Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 44
✝ Guðjón Júníussonfæddist á Ísafirði 17. maí 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 30. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Júníus Einars- son frá Ísafirði, f. 26 júní 1897, d. 30. ágúst 1977, og Guðríður Guðmundsdóttir frá Svefneyjum á Breiða- firði, f. 3. sept. 1901, d. 16 apríl 1996. Systkini Guðjóns eru Stefanía Björg Sigurrós, f. 13 ágúst 1924, Herborg Ágústa, f. 13. des. 1926, Ólafur Einar, f. 15. feb. 1938, og Sævar, f. 15 sept. 1940. Guðjón kvæntist 6. mars 1954 Erlu Sigurðardóttur, f. 29 des. 1929, d. 21. jan. 1995. Foreldrar hennar voru Ólafía Margrét Brynjólfsdótt- ir og Sigurður Pétursson. Börn Guðjóns og Erlu eru: 1) Ólafur framkvæmdastjóri, f. 21.9. 1953, maki Guðbjörg Gunnarsdóttir. Þau eiga fjögur börn: Berglind, f. 6.5. 1974, maki Guðmundur Ingvason, börn þeirra eru Elvar Andri, f. 14.7. 1993, og Sandra Karen, f. 30.1. 2001, Sara, Sif og Guðjón, öll f. 24.12. 1989. 2) Guðríður banka- starfsmaður, f. 29.11. 1954, maki Guðmundur Hinriksson. Þau eiga þrjú börn: Erla, f. 11.7 1978, maki Sveinn Ólafur Magnússon, Guðrún, f. 31.10. 1983, og Magnús, f. 17.12. 1989. 3) Bryndís hárgreiðslumeist- ari, f. 5.5. 1957, maki Örn Gunnarsson. Þau eiga tvær dætur: Sædís, f. 12.7. 1984, og Íris, f. 7.8. 1988. 4) Júníus vélfræðingur, f. 29.11. 1960, maki Þóra Birna Péturs- dóttir. Þau eiga þrjú börn: Ingibjörg, f. 24.4. 1980, Harpa Lilja, f. 22.4. 1987, og Pétur, f. 24.9. 1992. 5) Sigrún bókari, f. 23.10. 1961, maki Heiðar Ragnarsson. Þau eiga þrjár dætur: Ragnhildur, f. 12.5. 1981, maki Hjörtur Lingdal Hauksson, Hulda, f. 2.8. 1983, maki Guðmundur Andrésson, og Ásdís, f. 31.3. 1992. 6) Þórarinn líffræð- ingur, f. 27.5. 1967, maki Sigríður Anna Garðarsdóttir. Þau eiga Hrannar, f. 3.9. 1998. Guðjón ólst upp á Ísafirði þar sem hann stundaði hefðbundna skólagöngu og sjómennsku. 1949 flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann stundaði sjómennsku um nokkurra ára skeið. 1957 hóf hann nám í múriðn hjá Magnúsi Bald- vinssyni múrarameistara og vann hjá honum um margra ára skeið. Guðjón og Erla hófu búskap í Sam- túni í Reykjavík 1953. Lengst af sín búskaparár bjuggu þau í Urðar- stekk 9. Útför Guðjóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þetta hafa verið erfiðir tveir mán- uðir en nú er barátta þín á enda og þú hefur hlotið hvíld. Ég veit að þú ert á góðum stað hjá elsku Erlu þinni. Elsku Guðjón, minningarnar eru margar og fallegar og mun ég geyma þær með mér og deila þeim með Hrannari litla, sem á erfitt með að skilja að afi sé kominn til himna. Það er erfitt að hugsa til þess að hann fái ekki að njóta hlýju þinnar aftur og mun ég rækta það að segja honum frá bæði Guðjóni afa og Erlu ömmu sem hann aldrei sá. Það er ánægjulegt að hugsa til Danmerkuferðar okkar, fyrir aðeins þremur mánuðum, þegar hann Doddi varði doktorsritgerð sína við Kaup- mannahafnarháskólann. Ferðin var frábær og yndislegt til þess að hugsa, hve stoltur og ánægður þú varst yfir syni þínum á þeirri stundu. Þó að vörnin hafi farið fram á ensku og þú ekki skilið upp né niður í öllum þess- um fræðiorðum, frekar en við hin, þá var það aukaatriði. Þú varst svo glað- ur fyrir hans hönd og við sáum öll hversu mikils virði þetta var þér. Aldrei hefðum við trúað því að aðeins tveimur vikum eftir að við komum heim varstu lagður inn á sjúkrahús og áttir ekki afturkvæmt heim. Þær voru nokkrar ferðirnar sem þú komst til okkar til Danmerkur og alltaf var jafn gaman að fá þig. Mörg minningarbrot koma upp í hugann og man ég eftir þegar þú varst í einni heimsókninni hjá okkur. Eitthvað þótti þér nú ábótavant við búskap okkar, þegar þú þurftir á hverjum morgni að hita vatn í potti fyrir kaffið. Það tók töluverðan tíma að hita vatn- ið og einn daginn fékkstu alveg nóg og ákvaðst að þetta dygði nú ekki lengur. Þú færðir okkur hraðsuðu- ketil að gjöf og þá gastu nú drukkið kaffið þitt eins og þú varst vanur. Minningarnar um að kíkja í Moggann og athuga hvort einhver fótboltaleik- ur væri nokkuð á þeim tíma sem mað- ur bauð þér í mat, eða þegar við sát- um úti á svölum í frábæru veðri og spjölluðum um heima og geima. Það eru þessi litlu minningarbrot sem verða manni svo dýrmæt þegar hugs- að er til baka. Nú ertu farinn og ég veit þér líður vel þar sem þú ert. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Sofðu rótt, Guðjón minn. Sigríður Anna Garðarsdóttir. Elsku afi og langafi. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. (M. Joch.) Ástarkveðjur og með söknuði við kveðjum. Barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi minn og besti nafni. Það var alltaf svo gaman þegar við vorum saman uppi í sumarbústað að vinna eitthvað eða fórum í golf. Nú ertu far- inn til Guðs og Erlu ömmu og líður vel. Afi minn ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt. Þinn Guðjón. Elsku afi. Hvað get ég sagt? Núna ertu farinn. Þú sem hefur verið mér alltaf hress og dugmikill maður. Þeg- ar ég frétti af veikindum þínum hafði ég engar áhyggjur, því ég vissi að þú myndir hrista það af þér áður en nokkur vissi af. En þegar þér fór að versna fór ég að missa trúna, því að þú varst ekki vanur að láta svona á þig fá. Þegar mamma og pabbi sögðu mér að þú ættir ekki mikið eftir hugsaði ég bara um hvaða vitleysa þetta væri í þeim. Því ég hafði alltaf haft þá til- finningu að þú yrðir háaldraður og hress maður. En þegar ég heimsótti þig á föstudagskvöldið og sá hvernig þú varst á þig kominn hætti ég að trúa því að þú kæmir heim aftur. Það er voðalega erfitt að vita að þú ert far- inn en ég veit að hvar sem þú ert núna þá líður þér vel og einhversstaðar hefurðu hitt ömmu og þið eruð þarna loksins saman. Elsku afi, þó svo að við værum ekk- ert mjög náin þá vorum við góðir vinir og mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig. Meðan þú varst hjá okkur dáði ég þig alltaf fyrir sjálfstæðið og góðvild- ina sem geislaði af þér. Þú hefur alltaf verið mjög sterkur og vildir ekki að fólk væri að snúast í kringum þig með áhyggjur. Ég get ekki sagt annað en að þú varst alltaf yndislegur og von- andi á einhver annarsstaðar eftir að njóta þín. Afi, þú varst hetjan mín og ég mun ávallt elska þig. Þín Harpa Lilja. Það er ótrúlegt hvernig tíminn líð- ur. Fyrir rétt rúmum tveimur mán- uðum sast þú, elsku afi minn, í eld- húsinu hjá okkur, glaður og sæll að venju, í morgunkaffi eftir þína dag- legu göngu. Það er skrítið að hugsa til þess að þessi skipti verða ekki fleiri. En nú ertu kominn á betri stað þar sem Erla amma hefur tekið á móti þér með opnum örmum. Á tímum sem þessum hrannast minningarnar upp. Ég man sérstak- lega vel eftir því, þegar ég og Íris vor- um litlar og vorum hjá ykkur ömmu í pössun og þið amma voruð að rífast um hvort ykkar hefði nú stærri bumbuna. Það fannst okkur Írisi svo fyndið að við lágum afvelta af hlátri. Elsku afi minn, takk fyrir allar þær góðu stundir sem okkur voru gefnar. Guð veri með þér. Sædís. Það er erfitt að ímynda sér að manneskja, sem fylgt hefur manni alla tíð, sé horfin. Í dag kveð ég Guð- jón afa hinstu kveðju. Ég minnist hans klökk. Afi var góður maður, samviskusemi og heiðarleiki ein- kenndu hann. Hann var einn af þeim mönnum sem alltaf fór eftir lögum og reglum. Hann fór aldrei frá neinu ókláruðu og það sýndi hann fram á síðasta dag. Margar eru minningarnar sem koma upp í huganum, er ég hugsa til hans. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa í Urðastekkinn. Það voru margar helgarnar sem ég fékk að fara með rútunni frá Keflavík til Reykjavíkur að heimsækja ömmu og afa. Afi kom þá að sækja mig á BSÍ. Svo var keyptur ís og horft á Derrick um kvöldið. Það var alltaf líf og fjör í Urðastekknum. Þar var miðpunktur- inn hjá okkar stóru fjölskyldu. Eftir að amma dó reyndi afi að sameina fjölskylduna uppi í sumarbú- stað, en þar var þeirra sælureitur. Nú var bústaðurinn orðinn miðpunktur- inn og komum við þangað saman til að minnast ömmu og halda áfram að hafa líf og fjör, eins og alltaf var hjá okkur. Þarna leið afa vel og held ég að þar hafi hann fundið návist ömmu. Nú er afi farinn, en áfram höldum við að fara saman upp í bústað og nú til að minnast þeirra beggja. Afi var sterkur og þrjóskur maður. Það sýndi hann fram á síðasta dag í baráttu sinni gegn sjúkdómnum. Þegar í ljós kom að baráttunni var að ljúka kvaddi hann fjölskylduna sína með hetjuskap. Afi kvaddi þennan heim með því að gefa okkur hinum styrk til þess að halda áfram. Hann var sáttur við að kveðja og nú eru hann og amma loksins sameinuð á ný. Mér þykir sárt að viðurkenna það, en það er komið að kveðjustund. Það er ekki sjálfgefið að eiga góða ömmu og afa. Við barnabörnin fengum að njóta þeirrar forréttinda að eiga Guð- jón afa og Erlu ömmu. Það er sann- arlega satt að amma og afi eru englar í dulargervi. Það er sárt að vita til að nú eru amma og afi og heimilið þeirra minningin ein. En þetta eru góðar minningar sem að við munum varð- veita um ókomna tíð. Guð blessi minningu Guðjóns afa og megi hann hafa þökk fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erla Guðmundsdóttir. GUÐJÓN JÚNÍUSSON Í dag kveðjum við Guðjón Júníus- son og langar mig að minnast hans í fáeinum orðum. Leiðir okkar lágu saman eftir að ég kynntist dóttur- dóttur hans Erlu. Guðjón var maður, sem að maður gat tekið sér til fyrirmyndar í alla staði. Hann var góður faðir og afi og leyndi hann því ekki hversu stoltur hann var af börnum sínum og barna- börnum. Vinnuþjarkur var hann mik- ill og voru vinnubrögð hans alltaf til að dáðst að. Er mér minnisstætt þeg- ar hann kom í heimsókn til okkar Erlu til Danmerkur og fór hann að tala um, að það væri nú ekkert sér- staklega vel málað hjá mér. Enda fékk ég oft að heyra það frá Erlu að hún þyrfti nú að fá afa út til þess að hlutirnir yrðu gerðir almennilega. Það var alltaf allt akkúrat hjá honum og gekk hann aldrei frá ókláruðu verki. Síðast en ekki síst var hann fyrirmyndar eiginmaður. Virðingin sem að hann bar gagnvart Erlu var óendanleg. Sá maður það að hún var honum alltaf efst í huga, eftir að hún lést. Þessi öðlingsmaður var alltaf hreinskilinn í alla staði og sýndi alltaf náunganum virðingu og góð- mennsku. Þetta er minningin sem að við eigum um hann og hana munum við varðveita. Ég minnist merks manns og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast hon- um. Börnum hans og fjölskyldum vil ég senda mínar samúðarkveðjur. Þau voru honum mikill styrkur í barátt- unni og verður sú hjálp sem þau veittu honum seint fullmetin. Megi góður Guð styrkja þau í sorginni. Guð blessi minningu hans og hvíli hann í friði. Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. (Jóhannesarguðspjall 11, 25–27.) Sveinn Ólafur Magnússon. Ég vil minnast Guðjóns afa í fáein- um orðum. Lýsingarorðin sem koma upp í huganum er öll svo jákvæð. Afi var heiðarlegur maður í alla staði. Alltaf fannst mér hann svo duglegur að vinna í sumarbústaðnum, eins og að hjálpa börnunum sínum með eitt og annað. Þótti honum alltaf gaman að segja sögur, og var þá amma alltaf með í þeim. Hann afi minn var sterk- ur maður, það sýndi hann í veikindum sínum fram á síðasta dag. Í Urðastekknum var alltaf svo gaman hjá ömmu og afa. Voru það margar helgarnar sem við systkinin og mamma og pabbi komum frá Keflavík og gistum hjá ömmu og afa, og þar var auðvitað horft á Derrick. Já, allar þessar minningar eru okkur hinum gott veganesti sem við höfum með okkur í minningunni um ókomna tíð. Ég kveð þig með trega og tárum, veit að þú þjáist ekki meira. Nú ert þú á góðum stað umkringdur góðu fólki, að sinna öðrum störfum með þinni góðmennsku og heiðarleika. Ég þakka þér fyrir að vera afi minn og að lokum bið ég að heilsa ömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guðrún Guðmundsdóttir. Guðjón Júníusson var einn hinna mörgu Vestfirðinga sem fluttust til Reykjavíkur laust eftir heimsstyrj- öldina síðari. Á þeim árum var stund- um erfitt að fá vinnu í höfuðborginni. Guðjón var Ísfirðingur og leitaði því eftir skipsrúmi á einhverjum hinna nýju togara. Viðtökur voru misjafnar en minnisstætt var Guðjóni að einn togaraeigandinn spurði hann hvaðan hann væri. Guðjón greiddi úr því og þá breyttist viðmót togaraeigandans. „Ég ætla að reyna þig fyrst svo er,“ kvað hann þá. Guðjón var síðan tog- arasjómaður í nokkur ár og tók æ síð- an svari þeirrar stéttar. Hann kvæntist Erlu S. Sigurðar- dóttur árið 1954, hinni mætustu konu. Þau tímamót munu hafa hvatt Guðjón til að fara í land og fá sér þar vinnu. Hann hóf nám í múraraiðn og lauk sveinsprófi í þeirri grein árið 1960. Meistari Guðjóns var Magnús Bald- vinsson og vann Guðjón síðan hjá honum árum saman. Guðjón gat sér gott orð í iðn sinni og þótti vera mjög vandvirkur múrari. Hann vann í iðn- inni til sjötugs aldurs en lítið upp frá því. Hnén voru farin að gefa sig en slíkt mein hrjáir marga múrara þeg- ar aldurinn færist yfir. Þau hjónin Erla og Guðjón voru mjög samhent, byggðu sér stórt ein- býlishús við Urðarstekk og komu upp allstórum barnahópi. Upp úr 1990 voru börnin flest flutt að heiman. Þá varð húsið við Urðarstekk þeim hjón- um óþarflega stórt enda seldu þau það og fluttu í mun minni íbúð í fjöl- býlishúsi. Þessi breyting hefði átt að létta undir með þeim hjónum en skjótt bregður sól sumri. Erla and- aðist á öndverðu ári 1995. Guðjón bjó áfram í íbúðinni nýju og bjó þar uns hann var lagður inn á Landspítala í Fossvogi síðastliðinn vetur. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt og and- aðist 30. apríl síðastliðinn. Kynnin eru orðin löng. Upphaf þeirra var með þeim hætti að Erla og eiginkonur okkar stofnuðu til sauma- klúbbs um 1950. Þær höfðu síðan for- göngu um að við karlarnir mynduð- um spilaklúbb og spiluðum brids hálfsmánaðarlega yfir vetrarmán- uðina. Spilaklúbburinn tók til starfa laust fyrir 1970. Sá er þetta ritar kynntist Guðjóni þá fyrst en sumir hinna spilafélaganna höfðu þá þekkt hann árum saman. Fljótlega voru kvíar færðar út og hópurinn tók að ferðast saman eina og eina helgi hvert sumar. Fyrst var farið um Ís- land en síðar ferðast til annarra landa. Á veturna sótti hópurinn dans- leiki og þá eingöngu gömlu dansana. Lindarbær var vinsæll í eina tíð. Þar hresstu menn sig á veigum á milli dansa og höfðu jafnvel stundum há- karl til viðbits en líklega hefur neysla hans ekki notið hrifningar annarra samkomugesta. Stundum voru þau Erla og Guðjón sótt heim í sumarbú- stað sem þau höfðu komið sér upp í landi múrara í Öndverðarnesi. Þorra- blót voru haldin árlega. Einu sinni kom sér vel að þau Erla og Guðjón höfðu rúmgóð húsakynni. Þá brast á iðulaus stórhríð á meðan þorrablótið stóð yfir. Þau hjónin buðu þá upp á gistingu og þáðu allir nema þeir sem harðfengastir voru. Næsta morgun beið næturgestanna morgunverður eins og best gerðist á hótelum. Bæði voru þau hjón rausnarleg. Guðjón Júníusson var rólegur maður og haggaðist lítt, var „æðru- laus og jafnhugaður“. Hann gladdist í glöðum hópi og var tryggur vinum sínum. Spilafélagar hans og makar þeirra geyma margar minningar um góðan dreng og eru þakklátir fyrir þær. Þeir flytja aðstandendum Guð- jóns sínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Lýður Björnsson. Elsku Guðjón afi. Ég vil þakka þér þær stundir sem við áttum saman og þykir mjög leitt að hafa ekki getað heimsótt þig þessa síðustu vikur og enn sárar að geta ekki verið viðstödd í dag. En ég veit að þú hefur það betra núna. Hvíldu í friði. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (H. Pétursson.) Þín Ingibjörg Magnúsdóttir. MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.