Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 16
16 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1669. "Últglefandi H.f. Áwáfcui*, ReykjavUc. FiiandBvaemdiaisitgóri Haraldur Sveinsaon. ■Ritatjórar Sigurður Bjamiaaon ifirá Yiguir. Maititlh'ías Jo!hanness!en. FyjóLfur Konráð JónssSOO. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðtaundssoifc Fréttaisitjóri Björn Jólhannsson. Auglýsihgiastj órj Árni Garðar Kristingson, Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstrseti 6. Sími 10-100. Auglýeingar AðaLstrœt'i 6. Sími 22-4-00. Áakxiftargjald fcr. 1©0.00 á inánuði innanlands. I lausasiölxt íkr. 10.00 eintakið. HVAÐ ER AÐ GERAST í TÉKKÖSLÓVAKÍU? Cú spurning brennur nú á ^ allra vörum, hvað sé að gerast í Tékkóslóvakíu. Sjálfs morð æskufólks, heimkoma umbótasinna og ólgan í land- inu af þessum sökum eru ein- stæð í hinum kommúníska heimi. Veröldin fylgdist af athygli með umbótabaráttu Tékkóslóvaka á árinu 1968 og þar til innrásin var gerð í landið í ágústmánuði sl. Eftir þá innrás höfðu víst fáir trú á.því að Tékkóslóvakar gætu haldið baráttu sinni fyrir frelsi og almennum mann- réttindum áfram og allt benti til þess, að Sovétríkjunum væri smátt og smátt að tak- ast að rjúfa skarð í raðir leið- toga landsins og beygja þá til hlýðni, einn af öðrum. En annað hefur komið í Ijós. Ástandið í Tékkósló- vakíu um þessar mundir á sér enga hliðstæðu í kommún ísku ríki. Upphaf þessara at- burða má rekja til baráttunn- ar fyrir því, að Josef Smrk- ovsky yrði kjörinn forseti hins nýja sambandsþings Tékka og Slóvaka en hann hafði áður gegnt embætti þingforseta. Sú barátta vakti heimsathygli vegna þess að hún var háð af fólkinu í land- inu augsýnilega gegn vilja hernámsliðsins í Tékkósló- vakíu. Smrkovsky varð að lúta í lægra haldi, en barátt- an fyrir kjöri hans hafði þó sýnt að eitthvað óvanalegt var á seyði í Tékkóslóvakíu, landi sem er hersetið af sovézkum hersveitum og hef- ur orðið að lúta vilja þeirra í einu og öllu. Þegar Jan Palach framdi sjálfsmorð kom enn betur í ljós hve sterkir straumar fara nú um tékkóslóvakiskt þjóðlíf. í kjölfar dauða Jan Palachs hafa fylgt fleiri sjálfs morðstilraunir og mótmæla- göngur, sem ekki eiga sínar líkar í kommúnísku landi. Það er ljóst, að í Tékkósló- vakíu er eitthvað að gerast, sem draga verður í efa, að jafnvel milljónaher ráði við. Fólkið er í þögulli, vopn- lausri uppreisn gegn hernáms liðinu í landinu, sem ekki veit hvernig það á að bregðast við. Þetta ástand í Tékkósló- vakíu getur haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Það sýnir að Sovétríkjunum hefur ekki tekizt að kúga þjóðina til hlýðni. Jafnframt er ljóst, að takist Tékkóslóvökum með þessum nýju baráttuaðferð- um að endurheimta þau mannréttindi, sem af þeim voru tekin með innrásinni í ágúst, getur öll A-Evrópa log að á skammri stund. Hiklaust má fullyrða, að almenningur í Tékkóslóvakíu sýni hinum voldugu Sovétríkjum nú meiri ögrun en dæmi eru til ■um í sögu kommúnistaríkj- anna. 88 MILLJÓNA SALA ¥ gær var frá því skýrt að Samband ísl. samvinnufé- laga hefði gert samning við Sovétríkin um sölu á ullar- vörum, peysum og teppum, fyrir 88 milljónir króna en þessar vörur verða framleidd ar í verksmiðju SÍS á Akur- eyri. Þessi tíðindi eru mikið fagnaðarefni. Samningar upp á 88 milljón króna sölu á ís- lenzkum iðnaðarvörum, þýðir mikla atvinnu fyrir iðnverka- fólk á Akureyri, jafnframt því, sem hann er staðfesting þess, að íslenzkur iðnaður er fyllilega samkeppnisfær á er- lendum mörkuðum. Fyrir verksmiðjur SÍS á Akureyri er þessi samningur vafalaust mjög hagstæður, enda hefur gengisbreytingin bætt mjög aðstöðu iðnfyrir- tækja til útflutnings. Fyrir nokkru var opnuð sérstök út- flutningsskrifstofa á vegum Félags ísl. iðnrekenda og er þegar komið í ljós, að mikill áhugi er hjá iðnrekendum á útflutningi. M.a. munu ís- lenzkar húsgagnaverksmiðjur taka þátt í húsgagnasýningu í Danmörku í vor með það fyrir augum að kynna íslenzk ar framleiðsluvörur á þessu sviði og afla markaða fyrir þær. Með samstilltu átaki er vafalaust hægt að afla tölu- verðra gjaldeyristekna með útflutningi íslenzkra iðnaðar- vara og'er samningur SÍS við Sovétríkin gott dæmi um það. UMFERÐAR- MÁLARÁÐ Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra, hefur gefið út reglugerð um skipun umferð- armálaráðs, sem mun annast umferðarfræðslu og annað W'.Wonrv Nýr James Bond GEORGE Lazenby, nýja Jam- es Bond kvikmyndahetjan dreypti á vodkag-lasi og sagði: „Ég kem fram ásamt 14 stúlk- um í þessari kvikmynd. Ekki svo slæmt“. Lazenby, sem er 29 ára og fæddur í Ástralíu, sagði þetta í hléi á milli at- riða við töku á nýrri mynd um James Bond, er nú stend- ur yfir. Þessi mynd heitir „On Her Majesty’s Secret Service“ og er er hún gerð í Pinewood Studios nálægt London. Framleiðendur myndarinn- ar, þeir Harry Saltzman og Albert R. Broccoli, komu á óvart, eir þeir völdu Lazenby til þess að fara með hið eftir- sótta hlutverk Bonds, sem Sean Connery hætti að leika að eigin ósk. Lazenby, sem er fyrrverandi bílasaii frá Goul- burn í grennd við Sydney, hef ur aldrei leikið áður í kvik- mynd og varð að ganga undir ýms próf, sem ekki voru af léttara taginu, unz hann hlaut hlutverkið. Sem kunnugt er þarf Bond að vera sterkur og fimur og ein þeirra þolrauna, sem Laz- enby varð að gangast undir, var að takast á við Yuri Bor- ienko, sem er fyrrverandi glímumaður og vegur 120 kg. Yuri fékk bólgna vör í þess- um áflogum og þeim Salts- man og Broccoli þótti greini- lega mikið til um frammistöðu Lazenbys koma. „Ég vil sjálfur fá að vera í slagsmálaatriðum mínum“, sagði Lazenby í viðtali fyrir skömmu. „Slíkt heldur mér í formi“. Lazenby, sem er um 2 metr ar á hæð, lék í rugbyliiði í sex ár í Ástralíu og hann er æfð- ur froskmaður og skíðamað- ur. Hann virðist býsna kvíða- laus vegna hlutverks síns sem James Bond. „Aðrir menn geta leikið það, hvers vegna skyldi ég ekki geta það? Ég er bein línis Laurence Olivier. En reynsla Sean Conneryis sem leikara var takmörkuð, er hann tók við hlutverki 007. Ég geri það sama og hann gerði — fel mig í hendur þeim snjalla flokki manna, sem mót aði Bond og gerði hann að kvikmyndapersónu“. Áður hefur Lazenby komið fram í auglýsingamynd í brezka sjónvarpinu, þar sem han nauglýsti súkkulaði. — „Mér þótti ekki beinlínis gam an að því að koma fram sem auglýsingafyrirmynd, en það er góð aðferð til þess að vinna fyrir brauði sínu“, er haft eftir honum. Stjórnandi kvikmyndarinn- ar „On Her Majesty’s Secret Service", Peter Hunit, hefur sagt, að þessi mynd, sem er sjötta Bond kvikmyndin, hafi til að bera færri tæknibrellur en þær fyrri. „Þetta er sú sagan um James Bond, sem allir voru sammála um, að væri sú bezta, sem Ian Flem ing skrifaði". Megin hluti sögunnar gerist í Svisslaindi, en þangað fer James Bond til þess að eyði- leggja rannsóknarstöð fyrir sýklahernað, sem dr. Blofeld, er allir óttast, starfrækir. — Bandaríski leikarinn Telly Sa valas fer með hlutverk Blo- felds. Hluti af töku kvikmyndar- innar fór fram í 10-000 feta hæð á Schilthorn fjalli í sviss nesku ölpunum, þar sem byggður var sérstakur þyrlu- flugvöHur. Taka á innanlhússatriðum George Lazenby er 29 ára og ástralskur að uppruna. Hér sézt hann, þar sem hann hef- ur tekið sér stöðu í hlutverki sínu, sem James Bond, fyrir framan kvikmyndatökuvélina við töku myndarinnar „On Her Majesty’s Secret Service“. Þetta er sjötta James Bond myndin. fer fram í Pinewood, sem að framan greinir, en þar unnjt 120 tæknimenn að því í þrjár vikur að koma upp flókinni sýklarannsóknarstöð dr. BIo felds. Kostnaðurinn við að koma henni upp var talinn um 100.000 sterlingspund, en inni í henni var komið fyrir fjölda af rannsóknartækjum og flóknum verkfærum. „Viðbúnir!" hrópaði aðstoð arkVikmyndastjóri. Síðan heyrðust fjórar feikn arlegar sprengingar og rann- sóknarbyggingin hvarf í reyk, grjóti, sem þeyttist í loft upp og bráðnandi gleri. „Ljómandi", sagði Hunt kvikmyndastjóri. „Ég er því feginn, að við þurftum ekki að kvikmynda þetta atriði aft- - VETTVANGUR Framhald af bls. 8 hér á landi. Það hefur að nokkru leyti verið gert á sl. 4 árum eins ag að framan greinir. En verk- fall sjómanna nú vekur upp þá spurningu, hvort ekki sé sjálf- sagt og eðlilegt að samningavið- ræður hafi staðið tiltekinn tíma áður en heimilt sé að boða til verkfalls t. d. 4—6 vikur. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að yfir- leitt hefjast samningaviðræður milli deiluaðila á vinnumarkaðn- um mjög seint, þótt samning- um hafi verið sagt upp og það vill oft brenna við að samnings- aðilar séu illa undirbúnir og að viðræður séu fyrst að komast á alvarlegt stig, þegar til verk- falls kemur. Engum dettur í hug að afnema beri verkfallsréttinn enda mundi slík ráðstöfun þegar í stað verða brotin á bak aftur. En menn hljóta að gera sér grein fyrir því að þjóðin hefur ekki efni á þessu háttalagi. Styrmir Gunnarsson. LEIKFÉLAG Selfoss og Leikfé- lag Hveragerðis frumsýna í kvöld leikritið Skálholt eftir Guð mund Kamban undir leikstjórn Gísla Halldórssonar, í Selfoss- bíói klukkan 9 e.h. Alls koma fram 20 leikendur, en Brynjólf biskup leikur Valgarð Runólfs- son, biskupsfrúna Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir, dóttur þeirra leik- ur Þóra Grétarsdóttir. Daða Hall dórsson leikur Bjarni E. Sigurðs- son, Helgu í Bræðratungu leikur Svava Kjartansdóttir, Dómkirkju prestinn leikur Hörður S. Ósk- arsson, ráðskonuna leikur Krist ín Jóhannesdóttir og skólameist- arann leikur Gunnar Kristófers- son. það sem stuðlað getur að ör- yggi í umferðinni. Þessi reglu gerð var gefin út jafnhliða því sem Framkvæmdanefnd hægri umferðar hætti störf- um. A því leikur enginn vafi, að hin víðtæka umferðar- fræðsla, sem fram fór fyrir breytinguna yfir í hægri um- ferð hefur stuðlað mjög að bættri umferðarmenningu í landinu. Þess vegna er það fagnaðarefni, að með stofn- un umferðarmálaráðs hefur verið ákveðið að halda áfram slíku almennu fræðslustarfi enda mun það mála sannast, að ekki veitir af að halda uppi stöðugri fræðslu í þess- um efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.