Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: GÆTID YDAR GÆTIÐ yðar, segir Jesús í Fjallræð- umni. Sú ræða hans er kunnust að nafni til og mest rómuð af öllu, sem til er skráð eftir hann, enda geymir hún mörg hin veigamestu kjarnaatriði í kenningu hans. Og nálægt lokum þessarar ræðu flytur hann þessi viðvörunarorð: Gætið yðar. Fyrir hverju? Fyrir falsspámönn- um. Spámaður er sá, sem talar af mynd- ugleik um lífsins hinztu rök og æðstu mið. Er hægt að segja eitthvað satt og gilt um svo stór og vandasöm efni? Já, segir Jesús Kristur. Sú vissa er forsendan fyrir öllu, sem hann segir í Fjailræðunni, fyrir hverju orði hans og öllu lífi. Falsspámenn eru þá þeir sem segja ásatt um lífsins hinztu rök og æðstu mið. Því aðeins er unnt að falsa sannleik- ann, að sannleikur sé til og kunnur. Því aðeins verður bent á ranga leið, að réttur vegur sé til. Þetta hafa menn véfengt. Með ýmisum rökum. Indverjar t.d. hafa mikið uppá- hald á þeirri kenningu, að allar leiðir eéu jafngóðar í andlegum efnum: Hvað- an sem þú leggur upp á fjallið kemstu upp, ef þú leitar á brattann á annað borð, því að tindurinn er alltaf fram- undan, hvort sem þú kemur frá austri eða vestri, norðri eða suðri. Þessu mótmæ'lir Jesús. Hann segir: Það eru hamrar í fjailinu og hengiflug og gljúfur, þar eru þokur og svipti- byljir og hálir stígar. Og þar eru villtir vegfarend-ur, sem villa um fyrir öðr- um, faisa miðin, véla af réttum vegi. Þetta hefur mörgum þótt óaðgengileg kenning frá fyrstu tíð, einstrengingsleg, þröng. I þeim flokki var sá kunni mað- ur, Pílatus, sem spurði, svo sem frægt er: Hvað er sannleikur? Með þeirri spurningu var hann einmitt að svara Jesú, þegar hann sagði: Til þess er ég fæddur og til þess í heiminn kominn, að ég beri sanrileikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin, heyrir mína rödd. Pílatus spurði ekki af því, að hann vildi vita sannleikann, heldur til þess að verjast honum. Hann vildi ekkiheyra röddina, sem bar sannleikanum vitni, af því að hann þurfti að finna sér af- sökun fyrir því að ganga 1 berhögg við samvizku sína til þess að bjarga lýð- hylli sinni. Hann gat ekki heyrt án þess að beygja sig undir vald þess manns, sem við hann talaði. Og það var of dýrt, það mundi kosta hann þá fórn, þá líf- ernisbreytingu, sem hann gat ekki lagt út í. Þess vegna skar hann niður frek- ari umræður á þennan eftirminnilega hátt. Afstaða Pílatusar er algeng. Og hún er oftast nær af líkum rótum runnin: Menn spyrja ekki til þess að finna sann leikann, heldur til þess að koma sérund an honum, á sni'ð við hann. Jesús Kristur þekkti þann Guð og boðaði þann Guð, sem vill birta sann- leikann um lífsins rök og mið og manns- ins einu, eilífu hjálp. Og Jesús Kristur vissi, að hacn var sjálfur hið ótvíræða og endanlega sannleiksorð eilífs Guðs. Því getur Jesús sagt: Ég er sannleik- urinn. Ekki aðeins: Ég kom til þess að bera sannleikanum vitni.benda á veg- inn og lífið. Nei, hann segir Ég er vegur inn, sannleikurinn og lífið. Það fer því ekki milli mála, að þegar Jesús talar um falsspámenn, þá er það fyrst og fremst viðhorfið til hans sjálfs, sem hann hefur í huga. Hann segir við þig. Viltu vita það, sem er satt um þig, um líf þitt og dauða, um sálu þína og Guð þinn, um heill þína eílífa og hjálpræðis- veg? Sé svo, þá komdu til mán. Komið til mín og lærið af mér. Sælir eru þeir, sem heyra og hlýða, sem ekki hneykslast á mér, heldur gangast undir áhrif mín, leyfa mér að leysa vilja sinn úr álögum, iáta mig lýsa sér, leiða sig, nióta sig. Þetta segir Jesús. Og af því að hann segir þetta og getur sagt það hiklaust og afdráttarlaust, af því er þunginn í orð um hans svo mikill, þegar hann segir: Gætið yðar fyrir þeim, varizt alla þá, sem koma og segja, að þetta sé ekki að marka. Varizt þá, sem þykjast hafa myndugleik, þekkingu, gáfur eða aðra yfirburði til þess að tortryggja, vé- fengja eða hnekkja boðskap mlnum og segja, að annað sé sannara, eða að ekk ert sé öðru sannara. En falsspámenn koma ekki í sínum rétta einkennisbúningi. Þeir koma í sauðaklæðum, segir Jesús. Fjárhirðar í Palestínu gengu i gæru- úlpum. Á þvá þekktust þeir. Hjörðin þekkti hirði sinn m.a. af búningnum. En þjófurinn gat líka brugðið sér í sama búning og stolizt i hagann án þess að valda styggð og lokkað í gildru. Góði hirðirinn, Jesús Kristur, hefur þetta í huga, þegar hann dregur upp líkingarmyndina af falsspámönnum. Og bak við þá mynd er sú staðreynd, að lygin gengur aldrei beint, hún fer allt- af krókaleiðir og launstigu, er alltaf dulbúin. Sannleikurinn þarf ekkert að fela, góðvildin, umhyggjan, kærleikur- inn þurfa ekki að dyljast, ekki að falsa .búning sinn. Hið illa gengur aldrei beint framan að manni. Þá væri það ekki varasamt. Sú lygi verður fáum að falli, sem er óskreytt. Það hefur margt verið rætt og ritað 1 því skyni að hnekkja kristinni trú. Það er aldrei gert án dulbúnings. Stundum á tilgangurinn að vera sá, að það þurfi að leiðrétta kristindóminn, gefa honum betri áferð, þekkilegri svip. Alltaf er látið i veðri vaka, að verið sé að um- bæta, þroska mannlega hugsun, fegra mannlifið. Það er talað í nafni vits- muna og þekkingar, í nafni mannúðar og frelsis, i nafni fegurðar og framfara. Það er talað í nafni Krists á móti Kristi. Það er skírskotað til umburðarlyndis og sannleiksástar, til víðsýnis og göfgi K'læðin eru mörg og ekki alltaf auð- velt að sjá, hvað innan þeirra er. En Jesús segir: Það er unnt að þekkja falsspámenn. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hann skírskotar til reynlsunnar. Það gerir hann alltaf. Hann veit að það er óhætt. Hann segir: Sá sem vill gjöra vilja Guðs mun kom- ast að raun um, hvort ég segi satt eða ekki. Sá, sem lifir það að koma til mín og fyligija mér og láta mig hjálpa sér, hann fær að þreifa á þvi, að þar er blessun, þar er sigur, líf og friður. Þetta segir hann hiklaust. Og eins hiklaust hitt: Takið eftir því og sannprófið það, hvað menn hafa upp úr því að láta ræna sig trúnni á mig. Gætið yðar, vakið, spyrjið opnum huga, prófið og reynið til. Ég er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Sigurbjörn Einarsson. - 22°Jo Framhald af bls. 32 mánaða úthald eða um 15 þús und krónum lægri en á síð- asta ári þ.e. 30% kjaraskerð- ing. Ef nú verður samþykkt að borga allt fæðið og dæmið áfram miðað við kr. 4.600 á mánuði verður útkoman fyrir ejómanninn samt lakari en á síðasta ári“. Þetta voru um- mæli Þjóðviljans en hér hef- ur böaðinu orðið á ein megin slkyssa. Þegar rætt er um 8% hækk- nn fiskverðs er átt við HÆKK UN GRUNDVALLARVERÐS. Rétt reiknað kemur ðæmi Þjóð viljans þannig út að miðað við aflaverðmæti að upphæð 2.160.000 kr. verður háseta- hlutur 66.960 krónur. Nú hef ur verið skýrt frá því opin- berlega að hásetum hafi ver ið boðin greiðsla á hluta fæð iskostnaðar eða kr. 2000 á mán uði, þ.e. 6000 krónum á 3ja mánaða útlialdstímabili. Rétt reiknaður verður þá hluti há setans í dæmi Þjóðviljans 60.960 krónur sem er 22% hækkun frá tekjum sjómanns ins í dæmi Þjóðviljans á vetr- arvertíð 1968. ÞETTA ÞÝÐIR AÐ MIÐAÐ VII) DÆMI ÞJÓÐVILJANS FÆR SJÓ- MAÐUR Á ÞORSKVEIÐUM 22% KJARABÓT en ekki 30% kjararýmun eins og Þjóðviljinn heldur fram. Mistök Þjóðviljans liggja augljóslega í því að hafa ekki kynnt sér lögin um ráðstaf- anir í sjávarútvegi nógu vel. Þau 27% sem blaðið telur að draga eigi frá grundvallarverð inu DRAGAST EKKI frá því heldur greiðir fiskkaupandi eða fiskmóttakandi þau beint til útgerðarinnar ýmist sem hlutdeild í útgerðarkostnaði eða til Stofnlánasjóðs fiski- skipa, sbr. 2. og 3. grein þess- ara laga til að mæta hækkuð um útgerðarkostnaði vegna gengiistoreytinigarinnar. Eftir stendur sú staðreynd að Þjóðviljinn heflur sannað með dæmum sínum að á grundvelli þeirra, 8% fisk- verðshækkunar og þeirra til- tooða um greiðslu fæðiskostn- aðar sem fram eru komin hlýtur hásetinn 22% KJARA- BÓT. Hlýtur sú spurning því að vakna, hvort barátta Þjóð- viljans gegn lausn sjómanna- verkfallsins byggist á mis- skilningi og vanþekkingu. FURDULEG FRAMKOMA F0R- MANNS TRÉSMIÐAFÉLAGSINS I SL. VIKU gerðist furðuleg- ur atburður í sambandi við greiðslu atvinnuleysisbóta hjá TrésmiðafélagS Reykja- víkur. Atvinnulaus húsasmið- ur fór fyrir u.þ.b. viku á skrifstofu Trésmiðafélagsins og lagði fram umsókn um at- vinnuleysisbætur. Hafði hann verið atvinnulaus frá því í desember en á skrifstofu Tré smiðafélagsins var honum sagt, að svo bæri að líta á sem hann hefði ekki sótt um atvinnuleysisbætur fyrr vegna ókunnugleika og yrðu þær því reiknaðar frá þeim degi, sem hann varð atvinnulaus. Húsasmiðurinn átti að fá greiddar kr. 4.668,00 í atvinnu leysisbætur en þegar hann kom til þess að sækja þessa peninga bregður svo furðulega við, að formaður Trésmiða- félagsins, Jón Snorri Þorleifs son, einn af borgarfulltrúum kommúnista, greiddi honum einungis 1,668 krónur en tók 3000 krónur upp í ógreidd félagsgjöld hjá Trésmiðafélag Húsasmiðurinn viðurkennir skuld sína við Trésmiðafélag- ið en þykir að vonum hart að gengið að innheimta skuld ina með þessum hætti, þegar svona stendur á. Að vísu munu reglur vera um það, að meðlimir verka- lýðsfélaganna fái ekki greidd ar atvinnuleysisbætur nema þeir séu skuldlausir við félög sín en það hlýtur að liggja í augum uppi að við erfiðar að stæður eins og nú eru á ekki að framfylgja slíkum reglum af fullri hörku eins og Jón Snorri Þorleifsson gerði í þessu tilviki. Það er a.m.k. lágmarkskrafa, að menn fái að greiða slíkar skuldir þeg- ar betur stendur á enda munu þess mörg dæmi að liðkað sé til með atvinnulausum mönn- um í tilfellum sem þessum. Þessi framkoma Jóns Snorra Þorleifssonar, borgarfulltrúa kommúnista er hin furðuleg- asta og varpar einkennilegu Ijósi á „umhyggju" kommún- ista fyrir þeim, sem atvinnu- lausir eru. ATVINNA Óskum eftir að ráða strax traustam og reglusaman vörubílstjóra 30—40 ára. Þarf að vera vamur öku- maður, gætinn og hirðusamur. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Lágmúla 9. 10 ÁRA ÁBYRGÐ ynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON aCO HF ± 10 ÁRA ÁBYRGÐ KIRKJUKVÖLD í NESKIRKJU 24. - 26. JANUAR Dagskráin í kvöld: Raddir æskunnar: Valgerður HróEfsdóttir, kennará, Friðrik Schram, verzlunanm. Ræðumenn: Sigurður Pálsson, kennari, sr. Ingóltfur Guðmumdsson. Söngur: Æskulýðskór K.F.U.M, og K., Einsöngur: HajlSldór Villhelimsson. Organisti: Gústaf Jóhannesson. Ath.: Samkomurnar hefjast með orgelleik kl. 20.20. Fólk á öllum aldri velkomnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.