Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 57 Horfðu til framtíðar Skeifan 11b (2. hæð) · Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is Tölvunámskeið í sumar Athugið! Erum flutt í Skeifuna 11b 2. hæð - í sama húsnæði og Rafiðnaðarskólinn Stök námskeið Windows 2000 13.5. - 16.5. kl. 17:30 - 21:00 Word 2 21.5. - 24.5. kl. 13:00 - 16:30 Excel 1 27.5. - 30.5. kl. 17:30 - 21:00 PowerPoint 1 13.5. - 17.5. kl. 8:30 - 12:00 24.6. - 26.6. kl. 13:00 - 16:30 Internet Explorer 13.5. - 14.5. kl. 13:00 - 16:30 Heimasíðugerð 1 27.5. - 30.5. kl. 8:30 - 12:00 18.6. - 21.6. kl. 13:00 - 16:30 Windows grunnur, Internetið og tölvupóstur 13.5. - 16.5. kl. 17:30 - 21:00 Access 1 24.6. - 27.6. kl. 17:30 - 21:00 Word frh. 18.6. - 21.6. kl. 8:30 - 12:00 Excel frh. 24.6. - 27.6. kl. 8:30 - 12:00 Barnanámskeið Barnanámskeið 6-8 ára Grunnatriði Windows, Internetið, tölvupóstur, leikir o.fl. 18.05. - 21.06. 13:00 - 16:30 þri - föst Barnanámskeið 9-12 ára Grunnatriði Windows, Internetið, tölvupóstur, PowerPoint o.fl. 24.06. - 27.06. 13:00 - 16:30 mán - fim Unglinganámskeið Heimasíðugerð f / unglinga 12.06. - 19.06. 17.30 - 21.00 Kennd heimasíðugerð með FrontPage. Heimasíðugerð f / unglinga - frh 24.06. - 27.06. 17.30 - 21.00 mán - fim Framhaldsnámskeið í heimasíðugerð. Hagnýtt tölvunám 1 60 kennslust. Tölvunám fyrir byrjendur. Windows 2000, Word, Excel, Internet og tölvupóstur. 13.5. - 10.6. kl. 17:30 - 21:00 mán, þri, fim 12.6. - 28.6. kl. 8:30 - 12:00 mán - fös Fyrir eldri borgara Stutt námskeið sniðið sérstaklega að þörfum eldri borgara. 15 kennslustundir. Hæg yfirferð. Innihald: • Grunnatriði Windows 2000 • Internetið • Notkun tölvupósts • Ýmis afþreying 3.6.- 7.6. kl. 13:00 - 16:30 mán, mið, fös FYRIRLESTUR verður fluttur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. maí kl. 16.15 í í Odda, stofu 101. Allir eru velkomnir. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamað- ur mun ræða um arabískan menning- arheim, menningarmun og menning- arlæsi, segir í fréttatilkynningu. Ræðir um arab- ískan menning- arheim BÆJARSTJÓRINN í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, og varafor- maður FH, Ingvar Viktorsson, hafa undirritað rekstrar- og leigu- samning aðila og samkomulag um uppgjör vegna framkvæmda í Kaplakrika. Með samningnum hef- ur FH tekið við rekstri íþrótta- svæðisins í Kaplakrika, sem fengið hefur heitið Íþróttamiðstöð FH í Kaplakrika. Samingurinn felur í sér að FH skal reka skrifstofu í íþróttamið- stöðinni þar sem haldið verði utan um bókhald félagsins og deilda þess. Kveðið er á um að félagið skuli skila til íþróttafulltrúa Hafn- arfjarðarbæjar bæði ársuppgjöri hvers árs og einnig fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Einnig skal fé- lagið árlega skila sundurgreindu hálfs árs reikningsuppgjöri um rekstur íþróttamiðstöðvar félags- ins. Á skrifstofunni skal einnig unnið að gerð yfirlitsskýrslu ÍSÍ og stuðlað að auknu samstarfi milli einstakra deilda félagsins varðandi skipulag, fjáraflanir, nýtingu æf- ingatíma og annars íþróttastarfs. Bærinn leigir aðstöðu íþróttamiðstöðvar í 20 ár Hafnarfjarðarbær tekur á leigu íþróttasali, útisvæði og búnings- og baðaðstöðu í íþróttamiðstöð FH til 20 ára frá og með 1. ágúst 2002, en FH er heimilt að ráðstafa van- nýttum tímum í samráði við íþróttafulltrúa. Í samkomulagi að- ila er stefnt að því að 30. sept- ember nk. liggi fyrir tillögur að heildarskipulagi íþróttasvæðis FH og skulu þær innihalda teikningar af skipulagi svæðisins í heild auk kostnaðaráætlunar vegna óunn- inna framkvæmda. Verkefnið verð- ur unnið af svokallaðri framtíð- arnefnd sem þegar hefur hafið störf. Samningur um fram- kvæmdaáætlun og fjármögnun framkvæmda á síðan að liggja fyr- ir í árslok 2002. Í ljósi nýrra sam- starfssamninga milli Hafnarfjarð- arbæjar og íþróttafélaga í bænum, þar sem aðkoma bæjarins er með öðrum hætti en eldri samningar, eru aðilar sammála um að Hafn- arfjarðarbær eignast hlut af eign- um FH með yfirtöku skulda og láni til 20 ára sem ráðstafað verð- ur til greiðslu skulda aðalstjórnar FH. Samningurinn og samkomu- lagið voru undirrituð með fyrir- vara um samþykki bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en hvort tveggja hefur það að markmiði að tryggja fjárhagslegan grundvöll og farsæl- an rekstur FH, eins og annarra íþróttafélaga í Hafnarfirði, til framtíðar, segir í frétt frá Hafn- arfjarðarbæ. Hafnarfjarð- arbær og FH semja um rekstur NEMENDUR úr Tónskóla Hörp- unnar sóttu heim dvalargesti á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í síð- asta mánuði. Það voru nemendur á yngra aldursskeiði sem héldur litla tónleika fyrir dvalarheimilisgesti. Krakkarnir sem léku heita: Steinunn Lind, Sigtryggur, Haf- þór, Ásdís Margrét, Egill, Anita Rut, Haukur, Jóhanna Dröfn, Ein- ar Sindri og Marta Katrín. Með þeim á myndinni er Kjartan Egg- ertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar. Heimsókn á Sóltún ÞAÐ er eitt af vorverkum Kvenna- kórsins Norðurljósa á Hólmavík að heimsækja nágranna sína á Strönd- um og víðar með tónleika í byrjun maí. Á hátíðisdegi verkamanna 1. maí hélt kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík tónleika í Samkomuhús- inu Baldri á Drangsnesi. Á efnis- skránni voru létt og skemmtileg vor- lög. Stjórnandi kórsins er séra Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík. Kvennakórinn Norðurljós með tónleika Drangsnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Kvennakórinn Norðurljós. LÖGREGLAN, ásamt samstarfsaðilum, hafði talsverðan viðbúnað um helgina þar sem oft hef- ur borið á ölvun ungmenna á þessum tíma eftir próflok. Reyndist það einnig vera og á föstudag safnaðist nokkur hópur, talið nærri 100 ung- menni, í Elliðaárdal. Nokkuð bar á ölvun og lögreglan hellti niður miklu af áfengi. Sjö ungmenni voru flutt í athvarf þangað sem foreldrar sóttu þau. Að auki voru tvær stúlkur, sem voru í miðbænum, færðar í athvarfið. Um helgina voru 9 ökumenn grun- aðir um ölvun við akstur og 55 um of hraðan akstur. Höfð voru afskipti af 21 ökutæki vegna vanrækslu á skoð- un. Þá voru tilkynnt til lögreglu 33 umferðaróhöpp með eignatjóni. Síðdegis á sunnudag varð harður árekstur á Bitruhálsi/Bæjarhálsi. Ökumenn og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Brutust inn í verslun við Klapparstíg Tvennt var handtekið á laugar- dagsmorgun eftir innbrot í verslun við Klapparstíg. Parið hafði brotið rúðu í versluninni, tekið fjármuni úr sjóðsvél og hlaupið síðan á brott. Lögreglumenn handtóku fólkið skammt frá innbrotsstað. Á sunnu- dagskvöld var tilkynnt um innbrot í kjallaraíbúð í Sundunum. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og stolið talsverðu af áfengi. Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Vegfarandi sá mann hlaupa út úr versluninni og hjóla burt á reiðhjóli. Peningar höfðu verið teknir úr peningaköss- um. Tvítugur piltur var handtekinn eftir að hafa slegið jafnaldra sinn í höfuðið með flösku á laugardags- morgun. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild en árasarmaðurinn vist- aður í fangageymslu lögreglu. Ráð- ist var að manni á veitingastað í mið- bænum og hann skallaður í andlitið. Ekki er ljóst hver árásarmaðurinn er. Þá réðst 15 ára piltur að miðaldra manni í Breiðholti um miðnætti á sunnudag. Við átökin ökklabrotnaði sé eldri og var fluttur á slysadeild. Pilturinn var fluttur í skammtíma- vistun þar sem ekki náðist í forráða- menn hans Róleg helgi hjá lögreglu 3. til 6. maí Úr dagbók lögreglunnar Vefsvæði D-lista Í frétt um nýtt vefsvæði Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi á sunnu- dag var sagt nýtt vefsvæði S-lista, en á að vera nýtt vefsvæði D-lista í Kópavogi. Skeifukeppnin á Hólum Í grein um skeifukeppnina á Hól- um í Morgunblaðinu á laugardag féll út nafn eins nemenda sem keppti í A-úrslitum fjórgangs á skeifudaginn. Var það Sigríður Þor- steinsdóttir úr Garðabæ sem hafn- aði sjötta sæti á Yddu frá Kirkju- landi en þær voru í fjórða sæti eftir forkeppnina. LEIÐRÉTT DAGANA 13. og 14. maí munu rúmlega 80 nemendur úr fjórum 10. bekkjum í Réttarholtsskóla fara í sjálfboðavinnu í 24 fyrirtæki og stofnanir til að safna peningum fyrir Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Mikill áhugi var hjá fyrirtækjum að fá nem- endur í vinnu og fengu færri en vildu, segir í fréttatilkynningu. Nemendur munu starfa hjá eftir- farandi fyrirtækjum og stofnunum: Blómavali, Borgarskjalasafni, Breiðagerðisskóla, Bústaðakirkju, Eimskip, Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum, Fossvogsskóla, Garð- heimum, Grímsbæ, Gróanda, Grænuhlíð, Iðntæknistofnun, Íþróttahöllinni, Lambhaga, Land- spítala í Fossvogi, Landsvirkjun, Lestrarmiðstöð og bókasafni Kennaraháskóla Íslands, Morgun- blaðinu, Mörk, Olís, Skautahöllinni, TBR, Ævintýraferðum og Össuri. Einstaklingar og fyrirtæki geta lagt söfnuninni lið með því að gefa peninga inn á bankareikning 525- 14-614730 í Íslandsbanka við Grensásveg, segir í fréttatilkynn- ingu. Nánari upplýsingar veitir Ása Kristín Jóhannsdóttir aðstoðar- skólastjóri, netfang: asajoh@is- mennt.is. Í sjálfboðavinnu fyrir Umhyggju DJASSSVEITIN Motif lýkur vetrar- dagskrá Jazzklúbbs Akureyrar með tónleikum í Deiglunni á miðvikudags- kvöld, 8. maí og hefjast þeir kl. 21.30. Motif hlaut viðurkenningu á Djasshátíð Kaupmannahafnar á liðnu ári. Hljómsveitina skipa Atle Nymo á tenórsaxófón og bassaklarinett, Mathias Eick á trompet, Davíð Þór Jónsson á píanó, Ole Morton Vågans á kontrabassa og Håkon Mjåset Jo- hansen á trommur. Motif í Deiglunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.