Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ísland frá kr. 3.700,- á dag Danmörk frá kr. 3.500,- á dag Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag Bretland frá kr. 2.700,- á dag Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag Ítalía frá kr. 3.800,- á dag Spánn frá kr. 2.200,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A eða sambærilegan Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili Gallerí Reykjavík Sýningu þriggja Spánverja, Carmelo Hidalgo, Marijo Murillo og Rocío Gallardo, lýkur á miðvikudag. Í verkum sínum fjalla þeir um upplifanir af íslensku mannlífi og menningu. Gallerí Reykjavík er opið virka daga kl. 12–18, laugardaga kl. 11–16. SUMAR sýningar koma manni á óvart, þótt það verði stöðugt fátíðara nú um stundir þá listastofnanir eru orðnar að leikskólum og fjarstýrðu hópefli margar hverjar. En á stund- um er ástæðan langsóttari og fyrir kemur að rýnirinn verði að líta í eigin barm að rökréttu samhengi í þeirri torráðu orsakakeðju, og er þá ekki alltaf með hýrri há um fyrra mat sitt og dómgreind. Á ferli mínum man ég trauðla að nokkur sýning kæmi mér að sama skapi í opna skjöldu og sú er hér skal rýnt í, því allvel taldi ég mig þekkja til myndverka Ástu Guðrúnar Eyvind- ardóttur. Hafði skoðað nokkrar sýn- ingar hennar en sjaldan ef nokkurn tímann talið ástæðu til að fjalla sér- staklega um þær. Einkum vegna þess að Ástu var merkilega lagið að sýna á ólíklegustu stöðum, til að mynda í kaffi-matstofum og hótelhornum og síðast norska húsinu við Hallveigar- stíg. Í því tilviki lagði hún allt húsið undir sig og var þar varla veggflötur að ekki hugnaðist henni að hengja upp skilirí á hann. Einhver sérstök tilviljunarkennd óreiða og unggæðis- háttur var yfir þessum framkvæmd- um, líkt og gerandinn vildi storka öll- um viðteknum gildum og venjum. Allt í senn hvað sýningarrými snerti, frá- gang og upphengingu, má bæði skrif- ast á uppreisnaranda og löngunar til að ná til annars og stærri hóps en venja komur sínar í listhús og söfn, sem í sjálfu sér er góðra gjalda vert. En fyrir þessar lítt grunduðu tiltektir varðandi markaðan ramma fram- kvæmdanna dapraðist þeim flugið á vit skoðandans og ruglaði í ríminu. Einkum í þá veru að hann náði ekki áttum frekar en að tjákrafturinn er streymdi frá veggjunum skilaði sér kórréttu leiðina til taugakerfisins. Mál er einfaldlega að myndverk þurfa innsetningu í rými, þau verða að geta andað og kallast jafnt á við innbyrðis, sem hafið samræður við þá sem eru í nágrenninu. Eru eins og mannfólkið, sum í eðli sínu ræðnari og opinskárri, jafnvel óðamála, önnur mjög til hlés þar til yrt er á þær, en opna sig þeim meir og betur ef það skeður. Hér skiptir fjöldi þeirra á vegg minna máli, samræmið hinsveg- ar öllu, engin kórrétt lögmál til nema aðlögunin hverju sinni. Raunar yfirsást mér ekki með öllu krafturinn og næm skynhrifin, eink- um í norska húsinu, hins vegar svo mikið um slíka gjörninga á ólíkleg- ustu stöðum á þessum tíma að útaf flóði og löngu tímabært að þrengja rammann. Íslenzkur myndlistarvett- vangur alveg sérstakt stjórnlaust fyr- irbæri í allri álfunni og er að mörgu leyti enn, þannig að óhjákvæmilega mætti eitt og annað marktækt af- gangi. En einhverra hluta vegna hef- ur þessi sýning alltaf setið í mér svona líkt og biðskák sem aldrei var né verður tefld, en ekki óraði mig samt fyrir að myndverkin byggju yfir viðlíka krafti og fram kemur, nú er þau eru vel skipulögð og í réttu um- hverfi lifa og anda. Hér er komið enn eitt dæmið um hæfileika sem ekki er hlúð nægilega að eða ekki fá að þróast eðlilega ein- hverra hluta vegna, en slík finnast óeðlilega mörg á landi hér. Menn sáu þannig Rósku (Ragnhildi Óskarsdótt- ur) loks í réttu ljósi á minningarsýn- ingunni í Nýlistasafninu, hvernig sem menn nú meðtóku list hennar fyrir vikið. En það er stórum frekar að birtingarmynd Ástu Guðrúnar fái á sig skýrar og réttar útlínur á sýning- unni í Gerðarsafni, og ávinningurinn ótvíræður. Einfaldlega vegna þess að sýningin skipar henni í röð eftir- tektarverðustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar, hvorki meira né minna. Þá var hér um að ræða merki- lega og hæfileikaríka persónu og mjög áhugaverða í viðkynningu af þeim lífsplöggum hennar að dæma sem til sýnis eru í glerskáp í miðjum salnum. Rithönd hennar afar skýr og skynræn, framsagnarhátturinn opinn og einlægur. Á tímabili lenti Ásta í slagtogi með utangarðsfólki í London, líkt og Róska í Róm, og í báðum tilvikum reyndist þeim það afdrifaríkt. Vímu- efnaneysla jafnaðarlega ótæpileg í þeim hópum og hér þarf ekki mikið út af að bera til að skaphöfn einstakra umturnist og komi af stað sveiflu- kenndum keðjuverkunum sem við- komandi ráða að lokum ekki við. Ein- mitt þegar rofar til og bjartari tímar virðast framundan taka sumir fyrir- varalaust ákvöðrun sem enginn fær breytt... – Óbeislað flæði tjákrafts eru ein- kenni myndverka Ástu Guðrúnar, hún sótti margt til nýja málverksins svonefnda og úthverfs innsæis, óhefts leiks með miðlana milli handanna. Sköpunarferlið miðlar bæði hreinum huglægum skynhrifum og hlutvökt- um myndheildum, tjá jafnt lifanir úr næsta umhverfi sem hugrenningar úr djúpum sálarkirnunnar, hvoru- tveggja ytri sem innri verund. Upp- runalega lagði Ásta Guðrún stund á grafík, vildi um tíma verða leikari en leiddist svo út í málverkið sem tók hana stöðugt fastari tökum þar til yfir lauk. Sköpunargleðin eins og skín úr mörgum verkanna og virðist ná há- marki síðustu árin. Þannig birtast ótvíræðir málarataktar í málverkun- um Jólamynd (16) frá 1995, Fantasía (18), 1996, og Gamall þulur hjá græði sat... (19), 1994. Litirnir mjög ferskir og efniskenndir, innri lífæðar mynd- heimsins mjög virkar og sannfær- andi, og tjáhátturinn ögrandi. Mjög vel er að framkvæmdinni staðið á allan hátt og fylgja henni tvær aðrar úr hlaði. Eiga hér hlut að Ragnhildur Stefánsdóttir og Magnús Pálsson. Verður fjallað um hlut þeirra sérstaklega . Gefin hefur verið út lítil bók um Ástu Guðrúnu, sem inniheldur ítar- lega en full fræðilega úttekt Halldórs Björns Runólfssonar á list hennar og einstökum myndverkum. Bókin er ríkulega myndskreytt auk þess sem Heiðrún Dóra Eyvindardóttir leggur til upplýsandi æviágrip systur sinnar. Fram kemur af myndunum í bókinni að sitthvað vantar á sýninguna, sem hefði gert heila Þróunarferilinn drjúgum skilvirkari... Huglæg skynhrif MYNDLIST Listasafn Kópavogs Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánu- daga. Til 12. maí. Aðgangur 300 krónur. Bók 1.500 krónur. MINNINGARSÝNING ÁSTA GUÐRÚN EYVINDARDÓTTIR Bragi Ásgeirsson Gamall þulur hjá græði sat…, 1994, olía á striga. ÚTSKRIFTARVERKEFNI leiklistarnema við Listaháskóla Ís- lands að þessu sinni er hið tæplega aldargamla verk Maxíms Gorkís, Sumargestir (frumsýnt 1904). Sýn- ingin er samstarfsverkefni Listahá- skólans og Leikfélags Reykjavíkur, leikhússtjóri LR, Guðjón Pedersen, leikstýrir og sýningin er sett upp innan veggja Borgarleikhússins, á Nýja sviðinu. Slíkt samstarf at- vinnuleikhúss og nemendaleikhúss er til fyrirmyndar og hefur áður gefið góða raun, eins og þeir t.d. muna sem sáu uppfærslu LR og Nemendaleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt í Iðnó fyrir allmörg- um árum. Sumargestir Gorkís hafa áður verið á fjölum íslenskra leikhúsa en verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1980 og þá var líkt og nú notast við leikgerð Botho Strauss og Peter Steins af verkinu, í íslenskri þýð- ingu Árna Bergmann. Þá hefur verkið einnig áður verið fært upp í Nemendaleikhúsinu. Óhætt er að fullyrða að Sumar- gestir Gorkís sé það leikverka hans sem er undir hvað greinilegustum áhrifum frá vini hans og banda- manni Antoni Tsjekhov; hér er lýst hópi fólks sem dvelur að sumarlagi „upp í sveit“ og í samskiptum þeirra opinberast brostnir draumar og ófullnægðar þrár og flestir eiga í nokkru basli við sjálfa sig og um- hverfið – og glíma gjarnan við óend- urgoldna ást. Verkið minnir þannig í mörgum grundvallaratriðum á ýmis frægustu verk Tsjekhovs (t.am. Þrjár systur og Kirsuberja- garðinn) en þó er einnig grundvall- armunur hér á. Gorkí var „ídealisti“ í aðra röndina og í lok verksins rífa einar fjórar persónur sig upp úr sinnuleysinu og halda til borgarinn- ar í þeim tilgangi að setja á stofn skóla og láta gott af sér leiða. Slík lausn væri ómöguleg í verkum Tsjekhovs, enda snúast verk hans um innviði drauma og þrár fremur en möguleika pólitísks framtaks. En skyldleikinn við Tsjekhov ætti ekki að fara fram hjá áhorfendum þessarar uppfærslu og kannski má skrifa það að einhverju leyti á reikning leikstjórans, Guðjóns Ped- ersens, sem hefur verið iðinn við að sviðsetja verk Tsjekhovs í íslensku leikhúsi undanfarna tvo áratugi eða svo. Stíll þessarar sýningar minnir á rómaðar Tsjekhovsýningar Guð- jóns og kemur það síður en svo að sök. Það var gaman að sjá útskrift- arnemana spreyta sig á þessu verki sem er gjörólíkt þeim tveimur öðr- um verkum sem hópurinn hefur sett á svið í vetur. Í heild getur þessi hópur verið afar stoltur af öll- um þessum sýningum: Túskild- ingsóperu Brechts, Íslands þúsund tárum Elísabetar Jökulsdóttur og Sumargestum Gorkís. Í hópnum eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Ólafur Egill Egilsson, sem virðast ætla að verða fyrsta klassa gam- anleikarar; Brynja Valdís Gísladótt- ir og Unnur Ösp Stefánsdóttir, sem báðar hafa góð tök á dramtískum þunga; Tinna Hrafnsdóttir og Vig- dís Hrefna Pálsdóttir, sem gefa fyr- irheit um vítt túlkunarsvið og tök bæði á hinu kómíska og hinu harm- ræna; Ívar Örn Sverrisson, sem smellpassar í hlutverk elskhuga og flagara (nema hvoru tveggja sé) og Gísli Pétur Hinriksson, sem hefur líkamsburði og raddstyrk í hvaða stórbokkahlutverk sem er. Hér er þó alls ekki ætlunin að festa þessa nýliða við ákveðin gervi eða hlut- verk, öllu heldur eru þetta þau fyr- irheit sem sýnileg eru eftir þau hlutverk sem þau hafa hvert um sig verið að glíma við í vetur. Útskriftarnemunum til aðstoðar í þessari sýningu voru síðan leikar- arnir Ólafur Darri Ólafsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingi- mundarson og Sigurður Karlsson og allir skiluðu þeir sínu með sóma. Skemmtileg heildarmynd var á ein- faldri en táknrænni leikmynd Gret- ars Reynissonar og búningum Stef- aníu Adolfsdóttur og látleysi ríkti í lýsingu Lárusar Björnssonar og hljóðmynd Jakobs Tryggvasonar. Sýningin á Sumargestum er verð- ugur endapunktur á námi þeirra átta ungu leikara sem nú útskrifast úr Listaháskóla Íslands og er þeim hér með óskað velfarnaðar í heimi atvinnumennskunnar. Gestir á Nýja sviðinu LEIKLIST Leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands og Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Maxím Gorkí. Leikgerð: Botho Strauss og Peter Stein. Íslensk þýðing: Árni Bergmann. Leikstjóri: Guðjón Ped- ersen. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Brynja Valdís Gísladóttir, Gísli Pétur Hin- rikson, Ólafur Egill Egilsson, Ívar Örn Sverrisson, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vigdís Hrefna Páls- dóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Ólafur Darri Ólafsson og Sigurður Karlsson. Hljóð: Jakob Tryggva- son. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Nýja svið Borgarleikhússins 4. maí. SUMARGESTIR Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Kristinn „Stíll þessarar sýningar minnir á rómaðar Tsjekhovsýningar Guðjóns Pedersens og kemur það síður en svo að sök,“ segir í umsögninni. Sýningu lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.