Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 23 I blóra við afstæðiskenninguna Baláur Hermannsson FÓLK OG VÍSINDI . TVEIR ástralskir vísindamenn gerðu á síðastliðnu ári uppgötv- un, sem kann að hrjóta í bága við afstæðiskenningu Ein- steins. Vísindamennirnir unnu að rannsókn á orkumiklum geimgeislum við háskólann í Adelaide. Hin óvænta niður- staða mælinganna gæti bent til efnisagna, sem ferðast hraðar en ljósið, í blóra við grundvall- arreglu afstæðiskenningarinn- ar. Hinir svonefndu geimgeislar eru efnisagnir (öreindir), sem þjóta um geiminn á ofsahraða — rétt undir ljóshraðanum. Um uppruna þeirra er eiginlega lít- ið vitað með vissu. Talið er sennilegt, að sumir komi frá stjörnum í vetrarbraut okkar, aðrir frá loftkenndum útjöðr- um vetrarbrautarinnar og enn aðrir frá fjarlægum vetrar- brautum. Þegar geimgeislarnir þjóta inn f gufuhvolf jarðar rekast þeir stundum á sameindir lofts- ins, og myndast þá fjöldinn all- ur af nýjum öreindum. Þessar öreindir þjóta einnig áfram með geysihraða og lenda í árekstrum. Geimgeislinn helyp- ir þannig af stokkunum snöggri geislahryðju, sem síðan dynur á mælitækjum á jörðu niðri. Aströlsku vísindamennirnir, dr. Clay og dr. Crouch, athug- aðu um það bil 1300 geisla- hryðjur á tímabilinu febrúar- ágúst síðastliðið ár. Þeir upp- götvuðu þá, að rétt fyrir hverja geislahryðju gáfu mælitækin til kynna veikt merki. Þetta merki hefur forskot á sjálfa hryðjuna, sem nemur örfáum milljónustu úr sekúndu. Hefur vísinda- mönnunum ekki tekizt að gera grein fyrir því á neinn venju- legan hátt. Þeir impra á þeirri skýringu, að nú sé loksins fund- inn vottur öreinda, sem fari hraðar en ljósið. Samkvæmt venjulegri túlk- un afstæðiskenningarinnar get- ur engin efnisögn náð jöfnum eða meiri hraða en ljósið, þ.e.a.s. 300.000 km/sek. Með bellibrögðum má þó túlka stærðfræðiformúlur kenningar- innar á þann veg, að meiri hraði kemur fræðilega til greina. Öreindirnar haga sér þá gerólíkt því, sem við eigum að venjast. Hraði þeirra eykst við orkumissi i stað þess að minnka. Þær stafa án afláts orkugeislum, og hraði þeirra eykst þvi endalaust. Eðlisfræðingar hafa lengi leitað að ögnum, sem færu hraðar en ljósið. Þær hafa verið skírðar fyrir fæðinguna og gef- ið nafnið tachyón (úr grísku: hraði). Fram að þessu hefur leitin engan árangur borið; Einstein hefur spjarað sig, þótt stundum hafi skollið hurð nærri hælum. Hugmynd Ástralíumannanna er á þá leið, að geimgeislarnir myndi við árekstra hryðju af tachyónum, auk venjulegra ör- einda. Tachyónirnar fara hrað- ar en ljósið, berast fyrstar til mælitækjanna og mynda veikt merki áundan aðalhryðjunni. Ekki þarf að efa, að eðlis- fræðistofnanir víða um heim muni fara á stúfana með svip- aða rannsókn til að staðfesta eða kollvarpa niðurstöðu Ástra- líumannanna. Sá kostur er að sjálfsögðu fyrir hendi, að mæli- tækin eigi sjálf sök á þessum veiku merkjum, sem á undan hryðjunum koma. Þess vegna er nauðsynlegt að endurtaka mælingarnar með öðrum að- ferðum og annarri tækjasam- stæðu. Einnig kemur til álita, að geimgeislarnir ferðist jafnan fleiri saman; t.d. vegna eins konar klofnings á leið sinni um viddir himingeimsins. Ef svo er, verður niðurstaðan skiljan- legri. Hvað sem þessum vangavelt- um líður hefur rannsókn Ástra- líumannanna opnað skemmti- legar leiðir og hrundið af stað hressandi skoðanaskiptum. Sem útfarinn pókerspilari kýs ég þó heldur að veðja á Ein- steinen tachyónirnar. Monitor fundinn Bryndrekinn Monitor fundinn á hafsbotni eftir 111 ár. 31. desember 1862 fórst bryn- drekinn Monitor fyrir sunnan Hatteras-höfða á austurströnd Bandaríkjanna. Borgara- styrjöldin var þá í algleymingi. Monitor var stolt Norðurríkja- flotans og hafði 9. marz sama ár borið sigur af hólmi í sögu- frægri sjóorrustu við Merri- mac, eitt af herskipum Suður- ríkjanna. 10. mánuðum síðar mætti Monitor ofjarli sínum, byrstum Ægisdætrum, og laut í lægra haldi. Skipið sökk og 16 sjó- menn létu lifið. Monitor var þá á leið til Beaufort að taka þátt i einangrun strandlengju Suður- ríkjanna. Monitor var útbúinn gufuvél, en að jafnaði hafður í drætti, þegar óvinaskip voru hvergi nærri. Dráttarskipinu, U.S.S. Rhode Island, tókst að sigla úr óveðrinu og komast í höfn. Margir leiðangrar hafa leitað bryndrekans horfna, en til þessa ekki haft erindi sem erf- iði. 30. september 1953 var Monitor strikaður úr bókum bandaríska flotans. Sumarið 1973 var gerður út leiðangur með fullkominn út- búnað til neðansjávarrann- sókna. Leiðangursmenn telja sig nú hafa fundið flak Moni- tors á hafsbotni 15 sjómílur suð-suðvestan Hatteras-höfða. Flakið liggur á 66 metra dýpi. Þetta svæði er frá fornu fari illræmt meðal sjófarenda og gengur undir nafninu „Kirkju- garður Atlantshafsins", enda munu rúmlega 700 skipsflök hvíla þar í votri gröf. Fulltrúi leiðangursins, J. G. Newton við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, hefur neitað að gefa upp nákvæma staðar- ákvörðun. Hann kveðst álíta, að ekki sé kleift að Iyfta flakinu með þeim útbúnaði og tækni, sem nú er á boðstólum. Hann hefur þó lagt fram sterk gögn til stuðnings því, að þetta sé raunverulega flak Monitors: hljóð- og segulrit, TF-filmur, tréflísar og kolamola. Tréfllsarnar eru af þeirri teg- und, sem notuð var við smfði Monitors; skutur flaksins, skrúfa, kjölur, brynturn, bryn- hlíf og neglingar koma heim við lýsingu Monitors. Er hægt að koma í veg fyrir 80% krabbameinstilfella • Það er mjög mismunandi, hve hinar ýmsu tegundir krabba- meins eru algengar á mismun- andi stöðum á jörðinni. Nú hall- ast vísindamenn að því, að þetta megi beint eða óbeint rekja til ýmissa þátta umhverf- isins. John Higginson, sem er for- stöðumaður alþjóðarannsókna- stofnunar sem fæst eingöngu við rannsóknir á krabbameini og er deild innan alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar, WHO, heldur þvf fram, að þetta hafi það í för með sér, að fræðilega, að minnsta kosti, eigi að vera unnt að koma í veg fyrir 80% allra krabbameinstilfella. Eitt af meginverkefnum rannsóknarstöðvarinnar, sem hann veitir forstöðu (Inter- national Agency for Research on Cancer), er að finna þá þætti umhverfisins, sem kunna að geta valdið krabbameini. í ársskýrslu stofnunarinnar fyrir 1972—1973 er meðal annars frá þvi greint, að hvað krabbamein í hálsi varðar, geti tíðnimunur- inn verið allt að þvf 200-faldur hjá mismunandi hópum. Þann- ig er tíðni hálskrabbameinstil- fella 1,8 á ári hjá hverjum hundrað íbúum f E1 paso í Tex- as, en í Gonbad-héraði í íran er tíðnin hins vegar 206,4 á hverja hundrað þúsund íbúa. Ennfremur kemur það í Ijós við lestur skýrslu IARC, að hálskrabbamein er oft að finna á mjög staðbundnum svæðum ograunarsérstaklega áákveðnu belti, frá Mongólíu um Norður- Kína, sovézku Mið-Asfu að ströndum Kaspíahafs. Háls- krabba i umtalsverðum mæli er raunar einnig að finna á af- mörkuðum svæðum utan þessa beltis. Til dæmis í héruðunum Normandí og Bretagne í Frakk- landi, þar er tíðnin 40 á hverja hundrað þúsund karlmenn, og einnig verður halskrabbameins vart í vaxandi mæli meðal blökkumanna í Bandaríkjun- um. En hvað varðar lifshætti manna og umhverfi annars veg- ar í Bretagne og hins vegar við Kaspíahaf, þá er þar mikill munur á, enda þótt tíðni háls- krabbameins sé mikil á báðum þessum svæðum. Tíðni háls- krabbameins í Bretagne er að nokkru, að minnsta kosti, talin eiga rætur að rekja til þess, að þar drekka menn mikið af heimabrugguðu eplabrenni- vfni, Calvados, en á því svæði í Iran, þar sem hálskrabbamein er algengast, getur hins vegar varla heitið, að um nokkra áfengisneyzlu sé að ræða. I Iran er einnig munur á tíðni þessa sjúkdóms eftir því, hvar borið er niður. I Maz- andaran-héraði er tfnin hjá karlmönnum 44,5 á hver hundr- að þúsund, en hjá kvenfólki 22,6 á hver hundrað þúsund. I Gonbad-héraði eru hliðstæðar tölur 206,4 að því er karlmenn varðar, en ennþá hærri hjá kvenfólki, eða 262,9. Við nánari athugun kemur í ljós, að þar sem hálskrabbamein er algeng- ast, þar er loftslag þurrt og þurrkar tíðir, en þar sem tíðni þessa sjúkdóms er minni, er yfirleitt meiri úrkoma og mild- ara loftslag. Munur er einnig á mataræði. Þar sem minna er um hálskrabbamein eru hrís- grjón meginfæðan, en brauðs er mest neytt, þar sem tíðnin er meiri. Te er mikið drukkið á báðum svæðunum. í skýrslunni segir, að víða þarna sé það siður að drekka brennandi heitt te (60 til 70 stig á Celsius). Nú er ætlunin að framkvæina frekari rann- sóknirtilað komastaðþví hvort beint samband sé milli þess, hve heita drykki menn drekka og tfðni hálskrabbameins og verður sú rannsókn fram- kvæmd í Singapore, en þar eru aðstæður allar taldar sérlega heppilegar af ýmsum ástæðum. Til dæmis er það svo, að hálskrabbamein hefur reynzt algengara hjá því fólki í Singapore, sem talar Hokkien eða Teochew, mál- lýzkur, en aftur mun sjaldgæf- ara hjá þeim, sem tala kan- tónskar máliýzkur. Að því er varðar konur í fyrrnefnda hópn um er tíðnin 10.6 á hver hundr- að þúsund, en í hinum síðar- nefnda aðeins 3,3. I fyrri hðpn- um voru fleiri, sem kváðust hafa þann sið að drekka brenn- heita drykki, en í síðari hópn- um, þar sem tfðnin var rúmlega þrefaltminni. Nú skömmu eftir áramótin var ákveðið að hefja í auknum mæli rannsóknir á krabbameini i meltingarfærum, lifur, þörm- um og ristli. Til þessara rann- sókna veittu tíu riki um 24 milljónir íslenzkra króna og annars staðar fengust framlög að upphæð 7,2 millj. til að standa straum af starfseminni á árinu 1973, en þá var alls unnið að 83 rannsóknarverkefnum. Þau tiu riki, sem lögðu stofnun- inni þannig til fé, eru: Ástralia, Belgía, Vestur-Þýzkaland, Frakkland, ítalía, Japan, Hol- land, Sovétríkin, Bretl^nd og Bandaríkin. Meðal þess, sem fram kemur í skýrslunni, er eftirfarandi: Rannsókn verður fram- kvæmd á Norðurlöndum og i Singapore á krabbameini i melt ingarfærum neðan maga. Einn- ig er þess að vænta, að hluti af þessari rannsókn fari fram á Nýja Sjálandi, ef tekst að afla nægilegs fjármagns. Þessi teg- und krabbameins hefur farið vaxandi sem dánarorsök bæði í Bretlandi og Bandarfkjunum og settar hafa verið fram ýmsar kenningar, sem ástæða þykir til að sannreyna með slíkum rann- sóknum, ef unnt er. Á íslandi mun fara fram rannsókn á brjóstkrabbameini hjá konum. Verður einn megin- tilgangur rannsóknarinnar að reyna að greina á milli um- hverfisþátta og ættgengi að því er brjóstkrabba varðar. Það sem gerir það að verkum, að ísland varð fyrir valinu til þess- arar rannsóknar eru sú stað- reynd, að hvergi í veröldini er eins auðvelt að afla ættfræði- legra upplýsinga langt aftur i tímann og á Islandi. Heilbrigð- isyfirvöld á Islandi hafa skráð krabbameinstilfelli allt frá ár- inu 1910. Þá verða gerðar rannsóknir til að reyna að fá vissu fyrir því, hvort um sé að ræða beint samband milli efnisins aflatox- ins og lifrakrabbameins, en þetta efni hefur meðal annars reynzt valda krabbameini i dýr- um. Vísindamenn i rannsókna- miðstöð IARC f Nairobi i Kenya eru einmitt byrjaðir að vinna að rannsóknum á þessu sviði og taka þeir sýnishorn af mat um leið og hann er borinn á borð til að komast að því, hve mikið sé af aflatoxíni í fæðunni. Þeir hafa einkum beint athygli sinni að jarðhnetumjöli, en reynslan hefur sýnt, að aflatöxin mynd- ast auðveldlega I því samfara myglu. Krabbamein f lifur er fremur algengt í Afriku, eink- um meðal karlmanna. Þá fer nú fram rannsókn á því í Bandaríkjunum, hvern þátt áfengi eigi i krabbameini I lifur og muni. Það hefur komið í ljós við rannsóknir bæði í Bretlandi og á Norðurlöndum, að lifrarkrabbamein virðist al- gengara hjá þeim, sem neyta mikils áfengis, en hinum, sem gera það ekki. Ennfremur er IARC með að- stoð bandarisku krabbameins- rannsóknastofnunarinnar að framkvæma rannsókn í Uganda, þar sem sérstök teg- und blóðkrabbameins er mjög algeng. Þar verða tekin blóð- sýni úr 35 þúsund börnum á aldrinum tveggja til fimm ára. Með rannsókninni er ætlunin að reyna að komast að því, hvort vfrus kunni að valda þess- ari tegund krabbameins. Þetta eru aðeins fá af þeim verkefn- um, sem nú er unnið að til að reyna að komast fyrir rætur krabbameins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.