Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. Vaxandi aösókn aö leitar- stöðvum krabbameinsfél. — IMýtt húsnæði tekið i notkun FYRIR nokkrum dögum var tek- ið í notkun nýendurbyggt hús- næði fyrir leitarstöðvar krabba- meinsfélaganna í húsi Krabba- meinsfélags íslands að Suður- götu 20 í Reykjavík. Hefur ver- ið unnið að því að gera hús- næðið í stand frá þvi snemma í vetur ásamt ýmsum öðrum end- urbótum, sem samtímis voru gerðar á húsinu. Var frétta- mönnum boðið að skoða nýju húsakynnin daginn sem þau voru tekin í notkun. Auðsýnt er að öll aðstaða fyrir starfsemi félaganna batnar stórum með tilkomu þessa nýja húsnæðis. Nýju húsakynnin eru á fyrstu hæð hússins, en þar voru áður skrifstofur krabbameinsfélag- anna. Mun leitarstöð A, eldri stöðin af tveim, sem starfræktar eru í húsinu (sú eldri um 10 ára bil) og aðsetur sitt hafa haft í kjallara hússins, flytja alla starf semi sína á fyrstu hæð. En auk þess verður á fyrstu hæð rann- sóknarstofa fyrir leitarstöð B og er því báðum stöðunum nú séð fyrir góðu húsnæði. Til leitar- stöðvar A leitar fólk, sem ekki kennir sér neins meins, en óskar eftir rannsókn með sérstöku til- liti til krabbameins. Bjarni Bjarnason, formaður Krabba- meinsfélags íslands skýrði fréttamönnum frá starfsemi Leitarstöðvar A. Hann sagði m.a.: „Læknarnir sem fyrstir veittu leitarstöð A forstöðu voru dr. Gunnlaugur Snædal og Richard Thors, en undanfarin ár hefur Jón Hallgrímsson verið for- stöðumaður stöðvarinnar og all- ar rannsóknir þar hvílt á hans herðum og aðstoðarfólkis hans. Þó ekkert hafi verið gert til að auglýsa stöðina undanfarið og hvetja fólk á annan hátt til að leita hennar, hefur hún haft meiri en nóg viðfangsefni allt árið og að óbreyttum aðstæðum ókleift að auka afköst hennar eða færa starfssviðið út, en nú verður þar breyting á með nýju húsnæði. Auk hinna venjulega rann- sóknarstarfa hefur Jón Hall- grímsson unnið að og staðið fyrir að taka saman allar rann- sóknir stöðvarinnar á 10 ára tímabili og er því verki nú langt komið. Þetta er mikið starf og þó hann hafi að sjálfsögðu notið góðrar aðstoðar til þess hefur hann sjálfur lagt fram mikla vinnu og fyrirhöfn. Ýmsar veigamiklar rannsóknir eru gerðar á þeim, sem leita stöðvarinnar, en auk þeirra, sem hafa verið framkvæmdar þar Látið CEKOP setja orku ■ fyrirtæki yðar Frá Póllandi. — CEKOP er ein stærsta af skipasmíðastöðvum heims þegar um fiskiskip er að ræða. VÉR BJÓÐUM: fullkomin skipasmíða- og viðgerðarverkstæði fyrir ýmsar teg- undir fiskiskipa og allan útbúnað fyrir slíkar stöðvar, ENNFREMUR skipasmíða- og viðgerðarverkst æði fyrir hafskip, skipaverk- stæði fyrir byggingu fljótaskipa og sérstakar aflvélar til stækk- unar eldri slippa samkvæmt kröfum tímans. Skrifið oss og biðjið um upplýsingar. CEKOP, útflutningur iðnvara, Warszawa, Koscielna 12 P.O. Box 367, Vér bjóðum yður vinsamlegast að heimsækja sýningu vora á Kaupstefnunni í Reykjavík, sem haldin verður frá 20. maí til 4. júní 1967. áður verður nú bætt við lýsingu upp í endaþarminn á þeim, sem þangað leita, en á því svæði, sem þannig er hægt að rannsaka, myndast helmingur allra krabba meina í þörmum. Það er löngu vitað mál, að krabbamein myndast miklu frekar í sýrulausum maga en hjá þeim, sem hafa sýrurnar í góðu lagi. Það væri því æskilegt ef hægt væri að rannsaka þá, sem þann- ig er ástatt um með hæfilegu millibili. Ef að ætti að gera það á hinn fullkomnasta hátt, kostar það svo stórar stöðvar, mikil tæki og mikið fé, að slíkt yrði félaginu með öllu ofviða, eins og sakir standa. En nú er komin til skjalanna rannsóknaraðferð, sem hægt er að beita án gífur- legs kostnaðar, en það er ljós- myndun innan magans með lit- myndatækjum, sem kallast gas- trocamera. Japanir, sem mikla æfingu hafa í notkun þessara tækja telja, að með þeim sé hægt að finna krabbamein að jöfnu við röntgenskoðun, og að í sumum tilfellum megi ná betri árangri, sérstaklega þar sem meinin eru á byrjunarstigi, eða á því tíma- bili, sem veltur á langmestu að finna þau til þess að hægt sé að lækna þau til frambúðar. ísland er þriðja hæsta land í heiminum hvað fjölda maga- krabbameina snertir. Aðeins Japan og Chile eru þar hærri. Japanir leggja geysi mikið í sölurnar til að leita uppi maga- krabbamein á byrjuarstigi og í þeim rannsóknum eru litmynda- tökurnar innan magans orðinn geysi mikill þáttur, því að þann ig framkvæma þeir fjöldarann- sóknir í stórum stíl. Það er engu síður ástæða fyrir okkur íslend- inga að fórna miklu fyrir sams konar leit, en bolmagnið vant- ar. Það hefur nú þó verið ákveð- ið að hefja þessar rannsóknir á leitarstöð A, og þeir læknarnir Tómas Árni Jónasson og Hauk- ur Jónasson ætla að stofna til samvinnu við mig um þær. Við fórum hver í sína álfuna til að læra meðferð þessara tækja. Tómas Árni Jónasson til Lon- don, Haukur til Viscounsin í Bandaríkjunum og ég til Tokyo í Japan. Við munum fyrst um sinn leggja aðaláherzlu á að ná til þeirra, sem eru með sýrulausa maga og með gömul magasár, sem stundum eiga til að um- myndast í krabbamein. f skýrslu Jóns Hallgrímsson- ar læknis er hópur fólks með sýrulausa maga. Þar er því sam- ankomið allmikið rannsóknar- efni, sem auðvelt ætti að vera að ná til og létta okkur mjög byrjun starfseminnar. Ennfremur skýrði Bjarni Bjarnason frá starfsemi leitar- stöðvar B. Hann sagði m.a.: „Leitarstöð B. hefur eingöngu fengizt við leit að legháls- og legkrabbameini og er það ærið verkefni. Þó fyrsta umferð rann- sóknanna ætti að vera lokið um mitt sl. ár, hefur nokkur hópur kvenna sem áður voru boðaðar og ekki sinntu kalli, komið og verið rannsakaðar og auk þess allmargar konur utan af landi, sem óskuðu eftir rannsókn. En frá því sl. sumar hefur aðal- starfið snúizt um að rannsaka að nýju þær konur, sem hafa kom- ið áður, enda er almennt litið svo á að ekki megi gera það sjaldnar en á tveggja ára fresti, ef öryggi þeirra á að vera sæmi- lega tryggt. í fyrri umferð voru rannsakaðar 15 þús. konur, eða 73% þeirra, sem boðaðar voru. Þó þetta megi teljast allgóður árangur, er hann þó ekki sam- bærilegur við það bezta, sern um er að ræða í sumum öðrum löndum. Tveimur læknum hefur verið bætt við starfslið stöðvarinnar frá 1. jan. 1967. Frú Alma Þór- arinsson er sem áður yfirlæknir stöðvarinnar og hefur yfirum- umsjón með öllum rannsóknum og skýrslugerðum, en Ólafur Jensson læknir hefur yfirum- sjón og lokaeftirlit með frum- rannsóknum. Auk þessara lækna starfa við stöðina 5 hjúkrunar- konur (4 þeirra Vz dags og ein heilsdags manneskja) og 2 stúlkur starfa við frumurann- sóknirnar.“ í skýrslu frá Jóni Hallgríms- syni, sem hann afhenti frétta- mönnum kemur m.a. í ljós, að á 9 ára starfsferli leitarstöðvar A hafa leitað til stöðvarinnar alls 4520 manns. Þar af leituðu til stöðvarinnar 131 árið 1957, en 503 árið 1966. Árið 1957 voru 85% þeirra er til stöðvarinnar leituðu úr Reykjavík, en árið 1966 53%. Hlutfallslega fleiri konur hafa leitað til stöðvarinn- ar með árunum. Festir þeirra, sem rannsóknar leita eru á aldr- inum 30—40 ára. Fólk utan af landi leitar meir til stöðvarinn- ar síðari árin en þau fyrri. f skýrslu um starfsemi Leitar- stöðvar B, segir að á einu ári frá 15. 7. 1965 — 15. 7. 1966 hafi alls 6885 konur leitað til stöðv- arinnar, 3795 utan af landi, en 3090 úr Reykjavík. Konurnar voru aðallega á aldrinum 25-60 ára. Nauðimgaruppboð annað og síðasta á jarðhæð húseignarinnar Arn- arhraun 2, Hafnarfirði, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 25. maí 1967, kl. 4 e.h. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Valviður sf. auglýsir: Verzlunin er flutt. Opnum í nýjum húsa- kynnum að Suburlandsbraut 12 Símanúmer breytist og verður 82218. Mikið af nýjum vörum til innréttinga. Valviður sf. Suðurlandsbraut 12 — Sími 82218.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.