Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Fyrri dag ráðstefnunnar voru fluttar framsogu- ræður um fimm málaflokka, og fer úrdráttur úr nokkrum þeirra hér á eftir, en vegna takmarkaðs rúms er ekki unnt að birta úr þeim öllum. UNGT SJALFSTÆÐISFOLK OG LAUNÞEGAHREYFINGIN Skrif ungra manna um Sjálfstæðis- flokkinn DAVÍÐ Oddsson fjallaði um skrif ungra sjálfstæðismanna Aim Sjálf- stæðisflokkinn. Við báðum hann að segja í stuttu máli frá efni ræðu sinnar: É& flutti einungis stutt inn- gangsspjall um efnið en gerði ekki á því víðtæka úttekt. Það vekur athygli, að ungir sjálfstæð- ismenn eru seinir til ritsmíða og það litla, sem eftir þá birtist, fer sjaldnast inn á umræður um flokkinn starfsemi hans eða stefnu. Éig geri mér ekki fulla grein fyrir af hverju þetta staf- ar. I fljótu bragði gætu mönnum dottið í hug, að ungir sjálfstæðis- menn teldu sig ekkert hafa til rrálanna að leggja, en slíku svari má hafna þegar og þarf ekki benda á annað en hinar fjörlegu og oft ágætu umræðu, sem fer þar fram sem ungir sjálfstæðismenn koma saman og nú síðast á þessari fjölmennu ráðstefnu. Það kom fram á þessari ráðstefnu, að sem betur fer eru ekki allir sammála stefnu flokksforystunnar í hverju enstöku máli, og þó ekki sé um neinn meiriháttar ágreining að ræða, finnst mér ástæðulaust að láta ekki slíkan skoðanamismun koma fram í málgögnum flokks- ins, annaðhvort dagblöðunum eða Stefni. Öll þessi rit eru mjög opin fyrir slfkum skrifum. Um þetta málefni höfðu fram- sögu þeir Halldór Blöndal og Þor- valdur Mawby. Halldór Blöndal ræddi fyrst al- mennt um stöðu Sjálfstæðis- flokksins innan verkalýðs- hreyfingarinnar, en hún hefði styrkzt mjög hin siðustu ár. Síðan vék hann að ástandinu á launa- markaðinum og að síðustu kjara- samningum f framhaldi af því. Vakti hann athygli á, að krafan um lækkun beinna skatta væri komin frá sjálfstæðismönnum, enda hefði hún verið tekin inn i kröfur ASÍ fyrir frumkvæði verzlunarmanna. Halldór Blöndal sagði ekki undarlegt, þótt krafan um lækk- un beinna skatta væri háværari nú en áður hefði verið. Það mætti rekja beint til skattastefnu nú- verandi rikisstjórnar, en kjarni hennar hefði einmitt verið hækk- un tekjuskattsins með þeim af- leiðingum, að um 90% af tekju- Halldór Blöndal skattsgreiðendum myndu lenda í hæsta skattþrepi á yfirstandandi ári að óbreyttum skattalögum. Þessi stefna væri í algjörri mót- sögn við skattalög fyrrverandi ríkisstjórnar, en þá hefði verið við það miðað, að almennar launa- tekjur væru undanþegnar tekju- skatti. Þá vék Halldór Blöndal að húsnæðismálunum og minnti m.a. á, að á síðasta ári hefði húsnæðis- málastjórn eftir tillögu sjálf- stæðismanna samþykkt einróma að leggja til, að launaskatturinn rynni allur í Byggingarsjóð. Aþáð hefði ríkisstjórnin ekki fallizt, en nú stæðu vonir til, fyrir frum- kvæði verkalýðshreyfingarinnar, að ráðstafanir yrðu gerðar tilþess að tryggja Byggingarsjóði nægi- legt fé til þess að standa að ein- hverju leyti við skuldbindingar sínar, þótt mikið vantaði enn á, að það væri gert til hlftar eins og í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. DavfðOddsson HvaS heldur aftur af mönnum? Mér hefur virzt það einkum vera tvennt. I fyrsta lagi ótti um, að slík skrif yrðu vatn á myllu andstæðinganna, sem svíður mjög hversu samhentur Sjálfstæðis- flokkurinn er í stefnumótun sinni og hefur þannig algera sérstöðu meðal pólitískra flokka á Islandi. Og auðvitað er það rétt, að í hvert sinn sem fram kemur, að einstak- ir menn eru ekki sammála foryst- unni í smáatriðum, þá er það blás- ið upp af pólitiskum andstæðing- um. En ég held, að sá uppblástur hafi enga eða sáralitla þýðingu, Framhald á bls. 21. Áhrif ungs sjálfstæðisfólks innan hinna ýmsu, frjálsu félagasamtaka Tryggvi Gunnarsson benti á hlutverk frjálsra félagasamtaka í upphafi máls síns, starfshætti þeirra og tilgang. Þá vék hann að því, hvert vald ýmissa, frjálsra félagasamtaka væri í nútímasamfélagi, og sagði síðan: Hvernig eiga ungir sjálfstæðis- menn að bregðast við því, að vinstri menn hagnýti sér ýmis frjáls félagasamtök i beinum póli- tiskum tilgangi? í flestum almennum félögum hafa félagarnir ólíkar stjórnmála- skoðanir. Þvi er ekki vænlegt til árangurs fyrir félagsstarf viðkom- andi félags að blanda inn átökum um dægurmál stjórnmálanna. Markmið félagsstarfsins er að ná félögunum saman en ekki að sundra þeim eins og raunin verð- ur, þegar blanda á stjórnmála- átökum í félagsstarfið. Vettvang- ur stjórnmálanna er i stjórnmála félögunum. Þau félagasamtök, sem tekið hafa upp þann hátt að senda frá sér ályktanir og taka þátt í starf- semi um flokkspólitisk ágrein- BARATTUMAL UNGS SJALF- STÆÐISFÓLKS í DAG OG ST4ÐA SUS MEÐAL UNGS FÓLKS ANDERS Hansen fjallaði um bar- áttumál ungs sjálfstæðisfólks og söðu SUS meðal ungs fólks. Hann sagði m.a.: Þrátt fyrir það, að við, sem inn- an S.U.S. höfum starfað, teljum vera nokkurn mun á stefnu sam- bandsins og stefnu flokksforyst- unnar, þá er hætt við, að öllum almenningi sé ekki ljós sá munur. Þegar rætt er um stöðu Sjálfstæð- isflokksins sem slíks, þá er því einnig verið að tala um stöðu S.U.S. Enda er S.U.S. og vill vera hluti af flokknum, öfugt við stefnu ýmissa annarra ungpóli- tískra samtaka. Ekki er óeðlilegt, að sú spurm ing skóti upp kollinum, hvort ekki væri tímabært, að fara að veita flokksforystunni aukið aðhald, og láta skoðanir ungra sjálfstæðis- manna koma betur fram en hing- að til hefur verið gert. Athuga þarf, hvort ekki er þörf á endur- skoðun sjálfstæðisstefnunnar að einhverju leyti, með það fyrir augum að færa hana nær raun- veruleikanum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Sjálfstæð- isflokkurinn var stofnaður, og ekki óeðlilegt að endurskoðunar og endurnýjunar sé þörf. Þær skoðanir heyrast æ oftar frá ungum sjálfstæðismönnum, að reynt skuli að hreinsa sjálf- stæðisstefnuna af öllum aðskota- hugmyndum og reyna í þess stað að taka'upp það, sem þeir £alla ómengaða sjálfstæðisstefnu. Væri hún þá væntanlega lengra til hægri og kæmi einkum til með að beinast gegn hinum miklu ríkisaf- skiptum. Mjög varasamt getur þó verið að fara of langt út á þær brautir. Hæfilegt bland af einka- hyggju og sósíalisma virðist vera Anders Hansen það stjórnarform er bezt hæfi ís- lenzkum aðstæðum. Ekki er úr vegi að lfta áReykja- víkurborg í því sambandi. Stutt er síðan að Reykjavík var í útvarps- þætti kallað eitt mesta sósíalíska fyrirbrigði sem fyrirfyndist. Að mínum dómi er þessi skoðun hár- rétt enda grípur borgin inn í líf borgaranna á geysilega mörgum sviðum. Hafa ber það hugfast, að Reykjavík er og hefur verið lang traustasta vígi Sjálfstæðisflokks- ins. Þrátt fyrir það, að mestar líkur séu á, að varnarliðið hverfi ekki af landi brott á allra næstu árum, þá er brýn þörf á endurskoðun á allri utanríkisstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Straumurinn virðist liggja þannig, að yngra fólk að- hyllist í æ ríkara mæli þá skoðun, að hér beri ekki að vera erlendur her um ófyrirsjáanlega íramtíð. É’lokknum er því nauðsyn á breyttri stefnu ekki aðeins vegna skoðana kjósenda, heldur einnig beinlínis vegna breyttra viðhorfa í alþjóðamálum. Sjálfstæðisstefnan sem slík á nú að mínum dómi miklu fylgi áð gegna meðal ungs fólks. Það frjálslyndi og sá ferskieiki, sem einkennt hefur stefnuna, hefur valdið því, að ungt fólk hefur átt mjög auðvelt að aðhyllast stefn- una. Ef hins vegar gengur erfiðlega að fá fólk til starfa, þá er einvörð- ugu um að kenna þeim mönnum, sem f forsvari hafa verið fyrir stefnuna að undanförnum árum. Takist þeim að vinna sitt verk sómasamlega, þá þurfa Sjálfstæð- ismenn engu að kvíða, á það jafnt við um unga sjálfstæðismenn sem þá eldri. Tryggvi Gunnarsson. ingsefni, séu þau ekki til þess stofnuð eða málefnið, sem spjót- unum er beint að, sé innan mark- miða félagsins, glata trausti og virðingu sinni meðal almennings. Starfsemi þessara samtaka verður að endingu mjög einhæf vegna þess, aS takmarkaður hópur manna fæst til starfa. Það er því skoðun mín, að ungir sjálfstæðismenn eigi ekki að reyna að koma fram pólitískum skoðunum sínum f þeim frjálsu félagasamtökum, sem ungir sjálf- stæðismenn starfa innan, heldur verði að leggja áherzlu á almenna virkni og þátttöku í starfsemi félaganna. Hvert félag rekur sína hagsmunapólitík til að vinna að framgangi markmiða sinna og oft geta komið upp þannig mál, að um verði að ræða flokkspólitfsk ágreiningsefni. En nauðsynlegt er að gera glöggan mun á almennum flokkspólitískum ágreiningsefn- um og hagsmunapólitík hvers félags. Nauðsynlegt er að fræða ungt sjálfstæðisfólk vel um félagsmál með málfunda- og félagsmála- námskeiðum. Athuga verður, að með þessum námskeiðum er ekki eingöngu verið að gera fólk hæf- ara tilstarfaístjórnmálafélögum heldur almennt til þátttöku i hin- um fjölmörgu frjálsu félögum og í ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Varast verður að leggja einhliða áherzlu á að fólk starfi í Sjálf- stæðisfélögum, nauðsynlegt er, að innan raða sjálfstæðismanna sé fólk með reynslu í hinum ýmsu viðfangsefnum frjálsra félaga- semtaka. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins, alþingismenn og sveitar- stjórnarmenn, verða að sýna þvi sjálfstæðisfólki er sinnir félags- starfi, að störf þeirra séu metin að verðleikum og aðstoði það við framgang hinna ýmsu mála og leita til þess með umsagnir og hugmyndir. Kosninga- þróun og starf innan skólanna Fljótt á litið gæti virzt svo, að skólafólk hafi á allra síðustu ár- um gerzt hávaðasamara og róttæk ara en oft áður. Því miður hafa ályktanir skólafélaga einatt verið einn rækalls sósialismi, ef ekki þaðan af verra. Vinstri sinnaðir námsmenn telja sig vist þurfa fleiru að breyta I þjóðlífinu en aðrir, og hafa vit 'til að vekja athygli á bjástri sínu. Aldarhátt- urinn utan úr' heimi hefur sér- staklega verið þessu marki brenndur, og óneitanlega haft hér nokkur áhrif. Blessunarlega sýn- ist þó mikið vera að rofa til víða erlendis, ekki sízt í Svíþjóð. Ungpólitísku félögin hérlendis hafa hins vegar mörg bitið sig föst í þessa tízkuróttækni, sem smám saman er að fjara út. Þannig hafa til að mynda ungir jafnaðarmenn og ungir framsóknarmenn fjar- lægzt flokka sina talsvert á nokkr- um síðustu árum með því að kú- venda til vinstri. Þeim hefur eðli- lega fylgt nokkur hluti skólafólks, sem þó er ekki óeðlilega stór, mið- að við fylgi stjórnmálaflokka i landinu. Frekar er, að þessi hópur sé furðulega lítill, og bendir það til þess, að áhrif Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins meðal ungs fólks fari minnkandi, en þetta má vitaskuld rekja til ófull- nægjandi stefnu ungpólitisku samtakanna innan þessara flokka. Þessi niðurstaða byggist einkum á tvennu: 1) Meirihluti vinstri sinnaðra námsmanna i skólum er yfirleitt afar naumur, auk þess sem hann er víða ekki fyrir hendi. 2) Stefnubreyting þessara ung- pólitísku samtaka hefur orðið til þess að koma á verulegu sam- starfi þeirra við kommúnista í skólunum, og þar hafa þeir síðar- Sigurður Ragnarsson. nefndu farið með tögl og haldir, og því dregið til sín fylgi. Ráðsmennska kommúnista i skólum er illa þokkuð af miklum fjölda námsmanna, sennilega ekki færri en öðrum hverjum þeim skólanemanda, sem lætur sig stjórnmál einhverju skipta. Þessir eiga sér raunverulega ékk- ert annað pólitískt athvarf en Sjálfstæðisflokkinn, og hafa þeir leitað til hans í vaxandi mæli. UMHORF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.