Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 57

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 57 Horfðu til framtíðar Skeifan 11b (2. hæð) · Sími 561 6699 tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is Tölvunámskeið í sumar Athugið! Erum flutt í Skeifuna 11b 2. hæð - í sama húsnæði og Rafiðnaðarskólinn Stök námskeið Windows 2000 13.5. - 16.5. kl. 17:30 - 21:00 Word 2 21.5. - 24.5. kl. 13:00 - 16:30 Excel 1 27.5. - 30.5. kl. 17:30 - 21:00 PowerPoint 1 13.5. - 17.5. kl. 8:30 - 12:00 24.6. - 26.6. kl. 13:00 - 16:30 Internet Explorer 13.5. - 14.5. kl. 13:00 - 16:30 Heimasíðugerð 1 27.5. - 30.5. kl. 8:30 - 12:00 18.6. - 21.6. kl. 13:00 - 16:30 Windows grunnur, Internetið og tölvupóstur 13.5. - 16.5. kl. 17:30 - 21:00 Access 1 24.6. - 27.6. kl. 17:30 - 21:00 Word frh. 18.6. - 21.6. kl. 8:30 - 12:00 Excel frh. 24.6. - 27.6. kl. 8:30 - 12:00 Barnanámskeið Barnanámskeið 6-8 ára Grunnatriði Windows, Internetið, tölvupóstur, leikir o.fl. 18.05. - 21.06. 13:00 - 16:30 þri - föst Barnanámskeið 9-12 ára Grunnatriði Windows, Internetið, tölvupóstur, PowerPoint o.fl. 24.06. - 27.06. 13:00 - 16:30 mán - fim Unglinganámskeið Heimasíðugerð f / unglinga 12.06. - 19.06. 17.30 - 21.00 Kennd heimasíðugerð með FrontPage. Heimasíðugerð f / unglinga - frh 24.06. - 27.06. 17.30 - 21.00 mán - fim Framhaldsnámskeið í heimasíðugerð. Hagnýtt tölvunám 1 60 kennslust. Tölvunám fyrir byrjendur. Windows 2000, Word, Excel, Internet og tölvupóstur. 13.5. - 10.6. kl. 17:30 - 21:00 mán, þri, fim 12.6. - 28.6. kl. 8:30 - 12:00 mán - fös Fyrir eldri borgara Stutt námskeið sniðið sérstaklega að þörfum eldri borgara. 15 kennslustundir. Hæg yfirferð. Innihald: • Grunnatriði Windows 2000 • Internetið • Notkun tölvupósts • Ýmis afþreying 3.6.- 7.6. kl. 13:00 - 16:30 mán, mið, fös FYRIRLESTUR verður fluttur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. maí kl. 16.15 í í Odda, stofu 101. Allir eru velkomnir. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamað- ur mun ræða um arabískan menning- arheim, menningarmun og menning- arlæsi, segir í fréttatilkynningu. Ræðir um arab- ískan menning- arheim BÆJARSTJÓRINN í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, og varafor- maður FH, Ingvar Viktorsson, hafa undirritað rekstrar- og leigu- samning aðila og samkomulag um uppgjör vegna framkvæmda í Kaplakrika. Með samningnum hef- ur FH tekið við rekstri íþrótta- svæðisins í Kaplakrika, sem fengið hefur heitið Íþróttamiðstöð FH í Kaplakrika. Samingurinn felur í sér að FH skal reka skrifstofu í íþróttamið- stöðinni þar sem haldið verði utan um bókhald félagsins og deilda þess. Kveðið er á um að félagið skuli skila til íþróttafulltrúa Hafn- arfjarðarbæjar bæði ársuppgjöri hvers árs og einnig fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Einnig skal fé- lagið árlega skila sundurgreindu hálfs árs reikningsuppgjöri um rekstur íþróttamiðstöðvar félags- ins. Á skrifstofunni skal einnig unnið að gerð yfirlitsskýrslu ÍSÍ og stuðlað að auknu samstarfi milli einstakra deilda félagsins varðandi skipulag, fjáraflanir, nýtingu æf- ingatíma og annars íþróttastarfs. Bærinn leigir aðstöðu íþróttamiðstöðvar í 20 ár Hafnarfjarðarbær tekur á leigu íþróttasali, útisvæði og búnings- og baðaðstöðu í íþróttamiðstöð FH til 20 ára frá og með 1. ágúst 2002, en FH er heimilt að ráðstafa van- nýttum tímum í samráði við íþróttafulltrúa. Í samkomulagi að- ila er stefnt að því að 30. sept- ember nk. liggi fyrir tillögur að heildarskipulagi íþróttasvæðis FH og skulu þær innihalda teikningar af skipulagi svæðisins í heild auk kostnaðaráætlunar vegna óunn- inna framkvæmda. Verkefnið verð- ur unnið af svokallaðri framtíð- arnefnd sem þegar hefur hafið störf. Samningur um fram- kvæmdaáætlun og fjármögnun framkvæmda á síðan að liggja fyr- ir í árslok 2002. Í ljósi nýrra sam- starfssamninga milli Hafnarfjarð- arbæjar og íþróttafélaga í bænum, þar sem aðkoma bæjarins er með öðrum hætti en eldri samningar, eru aðilar sammála um að Hafn- arfjarðarbær eignast hlut af eign- um FH með yfirtöku skulda og láni til 20 ára sem ráðstafað verð- ur til greiðslu skulda aðalstjórnar FH. Samningurinn og samkomu- lagið voru undirrituð með fyrir- vara um samþykki bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en hvort tveggja hefur það að markmiði að tryggja fjárhagslegan grundvöll og farsæl- an rekstur FH, eins og annarra íþróttafélaga í Hafnarfirði, til framtíðar, segir í frétt frá Hafn- arfjarðarbæ. Hafnarfjarð- arbær og FH semja um rekstur NEMENDUR úr Tónskóla Hörp- unnar sóttu heim dvalargesti á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í síð- asta mánuði. Það voru nemendur á yngra aldursskeiði sem héldur litla tónleika fyrir dvalarheimilisgesti. Krakkarnir sem léku heita: Steinunn Lind, Sigtryggur, Haf- þór, Ásdís Margrét, Egill, Anita Rut, Haukur, Jóhanna Dröfn, Ein- ar Sindri og Marta Katrín. Með þeim á myndinni er Kjartan Egg- ertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar. Heimsókn á Sóltún ÞAÐ er eitt af vorverkum Kvenna- kórsins Norðurljósa á Hólmavík að heimsækja nágranna sína á Strönd- um og víðar með tónleika í byrjun maí. Á hátíðisdegi verkamanna 1. maí hélt kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík tónleika í Samkomuhús- inu Baldri á Drangsnesi. Á efnis- skránni voru létt og skemmtileg vor- lög. Stjórnandi kórsins er séra Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík. Kvennakórinn Norðurljós með tónleika Drangsnesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Kvennakórinn Norðurljós. LÖGREGLAN, ásamt samstarfsaðilum, hafði talsverðan viðbúnað um helgina þar sem oft hef- ur borið á ölvun ungmenna á þessum tíma eftir próflok. Reyndist það einnig vera og á föstudag safnaðist nokkur hópur, talið nærri 100 ung- menni, í Elliðaárdal. Nokkuð bar á ölvun og lögreglan hellti niður miklu af áfengi. Sjö ungmenni voru flutt í athvarf þangað sem foreldrar sóttu þau. Að auki voru tvær stúlkur, sem voru í miðbænum, færðar í athvarfið. Um helgina voru 9 ökumenn grun- aðir um ölvun við akstur og 55 um of hraðan akstur. Höfð voru afskipti af 21 ökutæki vegna vanrækslu á skoð- un. Þá voru tilkynnt til lögreglu 33 umferðaróhöpp með eignatjóni. Síðdegis á sunnudag varð harður árekstur á Bitruhálsi/Bæjarhálsi. Ökumenn og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Brutust inn í verslun við Klapparstíg Tvennt var handtekið á laugar- dagsmorgun eftir innbrot í verslun við Klapparstíg. Parið hafði brotið rúðu í versluninni, tekið fjármuni úr sjóðsvél og hlaupið síðan á brott. Lögreglumenn handtóku fólkið skammt frá innbrotsstað. Á sunnu- dagskvöld var tilkynnt um innbrot í kjallaraíbúð í Sundunum. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og stolið talsverðu af áfengi. Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um innbrot í verslun í austurborginni. Vegfarandi sá mann hlaupa út úr versluninni og hjóla burt á reiðhjóli. Peningar höfðu verið teknir úr peningaköss- um. Tvítugur piltur var handtekinn eftir að hafa slegið jafnaldra sinn í höfuðið með flösku á laugardags- morgun. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild en árasarmaðurinn vist- aður í fangageymslu lögreglu. Ráð- ist var að manni á veitingastað í mið- bænum og hann skallaður í andlitið. Ekki er ljóst hver árásarmaðurinn er. Þá réðst 15 ára piltur að miðaldra manni í Breiðholti um miðnætti á sunnudag. Við átökin ökklabrotnaði sé eldri og var fluttur á slysadeild. Pilturinn var fluttur í skammtíma- vistun þar sem ekki náðist í forráða- menn hans Róleg helgi hjá lögreglu 3. til 6. maí Úr dagbók lögreglunnar Vefsvæði D-lista Í frétt um nýtt vefsvæði Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi á sunnu- dag var sagt nýtt vefsvæði S-lista, en á að vera nýtt vefsvæði D-lista í Kópavogi. Skeifukeppnin á Hólum Í grein um skeifukeppnina á Hól- um í Morgunblaðinu á laugardag féll út nafn eins nemenda sem keppti í A-úrslitum fjórgangs á skeifudaginn. Var það Sigríður Þor- steinsdóttir úr Garðabæ sem hafn- aði sjötta sæti á Yddu frá Kirkju- landi en þær voru í fjórða sæti eftir forkeppnina. LEIÐRÉTT DAGANA 13. og 14. maí munu rúmlega 80 nemendur úr fjórum 10. bekkjum í Réttarholtsskóla fara í sjálfboðavinnu í 24 fyrirtæki og stofnanir til að safna peningum fyrir Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Mikill áhugi var hjá fyrirtækjum að fá nem- endur í vinnu og fengu færri en vildu, segir í fréttatilkynningu. Nemendur munu starfa hjá eftir- farandi fyrirtækjum og stofnunum: Blómavali, Borgarskjalasafni, Breiðagerðisskóla, Bústaðakirkju, Eimskip, Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum, Fossvogsskóla, Garð- heimum, Grímsbæ, Gróanda, Grænuhlíð, Iðntæknistofnun, Íþróttahöllinni, Lambhaga, Land- spítala í Fossvogi, Landsvirkjun, Lestrarmiðstöð og bókasafni Kennaraháskóla Íslands, Morgun- blaðinu, Mörk, Olís, Skautahöllinni, TBR, Ævintýraferðum og Össuri. Einstaklingar og fyrirtæki geta lagt söfnuninni lið með því að gefa peninga inn á bankareikning 525- 14-614730 í Íslandsbanka við Grensásveg, segir í fréttatilkynn- ingu. Nánari upplýsingar veitir Ása Kristín Jóhannsdóttir aðstoðar- skólastjóri, netfang: asajoh@is- mennt.is. Í sjálfboðavinnu fyrir Umhyggju DJASSSVEITIN Motif lýkur vetrar- dagskrá Jazzklúbbs Akureyrar með tónleikum í Deiglunni á miðvikudags- kvöld, 8. maí og hefjast þeir kl. 21.30. Motif hlaut viðurkenningu á Djasshátíð Kaupmannahafnar á liðnu ári. Hljómsveitina skipa Atle Nymo á tenórsaxófón og bassaklarinett, Mathias Eick á trompet, Davíð Þór Jónsson á píanó, Ole Morton Vågans á kontrabassa og Håkon Mjåset Jo- hansen á trommur. Motif í Deiglunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.