Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. 21 „HORNAUGAÐ" KVIKMYNDAGAGHRÝNI UNGA FÓLKSINS BjSrm Baldursson ÞórSur Gunnarsson Háskólabíó — Alfie — Isl. texti Það er sorglegt til þess að vita, hve miklu meir Islendingar meta vöðvaafl og hnefaorku heldur en heilbrigða starfsemi heilans. Líklegast er þetta arfur œvafornrar kota-menningar en það, sem verra er, unga kynslóð in virðist fylgja þessari stefnu í ríkum mæli þrátt fyrir mikinn þjóðarskort á rökréttri hugsun. Kvikmyndin Alfie býður upp á fágæta hluti.Fyrst og fremst vek- ur hún þá til umhugsunar, sem yfirleitt eru þess megnugir að hugsa og í öðru lagi er myndin samantvinnuð ákaflega þroskaðri kímnigáfu. En þá rekum við okk- ur aðeins á eitt vandamálið enn. íslendingar kunna hreinlega ekki að hlæja. Það er furðulegt til þess að vita, að fólk, sem kall- ar sig með réttu ráði, geti t. d. velzt um af hlátri sé einhver sleginn svo rækilega í magann, að augun þjóti út úr höfði hans líkt og korktappar. Þetta sannar aðeins berlega, að landinn hlær hæst og lengst að óförum ná- ungans en ætlar svo spólvitlaus að verða, nálgist hættusvæðið hann sjálfan. Það gæti því orð- ið lærdómsrikt að fórna Alfie nokkrum tíma og sjá um leið eina áhrifamestu og frumlegustu kvikmynd Bandaríkjamanna hin síðari ár. Michael Caine leikur lífið á kaldan og hrjúfan máta. Með tilfinningaleysi tekst hon- um einmitt að vekja athygli á því fagra sem umhverfis hann er. Án grimmúðleika myndum við aldrei læra að meta hið fagra í veröldinni. Það væri athyglis- verður árangur, ef myndin yrði nú vel sótt og gestir legðu sig i lima við að skilja hana. Það væri svo stórt framfaraspor, að við ættum líklega örlítið meiri rétt á þjóðarmontinu, eftir sýn- ingu en áður. myndahús Reykjavíkur og ná- grennis hafa boðið upp á mikið úrval góðra kvikmynda þessa síðustu mánuði og að öllu leyti staðið vel fyrir sínu. Hinu ber þó ekki að neita, að við höfum líka orðið varir við óánægju- raddir. Hvers vegna geyma kvik- myndahúsin pantanir ekki leng- ur en til kl. 8 e. h.? Hver er ástæðan fyrir þessum þrautleið- inlegu og síendurteknu auglýs- ingamyndum? Væri t. d. ekki hægt að sýna þær í hléinu. Þetta eru sjónarmið útaf fyrir sig og áreiðanlega þess virði að for- stjórar kvikmyndahúsanna verði fyrir svörum. Frá því að skrif þessi hófust, höfum við reynt að hafa þau sem aðgengilegust og okkur tdl mikillar ánægju. orð- ið þess varir, að eldri og reynd- ari gagnrýnendur virðast hafa lært talsvert af þvt Það er ekki ólíklegt að bráðlega reynum við nýjar leiðir til tilbreytingar og viljum nota tækifærið, til að þakka kvikmyndahússtjórum góða samvinnu með von um, að hún megi haldast. Sömu kveðj- ur til miðasölu-rósanna (Stjörnu- bíói) og þökk fyrir góða þjón- ustu og lipurð. Það væri líka fróðlegt, ef fólk vildi fórna fimm mínútum eða svo og senda okk- ur nokkrar línur, með þeirra eigin gagnrýni og skoðunum. Það má vel vera, að við sæjum okkur fært að birta eitthvað af því, hvort sem það er Hornaug- anu í vil eða ekki. Utanáskrift annaðhvort Björn Baldursson, Víðimel 23, eða Þórður Gunnarsson, Bergstaða- stræti 80. 1967 Nú, þegar Hornaugað hefur starfað í talsverðan tíma, þykir tilhlýðilegt að höfundar gefi frá sér stutta yfirlýsingu. Kvik- 404 - SINDRI Framhald af bls. 13. manna iðnaðarsamtakanna, bæði forystumanna atvinnu- rekenda og verkalýðsfélag- anna. Það eru þessir aðilar sem hafa skattlagt iðnaðinn, sem raun ber vitni og ekki staðið vörð um hagsmuni okk- ar. Þessum aðilum ber að standa vörð um hagsmuni allra þeirra, sem stunda þessa mikilvægu atvinnugrein. — Margar iðnaðarfram- leiðslugreinar hérlendis hafia sýnt og sannað, að þær fá fyllilega staðizt erlenda sam- keppni, en auðvitað eru til aðrar, sem eiga í erfiðleikum, t. d. vegna smæðar þjóðar- innar, eða af öðrmn ástæð- um. Iðnaðurinn þarfnast jafn- réttis allra iðngreina, og þeg- ar því er náð, kemur í ljós, hvaða iðnað er hægt að reka hér á landi og hvaða ekki. Hér á landi eru mörg iðn- fyrirtæki, sem hafa sjálf byggt sig upp, smíðað og sett upp tæki þau, sem þarf til að framleiðsla geti hafizt. Þetta hefur eðlilega tekið langan tíma. f því sambandi má t. d. benda á fyrirtæki í stálskipa- smíðinni, sem hafa verið mörg ár að þróazt. Skal hér aðeins bent á skipasmíða- stöðvar Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi og Marselíusar Bemharðssonar á ísafirði, sem nú í fjölda ára hafa rekið þennan iðnað með góðum ár- angri. —- Hvað viljið þið segja um framtið íslenzks iðnaðar? — Það er vissa okkar, að íslenzkum iðnaði verði gert jafnhátt undir höfði og öðrum helztu atvinnuvegum þjóðar- - innar, og í trausti þess er það sannfæring okkar, að þessi rótgróni atvinnuvegur eigi eftir að rísa upp og læra jafn- framt af þeim stundarerfið- leikum, sem nú er við að etja. Iðnaðurinn stendur á göml- um merg. Blómi hans var hvað mestur fyrir og eftir síðustu aldamót. Þá voru iðn- aðaæmenn í hópi helztu menn- ingarfrömuða í bænum, og má minna á forgöngu þeirra fyr- ir byggingu Iðnó og Inðskól- ans. Á þessum árum var ekki um að ræða innflutningshöft eða verndartolla, þá mun efni til iðnaðar hafa verið toll- frjálst. Iðnaðurixm þarf ekki neina styrki eða forréttindi. Hann þarf sama rétt og aðrir höf- uðatvinnuvegir landsins. Þá einungis getur hann sinnt mikilvægu hlutverki sínu alM þjóðinni til farsældar. Allt á börnin i sveitina Miklatorgi, — Lækjargötu 4. Hvítar munstraðar barnasokkabuxur munstraðir sokkar, Hudsonsokkar, Tauschersokkar. Tösku og hanzkabúðin Skólavörðustíg. Ferðatöskur innkaupatöskur, ítalskar sumartöskur, nýkomnar Úrvalið er í Tösku og hanzkabúbin Skólavörðustíg. Peugeot 1967 Sig-urvegarar Austur-Afríku keppninnar. 404 - VINSTRI - HÆGRI Framhald af bls. 18. slysahættan, ef ekki yrði breytt fyrr en að tuttugu ár- um liðnurr Tiltölulega litill hópur manna öðlaðist öku- réttindi á ári hverju fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Einhver hluti þeirra mun nú eiga erf- itt með að aðlaga sig breyt- ingunni vegna vanastöðnun- ar. Margfalt fleiri menn öðl- ast nú ökuréttindi ár hvert og, ef breytingin yrði látin bíða þangað til þeir væru orðnir tuttugu ára ökumenn, er ég hræddur um, að hópur stirðnaðra ökumanna, sem ætti erfitt með að aðlaga sig breytingunni, yrði allmiklu stærri. Á sama hátt kann að vera rétt út af fyrir sig, að dýrt mundi að breyta nú, en þó þarf ekki að breyta nú nema tiltölulega fáum bif- reiðum, tiltölulega fáum gatna mótum og færa til tiltölulega fá umferðarmerki. Hversu miklu dýrari yrði breytingin ekki að ttuttugu árum liðnum eftir að bifreiðum hefði fjölg- að hver veit hvað margfalt, búið væri að steinsteypa svo og svo miki;' af vegakerfinu og koma fyrir ótölulegum fjölda umferðarmerkja og götuvita. Ég ætla mér ekki þá dul með tilskrift þessari, að leggja þann myllustein um háls vinstri-handar — stefn- unni, sem duga muni henni til kaffæringar, en ég vil gjarnan vega að henni og eiga minn þátt i réttun henn- ar. 5 manna kr. 242 þús. 7 manna station kr. 265 þús. Sterkbyggðir Sparneytnir Háir á vegi 204 Frábærir aksturshæfileikar — Ódýrastir sambærilegra bíla 204 5 manna station kr. 225 þús. 5 manna kr. 208 þús. Höfum bíla á lager af gerðinni 404 HAFRAFELL HF. Brautarholti 22. Símar 23511 og 34560. Hákon H. Kristjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.