Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. 7 Soffa urtubörn á útskerium sjór flœðir yfir, Nú erum við aftur komin á gamalkunnar slóðir við austan verðan Hvalfjörð, og er nú hug mynd okkar að bregða okkur niður I f jöru og skyggnast ofur- lítið um meðal dýranna í fjör- unni einkanlega selanna. Fjar- an þarna er rík af lífi hvers- konar. Hún er hrein af allri mengun, dýrin eru þarna í para dís, fjarri olíu og annarri meng un af mannavöldum. Við leggjum leið okkar þvert yfir Árdalinn, förum yfir ána hjá Hólmasundi, höldum upp melinn, neðanvert við Arna*- nef, og þar komum við upp á Mjósund, fylgjum kindaslóðum niður mel og móhellu alla leið ofan í f jöru. Þetta er raunar sama leið og mín fyrsta leið lá ofan 1 þessa fjöru, og er sannarlega saga að segja frá því enda 34 ár lið- in síðan. Ég var ekki orðinn 11 ára, þegar faðir minn tók mig með sér til að skoða þessa fjöru, sem hann hafði í bernsku rekið fé upp úr með Ólöfu frænku sinni vegna flóðahættu á skerjunum. Himinninn var heiður og blár, einstaka blik- ur sáust þó hátt á lofti, klósig- ar, en þeir vita á landsynning, en nú voru veðurleifar og al'lt stillt og bjart. Þegar við komum upp á Mjó sundin, sáum við eina 12 seli liggja á Langaskeri. Rólega fikruðum við okkur niður kindagötuna varlega yfir mó- helluna, sem gat verið vara- söm einkum fyrir litla fætur, og alla leið ofan í fjöru. Selirnir byltu sér þunglama- lega og hægt í átt til sjávar. Þeim var ekkert um heimsókn okkar gefið. Síðan sáum við þá stinga upp kollunum rétt utan við. Við flautuðum, veifuðum rauðum duulm, tóbaksklútum en þeir létu ekki blekkjast og héldu sig úti, en þó ekki all- fjarri, því að það er mála sann ast, að selir eru einhverjar for- vitnustu skepnur jarðarinnar. Og nú gerðist hið dularfulla, þegar við héldum að einhver sjómaður væri að kalla á hjálp. Ofanvert við Langasker, á leið okkar í átt að Hvaisteini, en það sker nefnist svo, af því það líkist mest stórhveli, sem marar þarna £ hálfu kafi, — heyrðum við allt í einu ang- istarvein eins og það kæmi úr mannsbarka. „Mamma mamma“, langdregið og vælandi hrópandi, ámátlegt. Það setti að okkur hroll okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds, og við hófum að svipast um í flæðarmálinu eftir þessum sjó- rekna sjómanni, sem við héld- um vera, en sáum auðvitað eng an, — því að seint um siðir rann upp fyrir okkur ljós, að hér var bara um að ræða einn glaðhlakkalegan sel, syndandi rétt fyrir utan, — að gera góð- látlegt grín að okkur, borga fyrir það, að við skyldum rjúfa friðsæld þeirra upp á Langa- skeri. En enn þann dag í dag, eftir 34 ár, er okkur þetta ógnvekj- andi hljóð í minni. Auðvitað kynti það líka und- ir ímyndunaraflið, að við þekkt um söguna um selina, þessa hunda eða hermenn Faraós, sem urðu að selum, þegar Rauðahafið lokaðist yfir þá í Mósesdögum. Selir eru annars merkilegrar náttúru. Þeir eru svo nátengd- ir þjóðtrúnni að undrun sætir. Þjóðsagan segir, að á mið- nætti á Jónsmessunótt eigi á- lög þeirra að falla af þeim, og þeir að ganga á land upp, sem egypskir hermenn. Margar Sofa urtu börn á útskerjum, og enginn þau svæfir. veltur sjór yfir, Sofa kisubörn á kerhlemmum, murra og mala, og enginn þau svæfir. Sofa Grýlubörn á grjóthólum, urra og ýla, og enginn þau svæfir. Sofa bola börn á báshellum, moð fyrir múla, og enginn þau svæfir. Sofa manna börn í mjúku rúmi, bía og kveða, og babba þau svæfir. sagnir eru um slíka viðburði í íslenzkum þjóðsögum, en auð- vitað er það ekki í tízku hjá nútímamönnum að leggja trú á slík hindurvitni. Allt um það, skal nú tilfærð ein selasaga, sem að þessu lýt- ur. Við yngstu bræðurnir tveir, Björn og ég lögðum það í vana okkar í gamla daga, sem við köllum svo, að vaka Jónsmessunótt, þessa örlaganótt þegar selir ganga á land og taka á sig manns mynd, i gerfi eg- ypskra hermanna Faraós. Nóttina sem hér er um að ræða, var veður kalt, stormur og hálfgerður hríðarhraglandi, en Við förum velbúnir niður í fjöru, um 11 lpytið, kvöldið fyr ir Jónsmessunótt. Gaman var að veita því athygli, hvernig allir fuglar þögnuðu, því nær, sem dró lágnættinu, en það er staðreynd, að þá er líkt og náttúran öll hvílist, heyrist ekki einu sinni í spóatetri eða mýr- ispítu, hvað þá lóu. Um lág- nættið syngur ekki einu sinni hún um dýrðina „dýrðin — dí“ — og þó er lágnættið á vorin og 1 byrjun sumars einhver ynd islegasti tími ársins. Við gengum rösklega frá Ósn um í átt að tunglinu, sem við nefndum svo, en það er stuðla bergslandslag, ríkt af holufylling um með skínandi agötum, on- yxum og opölum, *— og gekk í sjó fram, og var okkar uppá- haldsstaður. Segar Tungli sleppti, lá leiðin i Fúsafjöru, kennd við Sigfús í Norðurkoti þann sæmdarmann. Þá höfðu menn búmanns- klukku á íslandi og sérstakan sumartíma, og vegna þess að við reiknuuðm með því, að sel- unum, hermönnum Faráós, væri máski ekki kunnugt um slíka hluti, töldum við lágnættið vera kl. 1 að venjulegri klukku. — Og nú varð klukkan eitt. — Skyndilega stakk selur upp höfð inu hjá Lönguskerjum. Við bið- um milli vonar og ótta. Þarna kom hann, hershöfðingi Fara- ós, hugsuðum við, og skulfum á báðum beinunum. í djúpri þögn biðum við þess sem verða vildi. — Og það varð. Selurinn gaut á okkur aug unum, eins og mannsaugum, og við vorum bara tveir litlir drengir, pínulítið hræddir, — en ekkert gerðist. Selurinn stakk sér von bráðar aftur í djúpið, og það er ég viss um, að hann hefur skellt í góm og hlegið að allri okkar hræðslu. Svona eru þjóðsögurnar, sem urðu til áð- ur en farið var að virkja Elliðaárnar og Sogið, eintóm myrkfælni, tómt „plat“. En samt eru selir til margra hluta nytsamir, eins og bezt má sjá á þessari síðustu sela- sögu minni að þessu sinni, sem hér á eftir verður frá sagt. Hjalti bróðir minn hafði orð- ið sér úti um selariffil. Hugð- ist hann nú „salla“ duglega á einn sel á Langaskeri. Læddist hann eins og síðasti Móhíkan- inn eftir fjörunni, og bar vind inn frá selunum, sem þar lágu og spókuðu sig í sólskininu, frá þeim til hans. Læddist hann eins og æfður veiðimaður í skot færi tók öruggt mið og skaut. Einn selurinn drattaðist hel- særður í sjóinn. En bróður mín um var ekkert um það gefið að láta hann sleppa, en lagðist til sunds, og hafði innan tíðar synt selinn uppi, tók í lappir hon- um, og synti með hann björg- unarsund til lands. Mikið erfiði var að bjarga fengnum heim, en selkjötið reyndist hnossgæti, og það sem meira var, selalýsið notuðum við í staðinn fyrir fernisolíu til að blanda saman við málningu og gafst vel. — Og þar með læt ég staðar numið að tala um seli að þessu sinni. — Fr. S. ÚTI Á VÍÐAVANGI og enginn þau svæffir Sofa urtubörn á útskerjum, velt ur sjór yfir, og enginn þau svæ fir.“ Hausinn á selnum minnir á þekktan lieimsspeking, og hv að skyldi svo selurinn vefa að hugsa? Útgerðarmenn Línusteinar fyrirliggjandi. Pípugerð Jóns Guðnasonar Bröttukinn 1, Hafnarfirði, sími 50286. Tek að mér uppsetningu púða og klukkustrengja. Fljót og góð vinna. Uppl. í síma 24 8 57 eftir kl. 12. Inga Stórholti 12. Heitur og kaldur matur Smurbrauð og brauðtertur Leiga á dúkum, glösum, diskum og hnífap. Útv. stúlkur í eldhús oa framr. Veizlustöð Kópav., s. 41616. íbúð til leigu Góð 3ja herb. íbúð til leigu 1. febr. Ep skammt frá Sjómannaskólanum. — Tilb. sendist Mbl. merkt „Austurbær 6085“. Gluggahreinsunin auglýsir. Húsmæður, fyrir- tæki, verzlanir. Glugga- hreinsun, gluggaþv. Fljót og góð þjónusta. Reynið viðsk Geymið augl s. 23215. Önnumst alls konar ofaníburðar- og fyllingar- verk. Seljum 1. flokks fyll- ingarefni frá Björgun hf. Vörubílastöðin Þróttur. Sími 11471 — 11474. Námskeið fyrir byrjendur í tauprenti hefst í febrúar. Upplýsing- ar í s'ímum 35464 og 30698 eftir kl. 6. 2 stór herbergi til leigu, ásamt baði, sér- eldhúsaðst ásamt geymslu. Uppl. í síma 84736 og 32947. Atvinna óskast Tvítug stúlka óskar eftir atvinnu nú þegar, dönsku- og enskukunnátta fyrir hendi. Margt kemur til gr. Úpplýsingar í síma 16895. Afslöppun Næsta námskeið í afslöpp- un og fl. fyrir barnshafandi konur hefst í febrúar nk. Uppl. í s. 22723 kl. 13—14 h. daga. Hulda Jensdóttir. Asbest Tnnan- og utanhússasbest f yrirliggj andi. Húsprýði hf. Frysti- eða kæligeymsla óskast til leigu. Upplýsing- ar í síma 10220. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu RÚMSTÆÐI (full stærð) óskast með eða án dýnu. Upplýsingar í síima 20466 frá 16—20. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á rafbúnaði í dreifistöðvar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg nýjung Hljóðlaus W.C. — kassi. Nýkomið: W.C. Handlaugar Fætur f. do. Bidet Baðker W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgsa Einkaumhoð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55. Bezt iiíi auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.