Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 65 AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur endurgerðina á Apocalypse Now eft- ir Francis Ford Coppola, sem hefur hlotið viðhengið Redux. Bætt hefur við atriðum, bæði nýjum atriðum, sem og senum sem klipptar voru í burtu eða styttar í upprunalegu gerðinni, um það bil 50 mínútur allt í allt. Filmundur mun standa fyrir einni hátíðarsýningu á þessari mynd, þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20.00 í sal 1 í Háskólabíói. Upprunalega útgáfan er frá 1979 og á því 23 ára afmæli um þessar mundir. Þegar þá var komið sögu hafði Coppola gert myndir á borð við fyrstu tvær Godfather myndirnar og The Conversation og óhætt að segja að miklar væntingar hafi verið gerð- ar til Apocalypse Now. Hún hefur alla tíð verið umdeild en eru flestir þó á því að þar fari ein merkilegasta kvikmynd áttunda áratugarins. Hún var afar dýr, og jafnframt fullkom- lega unnin tæknilega og var þannig til marks um nýja tíma í kvikmynda- gerð. Gerð hennar var miklum vand- kvæðum bundin, tökurnar tóku 16 vikur í frumskógum Filippseyja og voru á margan hátt sögulegar. Marl- on Brando léttist um 50 kíló meðan á tökum stóð og Martin Sheen fékk hjartaáfall, og segir það meira en mörg orð um það sem gekk á. Mynd- in reyndist dýrari í framleiðslu en áætlað var, og þurfti Coppola sjálfur að leggja milljónir dollara í myndina og segja sögur að hann hafi oftar en einu sinni hótað sjálfsmorði meðan á tökum stóð. Fjölmargar flökkusagn- ir eiga þannig rætur sínar að rekja til gerðar Apocalypse Now og má segja að eftirvæntingin eftir mynd- inni og umfjöllunin um hana hafi jafnvel hlotið meira rými en myndin sjálf. En engum blöðum er um það að fletta að hér er tvímælalaust um eina merkilegustu mynd síðustu áratuga að ræða og óhætt að segja að hún hafi verið blóðsins, svitans og tár- anna virði. Ádeila Apocalypse Now er byggð á skáld- sögunni Heart of Darkness eftir Jos- eph Conrad, en sögusviðið er Víet- namstríðið. Martin Sheen er í hlut- verki höfuðsmannsins Willard sem hefur misst trúna á lífið. Hann hefur fengið það verkefni að hafa uppi á og handtaka Kurtz, ofursta nokkurn sem leikinn er af Marlon Brando. Kurtz háir persónulegt stríð í skóg- um Kambódíu, hann virðist hafa misst fullkomlega tökin á tilverunni og þykir stórhættulegur. Hann er sagður vera orðinn geðveikur og lít- ur á sig sem Guð þjóðflokks eins í frumskógum Kambódíu. Myndin fjallar í sem allra stystu máli um ferðalag Willards og manna hans og lokauppgjörið við Kurtz. Óhætt er að segja að um sé að ræða eina mögnuðustu stríðsádeilu sem birst hefur á hvíta tjaldinu. Á eftir fylgdu margar ádeilumyndir um Víetnam stríðið, nægir að nefna Platoon og Full Metal Jacket, en Apocalypse Now ber að margra mati höfuð og herðar yfir þessar myndir. Hún missir sig aldrei í yfirdrifna Hollywoodvæmni, heldur sýnir á miskunnarlausan og jafnframt afar persónulegan hátt þær afleiðingar sem stríðsrekstur hefur á þá sem taka á einhvern hátt þátt í honum. Eins og vill verða hefur skapast mikil umræða um það hvort og þá hvernig endurgerðin bæti frumgerð- ina upp. Flestir eru sammála um það að endurgerðin sé betri en frum- gerðin. Það er í raun merkilegt í ljósi þess að myndin var gagnrýnd nokk- uð fyrir það á sínum tíma að vera of löng, sem hlýtur á einhvern hátt að sýna hversu vel við höfum aðlagast þeirri staðreynd að kvikmyndir hafa sífellt verið að lengjast síðustu árin. Athugið að Filmundur mun aðeins sýna Apocalypse Now: Redux einu sinni, þriðjudagskvöldið 7. maí. Að því loknu fer hann í frí í um viku tíma meðan á NATO ráðstefnu stendur í Háskólabíói. Ekki láta því þetta ein- staka tækifæri fram hjá ykkur fara. Sturlun stríðsins Martin Sheen í hlutverki sínu í Apocalypse Now. Filmundur sýnir Apocalypse Now: Redux LÖGREGLA í Kambódíu hvatti breska popptónlistarmanninn Gary Glitter í morgun til að yfirgefa land- ið af fúsum og frjálsum vilja og sagði að hann væri ekki velkominn þar. Glitter, sem dæmdur var árið 1999 í fjögurra mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa í fórum sín- um barnaklám, hefur dvalið í Kambódíu síðasta hálfa árið og ótt- ast yfirvöld að vera hans þar ýti enn undir það orðspor sem fer af land- inu að barnaníðingar leiti þar skjóls. „Það bannar honum enginn að fara,“ sagði Pol Pithey, yfirmaður útlendingaeftirlitsins í Kambódíu. Lögregla segir að Glitter hafi ekki brotið nein lög en Pithey segir að Glitter geri öllum auðveldara fyrir með því að hypja sig. Glitter, sem er 57 ára, heitir réttu nafni Paul Francis Gadd. Lögreglan í Phnom Penh gerði vegabréf hans upptækt en skilaði því aftur eftir að hann lofaði að fara ekki út úr borg- inni án þess að láta vita af ferðum sínum. Glitter hlaut heimsfrægð á átt- unda áratugnum, sem einn af skrautlegri boðberum glysrokksins svokallaða, og kom þá nokkrum lög- um á vinsældalista, svo sem „I’m the Leader of the Gang (I Am“), „Do You Wanna Touch“ og „Rock And Roll (Part 2)“. Reuters Gary Glitter má muna sinn fífil fegurri. „Burt!“ segja Kambódíu- menn Gary Glitter er landlaus TÓNLISTARMAÐURINN Michael Jackson ráðgerir nú að leikstýra sinni fyrstu bíómynd, samkvæmt því sem fram kemur á fréttavef CNN. Söngvarinn ætlar að gera mynd byggða á bók Jennings Michael Burch They Cage the Animals at Night en hún er byggð á uppvexti höfundarins á munaðarleysingja- heimili og hjá fjölmörgum fósturfor- eldrum. Jackson hefur þegar fengið leik- stjórann Bryan Michael Stoller til liðs við sig, en Stoller leikstýrði nokkrum þáttum í þáttaröðinni Tales From the Darkside á níunda áratugnum. „Strákurinn í bókinni gekk í gegn- um erfiða reynslu og Michael á auð- velt með að skilja það,“ segir Stoller. „Við Michael erum á margan hátt lík- ir. Við erum stór börn sem finnst við geta túlkað tilfinningar okkar á hvíta tjaldinu.“ Reuters Michael Jackson er listamaður af guðs náð. Skyggnst í skuggann Jackson í leikstjórastólinn 4. 5. 2002 5 8 4 0 9 3 4 2 9 1 0 10 12 19 36 2 1. 5. 2002 3 11 23 30 38 48 15 44 Einfaldur 1. vinningur í næstu viku VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ Eitt magnaðasta ævintýri samtímans eftir sögu H G Wells ANNAR PIRRAÐUR. HINN ATHYGLISSJÚKUR. SAMAN EIGA ÞEIR AÐ BJARGA ÍMYND LÖGREGLUNNAR  kvikmyndir.is Frábær grín/spennumynd með þeim Eddie Murphy, Robert De Niro og Rene Russo í aðalhlutverki. Hérna mætast myndirnar Lethal Weapon og Rush Hour á ógleymanlegan hátt. Ekki missa af þessari! Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 338 Sýnd kl. 10. B.i.16. Vit 366. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 367. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i.12. Vit 376 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Hillary Swank Frá framleiðendum Austin Powers2 Frá framleiðendum AustinPowers2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem leggur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! Mbl DV Sýnd kl. 8 og 10. Vit 337. Kvikmyndir.com „Splunkunýtt framhald af ævintýri Péturs Pan!“ Sýnd kl. 4. Vit 358. Sýnd kl. 6 og 8. Vit 357. DV ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Þ ri ð ju d a g sT ilb o ð á v ö ld u m m yn d u m Sýnd kl. 8 og 10. B.i.12 Vit 356 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Þriðjudag Tilboð k . 400 Þ ri ð ju d a g sT ilb o ð á v ö ld u m m yn d u m ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400 ÞriðjudagsTilboð kr. 400JAKE GYLLENHAAL SWOOSIE KURTIZ 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Hverfisgötu  551 9000 1/2Kvikmyndir.com 1/2HJ. MBLRadíó-X RadioXÓ.H.T. Rás2 www.regnboginn.is Til að eiga framtíð saman verða þau að takast á við fortíð hennar Ýmislegt á eftir að koma honum á óvart Mögnuð mynd með hinni frábæru Nicole Kidman Sýnd kl. 8 og 10.15.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 10. Yfir 30.000 áhorfendur Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Biðin er á enda. Fyrsta stórmyndin í ár! Búðu þig undir svölustu súperhetjuna! KR. 400 KR. 400 KR. 400 KR. 400 1/2kvikmyndir.is 15.000 áhorfendur á þremur dögum Reiðskólinn Hrauni 2002 Reiðskóli fyrir 10-15 ára Upplýsingar í síma 897 1992 Skoðið vefsíðu reiðskólans www.vortex.is/reidskoli/ Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi þar sem hestamennskan hefst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.