Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Ragnhildur Helgadóttir: Menntaskólinn við Hamra- hlíð fái eigið íþróttahús A FUNDI sameinaðs þings sl. þriðjudag flutti Ragnhildur Helgadóttir (S) framsöguræðu fvrir þingsályktunartillögu, sem hún flytur ásamt nokkrum fleiri þingmönnum um íþróttahús Menntaskólans við Hamrahlíð. Tillagan er svohljóðandi; „Alþingi ályktar að skora á menntamálaráðherra að láta nú þegar hefja undirbúning að bygg- ingu íþróttahúss yfir Mennta- skólann við Hamrahlfð." I ræðu sinni sagði Ragnhildur m.a.: Tildrögin til flutnings þessarar þ.á.l.tillögu eru þau, að fyrir nokkrum vikum kom foreldraráð Menntaskólans við Hamrahlið saman til fundar, og þar lét rektor menntaskólans það álit sitt í ljós, að stærsta óleysta vandamál, sem þessi skóli ætti við að etja núna, væri fólgið í því, að þar skorti albjörlega aðstöðu til leikfimi- iðkana nemenda. Fyrir tveimur árum stóð svo á, og gerir raunar enn, að tvo skóla, sem liggja svo að segja hlið við hlið við sömu gotu í borginni, vantaði íþrótta- hús. Ég leyfði mér þá að gera það að tillögu minni, að þarfir beggja þessara skóla væru leystar sam- tímis, með því að reisa eitt íþróttahús fyrir þá báða. Það hlyti að vera ódýrara og betri hagnýting á almanna fé, að iáta báða þessa skóla nota sama leikfimishúsið, það hlyti að vera hægt að spara einhverja hluti á þvf að hagnýta stærra hús betur, en hafa tvö leikfimishús, sem e.t.v. væru ekki eins mikið nýtt. En við athugun þess máls kom í ljós, og það var sameiginlegt álit, bæði þeirra, sem málum þessum stjórna af hálfu Mennta málaráðuneytisins, og af hálfu Fræðsluráðs Reykjavík- urborgar, að íþróttahús fyrir báða þessa skóla yrðu fullnýtt og það mundi ekki sparast neitt að ráði við það að reisa sameiginlegt hús fyrir báða skólana, vegna þess, að hvor um sig er svo stór, að ekkert veitti af leikfimissal af fullri stærð, eða sölum fyrir hvorn skóla um sig. Þess vegna var það, að ekki var horfið að þvi ráði, en þá þótti mönnum liggja beint við, að hafinn yrði undir- búningur að byggingú beggja þessara iþróttahúsa. Svo var gert á vegum Reykja- víkurborgar, og nú eru fullbúnar að heita má teikningar að íþrótta- húsi fyrir barnaskólann, Hlíða- skóla, og verður væntanlega út- boð gert nú alveg á næstunni, en hins vegar er það svo, að því er varðar Menntaskólann við Hamrahlíð, að þar hefur ekki, svo vitað sé, verið neitt gert af hálfu Ríkisábyrgð á laun- um við gjaldþrot 1 gær var afgreitt sem lög frá Alþingi frumvarp um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot. A löggjöf þessi að tryggja, að vinnulaun fáist greidd þrátt fyrir gjaldþrot atvinnurekanda. Abyrgist ríkis- sjóður þessar launagreiðslur og innir þær af hendi að fullnægð- um vissum skilyrðum í lögunum. í athugasemdum með frum- varpinu sagði, að við samningu frumvarpsins hefði verið stuðzt Norðurlandaráð andvígt áfengis- auglýsingum A síðasta þingi Norðurlanda- ráðs var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að leggja það til við ríkisstjórnir Norðurlanda, að áfengisauglýsingar verði alger- lega bannaðar. Aðaltalsmaður auglýsingabannsins var Guttorm Hansen forseti norska Stórþings- ins. við lög um þetta efni í Svíþjóð, sem gildi tóku 1. janúar 1971. Enn fremur hefði verið höfð hliðsjón af dönskum lögum og uppkasti að frumvarpi um efnið i Noregi. Ábyrgð ríkissjóðs tekur til þeirra vinnulauna, sem forgangs- réttur fylgir skv. skiptalögum. Sama gildir um bætur vegna rift- unar eða uppsagnar á vinnusamn- ingi svo og orlofsgreiðslur. Verður að lýsa kröfu lögformlega við gjaldþrotaskipti til að ábyrgð- in taki til hennar. ráðuneytis til þess að undirbúa þessa byggingu. Teikningar munu ekki liggja fyrir og tillaga okkar gerir ráð fyrir á þessu stigi, að það sé a.m.k. hafist handa um að gera teikn- ingar að húsi, þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Mér er ekki Ijóst, hvernig á því stendur, að ekki hefur verið hafist handa um þetta mál. Mér þykir líklegt, að þar sé um að kenna, að það eru ýmsar þarfir óleystar hjá menntaskólum víða um land og að einhvern veg- inn hafi það vafist fyrir ráðherra, hvar ætti helst að drepa niður hendi til þess að byrja að leysa úr þeim vanda, sem víða er fyrir hendi. En að því leyti gegnir öðru máli með Menntaskólann við Hamrahlið en aðra menntaskóla, að þar stunda mjög margir nemendur nám, i allt eru það um 1200 nemendur. Síðar í ræðu sinni sagði Ragn- hildur Helgadóttir: Nú eru hér um bil 8 ár siðan skóli þessi var tekinn I notkun og ég veit, að það er einlæg ósk stjórnar þessa skóla og nemenda hans, að iþróttahús verði reist við skólann sem fyrst og því til stað- festingar vil ég leyfa mér að lesa tvö bréf, sem ég hef hér i hönd- um, annað er frá rektor Mennta- skólans við Hamrahlfð og hljóðar svo með leyfi hæstv. forseta: „Það vekur óblandna ánægju mína að sjá þessa till. studda þm. úr öllum flokkum. Menntaskólinn við Hamrahlíð er kominn hátt á 8. starfsár sitt og senn liðinn áratug- ur frá því að bygging skólahúss- ins var hafin. Allan þennan tíma hefur það verið eitt af alvarlegri áhyggjuefnum mínum, að skólinn skuli ekki geta boðið nemendum sínum aðstöðu til líkamsræktar af neinu tagi. Á þeim aldri, sem fólk sækir menntaskóla, er það á viðkvæmu þroskaskeiði líkamlega sem and- lega, og það er ábyrgðarhluti að halda því við kyrrsetur langan vinnudag, án þess að veita því færi á og hvetja það til að stæla líkama sinn og styrkja. Mér finnst ég stundum sjá það á nemendum skólans, likamlegri reisn þeirra, að þeir hafa ekki fengið þau tæki- færi til heilsuverndar og líkams- ræktar, sem þeir hafa þurft á að halda. Það hefur komið fyrir fyrr, að skólar hafa þurft að þrauka alllengi án íþróttahúss, en ég hygg þess engin dæmi, að jafnstór skóli hafi þurft að bíða jafnlengi, án þess að eiga einhvers staðar innhlaup í íþróttahús, því að nú er svo komið, að öll íþróttahús borgarinnar eru fullsetin. Skól- inn hefur því enn ekki getað ráðið sér fastan íþróttakennara. Þessi till. á sér mikil rök. Ég fagna henni og vona, að hún marki þau tímamót í byggingarmálum skól- ans, að nú verði hafist handa um undirbúning að byggingu íþrótta- húss og málum hrundið það rösk- lega áleiðis, að framkvæmdir geti hafist fyrir áratugarafmæli skóla- byggingarinnar. Guðmundur Arnlaugsson.“ Og síðan er annað bréf frá Nemendafélagi Menntaskólans við Hamrahlíð, dags. 7. marz s.l.: „Nemendastjórn MH lýsir ánægju sinni með framkomna till. á Alþ. um byggingu íþróttahúss fyrir skólann. Iþróttir og öll hreyfing er það, sem um 800 reglulegir nemendur fara á mis við, og er það vafalaust ekki til eflingar afköstum á öðrum sviðum. Þvi öllum mun kunnugt um, hve líkamleg hreysti og gervileiki hefur áhrif á al- menna liðan þjóðfélagsþegnanna. Því vonum við, að hið ævaforna spartverska orðatiltæki „heil- brigð sál í hraustum líkama“ sé enn í fullu gildi.“ Og þeir hafa nú skrifað hér „enn í fullu verðgildi" innan sviga, stjórnendur Nemendafélagsins. Bréf þetta er undirritað af Bolla Héðissyni, forseta Nemendaráðs. Sverrir Hermannskon: Málatilbún- aður með endemum Við lokaafgreiðslu f neðri deild í gær gerði Sverrir Her- mannsson grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi hætti: „Enda þótt í frumvarpi þessu séu tillögur um skattkerfis- breytingu, sem ég tel til bóta og styð alfarið og ég hafi, 'af þessari ástæðu einvörðungu, löngun til að greiða ekki at- kvæði gegn máliriu við lokaaf- greiðslu, er á hitt að líta, að mestallur annar málatilbúnað- ur rfkisstjórnarinnar er með slíkum endemum, að ég er til- neyddur til að segja nei.“ Byggðastefna í framkvæmd ÓLAFUR G. Einarsson flutti 1 fyrradag breytingartillögu við frumvarp um skattkerfisbreyt- ingu, þar sem hann lagði tii að 8% af tekjum rfkissjóðs vegna 4% söluskattsauka rynni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með sama hætti og 8% af 11% sölu- skatti hafa runnið f sjóðinn og eiga að gera áfram. Þessi tillaga þingmannsins var felld með 20 atkvæðum stjórnar- þingmanna gegn 19 atkvæðum stjórnarandstöðunnar, en Bene- dikt Gröndal sat hjá. Þegar Ólafur mælti fyrir tillögu sinni sagði hann, að sveitarfélög- in hefðu litið á það sem grund- vallaratriði, að hluti þeirra í sölu- skatti yrði ekki skertur. Hefði þessi hluti verið 8% allt frá 1964. Þetta væri og réttlætismál, eink- um með tilliti til þess, hve tekju- stofnar sveitarfélaga hefðu verið skertir með tekjustofnalögunum 1972. Nú væri fjárþörfin mjög mikil og auk þess hlytu verð- hækkanir á næstunni að raska fjárhagsáætlun sveitarfélaganna. Kvaðst þingmaðurinn vænta þess, að þessi tillaga hlyti náð fyrir augum stjórnarmeirihlutans, einkum af tílliti til þess, að í mál- efnasamningnum hefði því verið lýst yfir, að efla bæri sjálfstæði sveitarfélaga. Forsenda þess væri sú að þau hefðu góðan fjárhag. Leiðrétting í frásögn hér á þingsiðunni í gær af ræðu, sem Gunnar Thor- oddsen flutti við umræðurnar um frumvarp um skattkerfisbreyt- ingu, urðu nokkrar leiðinlegar Akranesflotinn heima og heiman 21. marz. Akranesi TOGARINN Víkingur Ak 100 seldi í Bremenhaven í morgun um 175 lestir af fiski fyrir 243 þús. þýzk mörk eða 8 millj. ísl. kr. Meðalverðið var um 45,70 á kg. Skuttogarinn Krossvík kom hér i morgun með um 100 lestir til vinnslu í frystihúsunum. — Juiíus. Ríkissjóður mun peningakassana í kosta fyrstu VIÐ UMRÆÐUR um skattkerfisbreytingu f neðri deild í fyrradag beindi Ellert B. Schram þeirri fyrirspurn til fjármálaráðherra, hvort fyrir- hugað væri, að rfkissjóður bæri kostnað vegna kaupa á peninga- kössum, sem verzlunum er f frumvarpinu gert að kaupa, svo að auðveldara verði að hafa eftirlit með söluskattinum. 1 12. gr. frumvarpsins (nú lög- unum) segir, að ráðherra sé heimiit að ákveða, að f öllum verzlunum, sölu- eða af- greiðslustöðum, þar sem sölu- skattur sé innheimtur, skuli taka upp peningakassa, sem auðvelt sé að stimpla f öll sölu- skattskyld viðskipti, þannig að eftirlitsmenn fjármálaráðu- neytisins geti gengið úr skugga um, að allur innheimtur sölu- skattur komi fram. Ellert sagði, að óviðunandi væri fyrir verzlanir að leggja í mikinn kostnað vegna inn- heimtu sinnar fyrir rfkissjóð. Hver slfkur kassi kostaði hundruð þúsunda króna. Halldór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra svaraði þessari spurningu þannig, að í upphafi myndi rfkissjóður standa undir kostnaði vegna kaupa á nokkr- um kössum og þreifa sig áfram með, hvernig til tækist. Yrði sfðar ákveðið, hvernig þessu yrði háttað í framtfðinni. prentvillur. Hér fara á eftir þeir kaflar í ræðunni, sem ekki kom- ust réttir til skila: „Því tekjutapi, sem ríkissjóður verður fyrir, vill Sjálfstæðisflokk- urinn fyrst og fremst mæta með því að draga úr risavöxnum út- gjöldum ríkisins. Þess vegna var flutt tillaga um 1.500 milljóna lækkun á útgjöldum fjárlaga á þessu ári. Eftir að talsmenn stjórnarflokkanna hér í deild höfðu andmælt þessari tillögu, talið hana óframkvæmanlega með öllu, hrakti hæstv. forsætisráð- herra allar þessar fullyrðingar með atkvæði sinu í neðri deild og ræðu í efri deild. Þar lýsti hann slíkan niðurskurð framkvæman- legan og rak staðhæfingar þess- ara taismanna svo kyrfilega ofan í þá, að síðan hafa þeir þagað þunnu hljóði. Þurfum við stjórn- arandstæðingar engu að bæta við þá hritingu.“ „Skattafrumvarpið á að hækka launaskatt úr 2H% i 3H%. Launa- skattur leggst þungt á atvinnu- reksturinn, m.a. á þann ísl. iðnað, sem keppir við erlendar iðnaðar- vörur. 1 reynd verkar hann sem verndartollur fyrir erlendan iðnað. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki hækka launaskattinn og flyt- ur þá tillögu, að 2% renni í Bygg- ingarsjóð og ‘A% til ríkissjóðs, eða samtals 2‘A% eins og nú er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.