Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 40
40 C ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir LOGAFOLD Mjög gott einbýlishús átveimur hæðum ásamt bílskúr og óskráðu aukarými. Falleg innrétting í eldhúsi. 4 svefnherbergi og tvær stofur. Baðherbergi nýtekið í gegn. Heitur pott- ur í garðinum. V. 24,5 m. 1194 RAÐ- SELÁSBRAUT Mjög gott raðhús átveimur hæðum um 177 fm ásamt 22 fm bílskúr. 4 góð svefnherbergi og rúmgóð stofa, sér sjónvarpsherbergi. Eldhús með nýlegri kirsuberjainnrétt- ingu. Áhv. 6,6 m.V. 19,7 m. 1048 ESJUGRUND Erum með í sölu 113 fmendaraðhús með byggingarétti fyrir 29 fmbílskúr. Húsið er rúmgott með þremur svefnherbergjum teppi og dúk- ur á gólfum, gengið er út í garð úr stofu, eldhús er með fallegri ljósri eldhúsinn- réttingu. ákv. 7,6 m. v. 14.0 m. 1040 HULDUBRAUT - KÓPAVOGI Vorum aðfá í sölu mjög gott 210 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr á einum vinsælasta stað í Kópa- vogi. Vandaðar innréttingar, parket, flís- ar og dúkur á gólfum. Fallegt útsýni. Eig sem er vert að skoða. V. 23 m. 1164 ÁLFASKEIÐ - HAFNARFJÖRÐUR - AUK-AÍBÚÐ. Við vorum að fá í sölu mjög góða sérhæð ásamt bílskúr og aukaíbúð í kjallara. falleg kirsuberja innrétting í eldhúsi - 4-5 svefnhebergi. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR JÓNAS Á SKRIFSTOFU. LAUFBREKKA - KÓPAVOGUR - LAUSFLJÓTLEGA. Erum með til sölu glæsi- legt 216 fm einbýlishús ásamt 25 fm sólskála með heitum potti á hlýlegum stað í Kópavoginum. Húsið er búið góð- um tækjum, innréttingum og gólfefn- um. Sv-svalir. Verð 21,5 milljónir. Áhvíl- andi 9,2 millj. 1220 FUNALIND Virkilega glæsileg 151 fmíbúð á tveimur hæðum í litlu fjölbýli. Vandaðar mahogony innréttingar og parket. Rúmgóðar stofur, tvennar svalir. Tvö baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. 3-4 svefnherbergi. Skipti möguleg á sér- býli í Rvk. t.d. hæð eða raðhúsi. Áhv. 9,1 m. ekkert greiðslumat. V. 17,9 m. 1093 ENGJASEL - RVK. Vorum að fá í sölumjög glæsilega og mikið endurnýj- aða 4-5 herbergja íbúð í vinsælu hverfi. 13,9 LAUGATEIGUR - BÍLSKÚR Erum með ísölu mjög góða 107 fm efri sérhæð ásamt 26 fm bílskúr á fallegum stað í þessu vinsæla hverfi. Skiptist niður í 2 svefnherbergi og 2 stofur, Mikið endur- nýjaðar innréttingar og gólfefni, S- sval- ir. Sérinngangur. Áhv. 5,9 m.V. 15,9 m. 1137 LJÓSHEIMAR - LYFTURHÚS Erum meðtil sölu 100 fm íbúð á 8 hæð með góðu útsýni. Skiptist niður í 2 svefnher- bergi, 2 stofur, s- svalir, sérinngangur af n-svölum. V. 10,9 m. 1141 LANGHOLTSVEGUR + BÍLSKÚR Erummeð í einkasölu 3 herb. 78 fm ris- íbúð með sérinngangi. Íbúðin er mikið endurnýuð. 12,8 m. 1170 HRAUNBÆR Rúmgóð 92 fm 3 herb.íbúð í fjölbýlishúsi. Parket á gólfum góðir skápar. Góð eign. V. 10,5 m. ÁLFTAMÝRI - REKJAVÍK. Vorum að fá íeinkasölu 68 fm íbúð á 3h með góðu útsýni út á Framvöllinn. Íbúðin skiptist niður í 2 rúmgóð svefnherbergi og eina stofu.Verð 9,0 millj. Ekkert áhvíl- andi! 1215 ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu 3 herb.íbúð á 1 hæð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin er öll hin snyrtilegasta, dúkar og teppi á gólfum. Rúmgóð herbergi, gott skápapláss. Ákv. 3millj. 9,0 millj. 1229 BERGSTAÐARSTRÆTI Erum með í sölu3ja herbergja íbúð í góðu ástandi. Herbergi eru rúmgóð með góðu skápa- plássi, teppi og dúkur á gólfum. v. 10,2 m. 1071 GNOÐAVOGUR Í einkasölu mjögskemmtileg og sérstök 90 fm íbúð með suðursvölum. Áhv. 6,4 m. Bbmat 14 m. Laus strax. V. 9,8 m. SELJAVEGUR Vorum að fá í sölu 3herb. 61 fm íbúð á 2. hæð í vestur- bænum. Skiptist niður í 2 svefnherbergi og eina stofu, spónaparket á gólfum V. 8,5 m. 1144 HRAFNHÓLAR 3ja herberga mikið end-urnýjuð íbúð á annari hæð lyftu- blokk. Ný gólfefni ný eldhúsinnrétting. Húsið er nýlega klætt að utan. Laus fljótlega. V. 9,9 m. 1221 BERGSTAÐARSTRÆTI Tvær 50 fm ein-staklingsíbúðir á besta stað í mið- bænum.Nýlega innréttaðar stúdíóíbúðir í kjallara með parketi á gólfum. Seljast saman. v. 9,5 1157 GULLENGI Rúmgóð 2ja herbergjaíbúð á jarðhæð ásamt bíslkúr. Bað- herbergi með flísum. Parket á öðrum gólfum íbúðar. Mahogny innréttingar í eldhúsi. Áhv. 5 m.V. 10,4 m. 1074 HVERFISGATA - REYKJAVÍK - GOTTBRUNABÓTAMAT. Erum með til sölu 50 fm íbúð í steinhúsi í gamla miðbæn- um - var klætt að utan fyrir 3 árum. Parket á gólfum og ágætar innréttingar. Verð 6,9 millj. Áhvílandi 2,4 millj. 1222 MIÐVANGUR - HFN. Vorum að fá ísölu 56 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk. Nýtt pergoparket á gólfum, ný eldhúsinnrétting suðursvalir. Áhv. 5 m.V. 7,9 m. 1148 RAUÐARÁRSTÍGUR - BÍLAGEYMSLA -EKKERT GREIÐSLUMAT Vorum að fá í einksaölu rúmgóða og bjarta 64 fm íbúð ásamt stæði í bílageymslu. íbúðin er vel skipulögð, með góðum innrétt- ingum og gólfefnum. Sérþvottahús í íbúð. Sv- svalir. Áhv. byggsj. rík. 5,6 m. V. 10,5 m. 1198 NJÁLSGATA - LÍTIÐ EINBÝLI - ÓSAM-ÞYKKT. Erum með til sölu 40 fm vel skipulagt kósý einbýli í miðbænum. Skiptist niður í stofu, eldhús og svefn- herbergi. Flísar og parket á gólfum - góðar innréttingar. Verð 5,5 millj. Áhvílandi ca 2,3 millj. 1112 BLÁSALIR Vorum að fá í sölu vandað-ar og glæsilegar 2ja, 3ja of 4ra her- bergja íbúðir í 12 hæða blokk. Útsýni er vægt sagt stórkostlegt úr öllum íbúðum yfir Suðurnes, Reykjavík og víðar. Íbúð- unum er skilað fullbúnum en án gólf- efna, í öllum herbergjum eru sjónvarps og símatenglar og sérhljóðeinangrun. Öll sameign verður fullbúin og lóð full- búin með tveimur leiksvæðum. Upphit- að bílskýli er í kjallara og fylgir íbúðun- um. V. 12,5-19,3m. 1228 KÓRSALIR - LYFTUBLOKK Erum meðtil sölu 2ja, 3ja, 4ra og penthouse íbúðir á besta útsýnisstað í Salarhverfi Kópavogs. Íbúðirnar skilast fullbúnar en án gólfefna, ásamt stæði í bílageymslu. Nánari upplýsingar gefur Jónas á skrif- stofu. 1115 SUMARHÚS Á SPÁNI Glæsilegt raðhús70fm rétt við Toreveja. Húsið er 2 hæðir mjög vel búið húsgögnum. Stutt í alla þjónustu og einungis um 45 mín. akstur frá Alicante flugvelli. Stórglæsi- legir golfvellir í nágreninu. Tilvalin eign fyrir golfara. Nánari upplýsingar veitir Hinrik á skrifstofu. 1224 Laufás fasteignasala í 29 ár sími: 533 1111 fax: 533 1115 Digranesvegi 10 - Kópavogi fyrir ofan Sparisjóð Kópavogs Andrés Pétur Rúnarsson Lögg.fasteignasali Einar Harðarson Sölustjóri Jónas Jónasson Sölumaður Hinrik Olsen Sölumaður Atvinnuhúsnæði Eign Stærð Verð Hlíðarsmári 92.8 12,9 Versl.húsn. í vinsælu þjónustuhverfi. Flatahraun 90 7,9 Góð skrifstofu og lageraðsta. Suðurlandsbraut 100 Til leigu 100 fm atv. húsn. Brautarholt 560 Stórt skrifsthúsn. 3 hæð til leigu. Lyngás 62.5 Skrifst. til leigu 50. þús. á mán. Lyngás 130 Til leigu húsn fyrir skrifs./heilds. Kapalhraun 224.3 14,3 Atvinnh tvær innkdyr, góð lofth. Stórholt 134.6 10,5 Verslunarhúsnæði á 1. hæð. Borgartún 444.1 Til leigu tilvalin skrifst. á góðum stað. Auðbrekka 713.1 38 Lagerhúsnæði auðvelt að hólfa niður. Kothús 1550 40 Fiskv m/kæl/fryst og verbúð. Stórhöfði 2293 179 Versl./iðnarðh. neðst við voginn. Hvaleyrarbraut 138 12 Einstakt húsn til matvælaframl. Borgartún 7472 Stórt skrifsthúsnæði. Skipholt 200 Nýlega innréttað skrifsthúsn.til leigu. Lækjarmelur 1560 333.5 Skemma á Kjalarnesi. Brautarholt 1810 155 Verslun og skrifstofa á góðum stað. Vesturvör 4996 310 Góð fjárfesting á góðum stað. Austurstræti 480.9 180 Til sölu eða leigu í hjarta borgarinnar. Akralind 895.6 100 Til leigu eða sölu á vaxandi stað. Grandagarður 200 20 Skristofu húsn á tveimur hæðum. Miðhraun 196.3 15.5 Gott húsnæði fyrir heilds, góðar innr. Smiðjuvegur 648.8 60 Bakarí fullb. tækjum, kaffiveitingastofa. Miðhraun 196 16,5 Toppeign fyrir fjárfesta góð leiga. STUNDUM er það eins og að stíga upp í tímavél að taka sér gamla bók í hönd og lesa um það sem einu sinni var. Til muna aukast þessi hughrif ef fyrir hendi er enn eitthvað af því sem sagt er frá. Um daginn var blaðamað- ur Morgunblaðsins á gangi á Vestur- götunni og sá þá baka til við götuna vinstra megin þegar gengið er áleiðis í miðbæinn gamalt en „sjarmerandi“ timburhús með mörgum litlum glugg- um. Samstundis kom bókin Dægra- dvöl upp í hugann og höfundur henn- ar Benedikt (Sveinbjarnarson) Grön- dal. Meðan hann stóð í miklu mála- stappi vegna Vesturfara-rita sinna, (Benedikt andæfði Vesturheimsferð- um en þær voru mál málanna á því herrans ári 1888) „bar svo við að húsið Nr. 16 í Vesturgötu losnaði, við það, að það var tekið lögtaki fyrir áfallnar skuldir,“ segir Benedikt í ævisögu sinni. „ (Hannes Hafstein var þá land- ritari hjá landshöfðingjanum og framdi hann lögtakið fyrir hönd land- sjóðs), og átti að seljast við opinbert uppboð. Stóðu 2000 krónur inn í hús- inu í landsjóði, en 300 kr. ómyndugra fje,“ segir og í Dægradvöl. Áður hafði Benedikt byggt hús við Þingholtsstræti, en varð fyrir þeirri sorg að missa konu sína rétt eftir að þau fluttu þar inn. Litlu fyrr höfðu þau misst unga dóttur. Benedikt seldi hús sitt við Þingholtsstræti í maí 1887 og leigði síðan þar til hann keypti timburhúsið Vesturgötu 16 rösklega ári síðar á 2500 kr., en það var virt á 4670 kr. „Engin lóð fylgdi húsinu, nema gangstígur fyrir framan það, stjett við vesturgaflinn, og lítill blettur við austurgaflinn... Jeg sagði þá upp húsinu á Vestur- götustígnum, sem jeg hafði áður búið í og gekk svo allur júní og júlímán- uður til að dubba húsið upp, mála það utan, gera nýtt herbergi í því, þar sem áður hafði verið smiðja o.s.fr. Voru menn þá hissa hvað húsið var allt álit- legra og vildu sumir þá kaupa það, þótt enginn vildi líta við því á uppboð- inu.“ Benedikt Gröndal var fyrstur Ís- lendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum frá Hafnarhá- skóla 1863. Hann var einn af stofn- endum Hins íslenska náttúrufræði- félags 1889 og má því ætla að í húsinu að Vesturgötu 16 hafi margt verið geymt í tengslum við safnið því það var í miklu húsnæðishraki fyrstu árin. En á fundi 9. júní 1898 kom fram gagnrýni á skýrslu Benedikts um húsnæði safnsins. „Þetta varð til þess að jeg vildi ekki lengur vera formaður fjelagsins eða fást við náttúru- safnið, og hætti jeg því við það,“ segir hann í Dægradvöl. En ýmislegt fleira gerði Benedikt á Vesturgötunni annað en skoða og flokka safn- gripi náttúrufræðifélagsins. Hann þótti með afbrigðum góður teiknari og skrautritari auk þess sem hann var af- kastamikill ritgerðasmiður og rithöfundur. En strax á tíð Benedikts Gröndals fyrir röskum hundr- að árum var farið að gæta þrengsla á Vesturgötunni. „Eptir að jeg hafði búið í nokkur ár í húsinu nr. 16 á Vesturgötu, þá keypti ég garðinn þar fyrir framan, svo ekki yrði byggt fyrir mig og öll dagsbirta burtu tekin.“ Á þessum orðum endar ævisaga hins eftirminnilega manns, Benedikts Gröndals. Hætt er við að hann hefði ekki orðið hýr á svip hefði hann séð hvernig búið er að byggja fyrir íbúðarhús hans, sem nú er orðið bakhús við Vesturgötu, þar stendur það og er enn „álitlegt“ í öllu sínu lát- leysi. Það hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar síðan stúdentar og fleiri stóðu fyrir blysför heim til hins aldna skálds og fræðimanns að Vesturgötu 16, á 80 ára afmæli hans 6. október 1906. Sá heiður sætti Benedikt Gröndal við ýmislegt sem honum hafði þótt miður fara, það tæpa ár sem hann lifði eftir þetta. Hús Benedikts Gröndals Benedikt Gröndal í vinnuherbergi sínu á efri árum. Það er augljóst að þarna hafði bóka- maður búið um sig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vesturgata 16, hús Benedikts Gröndals sem hann keypti 1888 og bjó í til dauðadags 1907. Gömul hús og saga þeirra eru ætíð forvitnileg um- hugsunarefni. Guðrún Guðlaugsdóttir grípur hér niður í sögu Vestur- götu 16, þegar það hús var heimili Benedikts Gröndals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.