljótu augunum. Sigurður greip lurk og stökk á móti dýrinu. Helga litla hafði orðið fótaskortur, svo hann hentist niður kylliflatur. Gölturinn bjóst til að ráðast á hann, en Kafli úr sögu frá miðöldum eftir Sigrid Undset Vo ■ <7 xi h ■ ^ 'ví' r Öý. Sigurður rauk til og kom nokkrum vel útilátnum höggum á dýrið, áður en það gæti rekið tennurnar í Helga. ívar kom líka til hjálpar með litla exi, sem Sigurður átti. Þeir vissu varla sjálfir, hvernig atburða- rásin varð en réðust að geltinum með lurkinum og exinni og vissu, að þeir voru í lífshættu. Skyndilega hlunkaðist gölturinn stóri út af, en hin svínin stukku í allar áttir. Hann sparkaði frá sér nokkrum sinnum, svo valt hann á hliðina og bærði ekki á sér frekar. DRATTHAGIBLYANTURINN •oo • Ot'O uOo ooo Ooo . • ^JVonni ogcTlíanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Þá skal ég aldrei gera það oftar“, sagði Manni. „En ég liugsa nú samt, að það sé bezt fyrir okkur að fara suður með“. Og það varð svo að vera. Við risum á fætur og héldum áfram göngunni. Við gengum suður með, en beygðum þó heldur til vesturs, til þess að komast nær hömrunum. Eftir dálitla stund sagði Manni: „Skyldi ekki vera vatn hér einhvers staðar? Ég er ákaflega þyrstur“. „Það er ég líka“, sagði ég. „Og svangur er ég líka og nærri því uppgefinn“. „Já, það er ég líka. Ég vildi, að við hefðum liaft meira brauð með okkur“. Það lá nú orðið mjög illa á okkur báðum, en þó misstum við ekki vonina um að komast allt leið upp. Og áfram héldum við göngunni og leiddumst, en töl- uðum fátt. Tryggur fylgdi okkur trúlega. En allt í einu ókyrrð- ist hann og fór að gelta. Hann reisti eyrun og einblíndi upp að hömrunum. Við horfðum þangað líka og sáum þá einhverja hvíta depla á iði og tifi uppi við hamrana. „Hvað getur þetta verið?“, sagði ég við Manna. Hann hafði betri sjón en ég og sá fljótt, hvað þetta var. „Ég held, að þetta sé kindur“, sagði hann. „Kindur? Heldurðu það? Það væri ekki amalegt. Það væri það bezta, sem fyrir okkur gæti komið“. Manni horfði á mig og skildi ekki neitt í neinu. „Hvaða gagn höfum við af því, þó að það séu kind- ur?“ „Hvaða gagn? Skilurðu það ekki, Manni? Ef það væru nú ær, þá gætum við náð okkur í mjólk að drekka“. „Já, það er satt. En heldurðu, að það geti verið ær?“ „Já, það er ég nærri því viss um“. Nú skein gleðin út úr Manna. fgunkoffinu — Þú hefðir ekki átt að skrúfa svona mikið fyrir hitann... — Þú eyðir tfmanum til einskis. .. hún er f baði... — Viltu gjöra svo vel og klára af diskinum, svo að þú verðir stór og sterkur eins og pabb. .. Jói frændi. — Já en, ef Júlfus kemur ekki, þá vil ég ekki annan mann, mamma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.