Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAI 1967. 3 LárvíiarskákBð Masefield látinn Lárviðarskáldið brezka John Masefield lézt að heimili sínu í grennd við Oxford fyrir nokkrum dögum. Hann var 88 ára gamall. í samúðarskeyti til dóttur skáldsins, Judith Masefield, segir Elizabeth II. Englandsdrottning: „Nafn John Masefield verður munað og í heiðri haft hvarvetna þar sem töluð er ensk tunga.“ Masefield varð lárviðarskáld brezku krúnunnar árið 1930, þegar fyrirrennari hans í því embætti, Robert Bridges lézt. Annað skáld kom þá til greina í þetta embætti, Rudyard Kip- ling, en þáverandi forsætis- ráðherra, Ramsey MacDonald, var því andvígur þar sem Kipling var frændi leiðtoga íhaldsmanna, Stanley Bald- wins. Auk þess var George V konungur hliðhollur Mase- field, en hann var sjálfur fyrr- verandi sjómaður og þótti vænt um kvæði skáldsins um hafið. Masefield fór fyrir alvöru að yrkja árið 1897, þá 19 ára gamall. Hann vann þá í teppa- verksmiðju fyrir eitt sterlings- pund á dag. Síðar fór hann til sjós og sigldi um öll heims- höfin sem háseti, bryti og loks sjötti stýrimaður. Fyrsta ljóðabók hans „Salt- Water Poems and Ballads" kom út 1902 og var mjög vel tekið. Þá þegar luku flestir upp einum munni um það, að Masefield væri fyrsta mikil- væga brezka skáldið, sem sótti yrkisefni sitt til sjó- mennskunnar. Þekktasta kvæði hans er ef til vill „Sea-Fever“, sem hljóðar svo á máli skáldsins: I must go down to the seas again, to the lonely sea and the sky And all I ask is a tall ship and a star to steer her by, And the wheel’s kick and the wind’s song and the white sails shaking And a grey mist on the sea’s face and a grey dawn breaking. I must go down to the seas again, for the call of the running tide Is a wild call and a clear call that may not be denied And all I ask is a windy day with the white clouds flying, And the flung spray and the blown spume, and the seagull’s crying. I must go down to the seas again to the vagrant gypsy life, To the gull’s way the whale’s way where the wind’s like a whetted knife; And all I ask is a merry yarn from a laugliing fellow-rover And quiet sleep and sweet dream when the long trip’s over. Hlutverk lárviðarskálds er í því fólgið, að yrkja Ijóð í til- efni ■ merkisatburða við brezku hirðina, svo sem á af- John MMasefield mælisdegi drottningar, eða er henni fæðist barn. Af þessum sökum hafa mörg skáld ver- ið treg til að gegna þessu embætti. Hins vegar hafa ým- is merk skáld gegnt því og má þar nefna John Dryden (1631—1700), Alfred Tenny- son og William Wordsworth. Masefield er 17. skáldið, sem útnefnt er lárviðarskáld. Hann tók embættinu opnum örmum á sínum tíma, en siðar lét hann svo ummælt, að þessi virðulegi starfi „væri ábyrg- ur fyrir sumum verstu bók- menntum heimsins". Masefield lét frá sér fara um ævina 70 bækur, þar af 14 skáldsögur, 12 leikrit og fjölmargar ævisögur. Sem dæmi um kveðskap hans sem lárviðarskálds má nefna brot úr ljóði, er hann orti í tilefni heimsóknar Eliza- betar drottningar til Afríku: Even as April’s footsteps that unseen Touch upon March’s earth and make it green So be the Afriek visit of our Queen. í enska stórblaðinu „The Tirnes” er Masefields minnzt í forystugrein og þar er einn- ig rætt um hverjir koma til greina, sem næstu lárviðar- skáld Bretlands. í þessu sam- bandi eru mörg nöfn nefnd, m. a. John Betjeman og C. Day Lewis. Einnig hefur ver- ið getið upp á W H. Auden, en litlar líkur eru taldar á, að hann hljóti titilinn, þar sem Auden hefur verið banda- rískur ríkisborgari frá 1946. Greinar um Al- þingi og kosningar — í nýju hefti Iceland Review TÍMARITIÐ Iceland Review er nýkomið út og flytur það margvíslegan fróðleik um land og þjóð og vanda. Væntanlegum þingkosningum eru sérstaklega gerð skil í þessu hefti, m.a. með grein, sem Benedikt Gröndal, al- þingismaður, skrifar um Alþingi fyrr og nú. Er grein hans skreytt fjölmörgum ljósmyndum og teikningum. Dr. Gunnar G. Schram skrifar um þingkosningarnar og gerir grein fyrir ástandi og horfum í stjórnmálum. Má ætla, að þetta efni sé kærkomið þeim útlend- ingum, sem áhuga hafa á að fylgjast með framvindunni á stjórnmálasviðinu hér á landi. Hraðfrystiiðnaðinum eru einn- ig gerð skil íþessu hefti Iceland Review með grein um þróun hans síðustu áratugina. Er þar skýrð vaxandi þýðing frystiiðn- aðarins fyrir þjóðina gerð grein fyrir hlutdeild frysta fisksins í útflutningi okkar með töflum og línuritum. Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi hjá S.H. rit- ar þessa grein. Þá skrifar Jónas Kristjánsson, ritstjóri Vísis ítarlega grein um þróunina í íslenzkum landbúnaði undanfarin ár, vélvæðinguna, sem bylt hefur búnaðarháttum á Íslandi. I þessu hefti Iceland Review er einnig grein um íslenzka hest- inn eftir Gunnar Bjarnason. Er hún skreytt fjölda fallegra hesta mynda eftir innlenda og erlenda ljósmyndara. í greininni segir Gunnar frá uppruna íslenzka hestsins og lífi hans í landinu fram til vorra daga. Þetta hefti er og að hluta helg- að Austfjörðum, og segir Pétur Karlsson frá ferðalagi um Aust- firði, en Gísli J. Ástþórsson skrifar um lífið í síldarbænum. Af öðrum greinum má nefna frásögn af Industrikonsulent, Hótel Bifröst, innflutningsverzl- unni Glóbus, Ferðaskrifstofunni Sögu, Mjólkurbúi Flóamanna, Dráttarvélum — og í heftinu eru fréttix í samþjöppuðu formi, bæði almennar og um sjávarút- veg. Frímerkjaþáttur er í ritinu og margt fleira. Þetta er fimmta ár útkomu Iceland Review. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson, Gsli B. Björnsson gerði káputeikningu og sá um útlitið en Setberg prentaði. Enskar postulínsveggflísar Úrvalið aldrei meira en nú, yfir 30 litir. Verð hvergi hagstæðara. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262. Gólfteppi Gólfteppi WILTON vefnaður — íslenzk úll í tízkulitum. Gerið kaupin, þar sem úrvalið er mest. Það bezta er ódýrast! Allir ;ma í ÁLAFOSS Þingholtsstræti 2. Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði í Miðbænum, alls 4 herbergi (um 83 fermetrar) er til leigu frá 1. júní n.k. Nánari upplýsingar gefur: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, hæstaréttarlögmaður, Óðinsgötu 4. — Sími 1-10-43. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RlKISINS M&mm í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar frá 28. júlí 1965, er hafin í Reykjavík bygg- ing 312 íbúða í fjölbýlishúsum í Breiðholti. Gert er ráð fyrir að íbúðir þessar verði af- hentar fullbúnar á tímabilinu 15. desember 1967 til 15. júlí 1968. Ennfremur verða byggð 23 einbýlishús (innflutt timburhús) sem gert er ráð fyrir að verði til afhendingar í desem- bermánuði, og janúar-mánuði 1968. Sam- kvæmt 15. gr. reglugerða sem Félagsmála- ráðuneytið hefur hinn 28. apríl 1967 sett um ofangreindar íbúðabyggingar skulu 260 íbúð- ir, sem Húsnæðismálastofnun ríkisins ráð- stafar, seldar láglaunafólki sem er í verka- lýðsfélögunum í Reykjavík auk 23 einbýlis- húsa. Ennfremur er heimilt að gefa kvænt- um iðnnemum kost á íbúðum þessum. Þeir sem telia sig eiga rétt til kaupa á íbúð- um þeim, sem að framan greinir, geta sótt umsóknareyðublöð í skrifstofu Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, Laugavegi 77, ásamt teikningu og lýsingu á íbúðunum, upplýsingum um sölu- og greiðsluskilmála. Verða gögn þessi til afhendingar eftir þriðjudaginn 23. n.k. Umsóknir skulu ber- ast Húsnæðismálastofnun ríkisins eigi síð- ar en fyrir kl. 17.00 hinn 15. júní n.k. Reykjavík 20. maí 1967. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.