Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Páskaferð til Akureyrar: 6 daga skíða- ferð Urvals Q Ferðaskrifstofan Urval hefur nú skipulagt 6 daga skfðaferð til Akureyrar í páskavikunni. Ferð- in hefst miðvikudaginn 10. apríl, en þá verður flogið með Flug- félaginu til Akureyrar. Gist verður í Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli, á Hótel KEA og Hótel Varð- borg. Fjölbreytt dagskrá er alla daga fyrir ferðalangana og m.a. kvöldvökur, sem Árni Johnsen og Þórarinn Magnússon píanóleikari munu annast. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að haga dvöl sinni og tima að eigin vild, hvort heldur kosið er að vera í ró og næði, taka þátt i skemmtidagskrá hópsins, eða leita út fyrir hann og taka þátt í almennum skemmtunum Akur- eyringa, sem verða að vanda fjöl- breyttar og með ýmsu sniði, m.a. kvöldvökur og dans í Sjálfstæðis- húsinu. Einnig má geta þess, að fram fer „landsleikur" í hand- knattleik, og eigast þar við Aar- hus-KFUM og Akureyringar. Að auki má nefna, að fyrirhugað er að efna til badmintonkeppni á milli URVALS-farþega og Akur- eyringa, ef næg þátttaka fæst úr hópi gestanna. Skíðaland Akureyringa er sem kunnugt er, hið ákjósanlegasta, hvort heldur fyrir byrjendur, eða þá sem lengra eru komnir. Skíða- brekkur er hægt að velja eftir geðþótta og getu hvers og eins og skfðalyftur sjá um að koma fólki upp i brekkurnar. Fyrir þá, sem ekki hafa komið sér upp fullkomnum skíðabúnaði hafa þeir á Akureyri komið á fót „skíðaleigu“, og kostar krónur 450,- að leigja útbúnað í heilan dag en krónur 250,- i hálfan. Kvöldvökurnar fara fram á Hótel KEA, en á þeim verður söngur, dans, grín og gleði, tízku- sýningar, kvikmyndasýningar, verðlaunaafhendingar o.fl. Heim verður haldið námudagskvöldið 15. april. Skíðaferð um páskana með Gullfossi var orðinn fastur liður, en mikil eftirspurn er eftir slfk- um ferðum um páskahátiðina. Patreksfjörður: Gróskumikið starf sjálfstæðismanna Q Sjálfstæðisfélagið Skjöldur á Patreksfirði efndi til fjölmenns fundar hinn 17. febrúar sl. og var þar rætt um sveitarstjórnamál og önnur héraðsmál. A fundinum gengu nokkrir nýir félagar í Skjöld og hafa samtals 30 manns gengið í félagið frá því f nóvem- Nixonþáttur Stefáns Karlssonar □ Sjónvarpskvikmyndin um Nixon Bandarfkjaforseta i sjón- varpinu í fyrrakvöld hefur vakið talsvert umtal. Þátturinn var gerður af einkaaðila i Bandaríkj- unum og kynntur þar sem skopleg gagnrýni á Nixon, en í íslenzka sjónvarpinu var hann kynntur sem þáttur um feril Nixons. Til- koma þessa þáttar í íslenzka sjón- varpið var með þeim hætti, að Stefán Karlsson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í meirihluta út- varpsráðs, lagði mikla áherzlu á, að þessi mynd yrði pöntuð og hefur hann marga undanfarna mánuði unnið að þessu máli. Ut- varpsráðsmenn hafa leyfi til að panta einstaka þætti, en þeir eru þá lagðir fyrir dagskrárfólk sjón- varpsins og ef það mælir með þáttunum, eru þeir sýndir, en ella er málið tekið fyrir af útvarpsráði og þannig var í þessu tilviki með Nixonþáttinn. Þannig er hér aðeins um eitt dæmi að ræða í þeim fjölmörgu tilvikum, sem núverandi meiri- hluti útvarpsráðs hefur þvingað upp á sjónvarpið ýmsum áróðurs- þáttum án þess að dagskrárstjór- ar eða dagskrárfólk sjónvarpsins hafi mælt með efninu eða á nokk- urn hátt átt frumkvæði að þvi að panta slíka þætti. Loksins eru fyrstu Viðlagasjóðshúsin komin á land f Vestmanna- eyjum, en þar er þó um bráðabirgðahús að ræða, hluta af litlu húsunum, sem voru sett upp i Hveragerði. Eitt af skipum Eimskipafélags tslands kom með 16 slfk hús f gær og verða þau sett upp á svæðinu fyrir norðan Faxastfg milli Heiðarvegar og Hásteins. A meðfylgjandi myndum sjást grunnarnir auðir og þegar fyrstu húsin hafa verið flutt á grunnana, en eftir er að draga þau út. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Verkfalli aflýst Q Verkalýðsfélagið Fram á Seyðisfirði hcfur nú aflýst verk- fallinu, þar sem samningar tókust f gær. Barði Friðriksson frá Vinnuveitendasambandi tslands og Júlíus Valdimarsson framkv. stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna fóru austur á samningafund með heipiamönn- um. Náðist þar samkomulag, sem er byggt á sömu atriðum og nýaf- staðnir samningar, en fyrirkomu- lag á samningsatriðum er mis- munandi. Þjóðlagakvöld í Kópavogi □ í kvöld kl. 20,30 hefst Þjóð- Iagakvöld f Félagsheimili Kópa- vogs og er það liður í Kópavogs- vöku Leikfélags Kópavogs. Á þjóðlagakvöldinu munu koma fram söngflokkurinn Trióla, Kristín Lilliendahl, Árni John- sen, Kristín Ólafsdóttir, Maríanna Hallgrímsson og Bergþóra Árna- dóttir. ^ Kvintettar á Akranesi Akranesi 21. marz. Tónlistarfélag Akraness efnir til tónleika í Akraneskirkju föstu- dagskvöldið 22. marz kl. 20,30. Þar verða fluttir kvintettar eftir Brahms og fl. Flytjendur eru Karsten Andersen fiðla, Jón Sen fiðla, Graham Tagg lágfiðla og Gisella Depkat selló, Gunnar Egilson klarinett og Einar B. Waage kontrabassi. Júlíus ber sl. Jóhannes Árnason sýslu- maður, formaður félagsins, setti fundinn og flutti ávarp, en síðan flutti Ólafur Guðbjartsson oddviti Patreksfjarðarhrepps framsögu- ræðu um hreppsmálin á sl. kjör- tímabili. Að því loknu var kosin kjörnefnd til þess að gera tillögur um skipan framboðslista sjálf- stæðismanna við hreppsnefndar- kosningarnar 26. maí n.k. Haf- steinn Davíðsson rafveitustjóri flutti framsöguerindi um raf- magnsmál héraðsins og urðu um þau miklar umræður og kom fram mikill áhugi fundarmanna á því, að unnið yrði að þeim á vegum heimamanna. Svohljóðandi ályktun var gerð á fundinum: „Almennur félags- fundur I sjálfstæðisfélaginu Skildi, Patreksfirði, haldinn sunnudaginn 17. febrúar, skorar á sýslunefnd Vestur-Barðastrandar sýslu að taka nú þegar upp aftur baráttu fyrir virkjun Suður-Foss ár á Rauðasandi og halda því frumkvæði, sem sýslunefndin hafði um rannsóknir á nærtæku virkjanlegu vatnsafli til raforku- vinnslu fyrir héraðið." RIKISSTJORNIN SKERÐIR ENN TEKJUR SVEITARFÉLAGA Q Fulltrúaráðsfundur Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga hófst f Reykjavík í gær. Páll Lín- dal formaður sambandsins setti fundinn, en sfðan fiuttu ávörp Innbrot í bifreið og mjólkurbúð □ Aðfararnótt fimmtudags var brotizt inn í mjólkurbúð í Austur- veri, miklar skemmdir unnar á hurð og stolið skiptimynt og ávis- un. Einnig var brotizt inn í bifreið á Rauðarárstfg og stolið úr henni sambyggðu útvarps- og kassettu- segulbandstæki. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri og Björn Jónsson félagsmálaráðherra. 30 fulltrúar sækja fundinn og margir gestir. Meginefni fundarins í dag voru tekjuöflunarmál ríkis og sveitar- félaga. Jón Sigurðsson ráðu- neytisstjóri hafði framsöguerindi um þau mál og síðan urðu fjörug- ar umræður. í eftirmiðdaginn í gær störfuðu nefndir, en fundinum lýkur í dag. I setningarræðu sinni fjallaði Páll Líndal m.a. um nýsamþykkt lög um hækkun söluskatts og vakti hann athygli á því, að svo væri um hnútana búið í lögunum, að sveitarfélögin fengju ekki í jöfnunarsjóð hlutdeild i hækkun- inni eins og I öðrum söluskatts- tekjum. Fram kom í ræðu for- manns, að sveitarfélögin misstu við þessa skerðingu 256 millj. kr. Höfundarnafn féll niður □ Nafn höfundar greinarinnar „Stalinismi er verri en fasismi“ í blaðinu í gær féll því miður niður, en hann er danski bókmennta- fræðingurinn Hákon Stangerup. Vaka fékk 44% á móti vinstri mönnum sameinuðum VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 44% atkvæða við kosningarnar til stúdenta- ráðs f Háskólanum s.l. miðviku- dag, en Vaka bauð fram lista á móti öllum vinstri mönnum sameinuðum. Vaka hefur nú 12 menn f stúdentaráði í stað 9 áður, en vinstri menn 16 í stað 19 áður. Vinstri menn, sem fram til þessa hafa boðið fram undir nafninu Verðandi, hlutu nú 901 atkv. eða 56% en Vaka 721 atkvæði. Kjörsókn var um 70%, en atkvæði greiddu 1649 af 2371, sem voru á kjörskrá ógildir og auðir seðlar voru 27. Miklar útstrikanir voru á lista vinstri manna og munaði litlu, að fyrsti maður, fjórði og sjö- undi á listanum féllu allir nið- ur um eitt sæti. Morgunblaðið hafði samband við Kjartan Gunnarsson, sem var í fyrsta sæti á lista Vöku- manna, og innti eftir áliti hans á kosningunum. „Persónulega er ég ekki ánægður með úrslit- in,“ sagði hann, „vegna þess, að ég tel að frammistaða þessa stúdentaráðsmeirihluta hafi á s.l. tveimur árum verið með þeim hætti, að ekki hafi verið ástæða fyrir stúdenta til að treysta forsjá þeirra áfram f baráttu fyrir hagsmunamálum stúdenta og Háskólans. Skýring mfn á þessu er sú, að forystu- menn vinstri aflanna f skólan- um sáu fram á það, að þeim er ekki lengur stætt á að bjóða fram undir nafni Verðandi. Því komu þeir fram með bræðings- lista þar sem í efstu sætunum eru bæði mjög róttækir vinstri menn og hægfara framsóknar- menn. Það er þó langt frá því, að mikil samstaða og eining sé í Kjartan Gunnarsson þessu liði. Má þar nefna, að útstrikanir á lista vinstri mann höfðu þvf nær breytt röð. 1. 4. og 7. manns um eitt sæti niður á við.“ Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri ávarpaði fundinn. r Arangurslaus leit að Færeyingnum □ Víðtæk leit var í gær að bátn- um, sem Færeyingur stal i Fær- eyjum og sigldi á haf út. Flugvél íslenzku landhelgisgæzlunnar leitaði úti af Suðausturlandi og Suðurlandi I gær og víðtæk leit var frá Færeyjum i átt tíl Noregs, Orkneyja, Hjaltlandseyja og á Norðursjó, en án árangurs. Ekki hefur sézt tangur né tetur af bátn- um, en maðurinn, sem stal honum, er andlega vanheill. Ekinn km í 13 kr. úr 9,70 FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ he ur hækkað greiðslu ríki starfsmanna fyrir afnot af b reiðum sinum á hvern ekinn k og nemur greiðslan nú 13 kr. fyr ekinn km f stað 9,70 kr. áði Þetta gjald gildir frá 1. jan 19 til 1. júlí 1974. Er hér um 34 hækkun að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.