Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 30

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐ YÍSIS túnin úr bænuin og prýða þvi ckkert umhverfi lians. Til þess liggja þau of fjarri, bak við liolt og liæöir. Bak viö ásana liggur líLa íþróttavöll- ur ungmennafélagsins. Ekki mátti hann lieldur sjást úr bænum. Fátt prýðir þó meira umhverfi hæja en vel rækt- aðar lendur og ungt fólk að æfingum á fögrum völlum. — Æskan og gróðurinn eiga svo vel saman. — Ilér er öllu vslíkuholað niður hak við liolt og hæðir svo éklcert sjáisl. -— Ilefði þó elcki veitt af að prýða næsta nágrenni bæjar- ins, sem eru flagmóar einir, gróðurlaus holt og grettar mýrar, sem skæla sig ‘fram- an í vegfarendur allan ársins hring. — Undanskilið er þó tún Árna P. Jónssonar, sem er hin niesta hæjarprýði. — „Ferðamaðurinn má ekki lita nærri sér til landsins, ef mýndin fagra af Stykkis- hólmi á ekki að missa svip,“ sagði Stefán námstjóri Jóns- son fyrir nokkurum árum, og svo er það enn. —r- Refarækt var mjÖg al- menn i Stykkishólmi og ná- grenninu fyrir nokkurum árum, en hefir nú dregizt eitthvað saman 'af styrjaldar- ástæðum. Þó er enn í einum útjaðri bæjarins stórt refa- hú og segja þeir, sein vit hafa á, að þar sé að finna cinna fallegastar refkeilur á landi hér. — Líklegt er, að hvergi á landinu séu betri skilyrði til loðdýraræktar og grávöruframleiðslu én i Breiðafirði, og ar þá gott til þess að hyggja, að í héraðinu skuli vera refahú seni miðl- að geti undaneldisdýrum, þegar aftur liðkast um mark- aði og refaeldi færist í auk- ana á ný. Grávara er eklci ný fram- leiðsla í Brciðafirði. Brcið- firðingar munu hafa verið Tyrstir mánna til að lireinsa æðardún og gera hann að eftirsóttri og verðmætri vöru. En dúnhreinsun hefir aldrei \XJl’ið eflirsótt vinna. Og á síðari áruni liefir lireinsun hans verið miklum vand- kvæðum háð. Fólk fæst mjög Við hrunndæluna. ógjarnan til dúnhreinsunar hvað sem í boði er, og kann raunar ekki, nema lielzt ein- staka gömul manneskja, sem alizt hefir upp- við þann verkshátt í æsku. Um ný vinnuhrögð eða framfarir á þvi sviði er ekki að ræða. — Til að hæta úr brýnni þörf á þessu sviði, liefir verið rekin dúnhreinsunarstöð í Stykkis- liólmi allmörg undanfarin ár -— sú eina á landinu — til mikils hagræðis ‘ fyrír alla dúneigendur. Hún liefir tek- ið dún til lireinsunar úr nærri öllum sýslum landsins, þar sem annars um dúntekju er að ræða. Dúnninn er vel hreinsaður. En um nýja tækni i þessari starfsgrein er ekki að ræða. — Ilún cr álíka mikil og gerðist á helri hæj- um i mínu ungdæmi. — Það híður sjálfsagt rafmagnsins og fullkominnar tækni í sam- handí við það, að æðardúnn verði hreihsaður í hentugum og fullkomnum vélum. Þá er þess að geta, að í Stykkishólmi er verið að koma upp skipasmíðastöð og dráttarhraut. Er það liið þarfasta framtak, þar sem engin slík ’starfsemi var fyr- ir i fjrðinum, en hátar mikið notaðir og Breiðfirðingar siglingamenn miklir og sæ- fárendur frá uppliafi. Nokk- urir hátar liafa þegar verið setlir upp og endurbyggðir í stöðinni; hafa þeir allir feng- ið góða hót meina sinna og stórum fegúríi runnið til sjávar aftur. i Breiðafjarðarbyggðir eru slórar, fagrar og auðugar af hverskoliar gæðum er dug- legum mönnum mega að gagni koma. En þær eru nokkuð sundurslitnár af fjörðum og hröttum fjöllum, og þ\*í sum hvggðarlögin nokkuð einangruð og um of sér um sín mál. Torveldar það mjög samstarf manna og tefur fyrir þeim skilningi að héraðið sé ein heild er liafi sameiginlegra hagsmuna að gæla. Slíkur skilningur verð- ur þó að vcra ráðandi, ef nþkkur verulegur árangur á að násl um hættar samgöng- ur innan héraðsins og eðlilegt samstarf milU hyggðarlag- anna. Nærri miðju þessara hyggða liggur Stvkkishólmur. Ilann er þegar um margt miðstöð fyrir héraðið, en verður þó á næstu árum að eflasl stórlega sem slíkur, cf héraðið allt á að hljóta þá reisn sem því liæfir. Varðar þvi miklu, að þeir sem með málefni hæjarins fara geri sér þá aðstöðu ljósa og liagi störfum sínum i samræmi við það. Bergsveinn Skúlason. ‘JT Ávalt iiað Jólin verða ánægjulegusí, eí jálagjaíiraar era keyptar í . • Láúgavegi 33.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.