Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. „Eftirmaður minn var myrtur og kirkjan brennd" Talað við eistSenzkan prest EISTLENZKUR prestur, Alexander Abel, leit hér inn i ritstjórnarskrifstofurnar í gær ásamt konu sinni. Þau voru ekki að koma frá föður- landi sínu, er þau yfirgáfu fyrir tuttugu og þremur árum, heldur frá Bandaríkjunum, þar sem þau hafa átt heima síðustu sautján árin. Sagði Alexander Abel okkur, að þau hefðu flúið land er kommúnist ar innlimúðu Eistland í Ráð- stjórnarríkin. Fyrst hefði leið in legið til Þýzkalands, og þar hefðu þau dvalizt í sex ár, en eftir það í Bandaríkjunum. Við spurðum Alexander Abel um starf hans í Eistlandi áður en landið var þurrkað út sem sjálfstætt ríki. Hann sagði: — Ég las guðfræði við há- skólann í Tartu og vigðist til prestsþjónustu hjá Lúthersk- um söfnuði, sem var allfjöl- mennur eða um 10.000 manns. Á fyrstu prestsskaparárum mínum réðst söfnuðurinn í það að byggja nýja kirkju, sem var falleg og tók yfir 800 manns í sæti. Ríkti mikil á- nægja yfir þessari nýju kirkju innan safnaðarins, en sú gleði var úti þegar kommúnistar tóku völdin í landinu. Þá var kirkjunni okkar breytt í íþróttahús. — Ég hafði nokkru á'ður en þetta gerðist verið kallaður til þjónustu annars staðar. Það var 18,000 manna söfnuð- ur við Maríukirkjuna í Dardu, sem kallaði mig til starfs í janúar 1944. Þar þjónaði ég þangað til í september sama ár, er ég flúði land undan ógnarstjórn kommúnista eins og svo margir aðrir Eistlend- ingar. Við flúðum þau örlög, sem biðu eftirmanns míns við Maríukirkjuna og fleiri. Kommúnistar brenndu kirkj- una og tóku prestinn til fanga ásamt 260 öðrum. Þessa fanga l tóku þeir síðan alla af lífL — Nú er ég að ferðast til Evrópu á vegum Eistlenzka Þjóðræknisfélagsins, en ég er einn af þremur varaforsetum þess. Held ég guðsþjónustur hjá eistlenzkum söfnuðum í ; Paris, Stokkhólmi og víðar, 1 en ég vonast til að komast til t nokkurra Evrópulanda í þess l ari ferð. För mín er líka að nokkru farin í þeim tilgangi að hvetja fólk til að mæta til mikillar hátíðar, sem Eist- lendingar í Bandaríkjunum og Kanada efna til á næsta árL — En þið farið ekki til Eistlands í þessari ferð? — Nei, þangað er ekki hægt að fara á meðan kommúnistar stjórna þar. En Eistlendingar unna landi sínu og ef það skyldi einhverntíma verða frjálst mundi ég og margir aðrir leggja leið okkar þang- að. Við elskum landið, en ekki kommúnistastjórnina. Einbýlishús til söln á bezta og eftirsóttasta stað í Reykjavík, við ró- lega fullgerða götu, mjög nýtízkulegt, stór garður með háum trjám, bílskúr, hitaveita. Fyrirspurnir til Morgunblaðsins merktar: „Tækifæri 863.“ Næsta sending af hinum vinsælu HUDSON-dömusokkum verður afgreidd á morgun, mánudag. Sumarlitir. Verzlanir vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. Davib S. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333. GLÆSILEGUR BÆKLINGUR UM © FERÐIR A VEGUM L&L KOMINN UT Lönd og Leiðir hafa gefið út glæsilegan lit- prentaðan bækling um allar ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar í sumar. í bæklingnum er ferðaáætlun rakin ítarlega, ennfremur allar upplýsingar um verð, hótel, farkosti og annað, sem máli skiptir. Gjörið svo vel, gangið við á skrifstofunni Aðalstræti 8 og takið eintak. næstu ferðir Næstu ferðir á vegum L&L er 8 daga írlands- ferð, brottfarardagur 31. maí, og ferð á heimssýninguna í Montreal, sem hefst 27. maí—9. júní Upplýsingar um þessar ferðir er að finna í bæklingnum. L*L FEROIR 106-7 SUimiKíi PL o c\ K> o oo o o k r 71 a g * 3 > S: o g -I C» 30 X ** V «■* w Al 2» 2 -n cn o ■n % u 2 ö 00 % a: -n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.