Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. Samþykkt borgarstjórnar: BORGARSTJORN VEITIFEGRUHAR- Grindavík Sjálfstæðisfélag Grindavíkur boðar til fundar, þriðjudaginn 23, maí kl. 9 e.h., í samkomuhúsinu. Frummælendur: Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, Pétur Benediktsson, bankastjóri, Sverrir Júlíusson, alþingismaður, Axel Jónsson, alþingismaður. Allt Sjálfstæðisfólk og annað stuðningsfólk D-listans er vel- komið á fundinn. Sjálfstæðisfélag Grindavíkur. Félag garðyrkjumanna og Hús- eigendafélag Reykjavíkur, sem bæði ásamt fleiri félagasamtök- um hafa sýnt fegrunarmálum mikinn áhuga og örvað borgar- búa til skilnings á þýðingu þeirra. En þrátt fyrir góðan árang- ur, sem náðst hefur í þessum málum og útlit borgarinnar ber bezt vitni um, gera sér sjálf- sagt allir grein fyrir því, að á þe.ssu sviði, eins og svo mörg- um öðrum eru verkefnin óþrjót andi og æskilegt er, að hægt verði að gera enn stærra átak í fegrun borgarinnar, sem stefni að því að gera Reykja- vík að fyrirmynd annarra borga í fegurð og snyrtilegri umgengni. Verkefnin blasa vissulega víða við og þau verða ekki leyst nema sífellt sé unnið að lausn þeirra í sem nánastri samvinnu við þá aðila, sem hlut eiga að máli og af áhuga vilja veita því lið. Aðaltilgangurinn með tillögu þeirri, sem hér liggur fyrir til umræðu, er sá, að borgar- yfirvöldin hafi forystu um, að sameina þau öfl í borginni, er vilja veita liðsinni sitt til þess að vinna að aukinni fegr- un hennar og um leið að glæða áhuga borgarbúa almennt fyrir menningar- og félagslegri þýð- ingu málsins, og að veita þeim aðilum, sem mest og bezt gera á þessu sviði viðurkenningu fyrir framtak sitt og dugnað og þar með að hvetja aðra til að feta í fótspor þeiira. Ég held, að almennur skiln- ingur borgarbúa á þýðingu og nauðsyn þessa máls, sé for- senda fyrir því, að vel til tak- ist í þessu efni. Þess vegna vinna félög áhugamanna mikið gagn á þessu sviði og þetta starf ber vel að meta og örva eins og kostur er á. Þá er leið- beiningarstarf nauðsynlegt. Garðyrkjustjóri og starfsmenn hans hafa reynt að rækja það eftir föngum og veita borgarbú- um leiðbeiningar í garðyrkju og ræktun. Hefur garðyrkjustjóri m. a. skrifað margar greinar í blöð um þessi mál og flutt fræðslu- þætti í útvarpið. Líklegt er að haía mætti mikið gagn af sjón- varpi í þessu efni, eins og svo mörgu öðru og þyrfti að rann- saka það mál sérstaklega. Þá hafa Skólagarðar Reykja- víkur tvímælalaust haft mjög mikla þýðingu fyrir þetta mál. Þar hefur börnum og ungling- um gefizt kostur á að læra und- irstöðuatriði í ræktun garð- ávaxta og blóma. Þau hafa unn- ið sjálf við reitinn sinn. Fund- ið gleðina við að hlúa að veiku plöntunum á vorin og séð þaer vaxa yfir sumarið og verða að fallegum blómum. Einnig hef- ur unga fólkinu verið gefinn kostur á að fara í sýningar- ferðir um borgina og skoða Heiðmörk, en allt þetta hefur tvímælalaust vakið áhuga þeirra fyrir ræktun og því lífi, sem alls staðar hrærist í kring- um okkur í náttúrunni, en slíkt hefur meiri og betri uppeldis- áhrif á barnið en flest annað. Vinnuskólinn hefur einni ghaft mikla þýðingu á þessu sviði. Ég minntist á það áðan, að Fegrunarfélag Reykjavíkur hefði fyrir nokkrum árum beitt sér fyrir því, að eigendum feg- urstu skrúðgarðanna í borginni var veitt viðurkenning fyrir garða sina. Þetta hafði mikla þýðingu að mínu áliti. f fyrsta lagi örvaði það garðeigendur til að gera sitt bezta og skapaði nokkra keppni og metnað milli þeirra, en það sem meira virði var, þessir garðar voru ekki einungis augnayndi þeirra, sem sáu þá, heldur beinlínis lærðu margir af því, sem þar var gert SJÁLFSTÆÐIS- FÉLAG REVKJAVÍKUR VIÐURKENNINGU Á FUNDI borgarstjérnar Reykjavíkur í fyrradag var samþykkt með samhljóða atkvæðum svohljóðandi tillaga Gunnars Helgasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Borgarstjórnin leggur áherzlu á, að stöðugt sé stefnt að aukinni fegrun horgarinnar með sem nánastri samvinnu einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og horgaryfir- valda. Þess vegna samþykkir horgarstjórnin að veita einstakl- ingum og fyrirtækjum, sem skara fram úr á þessu sviði, viðurkenningu. Felur horgarstjóm garðyrkjustjóra að hafa forgöngu um þetta mál og leita eftir samvinnu við þau félagasamtök, sem hlut eiga að máli, eða sýnt hfa áhuga fyrir fegrun horgarinnar, svo sem Fegrunarfélag Reykjavíkur, Garð- yrkjufélag íslands, Félag garðyrkjumanna, Húseigendafé- lag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Garð- yrkjustjóri leggi tillögu sína fyrir borgarráð eigi síðar en 1. júlí 1967.“ Hér fara á eftir kaflar úr framsöguræðu Gunnars fyrir tillögunni: Flestir munu vera sammála um, að Reykjavik sé orðin fög- ur borg, og þeir, sem til þekkja og fylgzt hafa með þróun mála á síðari árum varðandi fegrun borgarinnar sjá, að stórátak hefur verið gert á þessu sviði bæði af hálfu borgaryfirvalda og jafnframt og ekki siður af hálfu fjölmargra einstaklinga og fyrirstækja. Einnig hafa ýmis félagasam tök látið sig fegrun borgarinn- ar miklu skipta og örvað til átaka á þessu sviði. Má í því sambandi nefna: Fegrunarfélag Reykjavíkur, sem um tíma vann merkilegt starf til að auka áhuga fólks á fegrun og snyrtimennsku i borginni, og beitti sér í nokkur ár fyrir því, að eigendur fegurstu skrúð- garðanna fengu sérstaka viður- kenningu fyrir ræktunarstarf sitt. Garðyrkjufélag íslands hef- ur í áratugi unnið merkilegt brautryðj endastarf í garðyrkju- og ræktunarmálum og starfar nú að ýmsum þýðingarmiklum verkefnum. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur einnig unn- ið mikið og merkilegt starf á sínu sviði og eins má nefna: REYKJANESKJÖRDÆMI Gunnar Helgason og fengu líka ýmsar upplýs- ingar um þessa garða í blöðun- um, en þau sögðu yfirleitt frá þessum görðum og hvað þar hefði verið unnið. Margir kaupstaðir tóku upp þessa hugmynd og hafa veitt slíka viðurkenningu og ég tel að taka beri þráðinn hér upp að nýju og verðlauna fegurstu skrúðgarðana í borginni eins og áður var gert, en um það mál verði haft samráð við fé- lög áhugamanna, eins og fram kemur í tillögunni. En það þarf að huga að fleiru en skrúðgörðunum í sambandi við fegrun borgarinnar. Húsin og viðhald þeirra hefur ekki síður mikið að segja varðandi heildarútlit hennar. Með bætt- um efnahag ættu menn að hafa meiri möguleika á því, að halda húsum sínum betur við en áð- ur var, en því miður er nokkur misbrestur á að svo sé. Illa máluð hús með ryðguðu járni sjást alltof víða í borginni og setja leiðinlegan svip á um- verkin bæði við götu og milli húsa, sem ekki hefur verið hugað að sem skyldi. Of mikið er af Ijótum grind- verkum í borginni, sem ekki er haldið við eiras og vera ber. Einnig hefði það mikið að segja, ef hægt væri að hafa sem mest samræmi í gerð grindverka við sömu götu. Spurningin er, hvort ekki þyrfti að setja um þetta ákveðnar reglur líkt og með byggingu húsa. Þá vil ég minnast lítillega á fyrirtækin. Hús hinna ýmsu fyrirtækja, setja mikinn svip á borgina og er því nauðsynlegt að þeim sé vel viðhaldið og vel gengið um athafnasvæðin. Mörg fyrirtæki hafa gengið mjög snyrtilega frá lóðum sín- um og húsum, sem prýði er að Önnur hafa ekki sinnt þessu eins og vera ber. Ég tel rétt, að þau fyrirtæki, sem skara fram úr í smekk- vísi við frágang mannvirkja sinna, hljóti einnig viðurkenn- ingu, því að þáttur þeirra við fegrun borgarinnar er ekki minna virði en þáttur einstakl- inganna. En þó ég hafi minnzt á nokk- ur sérstök atriði, sem ég tel að veita beri viðurkenningu fyrir, vil ég láta þá skoðun mína koma skýrt fram, að ég tel að verðlauraa beri það sem bezt er gert í þessum málum, hvort heldur það eru skrúðgarðar eða útivistarsvæði, hús einstaklinga og fyrirtækja eða annað það, sem að færustu manna áliti er þess virði og er borginni til prýði, Því verður ekki neitað, að umgengishættir okkar íslend- inga eru ekki alltaf nógu góð- ir. Þetta sýnir sig alltof oft bæði í þéttbýli og eins til sveita, ekki sízt þar sem ferða- fólk hefur lagt leið sína um. Skilningur fólks á þýðingu menningarlegrar umgengni hef- ur vissulega farið vaxandi og flestir ganga vel og snyrtilega um þá staði, sem þeir skoða og oft til mikils sóma. Aftur á móti er það athug- andi, hvort skólar landsins ættu ekki að taka upp sérstaka fræðslu í þessum efnum. Kenna meira en gert er, hvernig sið- menntuðum manni ber að haga sér í þessum efnum, hvemig hlúa beri að náttúru landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.