Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. IMýr formallur SVG AÐALFUNDUR Sambands- veit inga- og gistihúsaeigenda var nýlega haldinn að Hótel Sögu. Formaður SVG., Lúðvig Hjálm- týsson, setti fundinn og stýrði honum. Bauð hann sérstaklega velkomna fulltrúa utan af landi, svo og nýja meðlimi. Formaður rakti störf fráfar- andi stjórnar og skrifstofu SVG. á liðnu starfsári. Svo sem endra- mær fór mikill tími og fyrirhöfn í samningagerðir við þau stétt- Konráð Guðmundsson hótel stjóri. arfélög, sem SVG hefur samn- inga við, en til verkfalla kom á sl. sumri í nokkra daga, m.a. hjá framreiðslumönnum. Athyglisverð nýjung var haf- in í starfsemi SVG. á sl. ári, þar sem efnt var til fræðslu- og kynningarviku meðal veitinga- manna með fyrirlestrum og kennslu. Mjög margir hótel- og veitingahúsaeigendur utan af landsbyggðinni sóttu þetta nám- skeið, en þátttakendur að ein- hverju eða öllu leyti voru um 70 manns. Einnig er það nýjung í starf- semi SVG., að nú í þessum mán- uði er haldið námskeið á Akur- eyri á vegum og kostað af SVG., fyrir starfsstúlkur á hót- elum og veitingahúsum. For- stöðumaður og aðalkennari nám skeiðsins er Sigurður Gröndal, yfirkennari í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum. SVG. festi kaup á árinu á hæð í húsinu Öldugata 3, Reykjavík, og mun starfsemi SVG. væntan lega flytjast þangað innan ekki langs tíma. Að skýrslu formanns lokinni voru reikningar fyrir SVG. fyr- ir árið 1966 skýrðir og síðan samþykktir, en afkoma SVG. var góð á sl. ári Stjórn SVG. er skipuð 6 mönnum auk formanns, og skulu 3 nýir menn, svo og for- maður, kjörnir árlega. Lúðvig Hjákntýsson, sem verið hefur formaður SVG. í hartnær tvo áratugi baðst eindregið undan endurkjöri. Lúðvigi var þakkað einróma fyrir góð störf fyrir veitinga- og gistihúsastarfsemina í landinu. Lúðvig Hjálmtýsson hefur nú verið kjörinn fyrsti heiðursfélagi Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda. For- maður í stað Lúðvigs var kjör- inn Konráð Guðmundsson, hótel stjóri á Hótel Sögu. Þeir, sem nú skipa stjórn SVG. auk for- manns eru Pjetur Daníelsson, Þorvaldur Guðmundsson, Óli J. Ólason jr., Stefán Ólafsson, Geir Björnsson og Björgvin Frederik sen. 4ra herbcrgja íbúð metrar við Njörvasund. Harðviðarhurðir, harðviðar Vil selja 4ra herbergja íbúð á 1. hæð um 96 fer- skápar í svefnherbergjum, lítur mjög vel út. Bíl- skúrsréttur. Allar nánari upplýsingar í síma 81814. Finnsku tjöldin eru komin Stærð kg Hæð kero 2 200x135 7 150 kero 4 205x205 9 150 kero 6 260x260 15 180 Kenta bezi ísienzku veðurfari. SPBRTVÚPÆÚS REYKJúH'l'R Rafha-hiisinu v/óoinstorg. Sími 1-6188. Póstsend.im. Fyrsta fjölbýlishúsið á Egilsstöðum Egilsstöðum 12. maí. f DAG er verið að steypa gólf fyrstu hæðar í átta íbúða sam- byggingu, sem er fyrsta fjölbýlis húsið sem hér er byggt. Umsjón með verkinu hefur Húsiðjan hf. en eigendurnir vinna við hand- löngun o.fl. Meistari er Sigurður Gunnarsson, byggingafulltrúi en Einar Ólafsson, rafvirkjameistari sér um raflagnir. 15 þús. gestir á Loftleiða- hóteiinu fyrstu sturfsúrið FYRSTA MAf 1966 hóf Hótel Loftleiðir starfsemi sína á sölu gisti- og veitingarýmis, og er því eins árs 1. maí sl. 1. marz sl. urðu hótelstjóra- skipti á Hótel Loftleiðum, og lét þá Þorvaldur Guðmundsson af störfum, en við af honum tók Stefán Hirst. Þorvaldur hafði þá haft yfirumsjón með rekstri hót- elsins frá opnun þess, og jafn- framt með skipulagningu þess áður en það opnaði. Stefán Hirst starfaði áður sem fulltrúi bæjar- fógetans í Hafnarfirði, og er lög- fræðingur að menntun. Við hótelið starfa nú um 130 manns, og margt af því fólki er á vaktavinnu. Deildarstjórar hót- elsins eru sem hér segir: Friðrik Gíslason, veitingastjóri, Emil Guðmundsson og Geirlaug Þorvaldsdóttir, móttökustjórar, Einar Guðjonsen, skrifstofustjóri, Friðrik Theodórsson, sölustjóri, Bjarni Guðjónsson, þjónastjóri og Karl Finnbogason, yfirmat- sveinn. Áætlað er, að um 60.000 gestir hafi sótt veitingasali hótelsins á þessu fyrsta starfsárí, og benda allar líkur til þess, að ekki verði þeir færri næsta ár. Á árinu dvöldu rúmir 15.000 gestir á hótelinu, en gistinætur urðu 32.140, þannig að meðal dvalarlengd gests varð rúmir tveir dagar. Þar af voru gisti- nætur fyrir viðdvalarfarþega Loftleiða (Stopover gesta) sam- tals 10.061 á þessu starfsári, eða 31.3% af heildartölu gistinótta. Meðal nýting herbergja á hótel- inu hefur verið um 60% þetta fyrsta starfsár. Lægsti nýtingar- mánuður starfsársins var febrú- ar, um 40%, en hæsti mánuður- inn var ágúst um 80%. Gestir hótelsins fysta árið skiptust i þrjú horn, en þar teljum við innlenda gesti um 1/3, viðdval- arfarþega Loftleiða um 1/3 og tilfallandi gestaumferð, bókuð beint og í gegnum ferðaskrifstof- ur um 1/3. Miklar bókanir liggja nú fyrir hjá- hótelinu, og er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að öll her- bergi verði fullskipuð í júní, júlí og ágúst, en heldur dregur úr aftur í september, en samt sem áður er búizt við betri nýtingu fyrir næsta haust en í fyrra, og er þá einkiim um að ræða inn- lenda gesti, sem fjölgar stöðugt. Samtals hafa verið bókuð nær átta þúsund herbergi fyrir næstu fjóra mánuði, og berst fjöldi bókana inn á degi hverjum. Nú þegar hafa verið ráðnir skemmtikraftar fyrir Víkinga- salinn fram eftir sumri, og kenn- ir þar margra grasa, og er reynt að hafa fjölbreytni sem mesta. Aukin áherzla verður lögð á leigu smærri salarkynna fyrir félagasamtök, fyrirtæki og ein- staklinga, og reynt að gera þá sali, sem til sliks verða notaðir sem bezt úr garði til þeirra nota. Útbúið hefur verið sérstakt „fjölskylduherbergi“ í hótelinu, þar sem fjölskyldum og smærri hópum er gert kleift að kaupa gistingu á hagkvæmu verði og rúmar þetta herbergi átta manns. Sendiferðabifreið Honomag árg ’61 í góðu standi til sýnis og sölu að Laugavegi 178 í dag. Ektla hf. Okkur vantar hið fyrsta til leigu gott cgeymsluhúsnæði þarf ekki að vera upphitað, en greiður aðgangur með vörur er nauðsynlegur. Húsnæðið má vera utan Reykjavíkur, en þarfa að vera í tengslum við greiða umferðaræð. ASÍUFÉLAGIÐ H.F., Símar 10620 og 10388. - LINDBERG / Framhald f bls. 1. í síðustu heimsstyrjöldinni end- urbætti hann P38, tveggja hreyfla orrustuflugvélina og gerði hana langfleygari með því að fljúga henni á sama hátt og hann hafði flogið eins hreyfils vél sinni yfir Atlantshafið, þ. e. með því að auka skurð skrúf- unnar til að gefa henni aukið loftgrip og minnka snúnings- hraða hreyflanna til að lækka eldsneytisnotkun þeirra. Tals- menn flughersins kváðu Lind- berg hafa aukið flugþol vélanna þannig, að þær komust 2 þúsund mílur án þess að taka eldsneyti í stað 1500 áður. Þótt hann væri ekki í herþjónustu, flaug hann meira en 50 ferðir með flughern- um í Kyrrahafi og skaut niður að minnsta kosti tvær japanskar orrustuflugvélar í návígi. Sem ráðgjafi Pan American flufélagsins á hann sæti í fram- kvæmdastjórn þess og hefur átt þátt í að velja næstum allar þær 30 mismunandi tegundir flugvéla, sem Pan Am hefur keypt. Sem ráðgjafi Guggenheim-sjóðsins, er styrkir vísindastarfsemi á sviði flugmála, hefur hann átt ríkan þátt í að styðja Robert H. Godd- ard, brautryðjanda í eldflauga- smíðum. Og sem ráðgjafi banda- ríska flughersins (hann hefur hershöfðingjanafnbót) var hann í nefnd þeirri, sem samþykkti fyrsta skot Atlas-eldflauganna, er síðar voru notaðar sem fyrsta þrep Mercury-eldflauganna í geimförum síðustu ára. Fyrir þetta og annað fram- lag Lindbergs til flugmála hafa tvær þjóðir ákveðið að heiðra þessa lifandi þjóðsagnapersónu, sem nú er 65 ára að aldri. Að tillögu bandaríska viðskiptamála ráðuneytisins mun eftirlíking af „Spirit of St. Louis“ taka þátt í Flugsýningunni í París árið 1967. Eftirlíkingin var send með flutningaflugvél til flugvallar í nágrenni Parísar. Listflugmaður að nafni Frank Tallman mun í dag, 21. maí, fljúga þessari vél nokkra hringi kringum Effel- turninn og lenda síðan á Le Bourget-flugvellinum, eins og Lindberg gerði í „Spirit of St. Louis“ nákvæmlega 40 árum áð- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.