Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 31 LEIKSTJÓRINN Sam Raimi hef- ur gert góða hluti í sinni kvikmynda- gerð, og er frægur í huga margra fyr- ir sínar meistaralegu hrollvekjur kenndar við Evil Dead. Ekki er langt síðan Raimi fór að gera sig heiman- kominn meðal Hollywood-stórbokka, og hafa nýjustu afurðir hans úr miðju draumasmiðjunnar verið almennt góðar. Sálfræðitryllirinn A Simple Plan var til dæmis óvænt perla í kvik- myndaflóru ársins 2000, en drauga- tryllirinn What Lies Beneath var öllu lakari, ekki síst vegna slaks handrits. Um helgina var nýjasta kvikmynd Raimis heimsfrumsýnd, en þar ræðst leikstjórinn til atlögu við eitt af helstu ofurmennum hasarblaðanna, sjálfan Köngulóarmanninn eða Spider-Man. Hér er greinilega um gæluverkefni að ræða frá leikstjórans hendi sem sýndi sterka fantasíutakta í hinni ágætu mynd Darkman, auk þess að vera sjálfur gamall og ástríðufullur Spid- er-Man-aðdáandi. Nálgun hans við viðfangsefnið er enda mjög skemmtilegt í þessari nýju Spider-Man stórmynd. Þar er lagt upp með nostalgíska áherslu á að fanga gamla hasarblaðaandann, og tekst sú útlitssköpun mjög vel allt frá því að kynningartitlarnir byrja að rúlla. Við tekur síðan skemmtilegt ævintýri, þar sem áhorfandinn kynn- ist gagnfræðanemanum og erkinörd- inum Peter Parker, sem þarf að tak- ast á við þær flóknu hliðarverkanir í almennri sjálfmyndarleit sinni, að hafa erfðabreyst dálítið í kjölfar köngulóarbits rauð-blárrar áttfætlu sem til varð á erðafræðirannsóknar- stofu. Með aðalhlutverkið fer ungur leikari, Tobey Maguire og festir þetta leikaraval söguna tryggilega í því unglingsþroskasamhengi sem mynd- ar heildarramma myndarinnar. Þessi áhersla Raimis er snjöll og skemmti- leg, leitað er aftur til dálítið gamal- dags sögumótívs, þar sem innri tog- streita hetjunnar verður aðalatriðið en ekki einhverjar stórkostlegar hryðjuverkafyrirætlanir illmenn- anna. Framan af er myndin alveg frábær, mikið púður er lagt í að lýsa forsögu hetjunnar og byggja upp helstu sögu- persónur, þ.e. Köngulóarmanninn sjálfan, vonda kallinn sem Willem Dafoe leikur, ástina í lífi hetjunnar sem leikin er af Kirsten Dunst og heimshryggan vin hetjunnar sem leikinn er af James Franco. En þegar Köngulóarmaðurinn er loksins kominn á ról, og hefst handa við að vernda hinn almenna New York-búa fyrir glæpum og hættum stórborgarinnar, vita handritshöf- undarnir ekki almennilega hvernig þeir eiga að fara að því að halda á floti þéttri hasaratburðarás. Hér kemur hinn tölvuteiknaði Köngulóarmaður jafnframt til sögunnar, sem á stund- um skortir sannfærandi vigt (sama á við um Græna garðálfinn eða hvað það er sem vondi kallinn heitir). Um leið og komið er fram í síðasta fjórð- ung myndarinnar virðast handrits- höfundarnir fyrst og fremst vera farnir að huga að því að leggja lín- urnar fyrir framhaldsmyndina (sem þegar er komin í framleiðslu) og gleymt að vinna almennilega í spennufléttunni, sem samanstendur af nokkrum keimlíkum „hangið í lausu lofti“ atriðum, og langdregnum slagsmálum hetjunnar og höfuðóvin- arins (Matrix-taktarnir í því atriði voru dálítið sorglegir). Þannig veldur þessi annars stórfína ævintýramynd nokkrum vonbrigðum í síðari helm- ingi sínum. Í anda hasarblaðannaKVIKMYNDIRSmárabíó, Stjörnubíó, Laugarásbíó Leikstjóri: Sam Raimi. Handrit: David Koepp, byggt á myndasögu Stan Lee og Steve Ditko. Kvikmyndataka: Don Burg- ess. Klipping: Bob Murawski og Arthur Coburn. Tónlist: Danny Elfman. Tækni- hönnuður: John Dykstra. Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Kirsten Dunst, Willem Dafoe, James Dranco. Sýningartími: 120 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2002. SPIDER-MAN (KÖNGULÓARMAÐURINN)  Heiða Jóhannsdóttir MILLI 60 og 70 manns sóttu Lax- nesskvöld í Manitoba-háskóla í Winnipeg 23. apríl sl., en tilefnið var að þá voru liðin 100 ár frá fæð- ingu Halldórs Laxness. David Arnason, prófessor og yf- irmaður ensku- og íslenskudeildar skólans, og Kristín Jóhannsdóttir, lektor í íslensku við íslenskudeild- ina, lásu úr Sjálfstæðu fólki. Leslie Bardal las Söguna af brauðinu dýra, John Peter Buchan söng fjögur lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal og Jón Þórarinsson við ljóð eftir Halldór Laxness. Eygló Helga Haraldsdóttir lék undir á pí- anó. Kristín Jóhannsdóttir og Tim Schroeder, prófessor í heimspeki, lásu kafla úr Snæfríði Íslandssól og Eiður Guðnason sendiherra, aðal- ræðismaður Íslands í Winnipeg, rifjaði upp kynni sín af Halldóri Laxness sem lesandi og fréttamað- ur. Neil Bardal, aðalræðismaður Ís- lands í Gimli, kynnti dagskrárat- riðin, en gestir þáðu veitingar í boði aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg að dagskrá lokinni. Laxnesskvöld í Manitoba- háskóla DJASSKVINTETTINN Motif er um þessar mundir staddur hérlendis og heldur þrenna tón- leika á næstu dögum: í sal Tón- listarskólans á Akranesi í kvöld, kl. 20.30; á miðvikudag kl. 21, í Deiglunni á Akureyri og á fimmtudag kl. 21 í Kaffileikhús- inu (Hlaðvarpanum). Þessir tónleikar eru þeir síð- ustu í tveggja vikna tónleikaferð þeirra um Noreg og Ísland sem hófst 25. apríl. Kvintettinn skipa Ole Morten Vaagan, bassi, Davíð Þór Jóns- son, píanó, Atle Nymo, tenor- saxófónn og bassaklarinett, Mathias Eik, trompet, og Ha- kon Mjaset Johansen, trommur. Ole Morten semur mestalla tón- listina og er hann jafnframt stofnandi Motifs. Kvintettinn var stofnaður í Þrándheimi haustið 1999 og hefur síðan þá leikið á hinum ýmsu djasshátíð- um í Noregi. Hann hlaut titilinn Young Nordic Jazzcomets 2001 á Jazzhátíð Kaupmannahafnar síðasta sumar. Plötuupptökur fóru fram í Rainbow Studios í Ósló þegar ferðin var hálfnuð og er geisla- diskur væntanlegur seinnihluta þessa árs. Motif leikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.