Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. 7 og forða eyðileggingu. Glæða skilning nemenda á því, að fegra umhverfi sitt og hvaða þýðingu það hefur fyrir líf hvers einstaklings og samfélag- ið í heild. Ég minntist hér áðan á skóla- garðana, þar sem börnunum eru kennd undirstöðuatriðin í garð- rækt og kennt að meta gróð- urinn. Þessi starfsemi hefur borið góðan árangur, en skól- amir þurfa líka að gera meira en hingað til hefur verið gert í þessum málum, því það sem ungur nemur, gamall temur. í ört vaxandi borg, eins og Reykjavík, hefur þurft að huga vel að því, að nægileg útivist- arsvæði séu jafnan til fyrir íbúana enda hefur það verið gert. Árið 1955 var stærð ræktun- arsvæðanna 15,03 ha., en 1966 er stærð þessara svæða orðin 100,16 ha. Á þessum svæðum eru fyrst og fremst skrúðgarð- ar. Þarna eru ekki taldir með leikvellir, íþróttasvæði, gras- blettir við götur, Öskjuhlíðar- svæðið eða Heiðmörk. Á þessu sést vel, hversu stór- fellt átak hefur verið gert, til þess að skapa borgarbúum möguleika til að njóta útiveru í fögru umhverfi í borginni sjálfri. Mörg útivistarsvæðin eru mjög falleg og mikið fyrir þau gert, eins og Tjarnargarðurinn, Gróðrarstöðin í Laugardal og Miklatún, sem unnið hefur ver- ið að af miklum krafti. f þessu sambandi vil ég vekja sérstaka athygli á grasgarðin- um í Laugardal, sem settur var á stofn 1961. f>ó að þessi stofn- un sé ung, hefur mdkið verið gert þar og merkilegur árang- ur náðst, enda hefur garðurinn vakið athygli fræðimanna í náttúrufræði víða um heim og margar pantanir á fræi verið afgreiddar til grasgarða í öðr- um löndum. Ég held að of fáir hafi gert sér grein fyrir því, hversu geysimikinn fróðleik er að finna í grasagarðinum 1 Laug- ardal, sérstaklega um íslenzkar plöntur og einnig margar er- lendar. Um allan heim eru slíkix garðar notaðir við kennslu i náttúrufræði og væri slíkt jafn nauðsynlegt hér. Er sennilegt, að Háskólinn þyrfti á honum að halda og ef til vill er ekk- ert eðlilegra en að ríki og borg sameinuðust um að halda áfram uppbyggingu garðsins og rækju hann sameinginlega, því slík stofnun er ekkiert einkamál Reykvíkinga heldur allrar þjóð- arinnar. Erlendir ferðamenn, sem til Reykjavíkur koma og víða hafa farið, segja að borgarstæði Reykjavíkur sé eitt það feg- ursta í heimi. Þetta vita einn- ig þeir íslendingar er margar borgir hafa séð í öðrum lönd- um. Þess vegna liggur sú skylda á herðum okkar Reykvíkinga, að spilla ekki þessari fegurð með sinnuleysi um útlit borg- arinnar, heldur sameinast um að auka sem mest á fegurð hennar svo að Reykjavík sómi sér alltaf vel í sínu fagra um- hverfi. V erzlimarhiísnæði við neðanverðan Laugaveg til leigu. Lagerpláss og bílastæði á staðnum. Tilboð merkt: „Verzlunar- húsnæði 991“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 24. þessa mánaðar. Góður vélbátur með togveiðiútbúnaði, 35—50 smálestir óskast á leigu nú þegar í 5—6 mánuði. Upplýsingar Skipaviðskipti Ægisgötu 10 — Sími 24041. Albert Guðmundsson Brautarholti 20 — Sími 20222. SMMsmm KVENFRAMBJÓÐENDA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS AÐ HÓTEL SÖGU Auður Auðuns Guðrún Helgadóttir Geirþrúður Bernhöft Alma Þórarinsson Kvenframbjóðendur á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík bjóða stuðningskonum flokks- ins, sem búsettar eru á kjörsvæðum Sjómanna- Þœr konur sem fylgja Sjálfstœðisflokknum að málum eru hvattar til að sœkja þessi kaffikvöld og taka með sér aðrar stuðningskonur flokksins skóla, Álftamýrarskóla og Breiðagerðisskóla, til kaffikvölds í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld, mánudaginn 22. maí kl. 20.30. Flutt verða stutt ávörp, Sigurveig Hjaltested og Svala Nielsen syngja einsöng og tvísöng við und- irleik Skúla Halldórssonar. Emilía Jónasdóttir flytur nýjan gamanþátt og Guðný Guðmunds- dóttir lcikur á fiðlu við undirleik Vilhelmínu Ól- afsdóttur. Sigurveig Svala Emilía Guðný Vilhelmína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.