Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 46. tbl. — Fimmtudagur 25. febrúar 1954. Prentsmiðjs Mcrgunblaðsins Berlínarráðstefnan árangurs- ísbreiða yfir þveran Osio-fjörð laus mW al vonsvikum i0|^ar siglingmn. 40 skip föst í ís vöpaah’é æskiiegt; Snjókoma, frosl og sunnanátt gera ilif stöðugt verra Djúpur og óbrúandi ágreiningur London 24. febrúar. — Reuter. BERLÍNARRÁÐSTEFNAN var árangurslaus, full af vonsvikum og stundum nálægt því að sundrast, sagði Eden utanríkisráð- lierra Breta, er hann hóf 2ja daga umræður um utanríkismál í brezka þinginu. Þær snúast að sjálfsögðu aðallega um Berlínar- ráðsteínuna. DJUPUR AGREININGUR < Eden skýi'ði frá því að skoð- anaágreiningur milli fulltrúa Vesturveldanna annarsvegar og Rússa hinsvegar hefði verið djúp- u r og óbrúanlegur bæði í Þýzka- lands og Austurríkismálunum. EITT SKILYRDI, AD KOMM- ÚNISTAR HALÐI VÖLDUM Varðandi ósamkomulagið um kosningar, sagði Eden að Rúss- ar hefffu verið fúsir til að samþvkkja hvert fyrirkomu- lag sem var, að því einu til- skyldu að kommúnistar yrðu öruggir um að halda vöidum I Þýzkalandi. Hinsvegar hefðu þeir fellt sérhverja tillögu, þar sem yfirráð kommúnistanna voru ekki tryggð. TVÆR RÍKISSTJÓRNIR Vestur-Þjóðverjar líta svo á að þeirra ríkisstjórn jsé byggð á frjálsum kosningum og vilja fólksins Þeir eru því ófáanlegir til að setjast að samningaborð- inu með austur-þýzku stjórninni, sem hefur tekið sér vald með ofbeldi og er ekki annað en lepp- ar Rússa. AÐEINS ÖRYGGI RÚSSLANDS Eden minntist á tillögu Molo- tovs um öryggissáttmála. Sagði hann að með þeim sáttmála væri •eingöngu tryggt öryggi Rúss- lands. í þeirri tillögu væri hins- vegar ekkert tillit tekið til öryggis smáþjóða Vestur-Evrópu, sem lifa í stöðugri ógn við hið stórkostlega rússneska herveldi. Ætlun Rússa með þessari til- lögu var skýr, sagði utanríkis- ráðherrann. Þeirra óskadraumur er að slíta vináttuböndin milli Evrópu og Bandaríkjanna, svo að rússneski björninn geti sezt að snæðingi í ró og næði og gleypt hvert smáríki Vestur- Evrópu á fætur öðru. ÞJÓÐVERJUM HALDIÐ f SKEFJUM Um endurhervæðingu Þýzka- lands sagði Eden: — Það er úti- lokað að halda Þýzkalandi hlut- lausu milli austurs og vesturs. Slíkt mj-ndi gefa Þjóðverjum færi á að siga Vesturveldunum og Rússum saman. Evrópuher- inn væri hinsvegar eina leiðin til að tryggja að Þjóðverjar gætu ekki ógnað öðrum þjóðum. Það skipulag væri trygging fyrir bæði Frakka, Rússa og allar aðr- ar þjóðir, því að með því yrði herstyrkur Þjóðverja takmarkað- ur óg hann settur undir alþjóð- lega stjói'n fleiri þjóða. losa ekki tökin WASHINGTON, 24. febrúar —- Dulles utanríkisráðherra gaf í dag skýrslu um Berlínarráð- stefnuna Hann sagði m. a.: — Það er ljóst af framkomu Molotovs á ráðstefnunni, að Sovétríkin ætla ekki að losa tök- in á einum einasta landskika, sem þeir ráða nú yfir. Þeir stefna þvert á móti að því að þenja veldi sitt yfir enn fleiri landsvæði. — Það hefur og komið í ljós á ráðstefnunni að útþenslustefna Sovétríkjanna stafar ekki ein- göngu af valdagræðgi ráðamanna ^ þeirra, heldur á það að sumu leyti rætur sínar að rekja til hræðslu þeirra við . ýmis innri öfl í Sovétríkjunum, sem þeir óttast að geti komið af stað bylt- ingu. Hættan á þessu myndi auk- ast, ef meiri áhrifa tæki að gæta frá lýðræðislöndum Vestur- Evrópu. —Reuter. NEW YORK 24. febr. — Dag Ilammarskjöld framkvæmda- stjóri S. Þ. sagði í dag að hsnn teldi æskilegt, ef hægt væri að koma vopnahléi á í Indó-Kína. Hann kvaðst hins vegar ekki geta stutt tillögu Nehrus forsætisráð- lierra Indlands um vopnahlé þeg- ar í stað, þar ssm báðir styrj- aldaraðiljar héldu núverandi stöðvum sínum. Taldi hann óvíst að slíkt væri framkvæmanlegt. Oslo 24. febr. Frá NTB. ASTANDIÐ er nú orðið mjög alvarlegt í Oslo-firði vegna ísbreið- unnar, sem hefur nú stöðvað allar siglingar. Vitað er um að minnsta kosti 40 skip, sem eru oroðin algerlega föst og innilokuð í ísnum. Spáð er áframhaldandi suðaustan átt á morgun, svo búast má við að enn meiri ís berist inn á Oslo-fjörð. So3kjðmatækin nýju Washington 24. febr. — Frum- varp hefur verið sett fram um það að Bandaríkjastjórn láti reisa Kristófer Kolumbusi veglegt minnismerki í Bandaríkjunum til að sýna þessum landfinninga- manni fulla virðingu. ’ÍSINN ÞYKKNAR OG ÞYNGIST í dag hefur verið mikil snjó- koma um allan sunnanverðan Noreg og þriggja stiga frost. Af- leiðingin er að ísbreiðan í Osló- I firði hefur þykknað mjög. Auk t þess þrýstir sunnanvindurinn j rekísnum í æ auknum mæli upp | að Noregsströnd. Eimingartækin, sem Héðinn smiðaði og sett hafa verið upp í Faxa- Jverksmiðju í Örfirisey. Með soðkjarnaframkiðsln drýg- ist notagildi hrcofnis im 25% Gull lækkar í verði PARÍS, 24. febr. — í dag féll gull mjög í verði á gullmarkaðnum í París. Lækkuðu 20 dollara gull- stykki um 320 franka niður í 14,240 franka. — Stafar það af auknu framboði á gulli frá Rúss- landi. — NTB-AFP. Fullkomin tæki smiðuð í vélsmiðjunni Kléðni I GÆR var fréttamönnum boðið að skoða tæki í Faxaverksmiðju í Örfirisey, sem vinna soðkjarna úr síldar- og fiskúrgangi. Tæki þessi eru smíðuð í vélsmiðjunni Héðni, og þykir sýnt, að hægt sé hér á landi að smíða þvílík tæki fullkomlega samkeppnishæf við þau, sem erlendis eru smíðuð. TILRAUNIR HÓFUST 1952 í ársbyrjun 1952 einréð síldar- vei'ksmiðjan í Krossanesi í sam- ráði við vélsmiðjuna Héðin h.f. að gera tilraunir með framleiðslu á soðkjarna og heilmjöli á síldar- vertíðinni. Varð að samkomulagi, sð Héðinn símaði og leggði fram tilraunatæki til eimingarinnar, en Krossanesverksmiðjan sæi urn fJutning þcirra norður, uppsetn- ingu og framkvæmd tilraupp. — Voru tækin síðan smíðuð í Héðni og sett upp í Krossanesi. Eins og kunnugt er brást síld- arvertíðin algerlega, svo að ekki |var >'æ^t að reyna tækin, nema með því að nota vatn til eimingar í stað soðs. Voru þau því flutt til Reykjavíkur um haustið til eð fullreyna þau þar á vetrarvertíð- inni við TPaxaflóa. Fiskimálasjóð- ur lofaði nú 60 þús. kr. styrk til að halda tilraunum áfram í því skyni, að hægt yrði í framtíðinni að smíða fullkomin eimingartæki í landinu svo og með von um, að vakna mundi í landinu meiri Framh. á bla. 1. Póianum hrcnkar RÓMABORG, 24. febrúar — Líð- an hins heilaga föður páfans í Vatikaninu hefur nú alvarlega hrakað aftur. Hefur hikstinn tek- ið sig upp að nýju og þrevtir það hinn heilaga föður mjög. Alvar- legastar eru þó metlingarörðug- leikar páfa. Hann hefur orðið að nærast hálfan mánuð á vökvun og virðist nú jafnvel ekki þola það. í kaþólskum löndum Austur- Evrópu hefur verið bannað að minnast opinberlega á veikindi páfa að öðru leyti en því að í kirkjum hefur verið opinberlega birt bann frá stjórnarvöldum við að biðja fyrir páfanum. —Reutei’. ÞETTA ÞAÐ VERSTA Skrifstofustjórinn í norsku hafnarmálaskrifstofunni sagði í dag við fréttamenn NTB: — Þetta er það versta, sem við höfum nokkru sinni lent í. Ég man ekki eftir öffru eins. ís hefur að vísu komið fyrr upp að Noregsströnd, en þessi ísbreiða, sem nú liggur yfir Osló-f jörð er svo seig og þung, einkum síðan fór að snjóa, að við erum að gefast upp. STÓR SKIP ERU FÖST Sumstaðar var ísinn orðinn þriggja metra þykkur og eru ís- brjótarnir einskis megnugir, þegar svo er komið. 10,000 smál. flutningsskipið Malaya, sem var á leið til Osló situr nú fast í greip- um klakans. Sterkar vélar þessa skipsbákns stvnja þungan en allt kemur fyrir ekki. Einn stærsti ísbrjótur Norðmanna hefur í all- an dag reynt að brjótast fram til skipsins en gengur seint. SIGLINGAR LEGGJAST NIÐUR Þegar svo stórt og þungt skip situr fast, g'eta menn rétt imynd- að sér vandræði hinna minni skipa. Tvö 8 þúsund smálesta skip Wilhelmsen línunnar lögðu í morgun af stað út Osló-fjörð og væntu þess að komast klakk- laust í gegn. í kvöld barst fregn um að bæði séu innilokuð. Strand ferðaskipin milli Osló og Kristian sand eru einnig föst í ísnum. Kringum 40 3kip munu alls vera föst í ísbreiðu Osló-fjarðar og er nú vonlaust að ísbrjótarnir geti komið þeim til hjálpar. Áætlunarferðir milli Kaup- mannahafnar og Osló eru stöðv- aðar og mun Kronprins Olav ekki leggja af stað frá Osló meðan ástandið er svona slæmt. Ákveð- ið hefvr verið að fella niður fjölda annarra áætlunarferða. Mynlsðfn Farúks self KAIRO 24. febr. — í dag hófst uppboð á myntsafni Farúks konungs. Er það talið að verð- gildi um 12 milljón ísl. kr. Myntirnar eru frá öllum lönd- um heims, nýjar og gamlar. Þarna eru m. a. þrjár róm- verskar gullstangir. — í dag námu kaupin um 500 þús. krónum. — NTB-AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.