Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 13 Lagerhreinsun! V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is 20-70% afsláttur Eldhúsvaskar Háfar og vifturHelluborð Ofnar Hornbaðkör með nuddi 2ja manna hjartalaga Gufunudd- sturtuklefar Baðinnréttingar Eldhúsinnréttingar 7.-18. maíeða meðan birgðir endast ÞETTA er spurning sem sonur minn einn spurði mig að um dag- inn. Ég var snögg til svars og sagði „fyrir þig, minn kæri“. „Fyrir þig“ er að mínu mati mjög gott svar en kannski ekki alveg nóg fyrir hann né öll hin börnin, full- orðna fólkið og eldra fólkið sem ég um- gengst. „Fyrir þig“ tók ég að mér stjórnarstörf í Judodeild KA, sem leiddi af sér stjórnar- setu í aðalstjórn KA. „Fyrir þig“ sit ég í unglingaráði Þórs í körfuboltanum og þjálfa sund. „Fyrir þig“ fer ég sem far- arstjóri í hin ýmsu íþrótta-og skólaferðalög. Og „fyrir þig“ hef ég setið í foreldraráðum á ýmsum stöðum. En fyrst og fremst er ég vinstri græn fyrir sjálfa mig, því ég trúi því staðfastlega að lífið fari áfram en ekki aftur á bak. Ég trúi því líka að það sé skylda mín að skila samfélaginu í betra eða jafn- góðu horfi og ég tók við því. Ég trúi á þig og vil hlúa að velferð þinni. Og það eru hlutir í framtíðinni sem ég hef áhyggjur af að eigi eftir að verða sonum mínum til vand- ræða. Til dæmis það hvort okkar hreina og fína Ísland verði svo hreint og fínt? Hvort græðgi minn- ar kynslóðar sé búin að sóa öllu því sem kallað er náttúru- auðlindir í dag eða selja þær úr landi? Hvort framtíð þeirra markist af því að eiga aldraða heilsu- lausa foreldra sem hvergi fá inni þegar á þarf að halda, vegna þess að mín kynslóð hugsaði ekki einu sinni út fyrir nef sitt og hélt að við yrðum aldrei heilsulaus og öldruð? Hvort samfélagið verði þannig að þeir sem af einhverjum ástæðum megi sín minna, eigi ekki í nein hús að venda, því það sé ekki í tísku að hjálpa einhverjum öðrum? Vil ég að synir mínir alist upp í samfélagi þar sem fordómar ríkja gagnvart þeim sem á einhvern hátt skera sig úr fjöldanum? Eða að þeir erfi þjóðfélag þar sem hver er sjálfum sér næstur og þeir teljist mestir sem geta á ein- hvern hátt troðið niður náungann og hagnast á því? Nei það er svo langt í frá. En hafa ekki allir stjórnmála- flokkar það á stefnuskrá sinni að gera lífið betra? Ég efast ekki um að allir eru sammála því. En Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur með stefnuskrá sinni boðað framtíðarsýn sem er glæsileg og samræmist þeim kröf- um sem ég geri fyrir samfélag sem er heilbrigt og sjálfbært. Samfélag þar sem fólk tekur höndum saman á jafnréttisgrund- velli og myndar sterkt mótvægi við þau öfl sem aðhyllast aðgreiningu og misskiptingu auðsins. Samfélag þar sem allir einstak- lingar þess hafa jafnan rétt til að lifa mannsæmandi lífi. Samfélag þar sem eining og bræðralag er sett ofar lífsgæðum og græðgi. Samfélag sem vill endurnýta hluti og vernda náttúruna í stað þess að nota, henda og eyðileggja. Samfélag sem verður gott að fæðast í, lifa og deyja í. Samfélag sem trúir á manneskj- una og framtíðina. Þetta er það samfélag sem ég vil hjálpa til við að byggja. Þetta er það samfélag sem ég trúi að best verði fyrir þá og aðra Akureyringa að alast upp í. Hvað finnst þér? Mamma, af hverju ertu vinstri græn? Dýrleif Skjóldal Akureyri Það eru hlutir í framtíð- inni, segir Dýrleif Skjóldal, sem ég hef áhyggjur af. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri. HÓTEL á Öskjuhlíð er bráðsnjölll hug- mynd. Ekki sem útihús utan við vatnsgeym- ana, sem bera hvolf- þakið og veitingahúsið Perluna uppi, heldur ætti hið nýja hótel að vera inni í geymunum sjálfum Geysimikið rými er í gömlu heita- vatnsgeymunum og er sjálfsagt að nýta það og nálægð þess við veit- ingastaðinn fyrir ofan. Ekki treysti ég mér, vegna skorts á faglegri þekkingu, að útlista tæknilega hvernig best er að breyta hitavatns- tanki í hótel. En sem leikmaður voga ég mér að leggja til að einn geym- irinn yrði rifinn og byggður upp aft- ur sem hótel. Úthliðin yrði þá alsett bogadregnum gluggum með einu glæsilegasta útsýni Reykjavíkur. Innri hlið sívalingsins, sem snýr að anddyrinu yrði með svölum og herbergjum innaf þeim. Eftir því sem þörf fyrir hótel á þessum stað verður meiri mætti taka fleiri geyma til handargagns, þ.e. rífa þá og byggja hótelsívalning í stað- inn. Inni í slíkum sí- valningum yrði mikið rými, sem yrði glugga- laust og því ekki hægt að nota fyrir hótelher- bergi. Slíkt rými mætti hugsanlega nota sem ráðstefnusali eða sýningarsali ýmiss konar. Hót- elbygging á þessum stað hefði marga kosti. Staðsetningin er frá- bær svo og útsýnið yfir nýja mið- borgarbyggð í Vatnsmýrinni, borg- ina alla, Faxaflóannn, nesin og fjallahringinn. Veitingastaður er fyr- ir hendi. Mjög glæsilegt anddyri (lobby) er á staðnum. Rými er mjög gott fyrir aðkomu, bílastæði, aðföng o.þ.h. Á þennan hátt er hægt að nýta glæsilega staðsetningu ofan á Öskju- hlíðinni mun betur en nú er. Í and- dyrinu yrði líf og fjör, smáveitingar, vínstúkur, blaðabúð og ýmis þjón- usta sem stórum hótelum heyrir til. Það liggur engin ósköp á. Það ætti að gefa þessari hugmynd góðan tíma og undirbúa hana vel. Öskjuhlíðin er svo vel í sveit sett að þá staðsetningu þarf að nota vel og vandlega. Hótel á Öskjuhlíð Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Skipulagsmál Eftir því sem þörf fyrir hótel á þessum stað verður meiri mætti taka fleiri geyma til hand- argagns, segir Jóhann J. Ólafsson, þ.e. rífa þá og byggja hótelsívalning í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.