Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 47
ÞETTA eru ofnar myndir eftir Auði Vésteinsdóttur, þær kosta 18.900 kr. stykkið, þær eru úr ull og hross- hári og fást í Meistara Jakob við Skólavörðustíg. Ofnar myndir Morgunblaðið/Sverrir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 C 47HeimiliFasteignir NÚ ÞEGAR líða fer að kosningum beinist kastljósið að þeim málefnum sem tekist verð- ur á um. Skipulagsmálin eru einn mikilvæg- asti þáttur þeirrar umræðu en þau hafa verið mikið í deiglunni á þessu kjörtímabili. Þar hefur umræðan um framtíð Vatnsmýrar og sú nýbreytni að láta borgarbúa kjósa um málið átt stærstan þátt. Sjaldan hefur þessi mála- flokkur fengið svona mikla almenna athygli og mikilvæg hugtök eins og „þétting byggð- ar“, „blönduð byggð“, „almenningssamgöng- ur“, „borgarmynd“ og „borgarmenning“ hafa verið á hvers manns vörum og stuðlað að gagnlegum skoðanaskiptum. En þó svo að skipulag byggðar vestan Elliðaáa sé vissulega mikilvæg, sérstaklega þétting byggðarinnar og efling miðborgarinn- ar, þá hefur einnig verið unnið að skipulagi austurborgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú riðið á vaðið og gagnrýnt stefnu meirihlutans um upp- byggingu íbúðabyggða „á heiðum uppi“ og teflt fram Geldinganesi sem besta bygging- arsvæðið undir þá nýtingu. Haft var eftir leið- togum þeirra að í Geldinganesi væri „stærsta óbyggða byggingarsvæði í borgarlandinu sem sneri mót suðri“. Það er því rík ástæða til að beina sjónum að þessum meintu heiðalöndum. Á síðasta ári fór fram mikilvæg vinna á veg- um borgarinnar við gerð rammaskipulags undir Úlfarsfelli. Beitt var vinnuaðferð sem er nýbreytni við skipulagsvinnu hérlendis; sex hópar hönnuða unnu tillögur í samvinnu við rýnihóp borgarinnar undir forystu Stein- unnar V. Óskarsdóttur. Markmiðið var að móta sex raunhæfa valkosti að rammaskipu- lagi byggðarinnar. Síðan var ein tillaga valin af rýnihópi sem forsögn að frekari útfærslu. Um svipað leyti og þessi vinna fór í gang gerði borgarstjóri mikilvægan samning við Mosfellsbæ um breytt staðarmörk í suður- hlíðum Úlfarsfells. Þannig stækkaði svæðið til austurs úr 130 ha í Höllum og Hamrahlíð- arlöndum í alls 438 ha og hefur það úrslita- þýðingu fyrir uppbyggingu svæðisins. Var því eðlilegt að vinnuheitið Úlfarsfell yrði fyrir valinu og er vonandi að það nafn festist við byggðina. Landgæði í Úlfarsfelli eru eins og best verður á kosið fyrir fyrirhugaða byggð og er eitthvert besta byggingarland sem Reykja- víkurborg á til ráðstöfunar um þessar mundir. Svæðið er vel staðsett og fellur að aðliggjandi byggð með allri þeirri hagkvæmni sem því fylgir. Því hallar aðallega mót suðri og minnir þar á Fossvogshverfi en er a.m.k. fjórum sinnum stærra. Frá austri til vesturs eru suð- urbrekkur 3,5 km langar, sama vegalengd og frá Lækjartorgi inn að Glæsibæ. Til sam- anburðar má nefna það að Geldinganes er meira en helmingi minna og þar hallar jafn- miklu til norðurs og til suðurs. Svæðið er í 55 til 80 m yfir sjávarmáli líkt og Neðra-Breiðholt. Það er umlukið útivist- arsvæðum á þrjá vegu; að norðan Úlfarsfellið sjálft, að austan Hafravatn og að sunnan Úlfarsárdalur. Veðursæld er mikil og ber gróðurinn við Ljótaland vitni um það en einn- ig hafa greinilundir uppi í Hamrahlíðarlönd- um náð ótrúlega góðri sprettu. Á sléttum árbökkum Úlfarsár á móts við Grafarholt er fyrirhuguð uppbygging mynd- arlegs íþróttasvæðis þar sem gert er ráð fyrir knattspyrnuvöllum, íþróttamannvirkjum og sundlaug. Þar má sjá fyrir sér öfluga upp- byggingu íþróttafélags sem íbúar í Úlfarsfelli og Grafarholti geta komið að. Við gerð rammaskipulagsins var megin- áhersla lögð á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þ.e. á umhverfis- og búsetugæði borgarhlutans, góða landnýtingu og sam- göngunet og að skipulagið nýtti sér þau gæði sem fyrir eru til hins ýtrasta. Sú tillaga sem rýnihópur mælti með sem forsögn að rammaskipulagi í Úlfarsfelli var tillaga Björns Ólafs arkitekts í París og VA arkitekta við Skólavörðustíg og er vinna við útfærslu skipulagsins nú komin vel á veg. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 18 þúsund íbúa heildstæðri byggð með hefðbundnum bæjarbrag sem er í góðum tengslum við nátt- úru svæðisins og með sterk einkenni borg- arhluta. Áhersla er lögð á fjölbreytt og lifandi bæjarumhverfi þar sem meginforsendur eru þéttleiki, blönduð nýting og mannlegur mæli- kvarði. Til þess að ná fram markmiðum um heild- stæða og samhangandi byggð gerði tillagan ráð fyrir róttækum breytingum á legu stofn- brautar (Úlfarsfellsvegar) en á eldra aðal- skipulagi liggur hún eftir miðju svæðisins. Stofnbraut er sveigð norður fyrir byggðina upp landslagsfláa í Höllum og eftir fjallsrót- um norðan Leirtjarnar til austurs. Hefur þessi breyting á legu stofnbrautar verið færð inn á aðalskipulagsuppdrátt þann sem nú er í kynningu. Eftir endilangri byggðinni verður miðlægt „breiðstræti“, sett trjáröðum og brotið upp með torgum þangað sem þjónustuþáttum verður safnað. Breiðstrætið verður aðalum- ferðaræðin innan hverfisins. Í láginni kring- um Leirtjörn verður „miðbær“ svæðisins og fær tjörnin hlutverk við mótun miðbæjar- myndarinnar. Þar verður lífvænleg blanda íbúðarhúsnæðis, verslunar og þjónustu (m.a. framhaldsskóla). Breiðstrætið tengir síðan miðjuna við aðra hluta borgarhlutans og stofnbraut. Í friðsælum árdalnum standa síðan grunn- skólar og leikskólar en gert er ráð fyrir 5 til 7 skólahverfum í Úlfarsfelli þegar svæðið verð- ur fullbyggt. Þetta gefur t.d. fyrirheit um að- laðandi búsetuskilyrði fyrir fjölskyldufólk. „Hægakstursgata“ í jaðri byggðarinnar í ár- dalnum tengir saman skóla og íþróttamann- virki og auðveldar íbúum aðgengi að dalnum. Innan íbúðabyggðarinnar hafa tillöguhöfund- ar sýn á hefðbundið gatnakerfi með skírskot- un til eldri borgarhluta. Stuttar krókóttar götur sem mynda samfellt net og skapa ró- legt, hlýlegt og skjólgott umhverfi. Niðurstaða rammaskipulagsvinnunnar er því sú að Úlfarsfell verður borgarhluti með sterkum einkennum og skilyrðum til blómlegs mannlífs en ekki dæmigert úthverfi með „botnlangabólgu“ eins og Hallgrímur Helga- son rithöfundur hefur orðað það. Það er mik- ilvægt að skipulagsyfirvöld missi ekki sjónar á þessu markmiði rammaskipulagsins. Þegar kosningabarátta er háð fæst tæki- færi til að ræða þau málefni sem sveitar- stjórnir fást við. Þegar skipulagsmálin eru annars vegar er mest um vert að menn ræði þá heildarsýn sem fylkingarnar hafa til þátta eins og almenningssamgangna, þéttingar byggðar, sjálfbærrar þróunar, borgarsam- félags, úthverfaskipulags o.s.f.v. En þegar menn grípa til slagorðakenndrar einföldunar eins og því að tefla fram einu svæði á móti öðru undir íbúðarbyggð er það ávísun á skot- grafahernað sem litlu skilar í umræðu um skipulagsmál. Það býður líka þeirri hættu heim að menn skjóti sig í fótinn. Þegar betur er að gáð mæla flest rök með því að Úlfarsfell verði helsta nýbyggingarland undir íbúðarbyggð í austurborg Reykjavíkur á næsta skipulagstímabili. Sýn tillöguhöfunda á byggðina í Úlfarsfelli séð úr suðaustri. Byggðin snýr öll mót suðri en suðurhlíðarnar eru alls 3,5 km langar frá Vesturlandsvegi að Hafravatni. Flest rök mæla með því að Úlfars- fell verði helsta nýbyggingarland undir íbúðabyggð í austurborg Reykjavíkur á næsta skipulagstímabili. Arinbjörn Vilhjálmsson segir að landgæði þar séu eins og best verður á kosið fyrir fyrirhugaða byggð. Uppdráttur VA-arkitekta og Björns Ólafs af rammaskipulagstillögu byggðar í Úlfarsfelli. Stofn- brautin Úlfarsfellsvegur liggur norðan byggðar, „breiðstrætið“ liggur fyrir miðju en „hægaksturs- gata“ í suðurjaðri byggðar. Miðja borgarhlutans er í kringum Leirtjörn en grunnskólar, leikskólar og íþróttasvæði eru í árdalnum. Meðfram Vesturlandsvegi sést athafnasvæði í brekkunni. Arinbjörn Vilhjálmsson Skipulag Höfundur er arkitekt, varafulltrúi meirihlutans í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sat í rýnihópi um rammaskipulag í Úlfarsfelli. Ú l f a r s f e l l Borgarhluti með bæjarbrag VATNSKARAFLA og glös frá Rosen- dahl, dönsk fram- leiðsla úr gleri. Karaflan kostar 2.480 kr. en vatnsglösin 6 í pakka kosta 2.390 kr. Fæst í Epal. Vatns- karafla Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.