Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNKLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. Hvernig. lízt yður á athuganir og áform um sjóefnavinnslu á Reykjanesi? Stóriðja er nú að hefjast á tslandi, hugsuð í því skyni að gera atvinnuvegi okkar fjöl- breyttari og auka útflutnings framleiðsluna. Þá er auðvitað mikið bollalagt um hverra kosta við eigum völ. Og athyglin beinist að jarðhita og raforku, sem eru þeir orku- gjafar er við eigum. Komnar eru fram hugmyndir um að nýta þessa orku til efnaiðnað- ar úr sjó, þannig að fyrst verði unnið salt og síðan dýrmæt- ari efni úr þvi á seinni stig- um framleiðslunnar. Að þessu beinast umfangsmiklar rann- sóknir á Reykjanesi, þar sem bæði er mikill jarðhiti og stutt í sjó, enda kemur salt heitt vatn úr borholum. Þarna fara nú fram boranir og hvers kyns athuganir með tilliti til hugsanlegrar sjóefnavinnslu í stórum stíl. En umfang rann- sóknanna og vinnslunnar, þegar til kemur, eru í stærri stil en ísiendingar hafa nokkurn tíma átt að venjast. Frá þessum rannsóknum hefur verið skýrt í blöðum, í fréttum og viðtölum við sér- fræðinga og verður ekki farið nánar út í það hér. Þar sem þetta mál er svo mikilsvert og svo ofarlega á baugi, hefur Morgunblaðið snúið sér til fólks og spurt: Hvernig lázt yður á rann- sóknir og áform um sjóefna- vinnslu á Reykjanesi? Hallgrímur Guðmundsson, afgreiðslumaður togara. Hallgrímur Guðmundsson, í Togaraafgreiðslunni, segir. Mér lízt prýðilega á það. Tel þetta eitt mesta nauð- synjamál, sepa hér liggur fyrir. Okkur er nauðsynlegt að geta unnið flest af því sem landið sjálft býður upp á. Og ég álit að rannsóknum beri að hraða sem mest. Við ættum að reyna að drífa okkur í þetta. Markús Einarsson, veður- fræðingur, segir: Mér lízt vel á þessar rann- sóknir. Margt virðist mæla með framkvæmdum á Reykja nesi, enda mikill jarðhiti fyrir hendi. Þessi áform bytggja, að því er mér skilst, á margra ára athugunum og rannsókn- um, sem fraimkvæmdar hafa verið af litLurn efnum. Því miður er það oft svo, að lítili skilningur er á gildi rann- sókna fyrr en séð verður að það gefi talsvert í aðra hönd. Markús Einarsson, veðurfræðingur. Hitt er víst, að rannsóknir, sem í dag hafa nærri ein- göngu fræðilegt gildi, geta á morgun orðið hagnýtar og því væri stórauknum framlögum til rannsókna eflaiust vel var- ið. Signý Sen, BA., segir: Mér lízt vel á alla vísinda- lega efnaiðju á íslandi, hvort heldur hún beinist áð vinnslu dýrmæts áburðar úr andrúms loftinu — eins og Áburðar- verksmiðjan gerir, — fyrsta flokks sement úr skeljasandi frá botni Faxaflóa — eins og Sementsverksmiðjan gerir — eða verðmætra sjávarsalta úr hinu saltrika jarðvatni Reykja nestáar og sjálfum Garðsjó — eins og hinu fyrirhugaða efna veri er ætlað að gera. Hér er um mikilvægt efnahags- og atvinnuspursmál að ræða, og ætla má að nývirki af þessu tagi varði veginn til frekara efnahagslegs sjálfstæðis og aukins jafnvægis í þjóðarbú- skapnum. Ég er a!ð vísu ófróð um forsendur þessarar efna- gerðar eða markaðsmöguleika að öðru leyti en fram hefur komið í almennum fréttum, en treysti verkfræðingum okkar og iðnrekendum í þessu Signý Sen, B.A. efni, enda hygg ég að við- leitni hérlandsmanna til meiri háttar iðnreksturs hafi hing- að til hvergi 'borið eins ríku- legan ávöxt og iðjan úr lands- ins eigin efnum. Asgeir Þorsteinsson, verk- fræðingur, segir: Mér lízt vel á að eitthvað skuli vera gert í þessum mál- um. Hvert tækifæri þarf að nota. Þau eru ekki svo mörg. Ég tel að unnið skuli að rann- sóknum þarna en tek fram, að staðhætti þekki ég ekki. Það foer að ganga úr S'ku;gga um hvers virði þessir stað- hættir eru. Ekkert er hægt að gera fyrr en búið er að ganga úr skugga um það. Mér hefur skilist, að fjárhagslega sé þetta tryggt, ef aðstæður og stáðhættir séu réttir, en um það veit ég etkki. Hvort þetta verður endanlega það rétta, get ég því ekki sagt um. Mér þykir ákaflega lítil fræðsla um þetta hafa gengið til aimennings, svo maður get ur lítið áttað sig á málum eftir henni. Ég hefi engar skýrslur séð, aðeins það sem komið hefur fram í viðtölum. Þar er ýrnsu slegið föstu, en engar tölulegar upplýsingar hafa komið fram. En þetta mál er þess eðlis, áð mér finnst tölur nauðsynlegar, til Asgeir Þorsteinsson, verkfræðingnr. að hægt sé að átta sig á því. Þeirra sakna ég. Ég hefi því erngin gögn um það, hvemig útkoman af þessu kunni að verða. Einkum mundi mig langa til að vita nánar, hvem- ig hægt verður að losma við umframframleiðsluna á saliti, það sem ekki verður notað hér í landimu. Það er atriði, sem skiptir ákaflega miklu máli. Tómas Guðjónsson, vél- stjóri, segir: Mér lízt vel á það. Fleira er hægt að fá úr sjónum en þorsk. Með borunum á Reykja nesi skapast ótrúlegir mögu- leikar, þegar jarðhitinn er svona mikill. Ég tel, að í þessu liggi framtíð okkar. Við verð um að taka við svo mörgum á vinmumarkaðinn á næstu ár- urn, fólk sem við verðum að setja í önnur verkefni en áð veiða fisk. Hugsa sér, að við skulum ekki nýta nema 3% af jarðhitanum og 2% af vatnsorkunni, á sama tíma sem við verðum að taka við 34000 á vinnumarkaðinn á næstu 10—15 árum, að því er okkur er sagt. Þar er átt við skólaæskuna, sem nú kemur út á vinnumarkaðinn. Mín skoðun er sú, að við eigum að gera allt sem vi’ð getum til að auka þessar rann sóknir. Á rannsóknarsviðinu er allt of lítið gert hér, því landið er ókannað. Þar liggja svo ótal margir möguleikar, miklu meiri en við viíum í dag. Ég hefi sjálfur reynt að leggja minn litla skerf til slíkrar könnunar, því ég hefi farið með dr. Sigurði Jóns- syni í rannsóknarferðir við strendur landsins, þegar hann Tómas Guðjónsson, vélstjórL hefur komið heim á sumrin, og ég hafði mikinn áhuga á og starfaði við þá sýningar- deild, er fjallar um rannsókn- ir í hafinu, á sýningunni „Is- lendingar og hafið“. Ég sé vissulega ebki eftir því fé, sem fer í slíkar rann- sóknir. Þær þarf áð auka stór lega. Ekki aðeins í sambandi við sjóefnavinnsluna, þó hún sé áreiðanlega mikilvægust núna, heldur þarf Mka að rannsaka ótal margt fleira. Þama skapast fleiri möguleik ar. 300 stiga heita jarðgufu má t.d. líka hagnýta til oMu- vinnslu. Sj óef na vinnslan er þó nærtækasta verkefnið núna. Ingvar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri í Njarðvíkum, segir: Ingvar Jóhannsson, f r amk væmdast j óri. Við Suðurnesjamenn erum mjög hrifnir af þessari hug- mynd. Við erum um leið kvíðnir um að þessar rann- sóknir taki nokkuð lanigan tíma. En þar sem við höfum trú á þvl að núverandi ríkis- stjórn muni í framtfðinni í auknum mæli beina sínum kröftum að því að efla iðnað í landinu af brýnni lífsnauð- syn, þá horfum við björtum augum fram á það, að þeim rannsóknum verði hraðað svo mjög sem auðið er. Jafnframt hefði ég viljað bæta því við, áð við teljum rétt að fá upplýst hjá orku- málastofnuninni hvenær hag- kvæmt sé að vinkja jarðhita til raforkuvinnslu. Við Suður neisjamenn, sem stöndum að rafveitu Reykjaness, erum orðnir þreyttir á þeim greiðsl um, sem við höfum orðið að inna af hendi fyrir aðflutning á raforku frá öðrum stöðum, þegar víð vitum að við höfum sennilega möguleika á vinnslu á mestri jarðhitaorbu, sem fáanleg er hérlendis. I sambandi við stóriðju á þessum stað, Reykjanesi, má | benda á það, að þúsundir milljóna hafa þegar verið fjár festar og lagðar í millilanda- flugvöll, sem Islendingar hafa greiðan aðgang að, í hafnar- mannvirki og hraðbraut til höfuðfoorgarsvæðisins. Rannsóknirnar varðandi sjó efnavinnslu eru mjög á frum- stigi, en Su’ðumes j amenn fylgjast af áhuga með þeim og munu gera svo í framtíð- inni. Jóhann Briem, ritstjóri, segir: Það er íslendingum brýn nauðsyn að byggja upp fjöl- Jóhann Briem, ritstjórL þættara atvinnuMf og hagnýta þá landkosti, sem fyrir hendi eru. Held ég, að enginn geti verið á móti áformum um rannsóknir og framkvæmdir, sem stuðla að þessari þróun. Ef okkur á að takast að skapa meira jafnvægi í efna- hags- og atvimnuMfinu, þá er höfuðnauðsyn að aúka fjöl- breytni atvinnuveganna, en einmitt sjóefnaverksmiðja gæti verið einn þáttur þeirrar viðleitni Hér er vissulega um erfitt verkefni áð ræða, en með því að hagnýta erlent fjármagn og tækniþekkinigu ætti að vera hægt að byggja upp efnaiðnað á Reykjanesi. 1 Á fáum árum höfum við séð tvö fyrirtæki rísa hér á landi, kísilgúr-verksmiðju og álverksmiðju. Virðist sem þar hafi verið stefnt í rétta átt og beri að halda áfram á sömu braut. Þó að ætíð sé nauðsynlegt áð eygja nýja möguleika, þá tel ég, að við ættum einnig að íhuga, að það er ekki nóg að byggja upp fyrirtæki, við þurfum einnig að efla og hlúa að þeim fyrirtækjum, sem hér enu fyrir, en það hefur sturíd- um gleymzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.