Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 20 UMHORF • r um flokksins m Heflum baráttu fyrir hugsión- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, varaformaður SUS, var formaður undirnefndar SUS-stjórnar, sem skipulagði ráðstefnu um póliu'ska stöðu SUS, og snerum við okkur til hans og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar: — Hver var aðaltilgangurinn með þessari ráðstefnu? — Á SUS-þingi á Egilsstöðum í september sJ. var ákveðið að haldinn slyldi ráðstefna um póli- tíska stöðu SUS. Megintilgangur- inn var sá að efna til ýtarlegra umræðna um hver væru hin raun- verulegu baráttumál SUS um þessar mundir og hvernig þau yrðu bezt skýrð og kynnt ungu fólki. — Telur þú, að ráðstefnan hafi náð tilgangi sínum? — Það er skoðun mín, að ráð- stefnan hafi tekizt prýðlega. Þátt- taka var mjög góð, en ráðstefnuna sóttu um það bil 80 ungir sjálf- stæðismenn hvaðanæva að af lendinu. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort ráðstefnan L.vfi þjónað tilgangi sínum, en ciiklar og fjörugar umræður stóðu yfir báða dagana og sýndist sitt ;i'.'erjmn. Greinilega kom þó fram, að margir töldu nauðsyn- legt, að Sjálfstæðisflokkurinn hristi rykið af hugmyndafræði sinni, miðað við nýja tíma. Var það nokkuð almenn skoðun, að greinilegur pólitískur grundvöll- ur væri til að setja fram heildar- stefnu um dreifingu valdsins í þjóðfélaginu, frjálst markaðs- kerfi og aukið lýðræði. — Er pólitísk starfsemi mikil hjá ungum sjálfstæðismönnum um þessar mundir? — Alltof litil. Á ráðstefnunni kom fram tóluverð gagnrýni á for- ystu ungra sjálfstæðismanna vegna lítillar pólitískrar starf- semi SUS. Var bent á það, að samtök ungra sjálfstæðismanna hefðu að verulegu leyti brugðizt í þeirri stefnumótun, sem nauðsyn- leg væri og ég gat um áðan. Var lögð sérstök áherzla á, að ungir sjálfstæðismenn tækju fyrir ákveðin pólitísk málefni, brytu þau til mergjar, mótuðu skýra og ákveðna stefnu og kynntu þau síðan rækilega í gegnum þá fjöl- miðla, sem þeir hafa aðgang að. Ungt fólk fylgir ekki pólitískum samtökum, sem bjóða upp á óljósa og ógreinilega stefnu. Þetta ein- kennir því miður islenzka stjórn- málaflokka í dag. — Hvað viltu segja um al- mennt félagsstarf ungra sjálf- stæðismanna? — Ejölmörg aðildarfélög SUS halda uppi ágætu starfi og eru mjög áhugasöm. Víða er þó pottur brotinn og hjá sumum aðildarfé- lögum er mjög lftil starfsemi. Að vísu hefur fólk viða i dreifbýlinu afar takmarkaðan tíma til að sinna félagsstörfum og oft og tíð- um há samgönguerfiðleikar öllu félagsstarfi mjög mikið en þessar ástæður afsaka þó ekki það áhugaleysi, sem víða ríkir. Helztu starfsþættir SUS í dag eru starfshópar.semifjalla um hin margvíslegustu málefni, svo sem heilbrigðismál, iðnnám, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, efnahags- stefnu Sjálfstæðisflokksins og húsnæðismál. Útgáfustarfsemi er einnig tölu- verð. Ungir sjálfstæðismenn gefa út Stefni og kemur hann að jafn- aði út sex sinnum á ári. Á þessustarfsárihefur SUS þeg- ar gengizt fyrir tveimur ráðstefn- um,' annarri um utanríkis- og öryggismál og svo þessari. Sem stendur fer fram erindrekstur hjá SUS, og hafa stjórnarmenn ferð- azt viða um landið að undanförnu og heimsótt aðildarfélögin. Verð- ur þessum erindrekstri haldið áfram út þennan mánuð. Starf- semi einstakra aðildarfélaga mót- ast nún einkanlega að undirbún- ingi sveitarstjórnakosninganna, blaðaútgáfu, fundarhöldum o.fl. — Ertu bjartsýnn á öfluga fé- lagslega og pólitíska starfsemi ungra sjálfstæðismanna á kom- andi misserum? — Ég er ekki í nokkrum vafa um, að nýtt lff mun færast í alla starfsemi flokksins ef Sjálfstæðis- flokknum og þá jafnframt ungum sjálfstæðismönnum tekst vel f þeirri nýju stefnumótun, sem ég tel, að óhjákvæmileg sé. Aðstæð- ur í stjórnmálum eru Sjálfstæðis- flokknum hagstæðar, hann er í stjórnarandstöðu og núverandi ríkisstjórn er sundurleit og veik. Samtök ungra sjálfstæðismanna hafa fram til þessa að verulegu leyti brugðizt í nýrrri stefnumót- un. Ráðstefnan um pólitíska stöðu SUS sem nú er nýlokið, sýndi, svo ekki verður um villzt, að ungir sjálfstæðismenn eru ákveðnir f því að hefja baráttu fyrir þeim grundvallarhugsjónum, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á. % Rúnar Björnsson frá Neskaup- stað er stjórnarmaður í SUS, og spurðum við hann fyrst um starf ungra sjálfstæðismanna á Nes- kaupstað. — Á Neskaupstað er ekki starfandi sérstakt félag ungra manna, en kjarninn í því félagi, sem starfandi er, er ungt fólk, og þetta fólk starfar einnig innan kjördæmissamtaka sjálfstæðis- manna á Austurlandi. Áhuginn hefur verið mikill frá því að sið- ast fóru fram bæjar- og sveitar- stjórnakosningar, en þá tókst okkur næstum að fella meirihluta kommúnista í bæjarstjórn á Nes- kaupstað. Nú er mikill hugur í fólki, og er markvisst stefnt að því að steypa tveggja áratuga veldi kommúnista í bæjarstjórn- inni. — Hvaða hlutverk telur þú að SUS eigi að gegna innan Sjálf- stæðisflokksins? — Ég tel, að SUS eigi að leggja á það áherzlu að hafa gott sam- band við kjördæmasamtökin og styðja þau i starfi. í því sambandi má nefna margs konar upplýsingamiðlun og námskeiða- hald, t.d. félagsmála- og mælsku- námskeið. — Hefur ungt fólk áhrif á stefnumótun Sjálfstæðisflokks- ins? — Vissulega hefur það áhrif, en að mínum dómi er þó ekki nógu mikið tillit tekið til þess. Sam- bandið milli unga fólksins í flokknum og þess eldra er engan veginn nógu mikið. — Hvernig finnst þér þessi ráð- stefna hafa tekizt? — Mjog vel. Hér hafa komið fram ákveðnar hugmyndir ungra manna og er full ástæða til að fylgja þeim eftir. Það væri æski- legt, að SUS beitti sér fyrir ráð- stefnuhaldi í auknum mæli, og þyrfti þá að halda ráðstefnur víða um landið. — Hvernig leggjast kosningarn- ar í vor í þig? — Ég hef þá trú, að Sjálfstæðis flokkurinn sé í mikilli sókn og muni ná góðum árangri í þessum kosningum. 0 Inga Jóna Þórðardóttir frá Akranesi les viðskiptafræði við Háskólann. Hún var kjörin for- maður Þdrs, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akranesi s.l. haust. — Inga Jóna, hvað geturðu sagt okkur um starfsemina hjá ykkur áSkaganum? — Lengst af höfðu sjálfstæðis- félögin þar mikla samvinnu, en nú starfar Þíir meira sjálfstætt en verið hefur. Virkir félagar í Þór eru flestir um og yfir tvítugt, úr hinum ýmsu stéttum atvinnulífs- ins. I haust efndi félagið til félagsmálanámskeiðs, sem var vel sótt, og síðan hafa verið haldnir fundi og þjöðlagakvöld, auk þess sem við höfum verið með opið hús fyrir félagana. Helgina 16.—17. marz verður prófkjör vegna framboðsl.istans i bæjarstjórnarkosningunum i vor. Það verður opið, eins og kallað er, þ.e.a.s. allir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem náð hafa kosningaaldri eiga rétt á þátt- töku, hvort sem þeir eru félags- bundnir eða ekki. — Hvernig leggjast kosningarn- ar í ykkur? — Nú eiga sjálfstæðismenn þrjá menn í níu manna bæjar- stjórn á Akranesi, og hefur fram- taksleysi meirihlutans verið mikið óánægjuefni bæjarbúa, svo að við gerum okkur góðar vonir um árangur. — Nú lætur þú talsvert til þín taka f stúdentapólitikinni, auk þess sem þú sinnir námi og félags- störfum uppi á Akranesi. Er ekki erfitt að berjast á mörgum vig- stöðvum í einu? — Það má segja, að ég sé á mörgum stöðum í einu, en það vill til, að ég hef góða stjórn með mér uppi á Akranesi. Eg fer þangað yfirleitt um hverja helgi og er þar í fríum og svo auðvitað öll sumur. — Hvert telur þú vera hlutverk SUS? — Fyrst og fremst það að vera upplýsandi aðili kynna ungu fólki stefnu flokksins, en SUS á líka að vera gagnrýnandi afl innan flokksins og vera málshefjandi um ýmis efni. — Hvernig finnst þér þessi ráð- stefna hafa tekizt? — Mér finnst hún hafa tekizt vel. Ráðstefnur sem þessi efla kynningu meðal þátttakenda, og það finnst mér vera ákaflega mikilsvert, auk þess sem fólk hefur ýmsan fróðleik að sækja í þær umræður, sem hér fara fram og verður betri málsvarar á eftir. 0 Við náðum tali af Guðmundi Sigurðssyni frá Selfossi. Guð- mundur er húsasmiður. Hann er formaður F.U.S. i Árnessýslu og á sæti í stjórn SUS. Guðmundur sagði, að nokkur deyfð hefði verið í félagsstarfinu nú að undanförnu, og væri þar fyrst og fremst um að kenna hús- næðisskorti, en það stæði nú til bóta, þar sem kjördæmisráðið hefði nýverið fest kaup á húsnæði þar sem ungir sjálfstæðismenn fengju inni með starfsemi sína. Á Selfossi fór nýlega fram skoðanakönnun meðal flokks- bundinna sjálfstæðismanna um skipan framboðslista í bæjar- og sveitarstjörnakosningum, og sagði Guðmundur, að unga fólkið hefði haft frumkvæðið að þessari skoðanakönnun. — Hvert finnst þér vera hlut- verk SUS? — Ég tel, að sambandið eigi fyrst og fremst að vera hvetjandi afl fyrir aðildarfélögin og tengja saman starf þeirra auk þess sem æskilegt er að sambandið hafi frumkvæði að námskeiðahaldi hjá aði ldarfélögunum. — Finnst þér vera tekið tillit til skoðana ungs fólks innan Sjálf- stæðisflokksins? — Já það hefur tvímælalaust haft áhrif á mótun stefnu flokks- ins. í því sambandi má benda á valddreifingarmálið, sem ungir sjálfstæðismenn komu á framfæri á síðasta landsfundi. Það mál hlaut mjög góðar undirtektir á landsfundinum. Svo eigum við fulltrúa í miðstjórn auk þess sem ég held að yngstu alþingismenn- irnir séu í mjög góðum tengslum við stjórn SUS. Þessi ráðstefna hefur tekizt ágætlega og væri mjög æskilegt að halda 3—4 slíkar ráðstefnur á ári og finnst mér þá koma mjög til greina að halda þær annars staðar en í Reykjavík. Ég vil hvetja ungt fólk til að taka meiri þátt í stjórnmálastarf- semi. Það er ein helzta forsenda lýðræðisins, að fólk taki þátt í starfi stjórnmálafélaga og skoðan- ir þess komist á framfæri, sagði Guðmundur að lokum. # Ililmar Jónsson, verkamaður frá Hellu, er varaformaður Fjöln- is, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu, en félagið varð 35 ára á s.l. ári. — Hvað geturðu sagt okkur af staffseminni hjá ykkur á Hellu? — Nýlega var haldið félags- málanámskeið á vegum Fjölnis. Námskeiðið var vel sótt og hleypti lffi í starfsemi félagsins. Við höf- um hug á að halda annað slfkt námskeið á næstunni, auk þess sem nýkjörin stjórn Fjölnis hefur hug á að efla félagsstarfsemina stórlega, m.a. með fjölskyldubing- óum, dansleikjum o.fl. — Hvernig heldur þú, að staða Sjálfstæðisflokksins sé f Rangár vallasýslu með tilliti til sveitar- stjórnakosninganna? — Hún er áreiðanlega mjög góð miðað við það, sem var fyrir síð- ustu alþingiskosningar. Fólkið verður sífellt andsnúnara núver- andi rikisstjórn vegna stjórnleys- is hennar í efnahagsmálum. Ég verð áberandi var við þessa við horfsbreytingu meðal félaga tninna í verkalýðshreyfingunni i Rangárvallasýslu. — Ef við víkjum að stöðu unga fólksins innan Sjálfstæðisflokks- ins. Finnst þér það hafa áhrif á mótun stefnu flokksins? — Já, það liggur í hlutarins eðli. Forystumenn flokksins gera sér grein fyrir því, að það fólk, sem einn góðan veðurdag tekur við stjórninni, þarf að fá tækifæri til að sýna hvað í því býr. — Hvernig finnst þér ráðstefn- an hafa tekizt? — Mér finnst hún hafa tekizt vel, og ég held, að menn geri sér nú betur grein fyrir stöðu SUS en áður. Ég vil taka það fram, að mér finnast sumir hér einblína um of á þátttöku skólafólks f stjórn- málastarfinu en gleyma þvi, að ekki er síður mikilvægt að sinna pólitísku starfi meðal fólksins í atvinnulífinu og því, sem býr úti á landi. Til dæmis tel ég nauðsyn- legt að gera grein fyrir niður- stöðu þessarar ráðstefnu hjá að- ildarfélögunum úti á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.