Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 ADALFUNDUR kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. Fundarstaður: Sjálfstæðishúsið í Hafnarfirði. Fundartími: laugardagur 23. marz kl. 14. Fundarefni: starfsemi kjördæmissamtaka og markmið. Frummælendur: Friðrik Sóphusson, formaður SUS, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, varaformaður SUS. Almennar umræður. Aðalfundarstörf. Ungir sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi eru kvattir til að mæta á fundinn. Nefndin. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK SKEMMTIKVOLD verður haldið í Miðbæ, Háaleitisbraut, (norðausturenda) föstudag- inn 22. marz kl. 20.30. YES ÁVARP EMERSON LAKE AND PALMER DANS FJÖLDASÖNGUR DANS Ókeypis aðgangur Aldurstakmark HEIMDALLUR skemmtinefnd fædd 1953 Austur-Skaftafeiissýsla Sverrir Hermannsson, alþingismaður boðar til almenns stjórnmála- fundar á Höfn í Hornafirði, laugardaginn 23. marz kl. 4 e.h. I Sindrabæ. Ræðumenn: Halldór Blöndal, alþingismaður, Pétur Sigurðsson, alþingismaður, Sverrir Hermannsson, alþingismaður. Slglutlörður Sjálfstæðisfélögin { Siglufirði efna til sameiginlegs fundar sunnu- daginn 24. marz kl. 5.30 siðdegis í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: 1 Knútur Jónsson talar um endurvirkjun í Fljótaá 2 Þormóður Runólfsson talarum hitaveitu í Siglufjarðarkaupstað. Fundurinn eropinn öllu stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins. Frá Vélskðla íslands Námskeið fyrir starfandi vélstjóra, er lokið hafa prófi frá rafmagnsdeild skólans eða 4. stigi, verður haldið 20. maitil 1. júní 1974. Kennsla ferfram í eftirtöldum greinum: STÝRITÆKNI: Þar á meðal vökva og loftþrýstifjarstýr- ing, grundvallarhugtök og aðferðir stillitækninnar, og gangráðar. RAFEINDATÆKNI: Þar á meðal frumatriði um transistora og díóður, einfaldar rásir og rökrænar rásir. RAFMAGNSFRÆÐI: Þar á meðal um rafmagnsvélar, mótora og rafala, Ward-Leonard kerfi, um rafmagns- teikningar og mælingar á rafkerfum. Kennsla verður bæði bókleg og verkleg. Kennt verður frá kl. 8 árdegis til kl. 15 síðdegis mánudaga til föstudaga. Þátttaka tilkynnist bréflega til Vélskóla íslands, póst- hólf 5134, Reykjavík, fyrir 1 5. maí. Skólastjóri. VIÐGERÐIR Getum bætt við okkur viðgerðum á allskonar þunga- vinnuvélum og bifreiðum. Ennfremur rafsuðuvinnu. Vélsmiðjan Vörður h.f., Smiðshöfða 19, sími 35422. KJÖRSKRÁ til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík, sem fram eiga að fara 26. mai n.k., liggur frammi almenningi til sýnis í Manntalsskrifstofu Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 2. hæð frá 26. marz til 23. apríl n.k., frá kl. 8.20 til 16.15 mánudaga til föstudaga. Kærur yfir kjörskránni skulu berast skrifstou borgarstjóra eigi síðaren 4,maí n.k. 20. maz 1974 Borgarstjórinn í Reykjavík. JtiorQunþlaðib óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í síma 35408. AUSTURBÆR Bergstaðastræti, Ingólfsstræti, Laugavegur frá 34—80, VESTURBÆR: Garðastræti, Miðbær, Nýlendugötu Ægissíða. ÚTHVERFI Smálönd, Goðheimar, Álfheimarfrá 43, Kleppsvegur 66 — 96 Ármúli. GRINDAVÍK UmboSsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsing- ar hjá afgreiðslunni í síma 10100. SENDLAR ÓSKAST á ritstjórn blaðsins. frá kl. 9—5, RADAR í TRILLUNA. of dýrt ??? Við segjum annað. SEASCAN 16 mílna, kostar í dag aðeins kr. 139.975.- Kristián ó. Skagflðrð. læknldelld, Hólmsgötu 4. S. 241 20. Isl. náms- manna samtök ekki „hættuleg Noregi” NORSK stjórnvöld hafa tjáð íslenzka sendiráðinu f Osló, að enginn fótur sé fyrir því, að norsk hernaðaryfirvöld stimpli samtök íslenzkra námsmanna f Noregi sem landráðasamtök hættuleg Noregi, að þvf er segir í eftirfar- andi fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu: Sendiráð Islands í Osló hefir sent svohljóðandi bréf. dags. 18. mars 1974, til „Félags íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni": „Sem svar við bréfi FtSN, dags. 28. febrúar 1974, vill sendiráðið taka eftirfarandi fram: í bréfi FÍSN segir m.a. að „Islandsfronten“ sé skv. norskum fjölmiðlum „stimpluð af norskum yfirvöldum sem landráðasamtök, hættuleg öryggi Noregs" og að ljóst sé, að með orðinu „Islands- fronten" sé „aðeins og eingöngu átt við íslenskt námsfólk i Osló“. Þá segir í bréfinu, að FÍSN líti ,jnjög alvarlega á þær ásakanir á okkar hendur, sem í þessum skjöl- um felast, nefnilega að við séum lfkleg landráðasamtök". Sendiráðið hefir rætt ofan- greint mál við norska utanríkis- ráðuneytið. Svör norskra stjórn- valda eru á þessa leið: Mál þetta á rót sina að rekja til greinar í blaðinu „Orientering“ hinn 23. febrúar s.l. og byggist á minnisblaði til notkunar innan hersins, sem samið er af öryggis- málaforingja í einni af deildum norsku landvarnanna. Á einum stað á þessu minnisblaði er minnst á „Islandsfronten“, en ljóst er, að þar er átt við þann hóp norskra ungmenna, sem báru merki með áletruninni „50 mil“ meðan á landhelgisdeilunni stóð, en ekki íslenska námsmenn. Á „fimmtu-herdeildarmenn “ og „landráðamenn“, sem notuð eru 1 greininni i „Orientering", er ekki minnst á nefndu minnis- blaði. Enginn fótur er fyrir því, að norsk hernaðaryfirvöld stimpli samtök íslenskra námsmanna i Noregi sem landráðasamtök, hættuleg Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.