Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 1
32 síður og Lesbók 21. tbl. 56. árg. SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Ný stjórn í Saigon" — er fyrsta krafa Viet Cong í París París 25. janúar, NTB, AP. SAMNINGANEFNDIRNAR í Vi- etnamdeilunni komu saman til fundar í París í dag og var nú í fyrsta sinni á dagskrá að ræða um eiginlegan frið eftir margra mánaða stapp um lögun fundar- borða og önnur slík formsatriði. Ailir aðalsamningamennirnir, er hlut eiga að máli, mættu til fundarins, og mætti Henry Öryggisverðir, sem gættu bifreiðar Nixons Bandaríkja- forseta, beygja sig fyrir stein um og bjórdósum, sem að þeim var fleygt er Nixon ók um Pennsylvania Avenue til Hvíta hússins eftir að hafa svarið embættiseið sinn sl. mánudag. Á myndinni hefur einn öryggisvarðanna stokkið upp á afturhluta bílsins. „Palach dó fyrir föðurland, sann- leika, frelsi og lýöræöi" sagði rektor Karlsháskóla við útför hans í gœr „JAN Palach lét lífið vegna þess að hann elskaði föður- land sitt, sannleikann, frelsi og lýðræði“, sagði rektor Karlsháskólans í Prag, dr. Oldrich Stary, við útför Pal- achs, sem brenndi sig til hana í sl. viku, til þess að mótmæla hernámi Sovétríkj- anna. Palach var 21 árs að aldri og stundaði heimspeki- nám við háskólann. „Jan Palach færði fórn að altari þjóðarinnar, sem mun standa skrifuð um alla eilífð, ekki aðeins í huga hvers einasta heiðarlegs Tékka og Slóvaka, heldur einnig í hugum millj- óna manna um heim allan“, sagði rektor. Ummæli hans voru eftir honum höfð í út- varpinu í Prag. Dr. Oldrich Stary fór fyrir síðasta heiðursverðinum vfð kistu Palachs, er útför hans hófst kl. 11.45 að ísl. tíma. Út- varpið í Prag sagði, að opiniber- ir gestix hefðu tekið að koma til háskólagarðsins skömmu áður en athöfnin hófst. Kl. 11 var hlið- inu að háskólagarðinum lokað, en allt fram tij þeirrar stundar héldu Tékkóslóvakar áfram a'ð ganga framlhjá kistu Palachs til þess að votta honum virðingu sína. Kista Palaohs var borin til heimspekideildar skólans, þar sem hann stundaði nám, og sungu viðstaddir þar þjóðsöng Tékkóslóvakíu. Dr. Stary minnt- ist fyrstur Palachs, en aðrir, sem til máls tóku voru menntamála- ráðherra landsins, prófessor Vilibald Vezdicek, stúdenitaleið- toginn Michael Dymacek og prófessor Jaroslav Kladiva, for- seti heimspekideildar háskólans. Útvarpið í Prag sagði, að móð- ir Palach, frú Libuse Palaohova, hafi komið að kistu Palachs ásamt bróður hans kömmu fyr- ir athöfnina. Brezka útvarpið skýrði frá því, að sorg setti svip sinn á út- förina, og allt færi friðsamlega fram. Gengju stúdenitar fram fyrir skjöldu að halda röð og reglu, en menn óttast mjög að fari eitthvað úrskeiðis grípi Sovétherinn til sinna ráða. Um 10 vestrænum fréttamönn- um var vísað úr landi í Tékkó- slóvakíu í gær, þannig að þeir gátu ekki verið viðstaddir út- förina. Jan Palach verður jarðsettur í Olsany kirkjugarði, þar sem helztu mikilmenni Tékka og Slóvaka hvíia, og verður sú at- höfn einkaathöfn og fáir við- staddir. Tékkneski herinn hefur feng- ið fyrirskipanir um að vera reiðu búinn til að skerast í leikinn með stuttum fyrirvara, ef til óeirða kemur við útförina. Búizt Stiórnmálasam band við USA? Beirut, Líbanon 25. jan. AP' BLAÐIÐ A1 Anwer hér í I borg segir í dag að Egyptar | hafi ákveðið að taka aftur upp , stjórnmálasamband við Banda ríkin. Sagði blaðið, að egypzka | stjórnin mundi taka upp j stjórnmálasambandið 15. f#- brúar nk., og að stjórnin hafi tilkynnt um þessa ákvörðun I sína öllum sendiherrum Araba | ríkjanna í Kaíró. Engar frek- ari skýringar fylgja fregn þess ] ari. er við að rösklega eitt hundrað þúsund manns fylgi Jan Paiach til grafar. Sambandsstjórn Tékkósló- vakíu boðaði og í dag, að hún hefði gefið innanríkisrá'ðuneyti og varnarmálaráðuneyti landsins sérstaka heimild til að kveða niður allar hugsanlegar and- sovézkar mótmælaaðgerðir. I»á hafa yfirvöld landsins gert ýms- ar aðrar ráðstafanir síðustu daga og hefur lögregla verið efld, sérstaklega í Prag, en einn- ig í ýmsum stærri borgum Tékkóslóvakíu. Alexander Dubcek, flokksleið- togi, sem er um þessar mundir í Bratislava og sjúkur af inflú- ensu, hefur bréflega lýst ein- dregnum stuðningi við allar þær öryggisráðstafanir, sem bóðaðar eru. Hann kvaðst og skora á borgara landsins að koma fram af stillingu og virðuleik við út- Jan Palach förina og nota hana ekki sem tilefni til óspekta. Sex önnur ungmenni hafa gert tilraun til sjálfsmorðs með því að hella yfir sig benzíni og kveikja síðan í, undanfarna daga, en lögreglan segir að í engu þessara sex tilvika hafi pólitískar ástæður ráðið. Italía logaði í mót- mælagöngum í gær Stúdentar um gervallt landið minntust Jans Palaeh Napóli, Rómaiborg 25. jan. ÍTALÍA logaði í óeirðum og mótmælaaðgerðum alla aðfara- nótt laugardags og fram eftir degi. í Napoli kom upp mikill eldur við háskóla borgarinnar, þegar um fimm hundruð stúd- entum lenti saman. Annars veg- ar voru hægri sinnaðir, sem hugðust mótmæla innrás Var- sjárbandalagsríkjanna á Tékkó- slóvakíu, og minnast útfarar Jans Palach, en hins vegar voru vinstri sinnað'r hópar. Vörpuðu fylkingarnar bensínsprengjum hvor á aðra og að sögn AP fréttastofunnar eru fjölmargir sárir. í Rómaborg gengu um eitt þúsund stúdentar úr fimm skól- um í áttina til sovézka sendi- ráðsins og báru spjöld þar sem á var m. a. letrað „lengi lifi frjáls Prag“ og „á Ítalíu deilum við, í Prag deyja þeir“. Lögregl- an stöðvaði gönguna, áður en 'hún komst að sendiráðinu. Svipaðar mótmælagöngur voru farnar í flestum öðrum borgum á Ítalíu á laugardag og á Sikiley bjuggu stúdentar um sig í há- skóla eyjarinnar til að mótmæla Framhald á bls. 2 Cabot Lodge, sendiherra, ný- skipaður aðalfulltrúi Bandaríkj- anna nú í fyrsta sinn. Áður en fundurinn hófst gafst blaðamönnum kostur á að hitta samningamenn og Ijós- myndarar mynduðu í gríð og erg. Fyrstur til að ganga í fund- arsalinn, þar sem hið gríðar- stóra grænklædda samningaborð er, var Pham Dang Lam, aðal- fulltrúi Saigonstjórnar. Henry Cabot Lodge kom strax á eftir, siðan aðalsamningamaður Hanoi- stjórnar, Xuan Thuy, en síðastir mættu fulltrúar Þjóðfrelsisfylk- ingar Viet Cong. Tran Bu Kiem, „utanrí'kisráðherra" fylkingar- innar fór fyrir þeim. Skrítið bros færðist á andlit Lam, sendiherra Saigonstjórnar er hann sá Kiem, en þeir voru eitt sinn skólafé- lagar í S-Vietnam. Áður en fundurinn hófst sagði Henry Cabot Lodige að hann hefði í hyggju að leggja til að ræða um „friðlýsta" svæðið á mörkum N- og S-Vietnam, en Bandaríkjamönnum hefur löng- um verið það mál ofarlega í huga. Fyrstur á mælendaskrá á fund inum var Kiem, og flutti hann langa ræðu, eða um 5000 orð. Hann sagði að í S-Vietnam væri „að þróast öflug hreyfing meðal almennings“ og kröfur fari vax- andi um að stjórn Nguyen Van Thieu, forseta, og Nguyen Cao Ky, varaforseta, verði steypt af stóli. Hann kvað hreyfingu sína krefjast „myndunar ríkisstjórn- ar svo friður megi ikomast á, stjórn, sem hefði góðan vilja til þess að taka þátt í þessari samn- inigaráðstefnu.“ Þá hefur NTB það eftir Kiem, að hann hafi óskað eftir sam- steypustjórn á breiðum grund- velli í Saigon með það fyrir augum að frjálsar kosningar gætu farið fram. AP segir, að upphaf viðræðn- anna bendi til þess, að aðilar séu greinilega ekki á eitt sáttir um hversu haga skuli viðræðun- um. Bandarikjamenn og banda- menn þeirra í Saigon hafa hern- aðarmálin sjálf efst á blaði, en ljóst er að stjórnmálalega hliðin er efst í hugum N-Vietnama og „Þjóðfrelsisfylkingarinnar.*1 — Henry Cabot Lodge átti að tala siðar á fundinum í dag. Um hálfri kluikkustundu áður en samninganefndirnar komu til fundarins, kom til árekstra milli tveggja hópa S-Vietnama, sem saman voru komnir fyrir utan bygginguna. f öðrum hópnum voru stuðningsmenn Viet Cong en í hinum stuðningsmenn Sáig- onstjórnar. Töldu hóparnir hvor um 100 manns hvor. Veifuðu þeir fánum, hrópuðu slagorð hvor að öðrum, og endaði þetta með hrindingum og pústrum. Um 100 franskir lögreglumenn létu þá til skarar skríða og komu Vietnömunum á brott frá bygg- ingunni. Ekki er vitað til að meiðsli hafi orðið á mönnum. Síðustu fréttir: Norður-Vietnamar skoruðu i dag á Bandaríkjamenn að flytja brott her sinn frá Suður-Vietnam og láta Vietnama sjálfa um að leysa sín mál. Það var aðal- fulltrúi Hanoi-sendinefndarinnar á samningafundinum í París Xuan Thuy sem sagði þetta þar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.