Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. 11 Jóhann Hjálmarsson skiifar um BÓKMENNTIR Skáld karlmennskunnar Hannes Hafstein: LJÓÐ OG LAUST MÁL. Tómas Guðmundsson sá um útgáfuna. Helgafell. Reykjavík 1968. Um Hannes Hafstein hefur ver- ið rætt og ritað umfram flesta aðra menn á íslandi. Hann var í senn þjóðhetja og skáld; nú tákn liðins tíma, áður sá, sem vísaði veginn. Orðið glæsileiki kemur fram á varir flestra þeg- ar þeir minnast Hannesar Haf- steins. Er nokkur jafnoki hans lengur með þjóðinni; kemur hann ekki aftur? Þannig er hægt að spyrja án þess að máli skipti hvert svarið verður. Ekki hvarflar það að mér að gera tilraun til að vega og meta það sem um Hannes Hafstein hefur verið ritað, en fáein inn- gangsorð Tómasar Guðmunds- sonar, sem fylgja nýrri útgáfu á verkum Hannesar, eru fagur minnisvarði um skáldið, kunn- áttusamlega gerður, vekjandi. Tómas segir, að Hannes Hafstein hafi lifað „til að gera skáldskap sinn að veruleika." Hann var bar áttumaður, skáld karlmennskunn ar, hefur stundum verið sagt. Hvað sem öðru líður er storm- urinn alltaf nálægur í ljóðum hans: „Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund“, og fleiri ljóðlínur Hannesar eru til vitn- is um það. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Ætli þeir íslendingar séu ekki vandfundnir, sem ekki kannast við eða kunna þetta erindi úr Aldamótaljóði Hannesar? Hefur spá skáldsins rætst? „Þú álfu vorrar yngsta land“, segir skáld- ið á öðrum stað. „Þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram“, bætir hann við og gerir játn- ingu: „Allt, sem vér höfum, höf- um vér frá þér“. Að eignast forystumann eins og Hannes Hafstein, var það ekki gæfa lítillar þjóðar? Ég talaði í upphafi um hann sem tákn lið- ins tíma. Svo að enginn misskilji þau orð, merktu þau einfaldlega að persónuleika hans væri ekki framar að finna með þjóðinni: þetta sambýli drauma og fram- kvæmda. Skáldskapur hans er orðinn veruleiki, svo aftur sé stuðst við ummæli Tómasar Guðm'undssonar. Sá andi, sem ljóð hans eru gagntekin af, hann er orðinn hluti af lífsmynd hvers íslendings. Aftur á móti er langt frá þvi að skáldskapur Hannesar Haf- steins sé úreltur. Að Hannes Haf- stein var snjallt skáld, að vísu misjafn að gæðum eins og fleiri, sanna Ljóð og laust mál. Þess eru fá dæmi, að jafn ungur mað- ur yrki ljóð sem óhætt sé að nefna í sömu andránni og sum æskuljóð Hannesar Hafsteins. Hann gerðist tvítugur höfuð- skáld, eins og Tómas Guðmunds- son bendir á. Skáldskapur Hannesar Haf- steins er tilkomumestur í lengri kvæðum hans. f þeim fær stór- brotinn andi hans mest svigrúm. Ég néfni tvö kvæði, sem auð- veldlega sannfæra lesendur hans um þetta: í hafísnum, og Land- sýn. En framhjá styttri kvæðum hans verður ekki gengið með sanngirni. Eru ekki Visur á sjó til dæmis með hugþekkustu ljóð- um hans? Bernsku draumar, blíðir eins og ljúfrar móður hönd andann leiða inn í blómskrýdd lönd. Þarf að rifja upp fleira úr þessu ljóði til þess að það verði „eins og heitir straumar“? Unaðssemdir lífsins gleymdust ekki skáldinu þótt hvatningin til þjóðarinnar að herða sig, væru því efst í huga, ljóð þess send út í heiminn til að boða, örva og styrkja. Hann orti fjölda ljóða í léttri tóntegund, söng lof ást- inni, víninu, frelsinu í faðmi nátt- úrunnar. Ástarljóð hans eru mörg hver nýjung í íslenskum skáldskap. Gamansemi hans er óvenjuleg, mótuð af viðhorfum ungrar borgarastéttar. Það sambland af angurværð ag gáska, sem einkennir skáld- skap Heines, tileinkaði Hannes Hafstein sér. Hann þýddi mörg ljóð eftir Heine og fleiri skáld. Þýðingar hans hafa reynst líf- seigar, sumar orðið jafn minnis- stæðar og frumsamin ljóð skálds ins. Brot úr ljóðleiknum Brandi, eftir Henrik Ibsen, verður að telja til helstu afreka ljóðaþýð- andans Hannesar Hafsteins. Sú hljóðláta tign, sem yfir þessari þýðingu er, fær lesandann til að harma, að Hannes skuli ekki hafa þýtt allan Brand. Þannig eru lokaorðin: Allt að missa er sigra sigur. Sál! ver trú til marksins yzta. Eitt er sífelld eign: hið missta. Annað: hjóm og brotgjörn vigur. Hannes Hafstein fékkst lítið við sagnagerð, en gamansagan Brennivínshatturinn, og „Lands- ins gagn og nauðsynjar", brot úr skáldsögu, bæði þessi sýnis- horn prentuð í Ljóðum og lausu máli, sýna að Hannes hefði get- að náð drjúgum árangri sem sagnaskáld. Sögurnar njóta kímni hans og lífsskilnings í anda raunsæishöfundanna, enda var Hannes einn af Verðandi- mönnum. Hannes kynntist Brand esi hreifst á námsárum sínum af kenningum hans; sjálfur naut hann þess löngum að eiga víðan sjóndeildarhring, bæði í skáld- skaparefnum og veraldlegri mál- um. Ungum var honum falið að fylgja úr hlaði útgáfum á ritum tveggja skálda, þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Hjálmars Jónssonar. Ritgerðirnar tvær eru birtar í Ljóðum og lausu máli, og eru báðar merkar, en einkum er það athyglisvert, sem hann hefur að segja um Jónas Hallgrímsson. Hannes segir m.a. um Jónas, að hann leiði jafnan „manninn fram í umgerð máls og náttúru, og því er það hon- um mjög eiginlegt, þegar hann byrjar ástarkvæði til stúlku á því, að lýsa inndæli málsins, sem á eins fallegt nafn eins og nafn- ið hennar, en dettur ekki í hug að lýsa henni sjálfri." Af ást- arljóðum Hannesar Hafsteins er aftur á móti Ijóst, að hin „lík- amlega fegurð“ er honum fyr- ir mestu. Lýsingarnar á smala- stúlkunni í samnefndu kvæði eru holdlegar til að mynda, og í Ljósum lokkum finna augu skáldsins hvíld í mjúkum lín- um. Eða segir ekki kvæðið Af- brýði okkur mikið um skáldið Hannes Hafstein?: Ef einhver sveinn mér segir: „Ég svanna leit svo fríðan, að alla yfirstígur", þá óðar hrekk ég saman. Og ef hann síðan segir: „Hún sýndist átján vetra, var ljós og létt á fæti,“ þá lemst um í mér hjartað. Og ef hann ennþá segir: „Svo ástblítt hló hún til mín,“ þá kreppist á mér knefinn og kippast allir vöðvar. En haldi hann svo áfram: „Og hár í fléttum glóði,“ þá lyftir loksins bjargi, sem lá á hjarta mínu. Því meyjan mín hin bjarta ei meiðir fegurð þannig, að hár í fléttur fjötri. í frjálsum lokkum bylgjast það gullið henni um herðar og háls og rjóðar kinnar. Skilningur Hannesar Hafsteins, skoðun hans, málfar, stendur því nær nútímanum en margur hygg ur. Ef til vill hefur hann átt meiri þátt í því en önnur skáld að ryðja braut nýjum og djarf- ari kveðskap. Um það skal ekki fullyrt að sinni, en varla er það tilviljun, að Tómas Guðmunds- son hefur séð um útgáfuna á verkum hans. Sú samfylgd er góð eflir trú á áreiðanleik þessarar sannkölluðu fullveldisbókar. Jóhann Hjálmarsson. Markmiöið er að bókasafn Norræna hússins verði lifandi stofnun Rœtt við Else Mia Sigurðsson bókavörð um undirbúningsstarfið í bókasafninu Norræna Húsið í Reykja- vík *r þegar orðið mikil og fjölsótt menningarmiðstöð, þótt ekki séu nema nokkrir mánuðir síðan það var opn- að. Hefur Norræna bókasýn- ingin dregið að sér mikinn fjölda ungra sem gamalla og gefur sá áhugi, sem almenn- ingur hefur sýnt, vísbend- ingu um að það muni verða gestkvæmt í Bókasafni Nor- ræna Hússins, þegar það kemst á laggirnar. Þar mun ráða ríkjum frú Else Mia Sig urðsson bókavörður, aðlað- andi í framkomu og með brennandi áhuga á starfinu. „Markmiðið er að gera Bókasafn Norræna Hússins að lifandi stofnun, en ekki safni, þar sem einungis eru dauðir hlutir“, segir frú Else er við spjöllum stundarkorn við hana. „Bókasafnið er fyrst og fremst ætlað íslendingum — hér á að vera opinn gluggi til Norðurfandanna, og gegn- um hann á að vera hægt að fylgjast með flestu því, sem efst er á baugi hjá þeim. Hér verða ekki aðeins bækur og tímarit til aflestrar og út- láns, heldur og upplýsingamið- stöð varðandi Norðurlönd- þar, sem hægt á að vera að fá tölulegar upplýsingar t.d. um verzlun og efnahagsmál, upplýsingar um félagsmál, bókmenntir, listir og annað, sem varðar menningu þjóð- anna“. „Hvernig er svona safn byggtupp?“ „Það er geysi'lega umfangs- mikið starf að koma slíku safni á fót og enn sem kom- ið er, er starfsemin á undir- búningsstigi. Hér verða bæk- ur tímarit, hljómplötur og tal plötur og til þess að gera safnið sem bezt úr garði, mun um við hafa sérfróða ráðu- nauta á mörgum sviðum og kaupa inn samkvæmt ráðlegg ingum þeirra. Það er mikil- vægt að bókavörður hafi vit á að leita til fagmanna, því að sjálfur getur hann ekki verið sérfræðingur í öllu því, sem bækur tsafnsins fjalla um. — Það stendur til að bókaverðir frá háskóla- bókasöfnum Norðurlanda komi hingað ti'l ráðuneytis. Þá höfum við þegar leitað sam- starfs við önnur bókasöfn hér á landi og hafa samskiptin við þau, sem við höfum þeg- ar haft samband við, verið sérlega ánægjuleg. Er þegar kominn vísir að samstarfi". „Á hvaða sviðum er þetta samstarf?" „Það verður í sambandi við gerð spjaldskrár og bóka- kaup, því að við þurfum að einhverju leyti að samræma okkar bókakaup því, sem fyr- ir er í söfnum hér“. „Hvað kemur bókasafnið til með að fá mikið fé árlega til bókakaupa?" „Fjármál safnsins eru að- skilin frá öðrum fjármál- um Norræna Hússins. Á fjár lögum hvers lands er okkur ætluð upphæð en síðan fáum við fjárhæð úr Menningarsjóði Norðurlanda. Við höfum feng ið flestar bækurnar á Nor- rænu bókasýningunni að gjöf og auk þess hafa safninu bor izt mangar verðmœtar gjafir". „Verður bókunum raðað í hillur eftir löndum?“ ..Nei. alls ekki. Þetta er norrænt safn og bækurn- ar verða einungis flokkaðar eftir efni. Það geta staðið hlið við hlið bækur frá ís- Framhalð á bls. 20 Frú Else Mia Sigurðssonbókavörður: ... það h-efur mikið að segja að hafa fag-urt útsýni á vinnustað".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.