Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÆRRI 750 erlendir þátt-takendur taka þátt ífundum utanríkisráð-herra Atlantshafs- bandalagsins og samstarfsríkja þess sem haldnir verða í Reykjavík í næstu viku, dagana 14. og 15. maí. Alls munu þar koma saman utan- ríkisráðherrar og sendinefndir frá 19 aðildarlöndum NATO auk utan- ríkisráðherra og sendinefnda frá 27 samstarfsríkjum. Búist er við að flestir erlendu gestanna komi til landsins á mánu- dagskvöldið með einkavélum og áætlunarvélum en einnig er von á nokkrum sendinefndum til landsins á þriðjudaginn. Munu vélarnar bæði lenda á Keflavíkurflugvelli og á Reykjavíkurflugvelli. Taka þarf á móti hverri sendi- nefnd sem kemur til landsins. Munu starfsmenn á vegum utanríkisráðu- neytisins annast móttöku gestanna og fylgja þeim aftur út á flugvöll að afloknum fundunum á miðvikudag. Ráðherrafundir í Háskólabíói og íþróttahúsi Hagaskóla Flestir fundir utanríkisráðherr- anna fara fram í aðalsal Háskóla- bíós báða fundardagana. Frétta- mannafundir verða haldnir í minni sölum Háskólabíós í lok hvers fund- ar og í kjallara Háskólabíós verður aðstaða fyrir fréttaviðtöl. Í húsnæði Tæknigarðs og Endur- menntunarstofnunar Háskóla Ís- lands verður aðstaða fyrir fjölmiðla og fréttamenn en von er á um 270 starfsmönnum erlendra fjölmiðla á fundinn. Íþróttahús Hagaskóla verður einnig lagt undir fundahöldin þar sem í íþróttasalnum verður haldinn hringborðsfundur utanríkisráð- herra og sendinefnda allra 46 ríkjanna í Evró-Atlantshafssam- starfsráðinu (EAPC). Einnig verð- ur haldinn sameiginlegur ráðherra- fundur Evrópusambandsins og NATO í íþróttahúsi Hagaskóla. Aðstaða verður fyrir tvíhliða fundi ráðherra á Hótel Sögu. Þar verður einnig skrifstofuaðstaða fyr- ir sendinefndir allra þátttökuríkj- anna og fyrir starfsmenn Atlants- hafsbandalagsins sem hingað koma. Verða tvær hæðir hótelsins lagðar undir þessa fundi og vinnu- aðstöðu. Hátíðarkvöldverður í Perlunni Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra verður með móttöku á mánudagskvöld fyrir ráðherra sem þá verða komnir til landsins en á þriðjudagskvöldið verður hátíðar- kvöldverður í Perlunni fyrir ráð- herra og maka frá öllum Atlants- hafsbandalagsríkjunum og samstarfsríkjunum og helstu full- trúa sendinefnda landanna og emb- ættismenn Atlantshafsbandalags- ins. Svæðið afgirt af öryggisástæðum Dagskrá Reykjavíkurfundarins hefst með vorfundi utanríkisráð- herra NATO á þriðjudagsmorgni, 14. maí. Eftir hádegi sama dag verður fundur í samstarfsráði NATO og Rússlands. Síðdegis verður svo haldinn sameiginlegur fundur ráðherra Evrópusambands- ins og Atlantshafsbandalagsins. Síðari fundardagurinn hefst með fundi í Evró-Atlantshafssamstarfs- ráðinu (EAPC) í íþróttahúsi Haga- skóla. Eftir hádegi verður svo fimmti og síðasti ráðherrafundur- inn á dagskrá en það er fundur sam- starfsnefndar Atlantshafsbanda- lagsins og Úkraínu. Mjög ströng öryggisgæsla verð- ur viðhöfð á meðan erle herrarnir gista Ísland og svæðið þar sem fundirn haldnir afgirt. 20 túlkaklefar fluttir til landsin Gera þarf umtalsverða ingar á aðstöðu í Háskó íþróttahúsi Hagaskóla fundanna. Hefur m.a. ve hannað fundarborð fyrir r fundina. Koma þarf fyrir um tækjabúnaði og settir v sérstakir klefar fyrir túlka ekki eru til fleiri en fimm túlkaklefar á Íslandi hef gripið til þess ráðs að landsins tuttugu túlkaklef bótar, sem komið verður fy skólabíói og íþróttahúsi flókins tæknibúnaðar se þarf upp. Að sögn Benedikts Ásge skrifstofustjóra í utanr neytinu, er allur undirbún skipulagning fundarins u mikið og flókið verkefni, allir þættir í þéttskipaðri þurfa að falla saman. Hefur m.a. þurft að ski flutning fundargesta til og Utanríkisráðherrar 46 NATO-ríkja og samstarfslan Leggja þarf t reiðar og 25 t Aldrei fyrr hafa jafnmargir háttsettir ráðamenn ríkja komið saman til fundar á Íslandi og verða á vorfundi Atlantshafs- bandalagsins og samstarfsríkja þess í Reykjavík dagana 14. og 15. maí. Er von á utanríkisráðherrum 19 NATO-ríkja og 27 samstarfslanda auk fjölmennra sendi- nefnda. Ómar Friðriksson kynnir sér um- fangsmikinn undirbúning fundarins.                               " #  KOSIÐ GEGN KYNÞÁTTAHATRI Forsetakosningarnar í Frakklandium síðastliðna helgi voru að sumuleyti frekar þjóðaratkvæða- greiðsla um skoðanir öfgahægrimannsins Jeans Marie Le Pen en hefðbundið val um þjóðarleiðtoga. Mikill meirihluti franskra kjósenda sameinaðist gegn Le Pen og skoðunum hans, sem hafa ekki sízt ein- kennzt af kynþáttahatri og andúð á al- þjóðlegu samstarfi. Kosningaúrslitin eru því skýr ósigur Le Pens, en ekki eins af- gerandi sigur Jacques Chirac og lítur út fyrir við fyrstu sýn. Fylgjendur vinstri- flokkanna í Frakklandi kusu Chirac með óbragð í munni (sumir sýndu andúð sína á þeim kostum, sem þeir stóðu frammi fyrir, með því að mæta á kjörstað með klemmu á nefinu) og umboð forsetans er langt frá að vera skýrt og óumdeilt þrátt fyrir 82% fylgi. Frönsku forsetakosningarnar hafa raunar sýnt fram á galla kosningakerfis- ins, þar sem forseti er valinn í tveimur umferðum. Það hafa verið rökin fyrir kerf- inu að það tryggði að sá, sem endanlega yrði valinn forseti, hefði meirihluta þjóð- arinnar á bak við sig og þar með skýrt um- boð. M.a. þess vegna hafa menn stundum mælt með að þetta kerfi yrði tekið upp hér á landi. Í þetta sinn hefur hins vegar kom- ið skýrt í ljós að kjósendur hafa talið sig hafa frelsi til þess í fyrri umferðinni að kjósa ýmiss konar óánægju- og jaðarfram- boð, sem leiðir síðan til þess að í seinni umferðinni eru ekki tveir ábyrgir stjórn- málamenn í kjöri. Ástæða er til að rifja upp að í fyrri umferðinni fengu Chirac og Le Pen samtals minnihluta atkvæðanna. Í raun verður það ekki fyrr en í þing- kosningunum í næsta mánuði, sem kemur í ljós hvort Frakkar treysta Chirac til að leiða landið á braut breytinga og umbóta. Hægriflokkarnir (að Þjóðfylkingu Le Pens frátalinni) þurfa að ná nægilegum styrk til að mynda stjórn, eigi Chirac að geta hrint stefnumálum sínum í fram- kvæmd. Ef vinstrimenn hins vegar sigra í þingkosningunum, má búast við að við taki enn eitt tímabil „sambúðar“ hægri- sinnaðs forseta og vinstrisinnaðrar stjórnar, þar sem fáar stórar breytingar eiga sér stað. En breytinga er þörf í Frakklandi. Það að öfgamaður eins og Le Pen skuli fá 18% atkvæða í forsetakosningum er birtingar- mynd óánægju stórs hluta kjósenda, m.a. vegna atvinnuleysis, deilna um innflytj- endamál og fjölgunar glæpa. Mörgum Frökkum finnst stjórnmálakerfið spillt – Chirac hefur ekki farið varhluta af spill- ingarmálum – og að stjórnmálaflokkarnir skilji ekki áhyggjur og vandamál venju- legs fólks og hafi því engar lausnir að bjóða. Líklega er val Chiracs á Jean- Pierre Raffarin í embætti forsætisráð- herra, sem á að sitja fram að kosningum, til merkis um að hann vilji reyna að breyta ímyndinni, en Raffarin þykir vinsæll hjá almenningi. Þótt Le Pen hafi beðið ósigur í kosning- unum verða ábyrg stjórnmálaöfl, ekki bara í Frakklandi heldur um alla Evrópu, áfram að taka gengi hans og flokks hans mjög alvarlega. Við megum ekki leyfa kynþáttahatri, einangrunarstefnu og lýð- skrumi að festa rætur. BÚRMA OG AUNG SAN SUU KYI Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarand-stöðunnar í Búrma, var í gær látin laus úr stofufangelsi. Hún hafði verið í haldi í 19 mánuði samfellt og var nú látin laus eftir samningaviðræður við herfor- ingjastjórnina, sem ræður ríkjum í landinu og hefur stjórnað harðri hendi með þeim afleiðingum að Búrma hefur nánast verið útskúfað úr samfélagi þjóðanna. „Þetta er ný dögun fyrir landið,“ sagði Suu Kyi þegar hún ávarpaði stuðnings- menn við mikil fagnaðarlæti eftir að hún hafði verið látin laus, en bætti við að dög- unin væri aðeins upphaf dagsins: „Við get- um aðeins vonað að dögunin verði fljótt að morgni.“ Það er engin furða að Aung San Suu Kyi skuli aðeins líta á það sem áfangasigur að hún skuli nú laus úr stofufangelsi. Hún hefur verið í andstöðu við herforingja- stjórnina um langt skeið og verið tvisvar í stofufangelsi. Í kosningunum, sem herfor- ingjastjórnin leyfði árið 1990, fékk flokkur hennar, Þjóðarfylkingin til lýðræðis, 82% sæta á þingi. Herinn ógilti kosningarnar og hóf ofsóknir á hendur sigurvegurunum. Margir þeirra, sem kosnir höfðu verið á þing, voru settir í fangelsi og fjöldi stuðn- ingsmanna einnig. Árið 1991 fékk Aung San Suu Kyi friðarverðlaun Nóbels, en sá þrýstingur dugði skammt. Henni var sleppt úr stofufangelsi árið 1995, en var þá gert að lúta hörðum skilmálum, sem gerði að verkum að hvað eftir annað skarst í odda milli hennar og ráðamanna. Í sept- ember árið 2000 var hún fangelsuð á ný. Erfitt er að segja til um hvaða skref herforingjastjórnin er tilbúin að ganga næst. Í raun hefur öll stjórnarandstaða í landinu verið brotin á bak aftur frá því að herinn tók völdin árið 1962 undir forustu U Ne Win. Hann lét af völdum árið 1988 þeg- ar óvinsældir hans meðal almennings keyrðu um þverbak. Herinn var hins vegar ekki reiðubúinn að láta af völdum, braut hreyfingu fólksins á bak aftur og sú stjórn, sem tók við, hefur beitt stjórntækjum kúgunar af ótta eins og forveri hennar. Efnahagslíf landsins er í rúst eftir her- foringjastjórnina. Þeir litlu peningar, sem til eru, hafa verið notaðir til vopnakaupa fremur en að bregðast við þeirri sáru ör- birgð, sem íbúar landsins búa flestir við. Búrma er um þessar mundir að kaupa orr- ustuþotur af Rússum og hyggja á samstarf við þá um að reisa kjarnorkuver. Í hernum eru 400 þúsund manns. Herinn drottnar yfir stjórnkerfi landsins og er gagnsýrður af spillingu. Jafnframt er hernum beitt af alefli gegn ýmsum þjóðarbrotum, sem hafa barist fyrir rétti sínum í landinu. Búrma er einhver helsti útflytjandi ópíums í heim- inum og hafa tekjurnar af eitrinu senni- lega hjálpað herforingjastjórninni að halda velli þrátt fyrir efnahagsþvinganir umheimsins. Aung San Suu Kyi hefur verið talsmað- ur þess að beita herforingjastjórnina refsi- aðgerðum og svo virðist sem þær hafi loks þvingað hana til að láta undan. Herfor- ingjastjórnin sagði í gær að Aung San Suu Kyi væri fullkomlega frjáls ferða sinna og mætti sinna öllum flokksstörfum. Öllum borgurum landsins yrði leyft að taka þátt í stjórnmálum, áhersla yrði lögð á þjóðar- einingu, frið og stöðugleika bæði í Búrma og löndunum í kring. Reynslan af herfor- ingjastjórninni er sú að yfirlýsingum af þessu tagi verður að taka með fyrirvara. Þjóðir heims verða nú að beita hana áfram- haldandi þrýstingi. Ekki má fara á milli mála að skilyrðið fyrir því að hefja á ný eðlileg samskipti við landið er að hafist verði handa við að koma á lýðræði í land- inu. Herforingjastjórnin hefur sagt að hún muni taka fullan þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum og lofað um leið að binda enda á eiturlyfjaútflutning. Slíkar aðgerð- ir koma ekki í staðinn fyrir lýðræði og þær ber ekki að verðlauna, nema þær eigi sér stað samhliða því að herforingjastjórnin slaki á klónni og sýni að hún hafi ekki verið að vekja falsvonir með því að sleppa Aung San Suu Kyi úr stofufangelsi. MEÐAL ráðherra semvæntanlegir eru á ut-anríkisráðherrafundNATO og samstarfs- landa bandalagsins í næstu viku eru Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu en Berlusconi gegnir einnig embætti utanríkisráðherra Ítalíu. Þá er gert ráð fyrir að Igor Iv- anov, utanríkisráðherra Rúss- lands, komi til fundarins en eitt af helstu viðfangsefnum fundar- ins er fyrirhuguð staðfesting á stofnun samstarfsráðs NATO og Rússlands. Aðildarríki NATO eru 19 tals- ins en auk utanríkisráðherra NATO-ríkja eru utanríkisráð- herrar 27 samstarfs- landa Atl- antshafs- bandalagsins væntanlegir til að taka þátt í fundi svonefnds Evró-Atl- antshafssam- starfsráðs. Engin op- inber stað- festing er gefin á því fyrir fundinn hvaða ráð- herrar muni sækja hann en skv. upplýsingum Morgun- blaðsins má gera ráð fyrir að flestir eða allir utanríkisráðherr- ar Atlantshafsbandalags muni koma og einnig er flestöllum ráðherrum sa Þekktir ráðherra Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Ígor S. Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.