Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Séra Stefán Snœvarr prófastur sextugur Símon Teitsson í Borgarnesi sjötugur 1 dag, 22. mars, er séra Stefán prófastur Snævarr á Dalvík 60 ára gamall. Hann er fæddur á Húsavík 22. mars 1914. Hann er sonur Valdi- mars V. Snævarr skólastjóra og skálds, Valvessonar skipstjóra á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd og konu hans Stefaníu Erlendsdótt- ur bónda og útgerðarmanns á Ormsstöðum i Norðfirði Árnason- ar. Við hljótum að minnast for- eldra séra Stefáns á þessum merku tímamótum i ævi hans. Það voru mikil sæmdarhjón, Stef- ania var mikil húsmóðir og Valdi- mar mikilhæfur leiðtogi i skóla- málum og hinn áhugasamasti leikmaður í kirkjunni. Blessuð sé minning þeirra. Séra Stefán tók stúdentspróf í Menntaskólanum á Akureyri vor- ið 1936 og fór þá um haustið í guðfræðideild Háskóla islands. Kandidat varð hann 29. maí 1940. Árið eftir var hann settur sókn- arprestur í Vallaprestakalli í Svarfaðardal og vígður þangað 15. júní 1941 og veitt kalliðfrá 1. júní 1942. í Vallaprestakalli hefir séra Stefán verið sóknarprestur ætíð siðan. Fyrir nokkrum árum var prestssetrið flutt frá Völlum og á Da'.vfk, og þar er heimili hans. Séra Stefán er kvæntur Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur bónda á Sökku 1 Svarfaðardal Gíslasonar, sem búið hefir honum indælt heimili og staðið dyggilega við hlið hans í lífi og starfi. Börn þeirra eru Stefanía Rósa, sem stundar nám í handavinnudeild Kennaraháskóla island, Gunn- laugur Valdimar við nám í kenn- aradeild sama skóla og Ingibjörg Arnfríður, sem er i fóstruskólan- um. Séra Stefán var settur prófast- ur Eyjafjarðarprófastsdæmis 1. okt. 1967 og skipaður í það emb- ætti 1. nóv. 1968. Mér er það minnisstætt, er ég fyrst tók eftir nafni séra Stefáns Snævars. Það var sama haustið og hann fór í háskólann og i sam- bandi við kosningar f stúdenta- ráð. Mér barst í hendur listi Vöku, lýðræðissinnaðra stúdenta, og þar var nafn hans efst á blaði. Ef séra Stefán hefði lagt út á stjórhmálabrautina, hefði hann eflaust orðið góður og traustur stjórnmálamaður, en hann kaus að gerast kirkjunnar þjónn og andlegur leiðtogi safnaða sinna, og það hefir hann verið í raun og sannleika í meira en þrjá áratugi. í Svarfaðardal er fagurt. Þar rísa fjöllin há og rammger. Þar brosa hlíðar og grundir móti hafi og himni. I þessum hugþekka dal eru hin helgu vé, þar sem séra Stefán hefir haldið vörð, vakað í trúnni og bæninni með sóknar- börnum sfnum. Það starf kenni- mannsins verður aldrei fullþakk- að eða fullmetið, hin kyrrláta, heilaga þjónusta fyrir sálir mann- anna i blíðu og stríðu, í gleði og sorg, í lagsir.s önnum og á stórum stundum. Utan kirkju sem innan hefir séra Stefán reynst sannur vinur og bróðir sóknarbarna sinna. Hann hefir tekið virkan þátt í félagsmálum og er þar hrókur alls fagnaðar, eins og þeir þekkja best, sem honum hafa kynnst á þeim vettvangi. Prófastsstörf sfn hefir séra Stefán leyst prýðilega af hendi. Hann er traustvekjandi, hlýr og hjálpsamur og samvisku- samur i störfum sínum. Heimili prófastsins er gestrisið og gott er þangað að koma. Þar mætir gestkomandi góðvild og vináttu, sem dýrmætt er að finna. Og þá vinsemd viljum við hjónin og börn okkar mega þakka honum og frú Jónu konu hans á þessum merka afmælisdegi. Þegar mönnum er sungið lof og þökk i vinafagnaði, er gjarnan gripið til orða Gríms Thomsens. Þar er ort á þá, sem eru „Þéttir á velli og þéttir i lund, þrautgóðir á raunastund". — Þegar Grímur orti þetta, hefur hann einmitt haft i huga menn líka prófastin- um okkar, þvi að svo tryggur og traustvekjandi er séra Stefán. Það þekkjum við vinir hans af langri reynslu. Fyrir hönd mína, konu minnar og heimilis sendi ég þér kæri vin- ur heilla- og afmæliskveðju á þessum merkisdegi. Guð blessi þig og heimili þitt. Megi sólin stafa sem flestum geislum yfir ykkar veg og verkahring. — Pétur Sigurgeirsson. Símon Teitsson járnsmíða- meistari í Borgarnesi er sjötugur f dag. Hann er fæddur 22. marz 1904 á Grímarsstöðum í Andakfls- hreppi. Foreldrar hans voru þau hjónin Ragnheiður Daníelsdóttir frá Hvítárósi og Teitur Símonar- son bóndi á Bárustöðum og síðar á Grímarsstöðum. Simon hlaut góða uppfræðslu á æskuárum, gekk m.a. f Flensborgarskóla. En þyngst vegur þó fróðleiksáhugi hans og víðtæk reynsla. Sfmon tók við búi af föður sín- um skömmu eftir 1930 og bjó á Grímarsstöðum um tíu ára skeið, þar til hann gerðist starfsmaður við verkstæði Finnboga Guðlaugs- sonar í Borgarnesi. Annaðist hann þar ýmsar smíðar, bæði við- gerðir og nýsmíði. Kom snemma fram hjá Símoni ættgengur hag- leikur og er raunar athyglisvert hversu margir frændmanna hans hafa erft þá gáfu. Er þar skemmst að minnast afa hans, Daniels á Hvítárósi, og afabróður, Andrésar Fjeldsteð á Hvftárvöllum, er báð- ir voru þjóðhagasmiðir. Eru enn til margir gripir hér í Borgar- fjarðarhéraði, sem bera þessu glöggan vott, ekki sizt útskurður, sem er f senn stflhreinn og vand- virknislegur. Listfengi er trúlega af sömu rót runnið, þótt það birtist með ýmsum hætti. Af skyldmennum Símonar vestan- hafs má og nefna söngkonuna ágætu, Leonu Oddstað (Gordon), og Andrés byggingarmeistara og verkfræðing bróður hennar, sem lézt f blóma lífsins fyrir nokkrum árum. Sjálfur er Símon söng- hneígður og hefur m.a. starfað i kirkjukór Borgarness um langt skeið. Sfmon hóf störf hjá Finnboga Guðlaugssyni árið 1942. Varð báð- um það til góðs, því verk Símonar og skyldurækni juku traust við- skiptamanna á fyrirtækinu og sjálfur fann Símon sér viðfangs- efni og lífsstarf, sem vel hæfði honum — og er þó víst, að hann hefði vel getað haslað sér völl á mðrgu öðru sviði, hefði hann svo kosið, jafn fjölhæfur sem hann er. Fyrirtæki Finnboga Guðlaugs- sonar er i röð hinna fremstu sinn- ar tegundar, sem byggist m.a. á stjórnsemi og vandvirkni. Sjálfur þakkar Finnbogi traustum starfs- mönnum sínum, sem með honum unnu að uppbyggingu fyrirtækis- Framhald á bls. 25. OPIÐ TIL10 í KVðLD Plamararnir okkar fást í stærSum 36 — 42 og kosta aSeins 2290 og 2480. * Úrvals ítalskir ferSaskór í stærSunum 35 — 46. VerS kr. 2560. Vorum aS taka upp ítalskar kventöflur meS þykkum sóla. Stærðir 35 — 41. VerðiS mjög hagstætt. Ein staóreynd af mörgum: Allir geta eignast OÉN CITROENA VYMURA VEGGFUOUR ★ Auðveldasta, hentugasta og falleg- asta lausnin er VYMURA. ★ Úrval munstra og lita sem fræg- ustu teiknarar Evrópu hafa gert. ★ Auðvelt í uppsetningu. ★ Þvottekta — litekta. Gefið ibúðinni Irf og liti með VYMURA VEGGFÓÐRI. Geriö íbuöina að fallegu heimili með VYMURA VINYL VEGGFODRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.