Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUÍÍNUDAGUR 21. MAI 1967. Hákon H. Kristjónsson hdl.: VINSTRI MIG langar til að leggja orð í belg varðandi fyrirhugaða breytingu okkar á vinstri- timferð yfir í hægri umferð, og að sjálfsögðu held ég eins og allir aðrir, sem um þetta hafa fjallað, að ég hafi ýmis- legt til málanna að leggja. Nefnd sú. sem hafa á með höndum undirbúning máls þessa hefur nokkuð verið - HÆGRI gagnrýnd, aðallega fyrir að láta ekki heyra í sér naegi- lega oft. Hæfileg gagnrýni getur aldrei orðið annað en góð hvatning til meiri átaka og þeirra er vissulega þörf. Ýmsar ábendingar og góð orð hefur mátt lesa að und- anförnu um mál þetta í dag- blöðunum og það jafnvel frá þeim sem harðast gagnrýna, enda segir móltækið, að sá agar sem elskar. Raunveru- lega er það svo, að einbeit- ing á einhverju einu sviði um- ferðaröryggis stuðlar að al- mennu umferðaröryggi. Hér styður hvað annað. Blaða- skrif, umræður og ábending- ar í útvarpi, öflugur áróður jafnvel með götuspjöldum og leiðbeiningum lögreglumanna og sjálfboðaliða, þegar hægri umferðin verður tekin upp, mun á varanlegan hátt stuðla að bættri umferðarmenningu almennt og draga þannig verulega og varanlega úr slysahættu. Háværar raddir heyrast und anfarið um, að hætta beri við fyrirhugaða breytingu og (enTrömöR Nefnið Centromor og þér nefnið sérfræðing Skipasmíðastöð í Gdansk Á árunum 1961 til 1966 flutti CENTROMOR úr landi skip sem námu að smálestatölu 1.351.700. Þar af fiskiskip 172.500 smálestir. og flutningaskip 1.159.200 smálestir. Skipasmíðastöð í Gdynia Á Kaupstefnunni í Reykjavík, sýnum við margar tegundir og gerðir skipa, sem skipaeigendur og skipamiðlarar um heim allan hafa áhuga fyrir. Að- aláherzlan er lögð á sýningu fiskiskipa, en í þeirri grein eru pólskar skipasmíðastöðvar í fremstu röð. Pólskir togarar henta öllum fiskimiðum og allri veðráttu. Á Kaupstefnunni í Reykjavík mælum við með pólsk' um fiskiskipum: Skipaviðgerðastöð í Szczecin 1. „SEINER" P.K. 1149. 2. Togurum af gerðinni B429 frá 300 smálesta stærð. 3. Togurum af gerðinni TR 27/t/I frá 100 smál. stærð. Skipaviðgerðastöð í Gdynia 4. Fiskibátum af gerðinni B25 S frá 60 smálesta. stærð. 5. Togurum af gerðinni B27 frá 230 smálesta stærð. Allir þeir sem áhuga hafa, eru boðnir að sjá sýn- ingu okkar á Kaupstefnunni í Reykjavík, dagana 20. maí til 4. júní. að halda beri áfram vinstri- reglunni. Rökstuðningur þeirra, sem þannig mæla, er á margan hátt sannfærandi, svo sem það, að kostnaður við breytinguna verður mikill á okkar mælikvarða. Ekki má þó telja allan kostnað þarna með svo sem eðlilega endur- nýjun og nýbyggingu vega- kerfisins. Þá má og á það fall- ast, að við þurfum ekki að breyta yfir vegna þeirra ís- lendinga, sem utan fara ár hvert ýmissa erinda eða þeirra tiltölulega fáu ferða- manna, sem sækja okkur heim ár hvert, jafnvel þótt þeim fari eitthvað fjölgandi. í>á er það sannfærandi að slysahætta muni verða sam- ferða breytingunni, erfitt muni verða fyrir vissan hóp ökumanna að aðlaga sig breyt- ingunni. önnur rök eru að ísland liggi fjarri öðrum lönd um og þar af leiðandi sé ekki um beinan akstur að ræða frá öðrum löndum til íslands, aldrei þurfi því í sömu öku- förinni að breyta úr vinstri- umiferð yfir í hægriumferð. Þá er og bent á söguleg rök, sem mæli eindregið með því, að halda fast við vinstriumferð- ina. Vitað er að frummaður- inn hefur vikið til vinstri þegar upphafstímabili manns ins hér á jörð og síðan allar götur til okkar daga með und- antekningum þó. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að mað- urinn er rétthendur almennt talað, og því gekk frummað- urinn þannig fram hjá þeim, sem hann mætti á förnum vegi, að hann hefði hægri hendina tilbúna til varnar eða árásar ,ef á þyrfti að halda. Þessi regla kemur einnig fram í því að menn heilsast með hægri hendi, þ.e. upp- haflega hafa þeir verið að sýna, að þeir væru ekki vopn aðir og ekki í árásarhug. — Þá er og á það að líta, að ekki eru öll rök hægri-um- ferðamanna sannfærandi. Til dæmis má draga í efa, að aukin slysahætta stafi af þeim útlendingum; ferðamönnum varnarliðsmönnum og öðrum; sem hér aka, en eru vanir hægrihandarumferð frá sín- um heimahögum. Eða að fs- lendingum sé hættara erlend- is í hægri-umferðar-akstri, en hér heima f vinstrihandar- umferð. Þá hafa vinstri um- ferðarmenn staðhæft að við okkar aðstæður sé heppilegra að ökumaður sitji f vinstri hlið bifreiðar svo hann geti betur fylgzt með vegarkant- inum, sem oft er varasamur einkanlega þungum bifreið- um. Á hinn bóginn staðhæfa hægri-umferðarmenn, að rann- sóknir sýni, að betra sé, að ökumaður sitji í bifreiðinni nær vegarmiðju, bæði vegna framúraksturs og til aukins jafnvægis í bifreiðinni ,sem vill annars hallast frá vegar- miðju. Allt eru þetta fram- bærileg rök og sannfærandi, og sýnist sitt hverjum, en allir vita þó, aJff eins og málum er nú háttaff, er öll umferff orff- in hægri umferð, í lofti á sjó og á landi meff örfáum undantekningum þó. Mín afstaða í þessu máli mótast af þeirri fullvissu, að tækniþróunin á sviði um- ferðarmála í náinni framtíð, muni gera okkur, og raunar öllum þjóðum, algerlega ó- kleift, að halda uppi vinstri- umferð. Framskrið tækninn- af er geysi þungt og nýjung- um fjölgar með síauknum hraða jafnframt því sem þær verða stórkostlegri. Tæknin á sviði umferðar- mála beinist að þrennu: í fyrsta lagi beinist hún að ökutækjunum. Nú þegar eru til, ekki einungis sem tilrauna gripir, heldur sem verzlunar- vara, ökutæki, sem bæði verð ur „ekið á sjó og „siglt“ á landi, ef svo má til orða taka. Við erum komin í þá að- stöðu, að verða að skipta yfir í sömu ökuförinni þannig að aka til dæmis eftir sönd- unum sunnanlands „vinstra megin“, ef svo má segja. _ Þá er og hitt ekki síður at- hyglisvert, að nú þegar eru til ökutæki, sem bæði verður ekið á jörðu niðri og flogið um loftin blá. Við getum hreinlega ekki tekið á móti þessúm tækninýjungum. Við erum komin í þá aðstöðu, að þurfa að setja reglur um, hvar 1 „ökuferðinni“ eigi að skipta um „vinstri, hægri“. Á það að vera í eins metra hæð yfir jörðu, tveggja metra eða tíu metra? — Ég spyr — og fleiri kunna að vilja spyrja. Allir sjá í hvert óefni við erum komin með okkar vinstriumferð. Þá beinist þróunin f öðru lagi að vegakerfinu. Stórkost- legar framfarir hafa orðið 1 öðrum löndum á vegalagningu og engin ástæða er til annars en ætla, að stórstígar fram- farir verði í þessu efni hér hjá okkur í náinni framtíð og er hér ekki ástæða tli svartsýni. Að vísu kosta vega lagnir úr varanlegu efni stór- fé og þykir sumum lítið vera lagt fram til þeirra mála nú og seint muni sækj ast á fram- farabraut með sama áfram- haldL Hér þurfum við að höggva á hnútinn. Varanlega steypta vegi og vegamót verður að leggja þannig, að annað hvort sé miðað við vinstri umferð eða hægri. Nú er beðið með allar stórfram- kvæmdir eftir að hægri um- ferðin verði tekin upp. Allir sjá, hvílíkur skaði er, ef ein- hver afturkippur kemur 1 framkvæmd laganna um hægri umferð. í sambandi við vegina tölum víð aðallega um, að mikið kosti að stein- steypa vegi og vegamót, en þar er þó nær einigöngu um innlenda kostnaðarliði að ræða svo sem vinnulaun, vélaleigu og innlent efni; en hvað verður það hjá þeim tröllaukna kostnaði, sem síð- mun koma, þegar umferðin verður orðin meira eða minna fjarstýrð, þannig að saman vinni hálf-sjálfvirk stjórn- tæki í ökutækjunum og sjálf virkar umferðarmiðstöðvar, sem skipuleggja umferðina. Ég get vel hugsað mér, að í framtíðinni muni ökumað- uxinn, sem ætlar inn á Lauiga- veg, setjast upp í bíl sinn og stilla þar stjórntækin á til- tekið húsnúmer við Lauga- veginn, bíða þess svo rólegur, að sjálfvirkur ökuráður, stýri bílnum að þessu tiltekna húsi án nokkurar slysahættu. Ég er hræddur um, að slík flókin rafeindatæki verði ekki smíð- uð fyrir vinstri — og hægri —- umferð. Þá lýtur tækniþróunin á sviði umferðarmála í þriðja lagi að ökumanninum sjálf- um. Allir vita að tækninni hefur hin síðustu ár fleygt miklu hraðar áfram, en mögu leikum almennings á að skilja tæknina og hagnýta sér hana. Af þessu leiðir að sífellt er þörf nýrra sérfræðinga á æ þrengri sérsviðum. Öku- kennsla og ökunám í víðtæk- ustu merkingu hlýtur í æ rík- ara mæli að krefjast betri kennsluhátta og aukinnar að- stöðu til raunhæfra æfinga með tækjum og kvikmynd- um. Við munum einangrast í tiltölulega þröngum hópi við tiltölulega þröngt úrval tækja og kvikmynda með því að halda okkur við vinstri umferðina og loks mun að því draga, þótt nú yrði frestað framkvæmdum, að annara úrræða verði ekki kostur, en breyta yfir í hægri umferð. Allt ber að sama brunni. Það kann að vera rétt út af fyrir sig, að einhver slysa- hætta muni af breytingunni stafa, en úr skaðlegum áhrif- um hennar má draga með öflugum umferðarmenningar- áróðri og er hér vissulega um verðugt verkefni fyrir sam- tökin. Varúð á Vegum og að- ildarfélög þess að ræða. En hversu miklu meiri yrði ekki Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.