Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 8
8 IH- ir t< t. r''/v ff i a tn r* Fimmtudagur 25. febr. 1954 uttMnWfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintaklð. i I ■WTN^J 5>w_5 < ÚR DAGLEGA LÍFINU 11 WL 'ÍK* Afstaða Framsókjtarmaana ti! raforkumálaima SKRIF Tímans um raforkumál- in undanfarið hafa vakið hina mestu furðu. Og þau gefa áreið- anlega mjög ranga mynd af af- stöðu Framsóknarflokksins til þessara mála. Ef eitthvað væri að marka ummæli Tímans þá hefði flokkur hans engan áhuga fyrir raunhæfum aðgerðum í raf- orkumálum strjálbýlisins. Fyrir honum vekti þá fyrst og fremst að nota þau sem skrautfjöður í hatti sínum. En þessu er ekki þannig varið. Sjálfstæðismenn eru þess full- vissir að Framsóknarflokkurinn hafi raunverulega áhuga fyrir raforkuframkvæmdum í landinu. Þessvegna eru skrif Tímans ger- samlega út í hött og bera aðeins vott of stjórnlitlum skapsmunum þeirra, sem þeim stjórna. Kjarni þessa máls er sá, að stjórnarflokkarnir hafa samið um miklar raforkufram- kvæmdir i þágu þeirra lands- hluta, sem lengst hafa orðið að bíða eftir lífsþægindum raforkunnar. Innan ríkisstjórn arinnar ríkir mikill áhugi og fullt samkomulag um það, hvernig á þessum málum skuli haldið. Hinsvegar hefur ekki náðst fullt samkomulag við Landsbankann um fjáröfiun til framkvæmdanna. Stjórnin sjálf hefur á þessu stigi máls- ins ekki heldur ákveðið end- anlega, hvernig fjár verður aflað til þeirra. Ekki er það ólíklega til getið, að þessi mál hafi eitthvað tafizt vegna þess að fjármálaráðherra lagðist á sjúkráhús er þingi var frestað fyrir jól, og kom þaðan ekki fyrr en í byrjun febrúar. Forsætisráðherra var einnig frá vinnu um mánaðartíma vegna veikinda á þessu tímabili. En stjórnin hafði einmitt lýst því yfir, að hún hygðist nota þing- hléið til þess að ráða fram úr umræddum málum. Þær hugleiðingar Tímans, að Sjálfstæðisflokkurinn hyggðist nota „bankavald sitt“ til þess að hindra framkvæmdir í raforku- málunum eru svo fjarstæðukennd vitleysa, að þeir menn hljóta bók staflega að vera langt leiddir af pólitísku ofstæki eða þá ákaflega vantrúaðir á dómgreind almenn- ings, sem slíkum fullyrðingum varpa fram. Það væri eitthvert vit í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða hitt þó heldur, að hafa forgöngu um stjórnarsamning, þar sem heitig væri miklum raforkufram- kvæmdum en láta svo einhverjar stofnanir, sem flokkusinn sjálfur réði yfir hindra þessar sömu framkvæmdirH Hvaða heilvita menn láta sér koma til húgar að Sjálfstæðismenn gætu séð sér hag í slíkri málafylgju? Áreiðan- lega engir. En auk þess er það auðvitað hin mesta fjarstæða að Sjálfstæðisflokkurinn ráði einn yfir Landsbankanum og öðrum lánastofnunum í landinu. Er það margrætt mál, sem óþarft er að rökræða nú enn einu sinni. Það er sannarlega ekki óeðli- legt þótt sú spurning rísi, hvaða ástæður getí legið til hinna heimskulegu fjarstæðuskrifa Tim ans um raforkumálin. Öll þjóð- in veit, að tveir stærstu flokkar hennar hafa bundizt um þau öfl- ugum samtökum og eru þess al- ráðnir að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum framkvæmdum í þeim. Innán beggja þessara flokka ríkir einlægur vilji og áhugi fyrir því að þetta takist á sem skemmstum tíma og á sem farsælastan hátt. Svo byrjar Tíminn allt í einu að vaða elginn eins og blótneyti um „tregðu“ Sjálfstæðisflokksins í raforku- málunum!! Sannleikurinn er sá, að skýr ingin á þessu háttalagi Tím- ans getur ekki verið önnur en sú, að hann óttist svo um fram tíð flokks síns, að hann hafi misst alla hæfileika til þess að halda á jafnvel hinum þýð- ingarmestu málum af viti og stillingu. En getur það bætt úr skák fyr- ir honum. Fólk í sveitum lands- ins hefur áreiðanlega skömm á skrifum Tímans um raforkumál- in. Það vill halda áfram að sam- eina kraftana um þessi og fleiri hagsmunamál sín. Vanstillingar- nöldur Tímans á þessvegna lítinn hljómgrunn í hugum þess. Almenningur í landinu er í bili búinn að fá nóg af vopna- braki tveggja kosninga. Hann krefst þess að fulltrúar henn- ar, sem bundizt hafa samtök- um um stjórn landsins, vinni falslaust og af fullum dreng- skap að lausn hinna þýðingar- mestu mála. Alltaf að fapa — ÁÁ FYRIR 2200 árum sigldi stórt skip frá eynni Delos í Kykla derne fulihlaðio áíengi. Það sigldi í vestur yfir Jónískahafið, fór um sundið milli Sikileyjar og Ítalíu, fór fram hjá Scylla og Cbarybdis og stefndi síðan inn á höfn fyrir norðan Napoii, þar sem það tók nýjan farm af postu- línu, ásamt meiru áfengi. i ★★ SKIPIÐ lagði síðan af stað á ný og sigldi þvert yfir Miðjarð- arhafið að strönd Frakklands, en sökk rétt nokkra kílómetra fyrir 2200 ára c^amalt um utan grísku nýlenduna Messaiiu, sem nú heiíir Marseilles. Menri vita ekki um orsök slyss- ins, en vitað er að skipið hafði meiri farm en leyfilegt var. Þá er einnig vitað um dularfull göt á víntunnunum, og trúlegt þykir að áhöfnin hafi e.t.v. tekið toll VeíaL ancli shri^ar: Kj ! Skólasýningar Þjóðleikhússins ÆRI Velvakandi! Stjórn Þjóðleikhússins á vissulega skilið lof og þökk allra námsmanna hér í bæ fyrir þann skilning og velvilja að veita námsfólki tækifæri til að sjá leik- rit, sem sýnd eru á þess vegum við vægu verði. og kæra! ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli bæjarstjórnarkosningarnar, að Alþýðuflokkurinn hefur víða haft uppi miklar hótanir um kær- ur kosninganna. Á nokkrum stöð- um hefur hann látið verða úr þessu og lagt fram formlegar kærur. Hvergi hefur hinsvegar spurzt til þess að þessar kærur væru teknar til greina. Oftast mun þetta hafa gerzt á þeim stöðum, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur tapað verulega. Það er því ekkert um að vill- ast. Alþýðuflokkurinn er svo hrjáður og hrelldur eftir kosn- ingarnar að hann verður að hressa sig við á klögumálum og orðhengilshætti. Vitanlega eru allir sammála um, að sem bezt beri að vanda til alls kosninga- undirbúnings, þannig að misfell- ur komi ekki fyrir En það er fráleitt að smávægilegir form- gallar á einstökum stöðum hafi allir bitnað á einúm og sama flokknum, eins og Alþýðublaðið og flokkur þess láta liggja að. Alþýðuflokkurinn er að tapa í Iandinu. Það er stað- reynd, sem ekki verður breitt yfir með kærunöldri, Færra og færra fólk treystir honum fyr- ir málum sínum. Leiðtogum flokksins væri nær að draga þær ályktanir af þessari stað- reynd, að þörf væri á breytt- um vinnubrögðum og ábyrgari stefnu, heldur en að leggja allan sinn þrótt í kosninga- kærur og dylgjur um mútu- starfsemi!! Slíkar skólasýningar hafa án efa meiri áhrif til menntunar en 1 menn almennt gera sér grein j fyrir. Að sjálfsögðu kemur ekki til mála, að öll leikrit verði „skóla sýnd“. Til þess liggja ýmsar á- stæður, bæði efni leikritsins og ytri aðstæður. Tveir flokkar. ÞAÐ eru fyrst og fremst leik- ritin, sem hafa einhvern boð- skap að flytja eða eru á annan hátt til menntunar, sem æskilegt er að sýnd séu skólafólki. Hin, sem lítið eða ekkert menningar- gildi hafa mega missa sig. í fyrrá flokknum myndi ég telja leikrit eins og „Flekkaðar hendur" og „Sölumaður deyr“, sem ég álít, að eigi tvímælalaust erindi til skólafólks, hvorugt var „skóla- sýnt“. Leikrit eins og „Harvey" tel ég heyra hinum síðari til. Auk þess, sem mér finnst leik- ritið ómerkilegt á almennan mælikvarða, tel ég það mjög við- sjárvert, hvernig áfengiseitrunar- ástand drykkjusjúklingsins er sveipað duldum ljóma af höfund- arins hálfu. — Ö“. K Hvað er að gerast? ONA ein hefir skrifað mér og all hyggjuþung út af ástandinu í andlegum málum okk j ar íslendinga. „Erum við á leið- inni að afkristna landið“ — spyr hún. Og hún telur upp ýmisiegt, sem hún telur benda til þess: lestur óguðlegrar skáldsögu í út- varpiníi, sem íekur við strax að lestri passíusálmanna loknum, út gáfu Menningarsjóðs á skáldsögu eins og „Musteri óttans“, sem kom út nú í vetur og í þriðja lagi flutningur Ríkisútvarpsins á leik- ritinu „Fátt segir af einum“ s.l. laugardag. „Er ekki hið illa að verða yfir- sterkara því góða“ — spyr hún í lok bréfs síns. Heimur versnandi fer. EG ÞAKKA konunni fyrir bréf- ið. Hún er ekki ein um þá skoðun, að héimurinn fari Stöð- ugt veránandi, að það illa hafi aldrei leikið betur lausum hala en einmitt í dag. Reyndar hefir þetta verið þannig frá því fyrsta. Þeir eldri sjá yngri kynslóðina stöðugt á barmi glötunarinnar, en ein- hvernveginn erum við samt komin fram á þennan dag. En svo er það þetta með Passíu sálmana og Sölku Völku. Mér finnst lestur sögunnar á engan hátt þurfa að kasta skugga á sálmana eða draga úr áhrifunum af lestri þeirra, enda er líka hverjum og einum í lófa lagið að skrúfa fyrir tækið eða losna á annan hátt við að hlusta á sög- una. Fagurt skáldverk. ANNARS er Salka Valka óneit- anlega fagurt skáldverk, þó að lífsskoðun og trúarskoðun höf- undarins, sem þar kemur fram, kunni að vera frábrugðin okkar. En það hefir nú löngum verið svo, að skáldunum leyfist ýmis- legt í skjóli listarinnar, sem frá hendi meðalmannsins kynni að virðast tilefni til hneykslunar. Höfundur Sölku Völku — og þetta á einnig við um höfund hinnar bókarinnar, Musteri ótt- ans, þó að rrieð nokkuð ólíkum hætti sé — dregur víða upp nokk- uð dökka og kaldhæðnislega mynd af lífinu og þjóðfélaginu, sem persónur þeirra hrærast í, en þær eru margar hverjar dag- sannar. Við vitum ósköp vel, að við lifum í ófullkomnum heimi, sem á sé bæði bjartar og dökkar hliðar. Sannleikurinn er oft beiskur. Voru þær betri? KONUNNI, bréfritara mínum, fannst út yfir taka, þegar tek- ið var fram í útvarpinu að börn- um væri ekki ætlað að hlusta á ieikritig „Segir fátt af einum“. Ég sé ekkert athugavert við það. Það er nákvæmlega það sama og kvikmyndahúsin gera, þegar þau sýna kvikmyndir, sem óheppi legar þykja fyrir börn og um- rætt útvarpsleikrit var það ali- greinilega. Voru annars allar drauga- og afturgöngu- og ófreskjusögurnar, sem þuldar voru yfir börnum og unglingum í gamla daga nokkuð betri í því tilliti? En allt ber eðli sjálfs sín, sem ólíkt til sín dró — vill sínu lífi lifa í lofti jörð og sjó. Því bindur hlekkur harðast, sem höndin sjálf sér bjó. Sæll hver, sem eignast annan, en á sig sjálfan þó. (Einar Benediktsson) Boðorð er Iampi og viðvörun ljós. af hinum fljótandi farmi sínum og það hafi orðið til þess að slóvga árvekni þeirra einmitt þegar mest reið á. ★—□—★ ★ ★ SVO liðu nokkur þúsund ár. Þá komust mennirnir að raifh um að þeir gátu rannsakað hafið j með sérstökum útbúnaði. Það j varð brátt vinsæl íþrótt í og við ■ strendur Miðjarðarhafsins að kafa niður og kanna leyndar- dóma hafsbotnsins. Og fyrir nokkra menn vpr það ekki að- eins íþrótt heldur atvinnugrein., Það var einn kafari sem hét Christianini, sem liíði af því að ná í ýmislegt drasl frá hafsbotni. En dag nokkurn -fór hann of djúpt niður og missti meðvitund- ina. Þó tókst að bjarga honum í land og var hann samstundis fluttur á sjúkrahús í Marseilles. í tvo daga var hann mitt á milli lífs og dauða, og þegar loks tókst að bjarga honum varð að taka allar tærnar af báðum fótum' hans og hann gat aldrei kafað meira en hann trúði stéttarbróð- ur sínum fyrir leyndarmáli sínu. ★—o—★ ★ ★ LEYNDARMÁLIÐ barst til Jacques Yves Cousteau, sem er nafntogaðastur allra nafntogaðra. Hann kafaði allt niður á 75 m dýpi — en varð einskis var. — Þarna var mjög erfitt að kafa, því ströndin er snarbrött niður í hafdýpið en skörðótt og klettótt og varð að athuga hvern kletta- drang fyrir sig. Á einum slíkum kletti í hinu snarbratta bjargi fann hann skipsflakið. S,ðan þá hefur stöðugt verið unnið að köfun niður að þessu löngu týnda skipi. Þar hafa fundizt hinir furðu- legustu hlutir. Meðal þeirra má nefna grískt keramik, sem er meira en 2300 ára gamalt. Hafa fornleifafræðingar rannsakað muni þessa og hefur það stórum aukið þekkingu þeirra á listmuna gerð þeirra tíma. En hvernig var þetta með vín- ið? — Jú Cousteau stóðst ekki freistinguna. Hann bragðaði á víninu. Og viti menn. Hann | gretti sig og ylgdi og spýtti því út úr sér án taíar. Kvaðst hann aldrei hafa bragðað svo bragð- vondan drykk. ★—■★ ★★ SKIPSFLAKIÐ sjálft hefur ekki mikið verið rannsakað enn- þá. Þó er þess þegar getið. að menn hafi ekki búist eða vitað að Grikkir hafi smíðað svo stór skip á þeim tíma. Það hefur verið einmastrað og seglið saumað úr uxahúðum. Það er svo stórt skip- ið, að það hefði ekki þurft að þræða með ströndinni. Og stærð þess og útbúnaður hefur orðið til þess að breyta skoðunum margra ! þeirra, er litla trú höfðu á sigl- ingalist þeirra tíma manna. ★—□—★ ★ ★ OG kafararnir halda áfram leit sinni. Þeir leita meðal ann- ars að gullkistu skipstjórans, því talið er að hann hafi haft slíkt meðferðis til að greiða áhöfninni laun sin o. s. frv. Skipið, og allt sem í því hefur fundizt hefur þannig fært fortíðina nær okkur. Það er eins og að skipið hafi sokið í gær — en það sökk fyrir 2200 árum. Brezki landherinn fær alómvopn LONDON 24. febr. Brezki landherinn mun á næstunni fá í hendur atómvopn, eins og brezki flotinn og flugherinn, að því er Anthoný Head, landvarnarráð- herra skýrði frá í brezka þinginu í dag. Ráðherrann gat þess í ræðu sinni að Bandaríkin og Bretland hefðu skipzt á upplýsingum um atómleyndarmál. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.