Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. f Ólafur Þórðarson skipstjóri Minning F: 23.10 1886 D: 20.1 1969 — Á morgun, mánudaginn 27. janúar, verður til grafar borinn einn af fremstu borgurum Hafn- arfjarðar, Ólafur Þórðason skip sitjóri, Linnetsstíg 6, en hann lézt að heimili sínu 20. þ.m. t Móðir okkar Jóneyður Jóhannesardóttir frá Ystra-Miðfelli Hvalfjarðarströnd, andaðist á sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 24. þ.m. Steinunn Jósefsdóttir, Þorgeir Jósefsson. t Eiginmaður minn Þórarinn Þórðarson Mávahlíð 2, andaðist í Landspítalamum 24. þ.m. Fyrir hö<nd aðstandenda. Jóhanna Elín Ólafsdóttir. t Fósturmóðir mín, systir okíkar Lára Bjarnadóttir andaðist að Hrafnistu 24. þessa mánaðar. Lára Jónsdóttir, Emelía Bjarnadóttir, Beinteinn Bjarnason. Ólafur lifði mikið byitingatíma bil íslenzkrar sjósóknar og var lengstum virkur þátttakandi og leiðandi i hinum öru breyting- um. Hann var brábær fiskimað- ur, honum veu- fengin skipstjórn á skútu áður en hann 'hafði ald- ur til. Þá varð hann brautryðj- andi í togveiðum og botnvörpu- skipaútgerð Hafnfirðinga og um áraraðir var hann forustu- maður í athafnalifi þessa merka útvegsbæjar. Þar lauk hann lika starfsferli sínum, efitir að han.n kom í land sem hafnargjaldkeri, innheimtumaður hafnargjalda, hafnsögumaður og reyndar einn ig sem hafnarstjóri, og mun þó hvert þessara starfa þykja ær- ið dagsverk. Slíkur var Ólafur Þórðarson í athöfnum sínum. Hann var einn þeirra ágætu manna er lagt hafa grundvöll undir efnalegt sjálfstæði þjóð- arinnar, maður sem hafði dugn- að og áræði ti lað færa björg í bú og kunni líka að gæta þeirra verðmæta, sem aflað var. Ólafur var Vestfirðingur að ætt eins og margir okkar afburða sjómenn fyrr og síðar. Hann fæddist að Sperðlahiíð í Geir- t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar Ólafur Þórðarson skipstjóri, Linnetstíg 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfiröi mánu- daginn 27. janúar ki. 2. Blóm vinsamlegast afbeðin en þeir sem vildu minnast hans gjöri svo vel að láta Slysavarna- félag íslands njóta þess. Guðrún Eiríksdóttir og dætur. t Jarðarför Jakobínu Guðbrandsdóttur Hrísateig 17, Reykjavík fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. janúar kl. 1.30 e.h. Einar Einarsson Laufey Einarsdóttir Fjóla Einarsdóttir Arnbjörn Ólafsson. t Ragnar Guðmundsson frá Teigi, Fljótshlíð, sem andaðist í Kleppsspítal- anum 21. janúar verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. jan. kl. 10.30. Aðstandendur. t Fáðir minn, tengdafaðir og afi Jón Þorsteinsson verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 27. janúar kl. 1.30 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Benedikt Jónsson Halidóra Armannsdóttir. t Eiginmaður mion, faðir, tengdafaðir og afi Hallvarður Einar Árnason verður jarðsuoginin þriðju- daginn 28. janúar kl. 13.30 frá Fossrvogdkirkju. Blóm vimsamlegast afþökk- uð, en þeiim sem vildu minin- ast hims Mtna er bent á Si ysaivamafélagið. Guðrún Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Kristjáns Þóroddssonar frá Alviðru og studdu hann á allan hátt í hans löngu veikindum, og sérstaklega viljum við þakka ómetanlega aðstoð við jsirðar- för hans. Sigríður Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. þjófsfirði, Amarfirði, 23. októ- ber 1886, og var því 83 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Ragnheiður Ólafsdóttir frá þeim merka stað, Bæ á Rauðasandi, og Þórður Þorsteinsson frá Fossi í Arnarfirði. Ólafur ólst þarna upp í fagurri en mjög afskekktri sveit. Faðirinn varð sjálfur að kenna börnunum að lesa, skrifa og reikna og sjálfur tók faðir hans á móti 7 af 8 börnum sínum og hjálpaði þar að auki mörg- um öðrum konum og tókust s'lík hjálpar og líknarstörf mjög vel. Helmingur barnanna voru dreng ir og urðu bræðurnir fjórir all- ir skipsitjórar. Þeir eru nú allir látnir nema Guðmundur fiski- matsmaður. Þá er og ein systir hans enn á lífi, Guðrún á vist- heimilinu Sólvangi. Meðan börnin voru enn í æsku varð faðirinn fyrir heilsuleysi, og var Ólafi lengi mininisstætt þegar móðirin varð að berjast á flatbotn.aðri doríu ti'l Bíldudals til að verzla og réri hún á ann- að borð en börnin á hitt. Ólafur var á 9. ári er hann byrjaði að róa til fiskjar, en 11 ára var hann þegar hann réðist fyrsit á sfcúltu, Ástu Bonghildi frá Bíldudal, með Jóni Þorsteins- syni föðurbróður sínum. Ólafur stundaði handfæraveiðar á skút um til 18 ára aldurs og varð eft- irsóttur dráttarmaður. 19 ára fór hann í Stýrimannaskólann og út skrifaðist sem fiskiskipstjóri með ágætiseinkunn í apríl um vorið og réðist þá strax á Kutter Geir með Oddi í Ráðagerði, sem stýri maður. Um þetta leyti voru gerð ar út 60 fiskiskútur frá Suður- landi og varð Ólafur hvert sum arið eftir annað með mestan ein- staklingsafla yfir flotann. Næsta vetur fór Ólafur aftur í Stýrimannaskólann og lauk þaðan farmannaprófi tvítugur að aldri. Var honum þá þegar, tví tugum piltinum, boðin skipstjórn á Kutter Jóni frá Hafnarfirði og varð að fá undanþágu handa honum vegna aldurs. Um fjögurra ára skeið var hann skipstjóri á skútum frá Hafnarfirði, hjá Ágústi Flyger- ing, en réðist síðan til Englands og sigldi þaðan á toguruim og þar var hann, er Jóel Jónsson kom til að sækja togarann Skalla- grím, hinn fyrsta með því nafni. Réðist þá Ólafur tfl hans, fyrst sem háseti. Þar tókst honum, með miklu snarræði, sem vaktarfor- manni, að bjarga skipi og skips- höfn frá því að farast, er heljar- t Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu samúð og vin- arhug við andlát og jarðarför Jónfríðar Halldórsdóttur Hverfisgötu 45, Hafnarfirði. Haraldur Sigurjónsson Klara Guðmundsdóttir Gunnar Sigurjónsson Gertrud Sigurjónsson Margrét Sigurjónsdóttir Halldór Sigurgeirsson Halldóra Sigurjónsd. Óli Sigmundsson Guðrún Sigurjónsdóttir Karl Kristjánsson Helgi Sigurjónsson Katrín Guðjónsdóttir Ólafur Sigurjónsson Inga Bergþórsdóttir, barnaböm og bama- barnaböm. mifcið gruin.nibrot birtist fyrir stafni í hinu versta veðri, og ekkert dugði nema kröftug og snör handtök á stýrinu, til að bjarga frá bersýnilegum voða, en það var eðli Ólafs að vera snar að ákveða sig og gera rétt á hættunnar stund. Árin 1912 og 1913 var Ólafur Þórðarson fiskiskipstjóri á þýsk- uim og hoilenzkum toguruim, sem gerðir voru út frá Hafnarfirði. Þá fóru Hafnfirðingar sjálfir að hugsa til þess að eignast tog- ara. Stofnuðu þeir ólafur, Ág- Úst Flygering og fleiri, togara- félagið „Ými“ óg réðust í að láta smíða togara í Þýzkalandi með því nafni. Átti skipið að vera fúllbúið og afhendast 1914. En þá brauzt fyrri heimstyrj- öldin út og náðist skipið ekki fyrr en í maí 1915 og varð að nota til þess ýmisleg brögð og sótti Ólafur skipið til Kaup- mannahafnar, en þangað hafði þýzkur skipstjóri siglt því. Er birt frásögn um þetta í jólablaði Hamars 1968 og fleira um ferðir Ýmis í fyrri heimsityrjöldiinini. Ólafur reyndist sami aflamað- ur á togurunum og á skútunum og verður ekki farið nánar út í það hér. Stærsti togarinn sem hann var með, var Clementina 1927, sem þá var stærsti togari fslendinga, keyptur frá Frakk- landi fyrst til Þingeyrar. Varð sú útgerð fyrsti vísirinn að Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar með þeim miklu framförum sem hún veitti bæjarfélaginu. Eftir að Ólafur lét af skip- stjórtn, settisit hainin efcki alrveg í helgan stein, eins og áður er sagt. Fyrir utan hafnarstörfin, hlóðust á hann margvísleg fé- lagsstörf eftir að hann kom í l.anid. Hanin átti um tíma sæti í bsejarstjóm Baifinairtfjar'ðar. Hann var og fljótt kjörinn for- maður Skipstjóra og stýrimanna félagsins „Kári“, sem hann hafði verið með í að stofna og gegndi hann formennsku í félaginu um 30 ára skeið. Ólafur var fyrsti og eini heiðursfélagi „Kára“ þeg ar hann lézt. Sem stjórnarformaður þess fé- lags stóð hann að stofnun Sjó- mannadagssamtakanna á sínum tíma og sömuleiðis að stofnun Farmanna- og fiskimannasam- bands fslands og var fulltrúi fé- lags síns á mörgum þingum sam- bandsins og átti einnig sæti í stjórn þess. Hann hefur og ver- ið sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsins. En lang hugljúfust held ég honum hafi þótt margvísleg störf sín fyrir Slysavarnarfélagið. Hann var í mörg ár formaður Slysavarnardeildarinnar Fiska- klettur í Hafnarfirði og í 18 ár átti hann sæti í framkvæmda- stjórn Slysavarnarfélags íslands með miklum ágætum og var hann kvaddur með miklum virkt um á 11. landsþinginu, er hann baðst undan endurkosningu vegna aldurs, þá 75 ára. Hann var og heiðursfélagi í Slysa- varnarfélagi fslands. í öl'lu því sem Ólafur hefur komið nálægt, hefur hann stutt að því sem hann hefur talið gott og þarft og þar hefur hann not- ið góðs stuðnings sinnar ágætu konu á lífsleiðinni, Guðrúnar Eiríksdóttur frá Hlíð á Álfta- nesi. Þau giftust 19. september 1916, og fór hún brúðkaupsferð með manni sínum til Danmerkur mitt á ófriðartímum, er skipið varð að fara þangað til eftirlits. Taldi hún sig verða minna hrædda að fara með honum heldur en bíða í ofvæni eftir honum heima. Þau eignuðust 6 börn, en að- eins tvö þeirra komust til full- orðins ára, og einkasonurinn Gísli, er látinn fyrir nokkrum árum, var hann og togaraskip- stjóri og mjög vel látinn. Þá átti Ólafur eina dóttur áður en hann giftist, sem búsett er í Hafnar- firði, en önmur dóítir þeirra býr í Vestiunheimi. Þegar hafizt var handa til að safna fé til byggingar Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna, gáfu þau hjónin Ólafur og Guð- rún mjög myndarlega herberg- isgjöf, Ölafsbúð, talandi tákn um stórhug þeirra og styrktar- starfsemi. Við sem þekktum ólaf heit- inn og hans ágætu konu og hin miklu og fórnfúsu störf þeirra, kveðjum hinn aldna skipstjóra og margra ára samstarfsmann með sérstökum söknuði og send- um eftirlifandi konu hans og ást vinum innilegar samúðarkveðjur. Sérstaklega hefi ég verið beð- inn að flytja þakklætis og sam- úðarkveðjur frá sjómannasam- tökunum og frá stjórn Slysa- varnarfélags íslands. Blessuð sé minning ólafs Þórð arsonar. Henry Hálfdánarson. Kveðja frá barnabörnum Brotnar briim við ströndu, brattir hamrar rísa Leiftrar af jöklum ljómi, er lýsir himins sól. Eldur í iðrum jarðar orka í fossins straumi í faðmi hárra fjalla, eiga firðir og grundir skjóL í landsins svip mynd sjáum, svip af skaphöfn þinni orka og æðruleysi einkenndu störf þín bezt. Þar, s©m að stóðstu við sltjórnvöl, strangt þótt blési á móti. Ótrauður áfram hélstu ungs akkeri í höfn var fest. f æsku, ætla al'lir upp á hæsta tindinn frá bernskuheimi björtum er barátta lífsins sézt. Þú varst og ert okkur afi ástkæra fyrirmyndin sem tiJl hamiingju og heilla, hlézt um málin flest. Við þökkum, afi, alla ástúð þína um eilífð Drottinn biðjum launa þér. Hann láti ávalt ljósið bjart þér skína því Ijósið hans af kærleik sprottið er. Hann, sem áður stóð hjá þér í stafni stýri fleyi þíniu 1 Jesú naifni heim í friðar höfn þjá sér. Sigurunn Konráðsdóttir. Jón Þorsteinsson — Kveðja f. 18/6 1892 — d. 19/1 1969. KVEÐJA FRÁ ERLU Af þessum heimi horfinn afi minn en hjartkær minning skín í huga mínum. Samt allt hið liðna, ást og kærleik þinn er ung ég hlaut í traustum faðmi þínum. Mig leiddi forðum ljúfa höndin þín á leiðir mínar ætíð gleði barstu. Og blessun vafðir bernsku sporin mdn, á barnsins þarfir skilningsríkur varstu. Á hljóðri stund við hinzta beðinn þinn ég heitar þakkir færi þér að hjarta. Þín gæði aldrei gleymast, afi minn ég geymi þína minning fagra og bjarta. Mitt hjartans þakklæti sendi ég ættingjum og vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu 17. janúar. Guð blessi ykkur ölL Margrét Daníelsdóttir Hópi, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.