Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. 15 Dulspeki og draumórar EINHVER var að furða sig á |>ví á dögunum í Morgunblaðinu, að Halldór Laxness virtist vera farinn að hneigjast að dulspeki- leguxn heilabrotum. Ég man ekki, Ihvernig þetta var orðað, en meiningin var eitthvað á þá leið. Þetta er ekki neitt undrunar- efni. I>að er lélegt skáld, sem hefur ekki í sér neina dulspeki- lega „seð“, ef svo mætti að orði feomast. En ég held, að ástæða eé til að gena nokkra grein fyrir þvi, hvað raunveruleg dulspeki sé, því að sumir menn virðast alls ekki hafa áttað sig á því, og sýnast jafnvel gera ráð fyrir, að hér sé um að ræða einhvers konar draumóra, — einhverja „de.Uu“, meira eða minma mein- lausa, en alltaf þokukennda og ósamboðna „gáfnaljósum“ nútím- ans! — Þess er þá fyrst að gæta, að greina verður á milli þess, sem feallað er „Mystik" á erlendu máli, og er hin raunverulega dulspeki (stundum kölluð „dul- hyggja"), og þess, sem feallað er okkultismi", dulfræði eða dulvis- indi. Dulfræðin fjallar um það, sem að vísu er lítt eða ekki þekkt eða skilið af venjulegum mönnum, en tilheyrir þó form- hlið tilverunnar. Dulspekin (eða dulhyggjan) tilheyrir lífshlið- inni, og er að miklu leyti í því fólgin að koma auga á og kunna að meta andleg verðmæti eða gildi („spiritual values“ á ensku máli) Sönn „dulspeki“ byggist alltaf á innri reynslu, á lifun ákveðinna sanninda. Oft er erf- irtt að lýsa þessari innri reynslu með orðiun, en þó að hinir ýmsu dulhugar lýsi henni ekki allir á sama veg, er þó ailtaf um að ræða einhvern sameiginlegan kjama. Þó að þeir tali ekki allir sama tungumál, er það, sem ver- ið er að lýsa, í aðalatriðum hið sama. Það er mjög auðvelt að gera grín að svona hlutum, en ekki er það neitt nýtt, að skilnings- sljóir menn hæðist að því, sem þeir skilja ekki. Þó er hér ein undantekning: Engum dettur í hug að hæðast að stærðfræði- legum formúlum, þó að þeir botni ekkert í þeim. En það er af því, að þær bera á sér ein- hvern visindalegan stimpil, og það er löfralykill, sem opnar all- ar dyr á þessari vísindaöld! Ég hef oft orðið þess var, að þeir, sem komið hafa nálægt ein- hverju því, sem kenna má við dulspeki (eða dulhyggju) eða hafa gengið í þjónustu andlegra mála yfirleitt, eru álitnir ein- hverjir aular í veraldlegum efn- um, og það af mönnum, sem alls ekki eru sjálfir nein sérstök gáfnaljós, jafnvel ekki á hinu takmarkaða sviði veraldlegra viðfangsefna. En venjulega er það sérkenni þessarra manna, að þeir kljúfa tilveruna rækilega í tvennt, sem þeir kalla anda og efni, og þar á að vera lokað á milli um alla eilífð! Um svo kallaða „dulræna skóla“ mætti margt segja. Þar er ekki allt „gull, sem glóir“. — Sumir þessarra skóla ættu frem- ur að heita dulfræðaskólar en dulspekiskólar, og má liklega segja, að um þá gildi nokkuð aðrar reglur. En um sanna dul- spekiskóla hygg ég að fullyrða megi, að þeir geri ekkd mikið að því að auglýsa sig en kjósi jafn- vel að starfa í algjörri þögn og leyni. Einn af mestu spekingum nútímans, Paul Bruton, segir og einhvers staðar, að daglegt líf sé hinn eðlilegi dulspekiskóli nú- tímans, ef rétt sé á haldið, og hygg ég það rétt vera. Sá, sem þessar línur ritar, hef- ur all sitt líf lagt höfuðáherzlu á það, sem kallað er dómgreind eða heilbrigð skynsemi, og full- yrðir að enginn árefestur þurfi að vera á milli dómgreindar og duihyggju. Dulspekin eða dul- hyggjan er aldrei gagnstæð heil- brigðri skynsemi. Hún er „ultra intellectus, non contra“, ein og það er nefnt á latínu, — það er að segja: Hún fer lengrra, en er ekki á móti skynseminni. Hún tefeur við, þar sem hugrænan skilning þrýtur. Að lokum þetta: Það er háska- lega auðvelt að fara svo ógæti- lega og ógáfulega með alla dul- vísi (hvort sem er dulspeki eða dulfræði), að úr verði draumór- ar, en hið eina, sem getur varn- að því, er nógu vakandi dóm- greind og sannleikshollusta. — Ástæða væri til að minnast á þörf kirkjunnar fyrir nýja „dul- spekilega“ vakningu, en það verður að bíða betri tíða. Grétar Fells. Galdrakarl- inn í Oz B ARN ALEIKRITIÐ Galdrakarl inn í Oz verður sýnt i síðasta sinn í dag, sunnudaginn 21. mai kl. 15. Þetta er 25. sýning leiks- ins. Aðsókn hefur vetrið ágæt eins og jafnan hefur verið með barnaleikrit þau sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt. Myndin er af Jóni Júliussyni í hlutverki „Pjátur-karlsins". Bókarfregn RICHARD Beck: A sheaf of verses. New and enlarged edi- tion — Winnipeg 1966. Kver undir sama titli var gef- ið út í Winnipeg árið 1945 og síðan í annað sinn aufeið árið 1952, en báðar útgáfurnar era uppseldar fyrir allmörgum ár- um. Kemur nú út ný og aukin útgófa af kvæðum dr, Richards Becks á ensku, en flest af þeim hafa upphaflega birzt í blöð- um og tímaritum vestan hafs og sum þeirra verið tekin upp í úr vals söfn bæði í New York og London. Bókin skiptist í tvo floklfea, ahnenn kvæði og jólakvæði, og bera einkum hin síðarnefndu vott um trúrækni höfundar og virðingu fyrir helgi jólanna, en hin fyrrnefndu eru ýmislegs efn is t.d. fallegt fcvæði um akur frumbyggjanna, og annað hyl‘1- ing til Noregs á stríðsárunum. Öll era fevæðin vel ort og bera vitni um ríka sfcáldhneigð og sfeáldsfcapargáifu höfundar, en hann er eins og kunnugt er, prýðisgott sfeáld á Menzfcu og etóki síður á ensfcu, eins og þessi kvæði sýna. Vil ég mæla hið bezta með bók þessarri, við þá, sem ensku lesa, — þeir verða ekki vonsviknir á henni. Jakob Jóh. Smári. BMW BIFREIÐAR í FARARBRODDI Bandaríska bílablaðið Road and Track birti nýlega lista yfir 7 beztu bílategundir heims og skipaði BMW í fimmta sæti. Yér bjóðum yður þrjár gerð- ir af BMW — BMW 1600, BMW 1800 og BMW 2000. BMW bifreiðirnar vinna stöðugt á hér á landi, þar sem bifreiðaeigendur leita í auknum mæli eftir sterkari og vandaðri bifreiðum, sem þola betur hina slæmu og bröttu vegi. Sterk og kraft- mikil vél BMW er trygging fyrir góðri endingu. Sjálf- stæð fjöðrun á öllum hjólum gerir BMW betri og stöðugri á ósléttum vegum hérlendis. Sætin i BMW eru vönduð og einstaklega þægileg. Útsýni úr bílnum er mjög gott. BMW bifreiðirnar eru vand- aðar og glæsilegar, jafnt að utan sem innan. UMBOÐ, VIÐGERÐIR OG VARAIILUTIR KRISTINN GUÐNASON HF KLAPPARSTÍG 25—27, SÍMI 22675

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.