Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUN8LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1W9. MIDBÆ TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 HINAR VINSÆLU Höfum við efni á því að hafa bátana bundna við bryggju? Sjómannaverkfallið EINN ai þingmönnuin Fram- sáknarflokksins sagði við mig í desember, að hann efaðíst mjög um, að til sjómannaverkfalls kæmi. Ég varð dálítið hissa og spurði hvers vegna hann væri þessarar sikoðunar. Hann kvaðst telja ástandið svo svart og af- feomu- og atvinnuhorfur svto erf- iðar, að tæpast væri við því að búast, að sjómenn hefðu hug á verkföllum en mundu heldur reyna samningaleiðina til þraut- ar. Þetta sjónarmið Framsóknar- þingmannsins var í alla staði eðlilegt og í samræmi við heil- brigða skynsemi. Gallinn er bara sá, að þejr eiginleikar eru næsta fátíðir í samskipfcum hagsmuna- samtaka á þessu landL Sjó- mannaverkfall er hafið. Þetta verkfall hófst þótt samningavið- ræður hefðu staðið yfir mjög stuttan tíma og engan veginn fullreynt, hvort samningar gætu tekizt. Það voru e'kki hásetarnir sem riðu á vaðið heldur tiltölu- lega fámennur hópur vélstjóra. Sem stendur virðast litlar líkur á samfeomulagi en hins vegar er ljóst, að náist samningar ekki allra næstu daga skapast meiri- háttar pólitískur stonmur í kring um þetta verkfall. Hér skal enginn dómur lagður á deilumál sjómanna pg útgerð- armanna, enda hef ég enga þekkingu til þess. Hins vegar er ástæða til að gagnrýna nofekur atriði í samrbandi við þetta verkfall. í fyrsta lagi höfðu menn rétt til þess að ætla að verkfallsvopninu yrði ekki beitt fyrr en í allra síðustu lög vegna þess hversu ástatt er í efnahags- og atvinnumálum og víðtækt at- vinnuleysi, sem verður að þurrka út með öllum ráðum. Skylt er að geta þess, að það voru ekki hinir lægstlaunuðu á flotanum, sem hófu leikinn, held- ur vélstjórar. í öðru lagi er á- stæða til að benda á, að samn- ingaviðræður höfðu staðið mjög skamma hríð þegiar veTkfallið hófst og er það ámælisvert út ai fyrir sig, að málin skyldu ekki rædd ítarlegar áður en til verk- falls var boðað. í þriðja lagi er auðvitað með öllu óþolandi að fámennir hópar takj sig út úr eins og vélstjórar gerðu að þessu sinni og stöðvi allan bátaflotann, þótt aðrir fylgdu raunar í kjöl- farið nokkrum dögum seinna. Hins vegar kann vel að vera, að verkfall hefði ekki skollið svo fljótt á, ef vélstjórarnir hefðu ekki riðið á vaðið. Raunar er það ekki óþekkt fyrirbrigði á íslanch, að fámennir starfshópar stöðvi heilar atvinnugreinar og minnir það á verkfall nokkurra tuga starfsmanna í verksmiðju í BretlandL sem framleiðir diska- bremsur en þetta verkfall hafði nær lamað allan bílaiðnað í Bretlandi fyrir mokkrum mánuð- um. Ef við litum yfir farinn veg sL eitt og háift ár er auðvitað öllum Ijóst, að þetta hefur verið erfiður tími í stjórnmálum, efna- hagsmálum og atvinnumálum. Frá hausti 1967 og þar til síðari hluta marzmánaðar 1968 ríkti hér fullkomið óvissuástand. í október og nóvember 1967 skapaðist ó- vissa og spenna af þremur á- stæðum. f fyrsta lagi um það til hverra aðgerða ríkisstjórnin mundi þá gripa í efnahagsmál- um. í öðru lagi hvort verkfall mundi fylgja í kjölfaTÍð og I þriðja lagL hvort stjórnarand- stæðingum tækist að nota verk- fall til að knýja fram þjóðstjórn. Veturinn 1968 skapaðist svo óvissa vegna yfirvofandi verk- falls og síðar verkfaUsins sjáXfs. í haust hefur sama sagan endur- tekið sig. Óvissa og spenna fram eftir hausti vegna væntanlegra efnahagsaðgerða ríkisstjórnar- innar, nú eftir áramótin full- komin óvissa um úrslit sjó- mannaverkfallsins og jafnvel þótt það leysist veit engitin hvort vinnufriður helzt í vetur eða ekki. Ofan á alla erfíðleika hlýtur slík þjakandi óvissa og sp-enna að hafa mjög neikvæð áhrif á efnahags- og atvinnulíf þjóðar- innar. Þessi saga endurtekur sig í rauninni í einhverri mynd ár eftir ár. Að vísu ber að geta þess, sem vel er gert og minna á, að einmitt í tíð ríkisstjórnar Bjarna Benedikts'sonar hefur ríkt meiri og varanlegri vinnu- friður en í tíð nokkurrar ann- arrar ríkisstjórnar á íslandL Þessi vinnufriður hefur náðst vegna gagnkvæms trausts for- ustumanna ríkisstjórnar, verka- lýðshreyfingar og atvinnurek- enda. En þrátt fyrir vinnufrið- inn frá 1964—1967 ríkti jafnan mikil óvissa um hvort samningar næðust. Ég er sannfærður um, að líti hver og einn í eigin barm og spyrji sjálfan sig þeirrar spurn- ingar, hvort við höfum efni á þessum leik verður svarið nei- kvætt hver sem í hlut á. Við sem þjóð höfum ekki efni á verkföllum eða langvarandi spennu og óvissu vegna yfirvof- andfc verkfalla eða nóttækra að- gerða á sviði efnahagsmála. Verkföllin eru ekki ein um það að valda tjóni. Ef mennirnir, s«m eiga að stjórna atvinnureks trin- um f landinu vita aldrei hvers þeir eiga von er ekki við því að búast, að þeir geti stjórnað sín- um atvinnurekstri af nokkru vitL Þess vegna hlýtur sú spurnifig að vakna, jafnan þegar verkföll eru háð — þótt hún sé ef til vill áleitnari nú en stundum áður — hvort unnt sé að ná samkomu- lagi milli launþega og vinnu- veitenda og ríkisvalds um ein- hverja þá skipan mála, sem dragi úr því beina og óbeina tjónL sem þjóðarbúskapur ofekar verður fyrir af framangreindum orsökum. Er hugsanlegt að ná víðtæku samkomulagi um skipt- ingu þjóðartekna? Slíkt er vafa- laust mjög erfitt. í fyrsta lagi yrði afar örðugt viðureignar að ákveða þann grundvöll sem slíkt samkromulag byggðist á og í öðru lagi ríkir ágreiningiur um tölu- lega útreikninga. Ennfremur má búast við að verkalýðssamtök teldu hæpið að binda sig við ein- hver ákveðin hlutföll í þessu sambandL Þó er engan veginn ástæða til að varpa slíkri hug- mynd með öHu fyrir borð. Þá kemur einnig til álita það atriði, hvort unnt sé með einhverjuim hætti að dTaga úr tíðni verkfalla Hln flölhaafa 8-11 Bandsög, rennfbekkur, þjóisög, frœeart, band- slfpa, dlskalfpa, smergel- akffa og útsögunaraög. Fðanfegfr fyfgfhlufln Afréttart þykktarheflfl og borbarid Skeifan 3B, R. — Símar 84480—84481. NÚ AFTUR FÁANLEGAR FuUkomnasta fyrlr helmlll, skóla og verkstaeðl verkfœri & járnvörur h.i NV liína1»vU®tt aUluaM.— • •« bifreiö í ®ltaat . feilirr Pt iBól»rhrmg- ^ tfbeudum y**1 a6 hti»BÍa< " °g MHIflWft car rental serwice® Rau8*rirstíg 31 — Bími 22022 BLAÐBURÐARFOLK / OSKAST í eflirtolin hverfi: FrauhaU ibkM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.