Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA: ÆSKAN 0G FRAMTÍÐIN RITSTJÓRI: ÁRMANN SVEINSSON i Þróttmikið starf FUS á Akureyri Fyrir skömmu hittum við að máli Sigurð Sigurðsson, fonmann Varðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri og sagði hann ökkur frá starfsemi félagsins í vetur. — Starfsemi „Varðar“ hef- ur verið fjölþætt í vetur. Skipzt hefur á fjáröflunar- starfsemi og stjórnmálastarf- semi. Fjáröflunarstarfsemi okkar hefur í vetur miðað mest að því að styrkja blað okkar norðanmanna „íslend- ing“, sem á við nokkra erfið- leika að etja, sérstaklega eft- ið að ákveðið var að auka upplagið svo að hægt yrði að 1 dreifa blaðinu inn á öll heim- 1 ili í Norðurlandskjördæmi / eystra. Með fjárframlagi J „Varðar", sem mun nema um I 70 þús. kr. hefur þetta tekizt. i Fjáröflunarsviðið hefur mest miðast við að afla tekna með bingó-kvöldum, sem hafa ver- ið haldin hálfsmánaðarlega í Sjálfstæðishúsinu við mjög góðar undirtektir og höfum við staðið undir okkar rekstr- arkostnaði auk þess, sem blaðið hefur fengið. í>á höf- um við einnig styrkt unga stúlku frá Akureyri til ferð- ar til Bandaríkjanna til lækn- isaðgerðar. Þar lagði „Vörð- ur“ fram um 15 þús. kr. og er annað slíkt framlag á döf- inni. Sigurður Sigurðsson Klúbbur unga fólksins hef- ur starfað nú í vetur, sem í fyrra vetur, en þar er haldið uppi fjölþættri starfsemi fyr- ir unglinga á aldrinum 16 ára og eldri. Samstarf við Menntaskól- ann hefur því miður verið fremur dauft í vetur hjá því sem það var árið áður, en vonandi má með aukinni sam- vinnu í haust bæta það. Stjórnmálahlið „Varðar" hefur mótazt mjög mikið af kvöldverðarfundum, sem Variar haldnir hafa verið mánaðar- lega fyrsta föstudagskvöldið í hverjum mánuði og hafa þar mætt innsti hringur fé- lagsins og öflugasta starfslið þess. Þar hafa verið fengnir til ræðumenn, bæði þingmenn og aðrir, sem sýna málefnum Sjálfstæðismanna áhuga. Œlafa Varðarfélagar mjög fúslega tekið við allri þeirri fræðslu og verið ólatir við að spyrja ræðumenn. — Fyrir skömmu skoruðum við á unga Framsóknarmenn í kappræður um utanríkis- og varnarmál. Þeir lýstu því yfir í blaði sínu „Degi“ að þeir væru mjög fúsir til umræðna um þetta efni. Eftir nokkrar málalengingar og bréfaskrift- ir féllust þeir loksins á að mæta okkur og hittumst við kvöld eitt í Sjálfstæðishúsinu. Ræðumaður Framsóknar- manna var Ingólfur Sverris- son, en af hálfu Sjálfstæðis- manna var Halldór Blöndal. Þar að auki töluðu þrír Fram- sóknarmenn og tveir Sjálf- stæðismenn í frjálsiun um- ræðum. Ræða Ingólfs var byggð á greinargerð frá ungum Fram- sóknarmönnum, sem Halldór Blöndal hrakti lið fyrir lið. Fundinum lauk með því að Sjálfstæðismenn fóru með al- gjöran sigur af hólmi. „Vörð- ur“ hefur skorað á unga jafn- aðarmenn á Akureyri til kappræðufundar um atvinnu- uppbyggingu Norðanlands og munum við mæta þeim 22. maí, ef þeir taka áskorun okkar, sem við vonum að þeir geri. Aðaliundur Fylkis ó ísafirði Jens Kristmannsson endurkjörinn form. Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur Fylkis, félags ungra Sjálfstæðismanna á ísafirði. í stjórn félagsins voru kjörn- ir: Jens Kristmannsson formað ur, Garðar S. Einarsson, Úlfar Ágústsson, Jóhann Ármann Kjartansson, Magnús Þórðar- son. Varastjórn: Brynjólfur Samú elsson, Reynir Pétursson, Krist mann Kristmannsson. Endurskoðendur voru kjörn- ir: Guðmundur Marinósson og Barði Ólafsson. I kjördæmisráð voru kjörnir Garðar S. Einarsson og Jens Kristmannsson og til vara Úlf- ar Ágústsson og Brynjólfur Samúelsson. Þrjátíu manns gerðust félag- ar á þessum fundi. Matthías Bjarnason alþm. mætti á fundinum og flutti þar ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Miklar umræður urðu um fé lagsmál og almennur áhugi á að efla mjög starfsemi félags- ins og vinna ötullega að því að efla gengi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Fundurinn var mjög fjöl- mennur og mikill áhugi ríkj- andi á því að auka félagslíf ungra Sjálfstæðismanna í Vest fjarðakjördæmi. IMýtt Stefnishefti ÚT er komið nýtt hefti af Stefni, tímariti ungra Sjálfstæðismanna um þjóðmál og menningarmál. Ritstjórinn, Steinar Berg Björns- son, cand. oecon., ritar Víðsjá. ISiigfinnur Sigurðsson, hagfræð- ingur ritar „Nokkrar hugleið- ingar um opinber þjónustustörf". (Þá er birt brot úr ræðu Hubert Humpreys, „Tæknibyltingin og Iheimur áttunda tugs aldarinnar. Tómas Zoega, stud. oecon., ritar um samgöngumál. „Hvers vegna ISeðlabanki" nefnist grein eftir J. Keith Horsefield, aðalritara Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í þýð- dngu Péturs Snælands. Ragnar (Kjartansson, framkvæmdastjóri, ritar greinina „Alþjóðlega sam- hjálp og samvinna". Ritnefnd Stefnis skipa auk rit- stjóra Jón Sigurðsson, verzlunar- imaður, og Þráinn Þorvaldsson, stud. oecon. er tímarit ungra Sjálfstæðismanna um þjóðmál og menningarmál. Öll félög ungra Sjálfstæðismanna veita áskriftum viðtöku svo og skrifstofa Sjálf- stæðisflokksins; Rvík, sími 17100. s. u. s. FUS stofnað í V-Húnavatnssýslu Karl Sigurgeirsson kjörinn formaður IHINN 1. maí sl var stofnað félag •ungra Sjálfstæðismanna í V- Húnavatnssýslu. Til fundarins ivar boðað í húsi Sigurðar Pálma- isonar, kaupmanns, Hvamms- ttanga. Ármann Sveinsson setti stofn- tfundinn fyrir hönd Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Gerði hann lítillega grein fyrir undir- Ibúningi að félagsstofnuninnL Þá Iflutti hann tillögu um lög fyrir Ihið nýja félag og var hún sam- Iþykkt. í fyrstu stjórn Félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestur- tHúnavatnssýslu voru kjörnir: Karl Sigurgeirsson, verzlunarm. Hvammstantga, formaður, Böðvar Sigvaldason, Barði, Ragnar Gunn laugsson, Bakka. Þeir sömu voru Ikjörnir í fulltrúaráð Sjálfstæðis- tfélaganna í V-Hún. í kjördæmisráð var kjörinn IÞórarinn Þorvaldsson, Þórodds- 'stöðum, og til vara Böðvar Sig- Ivaldason, Barði. Endurskoðend- iur voru kjömir þeir Ólafur Ósk- arsson, Viðidalstungu, og Þor- 'valdur Pálsson, Bjargi. Að loknum stofnfundarstörf- um tók hinn nýkjörni formaður til máls og þakkaði það trausb er sér væri sýnt og hvatti menn 'til átaka í þágu Sjálfstæðis- tflokksins. Tveir frambjóðenda, þeir Eyj- lólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, •og Pálmi Jónsson, bóndi, komu itil fundárins og raeddu stjórn- málaviðhorfið og brýnustu haigs- munamál kjördiæmisins. Að ræð- um þeirra loknum tóku margir til máls og voru fundarmenn 1 Imiklum baráttu- og sóknarhug. Hljómplatan með brotum úr fjórum ræðum Ólafs Thors er til sölu á skrifstofu Heimdallar í Valhöll við Suð- urgötu, sími 17102.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.