Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.02.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. febr. 1954 MORGVNBLAÐIÐ 7 Ir bilar Bandaríska bifreiðamerkið Cadillac (Kádiljákur), sem er eitt hið dýrasta, sem smíðað er í Ameríku liefur fram til þessa verið mjög íhaldssamt og haldið sér við eldri form og útlínur. En nú skyndi- lega hefur orðið gerbreyting á þessu, þannig að Cadillac-bifreiðar þessa árs fá nýjízkulegra útlit en flestar aðrar. Sýnir myndin nýjustu bifreið af þessari tegund. Afivélin er 230 hestafla. Um 15 millj' Kínverja hafa horfallið eða verið drepnir undir sljórn kommúnisfs Washington, 23. febr. — Reuter-NTB. AÐSTOÐARUTANRÍKISRÁÐHERRA Bandaríkja, Walter Robert- son, hefur látið þá skoðun sína í ljós við þingið, að kínverskir kommúnistar hafi svipt 15 milljónir landa sin'na lífi síðan 1949. Hagnýting sólnrorkunnnr er nð- kollnndi verkefni vísindnntannn Tekizt hefir að smíða litla hreyfla knúna sólarorku ENGAR < VARÚÐARRÁÐSTAFANIR Robertson sagði, að ástæða þess, að svo margir hefðu lát- ið lífið, væri sú, að ríkis- stjórnin hefði látið undir höf- uð leggjast að gera nokkrar ráðstafanir til að forða mönn- um frá hungurdauða, sem hef- ur herjað á nokkur héruð landsins. — Auk þess hefur mikill fjöldi manna verið tek- inn af lífi. ÓÁNÆGJA Á MEGINLANDI KÍNA Robertson segir, að utanríkis- ráðuneytið búist við neyðar- ástandi og kreppu í Asíu í nán- Ustu framtíð. Hann heldur því fram, að Bandaríkjamenn muni kappkosta að halda við öflugum her kínverskra þjóðernissinna á Formósu til að ógna kínversku kommúnistastjórninni. Á meginlandinu sagði Robert- son, að megn óánægja og viðsjár ríktu vegna stjórnar kommúnista. Væri þaðan hinna verstu tíðinda að vænta. Kvennadelld SVFÍ safnaði 49 |tós. kr. fyrsfa góudag ALMENNUR söfnunardagur Kvennadeildar Slysavarnafélags- ins í Reykjavík, sem var 1. góu- dag, hefur aldrei gengið eins vel og nú, því það söfnuðust samtals 40 þús. krónur, þar af 8 þús. kr. fyrir kaffisölu og 32 þús. krónur fyrir merkjasölu. Konurnar, sem stóðu að þess- ari söfnun vilja sérstaklega þakka öllum bæjarbúum fyrir þann velvilja, sem þeir sýndu slysavarnastarfseminni og þá sér- staklega þakka forstöðumönnum Sjálfstæðishússins, Lúðrasveit Reykjavíkur og öllum þeim kvennadeildarkonum, sem unnu að því að gera þennan dag sem glæsilegastan. Slæmur inflúenzufarald- ur s kjölfar kuldanna SLÆMUR inflúenzufaraldur hefur fylgt í kjölfar kuidanna, sem hafa geisað í Evrópu undanfarna viku. í Danmörku horfir til mikilla vandræða, vegna þess, að svo margir hermenn hafa orðið veikir af inflúenzunni, að hvorki eru til rúm eða rúmfatnaður handa þeim í herbúðunum. í Kaupmannahöfn er ástandið þannig, að bæði hermannasjúkra- húsin og önnur sjúkrahús, eru yfirfull. Meira að segja hefur orð- ið að útbúa í skyndi sem sjúkra- hús, sjúkravarðstofur og önnur hús sem tiltækileg eru, handa hermönnunum sem hafa orðið verst úti í veikinni. SÝKIN HEFUR EKKERT RÉNAÐ Ennþá virðist ekkert lát vera á veikinni. í Holmen hefur stórt iþróttahús verið tekið til notkun- ar sem sjúkrahús. í íþróttasaln- lim liggja stöðugt 100 manns veik ir. Ef einhverjir flytjast burt, hætast stöðugt aðrir við. Jólland hefur orðið verst úti í veikinni. Sérstaklega hefur Álaborg orðið hart úti. 1 ■ /. U / / FJORIF. DAGAR XJNDIR OPNUM HIMNI Og einmitt meðan hermennirn- ir eru óðurrí að veikjast, eru þeir kallaðir til bardaga við verkfræð- HÆTT er við, að lítil þörf yrði fyrir þjóðþrifafyrirtæki eins og hitaveitu, ef mönnum tækist að beizla sólarorkuna. Merkir vís- indamenn, fullyþða, að nýfing sólarorkunnar sé raunar miklu veigameiri en hagnýting kjarn- orku til friðsamlegra þarfa, og er þó langt jafnað. ORKUGJAFINN MESTI Á hverri sekúndu sólarhrings- ins árið um kring eys sólin orku yfir jörðina, sem jafnast á við 10 milljarða kílóvattstunda. (Á rafmagnsreikningnum geturðu séð, hvað kílóvattstund kostar). í árinu eru 8760 stundir og 3600 sekúndur í hverri stund, svo að orka sú, sem sólin eys yfir jörð- ina á ári nemur 315, 36 milljörð- um kílóvattstunda, en við kunn- um ekki að nýta hana. Samt er sú sólarorka, sem nær jörðu, ekki nema brot allrar þeirrar orku, sem sólin sendir frá sér. Nú kann einhver að spyrja, hvernig öll þessi orka sé til kom- in, en í skemmstu máli er hún orðin til með þeim hætti, að vetni breytist i helium við feiknarlegan hita. Sólin er ung á stjörnu vísu, og er aðalefni hennar vetni, svo að þessi orkuuppspretta helzt enn um milljarða ára. Hiti á yfir- borði sólar er um 6000 stig, en inni í kjarna hennar 15 milljónir stiga. Þessar tölur eru ekki ein- skærar ágizkanir, heldur styðjast við vísindaleg rök. Vert er að geta þess hér, að öll sú orka, sem mannkind hefir nýtt frá því hún skreið niður úr trjánum, er runnin frá sólinni, hvort sem um er að ræða kol, timbur, vatns- eða vindafl. Það er sólarhitinn, sem ræður göngu vindanna, sólargeislar sjúga vatn ið upp úr höfum heims og láta regn falla, svo að við fáum efni- við í fljót og fossa. Kol og olía er sólarorka bundin í jurtum eða dýraleifum frá örófi alda. Þegar við notum kol og olíu, er þar saman spöruð sólarorka. Af þessum efnum er mikið til, en ekki kemur mönnum saman um, hve mikið, en engu að siður er það staðreynd, að einhvern tíma ganga þau til þurrðar, ef til vill fyrr en okkur varir. Orkuþörf mannkyns vex hröðum skrefum .Þjóðfélög okkar tíma styðjast við orkuframleiðslu, ekki vöðva- afl eins og gömlu menningarþjóð- félögin í Egyptalandi og Asíu. KJARNORKA ER ÁFANGI Kjarnorkan hefir ekki verið | ingaherfylkið í Álaborg, en það stendur í sambandi við heræfing- ar. Hermennirnir verða að liggja úti í fjóra sólarhringa í æfingu þessari og hafa ekkert annað til oð skýla sér með, en hálm. Kuld- inn hefur undanfarið verið um 14 gráður, svo að ekki er að búast við að þetta verði til að bæta heilsu þeirra,____________ Olíumálið á dagskrá TEHERAN, 22. febr. — Sir Roger Stevens hinn nýi sendiherra Breta í Teheran hélt blaðamanna- íund i dag. Hann sagði að nauð- synlegt væri að ná samkomulagi í oliudeilunni. Auk þess þarf að taka upp vinsamleg viðskipti á fleiri sviðum. Hussein Makki fyrrum sam- starfsmaður Mossadek'é er nú aft- ur kominn frám á sj'ónarsviðið. Hann sagði í dag að hann mýndi korjast af. öliú afli gegn því að samið væri við Breta um oliu- málin. — Reuter. hagnýtt nema skamma hríð, og hún er ein þeirra fáu orkulinda, ’ sem ekki verða raktar til sólar. En forði þeirra efna, sem nýtt verða í þessu skyni, er ekki tak- markalaus. Að visu finnst úran á víðáttumiklum fjalllendum, en svo lítið magn, að vinnsla þess er óhemjudýr og erfið. Hagnýt- ingu kjarnorku eru líka takmörk sett. HITLER ÆTLAÐI AÐ BEIZLA SÓLARORKUNA Allmörg ár eru nú síðan bandariskur vísindamaður, dr. James B. Conant, lagði Jil, að nokkru af því fjármagni, sem varið er til kjarnorkurannsókna, væri varið til rannsókna á sólar- orkunni. Hitier haíði lika á prjón unum áætlun um að búa til fylgi- hnött með" jörðinni, gervitungl, sem væri komið fyrir í allmikilli fjarlægð frá hnetti okkar og snerist um hann. Skyldi þar korn- ið fyrir fimbulstórum holspéglum og þeir varpa bnennandi sólar- geislum á'tíltekna 'staði' á jörðu. Með iþeim t*ri hægt'- áð brenna upp béilar bör'git og áRtiif þeirra' á svipáttmdu. 'Hu^myridirt sýnist t f tjótú ’ brwgðí > fjárSteeðtíkértnd. Samt ér það Lftftín bg vérú hún, og undirbúningsrannsóknir vís- indamanna Hitlers, sem banda- rískir vísindamenn reisa á, þegar þeir tala um geimför og tungl búin til af manna höndum. Orka er hagnýtt á tvennan hátt, ýmist er hún notuð jafnharðan eða spöruð saman og geymd eins og í olíu og kolum. Mikið kapp er lagt á að breyta sólarorku í rafmagn. Ekki vant- ar orkuna, eins og bent hefir verið á hér að framan. Galdurinn er sá að breyta henni á ódýran hátt. GREIÐIR PLAST FYRIR LAUSNINNI? Farrington Daniels prófessor, sem er formaður félags banda- rískra efnafræðinga, ræddi málið fyrir skömmu á aðalfundi félags- ins í Sikagó. Margar tilraunir hafa verið gerðar. M. a. hefir verið reynt að láta sólargeisla hita upp vatn í grunnum gler- kerum og breyta í gufu. En stór hitáflötur er óhémjudýr Daníels prófessor Ieggur til að reynt verði ódýrt plastefni, sem er mun ódýr- ara en gler. Annar ókostur er sá, að þrýstingur verður næsta lítill, þó að takast megi að breyta vatni í gufu á þennan hátt, svo að þörf er sérstakra lágþrýsti-gufuvéla til að knýja rafala með þessari gufu. Onnur aðferð er sú að nota stóra holspegla, sem safna hita sólargeislanna á lítið svæði, svo að mikill hiti fæst, nógu mikill til að skapa gufu við háþrýsting. En holspeglar eru líka dýrir og verða að vera stórir og margir til að nokkur árangur náist. Síðan 1938 hefir hagnýting sól- arorkunnar verið rannsökuð á vegum tæknistofnunarinnar frægu í Massakjúsett. Þar eru t. a. m. hitaðar upp tvær íbúðir með sólarorku vetrarlangt. Þar hefir líka tekizt að breyta sólar- orku í rafmagn, en sú framleiðsla nemur svo litlu, að ekkert gagn verður af henni haft. En engu að síður hefir það tekizt, og þetta stendur til bóta. Rússar halda því fram, að tek- izt hafi að leysa vandann i einni af rannsóknarstofnunum sínum. Þeir fullyrða, að í Tashkent sé heil verksmiðja rekin með sólar- orku. Ekki er óhugsandi, að þetta sé rétt, en ekkert áreiðanlegt hefir komið fram til að reisa á. INDVERJAR BÚA TIL „SÓLARSTÓ“ Indverjinn M. L. Ghai sagði nýlega frá því á þingi vísinda- manna í Madison í Bandaríkjun- um, að í Indlandi hefði verið búin til „sólarstóí’, sem geti safn- að sólarorku með n.k. spegli og afli þannig nægilegrar orku til að elda mat handa einni fjölskyldu. Þessi „sólarofn“ er búinn til fyrir um 250 kr. En til þess að vinna sólarork- una beint verða slík tæki ekki notuð nema í heitum löndum. Hér n.orður frá er víst of kalt. En hér er önnur mynd sólarork- unnar, sem meiri vonir standa til, og verða okkur að haldi, vindur og vatnsafí. Danir hafa uppi víð- tækar ráðagerðir um framleiðslu rafmagns með vindorku. Hafa þeir þegar sett upp tvær miklar myllur. Hafa þeir jafnvel á qrði að afla sér nægilegs rafmagns fyrir allt land með- þvílíkum hætti. ■ ! Önnur leið er : trj við nýtingu BÓlarorku. Það má láta jurtir vfmifc' fýrfr' sig og véljá tögUAdir og staðháttu, sem bezta raun gefa. Síðan yrði jurtirnar notaðar við framleiðslu alkóhóls, er nýta. mætti til orkusparnaðar. Ýmsir vísindamenn telja þessa leið hag- kvæmasta við hagnýtingu sólar- orku. Sífellt gengur líka á forðík málma í jörðu og annarra ámóta efna. í framtíðinni er því liklegt, að menn leiti efna þeim til upp- bótar í jurtaríkinu, sem endur- nýjast í sífellu. Henry gamli Forci hafði mikinn áhuga á þessunv rnálum. Mönnum er enn í fersktt minni, hvernig hann notaði soja- baunir við framleiðslu sína. EIGUM VIÐ AÐ LITA SNJÓINI* Á fundinum í Madison, sem fyrr var á minnzt, var og þinga& um annað mál, sem óbeint er tengt sólarorkunni. Það er al- kunna, hve geysi-aðkallandi er að auka matvælaframleiðsluna, e. t. v. er það vandamál enit brýnna en leit að nýjum orku- gjöfum. Á nefndum fundi var um það rætt, hversu mjög það drægi úr afrakstri jarðar, er snjóa leysir ekki fyrr en komið fram á s.umar. Menn benda á, að hvítur snjórinn endurkasti feikn- um af þeim hita, sem sólin vift af örlæti sínu gefa jörðinni, þeim hita, sem að öðrum kosti bynd- ist í jarðveginum og byggi hann. undir sáningu. Menn velta því fyrir sér, hvort- ekki sé gerlegt að lita snjóinn, svo að hann geti tekið við meiri hita, þar sem miklu máli skiptir að flýta fyrir sáningu og upp- skeru. Allf er undir því komið- að takast megi að finna auðvelda leið til að lita snjóinn. í svip virðist ekki lausn fyrir hendi í því vandamáli. NÝ VÉL Að endingu þetta: Hjá Smithsonian-stofnuninni i Bandarikjunum hefir verið smíð- uð 5 hestafla véi, sem knúin er sólarorku. Vél þessi verður ekki dýrari en 5 hestafla bensín- eða rafhreyfill. Á sólríkum stöðum ætti þessi nýi hreyfill að vera fyrirtak, t. a. m. í Sahara, þegar farig verður að breyta þar eyði- mörk i grónar lendur með áveit- um. Viija auknar sampngur BERLÍN, 22. febrúar—He. náms- stjórnir Vesturveldanna í Þýzka- landi sendu hernámsstjóra Rússa Semjonov, í dag samhljóða bréf, þar sem þeir óska eftir að sam- komulag verði gert um afnám hafta á flutningi og ferðalagi milli Austur- og Vestur-Þýzka- lands. Hernámsstjórar Vestur- veldanna í Berlín sendu hernáms stjóra Rússa í borginni Serge Dengin, samhljóða tillögur um auðveldari samgöngur milli borgarhluta. Leggja hernáms- stjórarnir til að félldar verði niður vegabréfsáritanir, að Rúss- lar láti aftur opna nærri 50 vegi og járnbrautarlínur, s|:m þeir hafa lokað við takmarkalínuna jmilli Austur- og Vestur-Þýzka- lands, og.að leyfður verði flutn- ' mgur pT-entaðs máls milli her- ' námssvæða. Þá er stungið upp á jibví að ferðir sporvagna í Berlín. verði leyfðar milli hernámssvæðja og sjálfvirki síminn í borgar- hlutunum settur í beint samband milli hernámshluta. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.