Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1969. Gísli, Stefán Th. og Sæmundur 1 möng ár, eða ölilu heldur heil- an áratug, var það helzta hrós- efni Framsóknarmanna, að þeim hefði tekizt að gera gjaldþrota nokkra mestu atvinnurekendur landsins. Margir muna enn eftir romsunni um Gísla í Eyjum, Stefán Th. á Seyðisfirði og Sæm- und í Hólminum. Allir voru þess ir menn landskunnir fyrir dugn- að, áræði og útsjónarsemi, enda starfaði fjöldi fólks við marg- breytilegan atvinnurekstur þeirra. En öldugangurinn í af- komu íslenzkra atvinnuvega og þá einkum sjávarútvegs, bitnaði Gæsirnar við Reykjavíkurtjöm. (Ljóam. Mbl.: Sv. Þorm) REYKJAVÍKURBRÉF á þeim, eins og óteljandi at- hafncunönnum fyrr og síðar. 1 stað þess að létta undir með •þeim í öldudalnum, var stjóm- málaáhrifum beitt í viðskipta- banka þeirra til að stöðva rekst- ur þeirra. Þá var ekki um það hugsað, þó aö heil byggðarlög lægju eftir í sárum og mörg ár tæki að koma þar upp eðlileg- um atvinnurekstri í stað þess, sem brotinn hafði verið niður. Þessir menn, sem höfðu tekið á sig miklar skuldbindingar í því skyni að halda uppi atvinnu og efla framfarir, voru úthrópaðir á mannfundum um allt land og í málgögnum Framsóknarflokks- ins sem einstakir óráðsíiunenn, sem nánast hefði verið glæp- samlegt að láta fé í hendurnar á. Þeir Sæmundur í Hólminum og Stefán Th. voru þá or'ðnir aldraðir menn og réttu sig ekki við aftur, en Gísli Jothnsen var enn í fullu fjöri og átti eftir langan starfsferil og m.a. að vera kosinn heiðursborgari í Vestmannaeyjum, þar sem Fram sóknarflokkurinn áður hafði öfluglega að því unnið að koma á hann orði varhugaverðs glæframanns. Umhyggjan fyrir þeim smáu Því fer fjarri, að ofsóknirnar gegn þessum þremenningum hafi verið einsdæmi. í minna mæli má svipaðs minnast úr flestum byggðarlögum landsins. Rosknir Reykvikingar muna einnig eftir þvi, hvernig at- vinnurekstur Thor Jensens á Korpúlfsstö’ðum var eyðilagður með öllu og útgerð þeirra Kveld- úlfsmanna hundeit árum saman. Köpuryrði um atvinnurekendur, útvegsmenn og sjómenn, sem birtust í Tímanum á þeim ár- um, eru fleiri en tölu verði á komið. Svívirðingarnar um at- vinnurekendur almennt og ein- staka þeirra voru þó ekki hið versta, heldur hitt, hvernig Framsóknarmenn beittu á mestu valdaárum sínum ríkisvaldinu, bankavaldinu og peningavaldi SÍS til þess að brjóta niður ein- staklingsrekstur, hvar sem því varð við komið. Gerræði í þess- um efnum lýsti sér glögglega, þegar einn helzti valdamaður Framsóknar komst einu sinni svo að or'ði um KRON, er hon- um líkaði ekki við rétt í þann svipinn, að Framsóknarmenn hefðu eflt það með innflutninigs- leyfum, sem vel hefði mátt ráð- stafa með öðrum hætti! Enn eru 1 hugum manna víðsvegar um land dæmi um það, hvernig brotin voru niður fyrirtæki ein- staklinga, t.d. í iðnaði, ef þau þót/tu álitleg með því að setja upp vfð hlið þeirra kaupfélags- fyrirtæki, er höfðu forréttindi um innflutning og lánsútvegan- ir. Erfiðleikarnir af þessum sök- um bitna enn á almenningi. Ein mesta meinsemdin í afkomu hraðfrystihúsa er t.d. sú, að kaup félögin settu sums staðar upp Laugardagrir 25. jan. hraðfrystihús til að keppa við það, er fyrir var, með þeim árangri, að þótt eitt hús gæti vel staðizt, þá hljóta tvö á sama stað að hanga á stöðugri hor- rim. Fylgt fornu fordæmi Það bar því vitni um ánægju- lega hugarfarsbreytingu, þegar einn af framámönnum SÍS lét það uppi á iðnsýningu nú fyrir nokkrum mánuðum, að menn yrðu að gefa gætur að smáfyrir- tækjum og vernda þau. Enginn ástæða er til að efast um a’ð sá, sem svo talaði, hafi mælt af heil- um hug. En mjög voru orð hans á annan veg en athafnir ráða- manna SÍS og Framsóknarflokks ins áratugum saman. Vegur þeirra og völd eru nú minni en áður. Við þeirri hrörnun hafa forráðamennirnir brugðizt með mismunandi móti. Sumir með breyttu hugarfari eins og lýsti sér í tilvitnuðum orðum, en um of marga á við lýsingin í Njálu á Valgarði gráa og Merði syni hans. í Njálu segir: „Valgarður hinn grái kom út; hann var þá heiðinn. Hann fór til Hofs til Marðar, sonar síns, og var þar um veturinn. Hann mælti til Marðar: „Riðið hefi eg hér um byggðina víða, og þykir mér eigi mega kenna að hin sama sé. Eg kom á Hvítanes, og sá eg þar búðartóftir margar og umbrot mikil. Eg kom og á Þing- skálaþing, og sá eg þar ofan brotna búð vora alla, eða hví sæta firn slík?“ Möröur segir: „Hér eru tekin upp ný goðorð og fimmtardómslög, og hafa menn sig sagt úr þingi frá mér og í þing með Höskuldi." Val- garður mælti: „Illa hefur þú launað mér goðorðið, er eg fékk þér í hendur, að fara svo ómannlega með. Vil eg nú, að þú launir þeirn því, að þeim dragi öllum til bana. En það er til þess, a’ð þú rægir þá saman og drepi synir Njáls Höskuld. En þar eru margir til eftirmáls um hann, og munu þá Njálssyn- ir af þeim sökum drepnir verða.“ „Eigi mun eg það gert geta,“ segir Mörður. „Eg skal leggja ráð til,“ segir Valgarður; „þú skalt bjóða heim Njálssonum og leysa þá í brott með gjöf- um. En svo fremi skaltu rógið frammi hafa, er orðin er vinátta mikil með yður og þeir trúa þér eigi verr en sér. Mátt þú hefn- ast við Skarphéðinn þess, er þeir tóku féið af þér eftir lát Gunn- ars. Muntu svo fremi taka höfð- ingsskap, er þessir eru allir dauðir." Þessa ráðagerð festu þeir með sér, er nú skyldi fram koma.“ Ómannlega með farið Augljóst er, að ýmsum Fram- sóknarmönnum þykir núverandi ráðamenn flobksins hafa farið ómannlega með það mikla vald, sem þeim var fengið í hendur. Framsóknarflokkurinn átti menn í ríkisstjórn allt frá árinu 1917 fram til 1958, einungis með skömmum hléum, og réði flokk- urinn oft mestu um meðferð mála. Þau ráð voru löngum not- uð til þess að sitja yfir hlut ann- arra og raunar æ ofan í æ til beinna ofsókna gegn andstæð- ingunum. Þegar Framsóknarmenn víta forystumenn sína fyrir að hafa farið ómannlega að, er þeir misstu völdin 1958 og náðu þeim ekki síðan, þá gæta gagnrýnend- urnir þess þó ekki svo sem skyldi, að völd Framsóknar byggðust fremur á ranglátri kjördæmaskipun en miklu fylgi eða snilld forystumannanna. Bætt kjördæmaskipun, þótt enn sé hún ekki fullkomin, og auk- ið jafnrétti eiga því meiri hlut að eyðimerkurgöngu Framsókn- ar síðasta áratuginn en ómennska forystumannanna á því tímabiii. Augljóst er afitur á móti, að ráðamennirnir velja hinn versta kost, þegar þeir nú hafa tekið fordæmi MadðEu* Valgarðssonar sér til fyrirmyndar í því skyni að reyna að rétta hlut sinn og flokksins. Þar fara þeir sannar- lega ómannlega að. Tíminn fetar í fótspor Marðar Af skrifum Tímans undanfarið er greinilegt, að Tíminn hefur nú hafið nýja herferð til við- réttingar völdum Framsóknar- flokksins. Aðalvopnin í þessari herferð eru tvennskonar. Ann- arsvegar er reynt að rægja sam- an Sjálfstæðisflokkinn og at- vinnurekendur. Ætlunin er sú, að telja atvinnurekendum trú um, að Sjálfistæ'ðisflokkurinn hafi brugðizt þeim á seinni ár- um. Flokkurinn hafi verið þeim hliðhollur undir ágætri forystu Ólafs Thors, en nú sé þetta á allt annan veg. Skjallyrði Tím- ans um Ólaf Thors eftir ára/tuga óslitna skammarunu bera sann- ast að segja ekki einlægnisvip. Á sínum tíma var Ólafi fundið allt til foráttu. Árum saman var t.d. á því hamrað, að hann hefði sannað ósæmilega eigingirni með því að haga orðaröð á annan hátt en Tímanum líkaði, þó að mörg dæmi væru um, að í ágæt- ustu fornritum var orðum hagað á sama hátt og Ólafur hafði gert. Þessi eltingaleikur var sannar- lega í eðli sínu skoplegur, en hann var gott dæmi um að ekk- ert var of lítilfjörlegt til að leggja það út Ólafi til lasts. Þeir atvinnurekendur, sem nú kynnu að taka skjallyrði Timans trú- anleg, mundu fljótlega hljóta skell fyrir skildinga, ef Fram- sóknarmenn kæmust til valda á l ný. Þessi ráðagerð er og ekki líkleg til mikils árangurs. Auð- vitað þekkja atvinnurekendur það öllum öðrum betur, að erfið- leikarnir, sem nú er við etja, eru ekki að kenna ríkisstjórn- inni, heldur hefur hún þvert á móti gert allt, sem í hennar valdi stendur til að létta umdir með atvinnurekendum. Enda munu undirtektirnar, sem Fram sóknarbroddarnir fengu, er þeir ætluðu að ánetja nokkra for- ystumenn úr Landssambandi ísl. útvegsmanna eftir aðalfund þeirra samtaka nú í vetur, ekki hafa verið sérstaklega uppörv- andi. Þess vegna er einnig grip- ið til hins, að reyma að rægja saman forystumenn núverandi stjórnarflokka í þeirri trú, að metnaður og tortryggni muni gera samstarf þeirra erfiðara. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins þekkja þessar aðfarir Tím- ans frá fornu fari. Tíminn hef- ur endalaust reynt að sá illu á milli hinna áhrifamestu þeirra en rógsiðjan hefur einungis orð- ið til að magna fyrirlitningu á slíkum starfsháttum. Svo mun enn reynast og vegur Tímans sízt vaxa við það að feta enn í fótspor Marðar Valgarðssonar. Erm glöggt hvað þeir vilja Raunverulegar óskir og fyrir- ætlanir ráðamanna Tímans og Þjóðviljans lýsa sér í viðtoörgð- um þessara blaða við samkomu- lagi ríkisstjórnarinnar, Alþýðu- sambandsins og vinnuveitenda um atvinnumál. Ætla hefði mátt, að þessir aðilar hefðu tekið sam- komulaginu fegins hugar, ekki sízt vegna þess að það er að verulegu leyti byggt á atvinnu- málasamþykkt síðasta Alþýðu- sambandsþings, eins og Eðvarð Sigurðsson hefur ótvírætt hald- ið fram við Þjóðviljinn. En Þjó'ð- viljinn gengur í berhögg við þennan mikilsvirtasta verkalýðs- foringja, sem enn telst til komm únista. Sálufélögunum, Tímanum og Þjóðviljanum, verður tíðrætt um, að ekki hafi tekizt að hindra atvinnuleysi á árinu 1968 og það sem af er þessu ári, og hafi rík- isstjórnin þó lýst vilja sínum til að svo mætti verða. Þýðingarlít- ið eða laust er að tala um at- vinnumál vfð nöldurmenni er lát ið hafa uppi, eins og aðalrit- stjóri Þjóðviljans, aðframkvæmd irnar í Straumsvík, sem einnig eru forsenda þess að hægt var að virkja Þjórsá, hafi stóraukið atvinnuleysi í landinu! Þá er það einnig algjörlega út í hött, þegar þessir sömu aðilar öðru hvoru halda því fram, að und- anfarin ár hafi verið lögð of mik- il áherzla á síldveiði en þorsk- veiðar vanræktar. Á meðan hin- ar miklu síldveiðar héldust lágu stjórnarvöld undir ásökunum ein mitt af hálfu þessara sömu að- ila, fyrir að greiða ekki nægi- lega fyrir veiði og hagnýtingu síldariinnar. Sannleikurinn er sá, að stjórnvöld gerðu það sem skynsamlegt var til að greiða fyrir síldveiðum. Jafn fráleitt er að halda því fram, að þá miklu auðsuppsprettu hefði ekki átt að nýta á meðan hún hélzt, eins og að láta svo sem hvarf hennar um sinn hljóti ekki að hafa áhrif á afkomu og lífskjör al- mennings. Auðvitað eru íslend- ingar miklu betur efnum búnir, vegna góðæranna að undan- förnu og þá einkum síldveið- anna. Og hvað sem öll stjóm- völd hefðu á sínum tíma sagt, þá yar gersamlega þýðingarlaust að ætla að standa á móti hag- nýtingu síldarinnar á meðan hún var við landi'ð, svo auðfeng- inn og mikill gróði, sem þar var á ferðum. Margháttuð fyrirgreiðsla Um það verður ekki deilt, að ríkisstjórnin hefur með mörgu rnóti unnið að eflingu atvinnu- vega á árinu 1968. Mest var um það vert, að ef ekki hefði til komið fyrirgreiðsla hennar, þá hefði ekkert or'ðið úr síldveið- um. Játað skal, að sú fyrir- greiðsla varð að minna gagni en ella vegna þess hve veiðarnar brugðust. En hvað hefði verið sagt, ef ekki hefði verið reynt að afla neinnar síldar? Þá hefði fyrst veri’ð unnt að ráðast með réttu á stjórnina. En úr því að síldveiðamar bruigðust, varð ekki komið í veg fyrir atvinnu- leysi víðsvegar. Lækkandi verð- lag á fiskafurðum hlaut að hafa sllkt hið sama í för með sér á íslandi eins og hvarvetna ann- ars staðar. Úr hvalveiðum hefði sökum verðfalls ekkert orðfð, ef atbeini ríkisstjórnarinnar hefði ekki komið til. Fyrir utan fyr- irgreiðslu við síld- og hvalveið- ar og við hraðfrystihúsin, svo þau lokuðu ekki á miðju sumri, þá má minna á ákvörðun um byggingu tveggja strandferða- skipa á Akureyri og fyrir- greiðslu um smíði fiskiskipa inn- anlands, sem skipasmfðastöðvarn ar hafa þó ekki nýtt til hlýtar. En ríkisstjórmin verður ekki sök- uð um það. Þannig mætti lengi telja, en rökin bíta ekki á þessi málgögn stjórnarandstæðiniga, einfaldlega af því, að fyrir þeim vakir ekki að kryfja sjálf mál- in til mergjar, heldur að vinna að því öllum árum, að víðtæk verkföll skelli á og haldist sem lengst. Valdagræðgin gerir þessa menn gersamlega óminnuga á höfuðskyldur sínar við almertn- ing, er þeir þó þykjast vera að vinna fyrir. Fráleit tillaga Mörg fjarstæðan hefur fyrr og sfðar verið sögð um skipti okk- ar við Bandaríkjamenn í sam- bandi við varnir landsins. Sum- ir ókunnugir útlendingar hafa haldið, að við íslendingar byggj- um við svo góð kjör sem raun ber vitni vegna þess, að við hefðum stórhag af vörnunum. Auðvitað er þetta alger fjar- stæða. Hinu ber ekki að neita, að vamirnar hafa fært okkur verulega fjármuni, einkanlega í því formi, að við þær hafa unnið margir menn, sem a.m.k. öðru hvoru mundu ekki hafa hlotið eins arðtoæra vinnu. Og að sjálf- sögðu er mikill munur á því fyrir íslendinga að hafa þannig hag af vörnunum, þótt ekki ráði neinum úrslitum um afkomu þjóðarinnar eða fyrir aðrar þjóð ir, sem verða að leggja á siig stórkostleg útgjöld til þess að halda uppi vömum í landi sínu. En eins og oft hefur verið sagt, þá er þáð ein höfuðskylda allxa sjálfstæðra, fullvalda ríkja að annast með einum eða öðrum hætti varnir á landssvæði sínu. Ef þau gera það ekki, þá bregð- ast þau frumskyldu, sem sjálf- stæðinu fylgir, og skapa hættu fyrir öryggi sitt og tilveru. Þetta hefur meirihluti íslendinga gert sér ljóst, og e.t.v. hefur mönn- um sjaldan verið ljósari nauð- syn á vörnum hér eins og í öðr- um þjóðlöndum en á síðustu mánuðum. Þess vegna er rík ástæ'ða til þess, að menn velti því fyrir sér, þegar haldið er fram að Við eigum að fara að leigja landið, hvað við mundum gera ef Bandaríkjamenn segðust ekki hafa áhuga fyrir því að vera hér gegn þeim kjörum. Mundum við þá vera reiðubún- ir til þess að láta landið vera varnarlaust með öllum þeim hættum, sem varnarleysinu fylgja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.