Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 32

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 32
JÓLABLAÐ YÍSIS 32, liægðarleikur að komast inn, ])ví gat var á þakinu. Svalan lét fallast gegnum það og kom inn í herbergið. Ungi jnaðurinn hafði falið andlitið í höndum sér, svo liann heyrði ekki vængjaþyt fugls- ins, en þegar liann leit upp fann hann safirsteininn fagra liggjandi á visnu fjóíunum. „Eg er að hyrja að verða frægur,“ iirópaði hann, jiessi steinn er frá einliverjum miklum aðdáanda mínum, nú get eg' lokið við leikritið mitt, og hann varð mjög hamingjusamur. Sválan flaug aftur lil prinsins og sagði: „Nú ertu hlindur svo eg ætla alltaf að vera hjá þér. „Nei, svala ljtla,“ sagði prinsinn, þú verður að, halda áfram til Egyptalands. „Eg vil alltaf vera hjá þér,“ sagði svalan, og um nóttina svaf hún við fætur prinsins. Allan næsta dag sat hún á öxlum hans og sagði lionum sögur af þvi, sem hún hafði séð í fjarlægum löndum. „Kæra litla svala,“ sagði prinsinn,“ þú segir mér margt merkilegt, en merki- legra öllu öðru eru þjáning- ar manna og kvenna; ])að er ekkert eins dularfullt og eymdin. Fljúgðu yfir horg- ina mína svala litla og segðu mér livað þú sér.“ Svo flaug svalan yfir Iiina mildu borg, og sá hina ríku vera að halda veizlur í fall- egu húsunum sínum, meðan förumennirnir sátu við hlið- in. Hún flaug inn í hliðargöt- urnar og sá föl andlit svelt- andi harna stara sljólega á óhreinindin á götunum. Undir hrúarhoga einum lágu tveir litlir drengir hvor í annars faðnii. Þanrng réyndu þeir að lialda á sér hila. „ó, hvað við erum svangir,“ sögðu þeir. „Þið megið ekki liggja þarna,“ æ])ti varðmaðurinn og dreng- irnir urðu að hrekjast út í rigninguna. Svalan flaug lil haka og sagði prinsinum livað liún hefði séð. „Eg er þakinn með skíru gulli,“ sagði prinsinn, „þú verður að taka það mola fyrir mola og gefa fátækl- ingunum mínum; hinir lif- andi halda alltaf að gull geti gert þá hamingjusama.“ Mola eftir mola af þessu fína gulli líndi svalan upp þangað lil hamingjusami p«nsinn var orðinn glans- laus og grár. Gullmolana færði hún fátæklingunum. Andlit harnanna urðu rjóð, þau hlóu og fóru i boltaleik á götunum. „Nú höfum við hrauð,“ hrópuðu þau. Svo kom snjórinn og síðan frostið. Göturnar litu út eins og þær væru silfurlagðar, þær voru svo bjartar og tindr- andi; langir isströnglar, sem líktust mest kristals-dögg- urðum, héngu niður úr þak- skeggi húsanna. Allir, sem þurftu að fara út fóru i loð- feldi, og litlu drengirnir, sem léku sér á skautum á ísnum, höfðu skarlatshúfur. Litlu svölunni v.arð kald- ara og kaldara, en henni þótti of vænt um prinsinn til að yfirgefa liann. Hún tíndi sér mola utan við dyrnar hjá hakaranum þegar hann veitti því ekki eftirtekt og reyndi að halda á sér hita með því að veifa yængjuhUm. Að síðustu fann hún, að dauðinn nálgaðist. Hún liafði aðeins krafta til að fljúga upp á herðar prinsins einu sinni enn. „Vertu sæll kæri prins,“ hvíslaði hún, „viltu að eg kýssi á hendina á þér. „Mér þykir vænt uin, að þú ert loks að fara til Egyptalands, þú crt búin að vera of lengi hér, en þú verður að kyssa mig á munninn því eg elska þig. „Eg er ekki að fara til Egyptalands,“ sagði svalan. „Eg. er að fara til heimkynna dauðans. Dauðinn er hróðir svefnsins, er ekki svo?“ v Og hún kyssti hamingju- sama prinsinn á munninn og féll svo niður við fætur lians. Hún var dáin. í sama augnabliki lieyrð- ust einkennilegir brestir inni i líkneskjunni eins og eitt- hvað liefði brotnað. Það var slaðreynd, að blýhj»artað hafði rifnað í tvennt. Það var áreiðanlega hræðilega hart frost. Snemma næsta morgun var borgarstjórinn á morg- ungöngu á flötinni fyrir neðan likneskjuna, ásamt einum bæjarráðsmeðlimi. Um leið og þeir fóru fram hjá stallinum leit hann á líkneskjuna. „Ilamingjan hjálpi mér, hvað hamingjusami prinsinn lítur tötralega út,“ sagði liann. „Já, sannarlega lítur hann lötralega út,“ sagði hæjar- ráðsmaðurinn, sem alltaf samþykkti það, sem horgár- stjórinn sagði. Og svo fóru þeir að athuga líkneskjima. Rúbíninn er farinn úr svcrð- inu hans, augun eru farin og gyllingin horfin,“ sagði horg- arstjórinn, „í raun og veru er hann litlu hetri en hetl- ari.“ „Litlu hetri en hetlari,“ sagði bæjarráðsmaðurinn. ,,0g hér er dauður fugl við fætur hans,“ bætti borg- arstjórinn við, „við verðum endilega að gel'a iit vfirlýs- ingu um, að fuglum ,sé bann- að að deyja liér, og borgar- stjóraritari skrifaði tillöguna niður. Svo rifu þeir niður líkn- eskju hamingjusama prins- ins. „Þar sem hann er ekki fallegur lengur, er hann held- ur ekki nytsamur,“ sagði há- skólaprófessorinn í fagur- fræði. Síðan bræddu þeir líkn- eskjuna í bræðsluofni, og borgarstjórinn liélt fund i borgarráðinu til að ákveða livað ætti að gera við málm- inn. „Við verðum auðvitað að fá aðra likneskju,“ sagði hann, en það á að vera lik-n- eskja af sjáifuni mér.“ „Af mér,“ sagði hver og cinn af hæjarráðsmönnun- um, og þeir þráttuðu. Þegar eg frélti síðast voru þeir enn að þrátta. ..Þe'ta cr merkilegt,“ sagði |' erk-tjórinn. „Þetta brotna jl lýhjarta vill ekki bráðna. í bræð&luofninum. Við yerð- um að flevgja því í hurlu.“ Svo íieygðu þeir því í rusla- Ipng, þar seni dána sva’an lá einnig. i „Færðu mér tvennt liið ■ merkasta úr horginni,“ sagði guð við einn af engíunupi s.’num. Engillinn færði hon- um blýhjartað og svölulíkið. „Þú hefir valið rétt,“ sagði guð. „Til eilífðar skal svalan syngja í Paradisargarðinum mínum, og í gylltu höllinni minni skal hamingjusami prinsinn lofa mig. ólafur Gunnarsson frá Vík i Lóni þýddi. íooococooooocoococoGnooocoönoocoooooocoaoocísanísoooooooíííiootJOOooíXíttttocöocooíittiCíiísooccosKKXiocoocoacíJííooöosíoottoooooocoíicsococoi 'ú 9 joahhar' öllatn uiÉóliptauinum iínum jijrlr Samótarjie) á árinu 1945. Jafnframt vill félagið vekja athygli yðar á: í; a $ I i I að félagsmenn KRON fá, með því að ávaxta fé sitt Kjá innlánsdeild félagsins /2% hærri vexti en almennt tíðkast og skapa félagi sínu aðstöðu til að færa út starfsvið sitt. að KRON hefir frá upphafi haldið í skefjum vöruverðinu í bænum og oft lækkað það til verulegra muna. að KRON hefir í þau I/2 ár, sem það hafði starfað um síðustu áramói, greitt til félagsmanna sinna í arð og í séreignasjóð þeirra um TVÆR MILLJÖNIR KRÖNA. að margir félagsmenn KRON hafa bent á það með fullum rökum, að á oins árs viðskiptum við félagið hafi þeir hagnast um eins mánaðar úttekt. að á þessu ári hefir KRON opnað tvær nýjar matvörubúðir á Hrísateig 19 og á Langholtsveg 24, en ennþá vantar félagið að koma upp matvörubúðum í mörgum hverfum baejarinSf ti. þess að félagsmenn og aðrir, sem við félagið vilja skipta, eigi sem hægast með verzlun. að þér getið átt drjúgan þátt í að koma upp þessum búðum með því að aulca verzlun yðar og fá *'aðra iil áð g.iöra slíkl hið .sama. ,að KRON „óskar eftir sarnstarfi yið yður um eflingu félagsim og endurbætur sjálfum yður til í: hagsbóta. • .. ið í yðar eigin búðum. aup^élac^ tKeyhjavíkur' oej náejt'ennis. o a f » » » » » » » » » » » « aaCOOOOOOOOOCOCOOOOCOOÖOOOQOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCÍOOOCOOOCOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOCOOGQOCOOOOOOOOGOíÍOCCÍOOOOGOOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.